Þjóðviljinn - 28.11.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Qupperneq 2
FRÉTTIR Undirskriftasöfnun hefst á morgun. Hingað og ekki lengra. Nú stöndum við saman. Atakanleg dœmi um ástandið tíunduð Eignin varð að stórskuld r Amorgun föstudag fer af stað undirskriftasöfnun sem ungt fólk stendur að, sem ýmist er búið eða er við það að missa húsnæði sitt vegna svikinna loforða stjórnvalda, okurvaxtastefnunn- ar og ránskjaravísitölunnar. í texta undirskriftaskjalsins er skorað á ríkisstjórnina að cfna gefin loforð í húsnæðismálum og bæta það tjón sem vanefndir stjórnvalda hafa valdið íbúða- kaupendum og húsnæðisbyggj - endum. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá um sl. helgi tók hópur ungs fólks sig til á föstudag og dreifði bæk- lingi fyrir utan helstu stórmark- aði í Reykjavík undir yfirskrift- inni hingað og ekki lengra STOPP. í þessum bæklingi er að finna tvö átakanleg dæmi um hvernig komið er fyrir fjölda fólks sem er að missa eigur sínar þessa dag- ana. Við birtum hér að neðan fyrra dæmið sem er lýsandi fyrir það sem er að gerast. -Jg íbúð árið 1982. tbúðin kostaði 1 milljón og áttu þau 400 þúsund til að borga við samning. Þar sem þau gátu ekki staðgreitt íbúðina (venjulegt fólk) fjármögnuðu þau mismuninn með lánum (skammtíma og langtíma). Skammtímalánin gerðust erfið, þó voru þau bæði í fullri vinnu, þungar mánaðargreiðslur og hækkuöu ört. Fleiri skammtíma- lán til að borga hin fyrri. 1983 eru verðbætur teknar af launum. Laun lækka, lán hækka. Meiri vinna, meiri skattar. Snemma árs 1985 blasir gjald- þrotið við. Þá er að vísu komin hin svokallaða ráðgjafarþjónusta hjá húsnæðisstofnun og var hægt að fá lán allt að 150 þúsund. En þar sem skuldir voru orðnar svo miklar á íbúðinni þá var ekki til veð. Og þetta átti að hjálpa þeim sem verst voru settir! Fljónin flýta sér að selja og kaupa 2ja herb. íbúð (þau áttu 3ja herb. fyrir). Þá sjá þau að þau höfðu verið of sein, svo þau selja 2ja herb. íbúðina (fá auðvitað ekki staðgreitt) en reyna að borga skuldir eins hratt og hægt er því skuldin hækkar mánaðar- lega en ekki útborgunin. Það sem eftir stendur þegar upp er staðið er 400 þúsund króna skuld, sem er lífeyrissjóðslán sem er nú á veðrétti hjá foreldrum konunnar. Þar verður það næstu árin og smánagar upp þeirra eign. Svona fór um sjóferð þá. Hjón með tvö börn keyptu Leiðrétting í frétt á forsíðu Þjóðviljans þann 22. þessa mánaðar er frá því greint að Ari Traustason hyggist taka þátt í friðargöngu í Mið- Ameríku. Það er ekki rétt, það er Ari Tryggvason sem ætlar að ganga í þágu friðar í þessum heimshluta. Blaðið biðst hér með velvirðingar á þessum mistökum. í Norræna húsinu hefur nú verið hleypt af stokkunum sýningu á list Sama, handíðum og listiðnaði. Þetta er farandsýning og eru munir á henni allir nýunnir, en samkvæmt gamalli hefð Húsnæðissvikin Fólk er að gefast upp Hver hreppir efsta sætið á áfengislistanum í Firðinum? Eyrarbakki Dvalarheim- ili fyrir aldraða Stefnt að opnun á miðju nœsta ári Stofnuð hafa verið á Eyrar- bakka Samtök áhugamanna um dvalarhcimili. Fimmtíu manns hafa gerst stofnfélagar og er ungt fólk þar áberandi. Markmið samtakanna er að koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða á Eyrarbakka. Hug- myndin er að leigja Sólvelli - fýrrverandi læknisbústað - af sveitarfélaginu, fyrir þessa starf- semi. Verður þá húsið nokkuð endurbætt bæði hið ytra og innra. Endurbæturnar og væntanlegur rekstur heimilisins verða í hönd- um félagsins. í húsinu verða 8 vistherbergi, 3 þeirra fyrir tvo menn. Tala vist- manna verður 8-11. Ætlunin er að afla fjár til framkvæmdanna með frjálsum framlögum fyrir- tækja, félaga og einstaklinga innan sveitarfélagsins og utan. -mhg Dýrtíðin Ostur 200% 150% bitapakkaður 26% 100% Hækkun: 129.6% 50% Frá því ríkisstjórnin kom til valda í maí 1983 hefur kíló af 26% sterkum osti hækkað um 129.6%. Þá kostaði osturinn 135.25 kr. en kostar í dag 310.60 kr. Á sama tíma hafa meðallaun iðnaðarmanna samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknarnefndar hækkað um 80.4% (svarta súlan). Þjóðviljinn mun á næstu dögum taka fleiri vöruflokka til samanburðar. Alþýðubandalagið - Reykjavík Kjömefnd tekin til starfa Nýjarforsvalsreglurfyrir framboðslista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í næsta mánuði, des., verður hugmyndir og hafa þannig áhrif á haldinn almennur félagsfundur mótun endanlegrar borgarmála- þar sem félagsmönnum gefst stefnuskrár. kostur á að ræða og meta þessar -mhg Keflavík Nýtt skurðstofurými Sex sérfrœðingar starfa nú við sjúkrahúsið Asíðasta fundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík var skipuð nefnd, sem ætlað er það hlutverk að tilnefna menn í forval fyrir borgarstj órnarkosningarnar. Nefndina skipa: Arnmundur Backmann, Arnór Pétursson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Lena M. Rist, Margrét Pála Ólafs- dóttir, Þorbjörn Guðmundsson og Steinar Harðarson og er hann formaður ncfndarinnar. Nefndin stefnir að því að skila 15 manna tilnefningu sinni, (skv. nýju forvalsreglunum), það snemma, að unnt verði að birta nöfnin í helgarblaði Þjóðviljans 14. des. n.k. Eftir það geta 5 fé- lagar, - bundið við þá tölu, - til- nefnt einstakling til forvals, sé viðkomandi því samþykkur. Frestur til tilnefningar stendur til áramóta. Forvalið fer nú fram í einni umferð í stað tveggja áður. Sjálft forvalskjörið fer svo fram um mánaðamótin janúar- febrúar. Kjörnefnd óskar þess, að þeir sem vilja koma með til- nefningar, sendi þær annað tveggja til skrifstofunnar í Mið- garði (hús Ab. að Hverfisgötu 105) eða til kjörnefndarmanna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Isumar hafa staðið yfir breytingar á skurðstofurými Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér- aðs. Hefur skurðstofan nú form- lega verið tekin í notkun en reglu- bundin starfsemi hefur þó raunar farið þar fram síðan um miðjan september. Sjúkrahús læknishéraðsins var formlega vígt fyrir 30 árum. Var þá miðað við að einn sjúkiahúss- læknir væri í starfi. Áridt«Sl var einni álmu aukið við a/mennt sjúkrarými og reist ný og fullkomin fæðingardeild, sem starfað hefur síðan. Nú starfa við sjúkrahúsið 6 sérfræðingar, ýmist að hluta eða í fullu starfi. Áður var skurðstofan í einu herbergi og aðstaða öll úr takt við tímann. Nýja skurðstofan er vel búin ný- tísku tækjum, björt og rúmgóð. Sjúkrahúsinu hafa borist veg- legar gjafir, bæði frá einstak- lingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Nemur andvirði þeirra kr. 6.000.000,- að með- töldum aðflutningsgjöldum og söluskatti, sem hafa verið felld niður. Verður þessi rausn seint fullþökkuð. Nú er sú þörfin brýn- ust að bæta hjúkrunaraðstöðu aldraðra. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.