Þjóðviljinn - 28.11.1985, Side 7
ÞJÖÐVILJINN
Rangheiður H. Þórarinsdóttir borgarminjavörður: Það vefst kannski ekki fyrir verkfræðingum þó það vefjist fyrir mér hvernig á að varðveita þessa gömlu eldstó eftir að húsið hefur verið rifið!
Ljósm. Sig.
Kvosarskipulagið
Ekki sátt við tillöguna
RagnheiðurH. Þórarinsdóttir, borgarminjavörðw^
Lítið eða ekkert tillit tekið til mats á varðveislugildi gömlu húsanna.
„Þessi skipulagstiliaga er ekki
unnin í samvinnu við Árbæjar-
safn að öðru leyti en því að höf-
undar hennar hafa haft undir
höndum húsakannanir safnsins í
Kvosinni og vitna til þess í
greinargerð sinni að söguleg út-
tekt á húsunum sé ekki til. Hins-
vegar sýnist mér lítið eða ekkert
tillit tekið til þess mats sem Ár-
bæjarsafn hefur lagt á varðveislu-
gildi hinna ýmsu húsa sem gert er
ráð fyrir að víki“, sagði Ragn-
heiður H. Þórarinsdóttir, borg-
arminjavörður.
Árið 1979 var Árbæjarsafni
falið að gera sögulega könnun á
húsum í Kvosinni og skyldi hún
vera ein af undirstöðum nýs deili-
skipulags sem þá var í bígerð.
Fyrsti hluti könnunarinnar,
Kvosin milli Austurvaliar og
Lækjar, kom út 1979, annar
hluti, Kvosin sunnan Kirkju-
torgs,kom 1980, Kvosin milli Kir-
kjustrætis og Tjarnar kom 1983
og á sama ári fjórði hlutinn,
Kvosin milli Aðalstrætis og
Austurvallar. Síðasta þætti
verksins, Kvosin norðan Austur-
strætis, er ekki lokið og auk þess
má nefna að Júlíana Gottskálks-
dóttir fyrrum starfsmaður
safnsins vinnur nú í Kaupmanna-
höfn að lokaritgerð sinni í arki-
tektúrum hús við Hafnarstræti.
Byggingarlist
og saga
„f þessum skýrslum er bygg-
ingarsaga hvers húss rakin og
safnað saman upplýsingum um
hverjir hafa búið í þeim“, sagði
Ragnheiður. „Markmiðið er að
meta varðveislugildi húsanna út
frá menningarsögu og byggingar-
sögu þeirra. Ég er sammála for-
sendum tillögunnar að því leyti
að það þarf að taka til og breyta
ýmsu í Kvosinni, m.a. fylla í þau
skörð sem komin eru í byggðina.
Hins vegar finnst mér mikilvægt
að gamli bærinn haldi svipmóti
sínu og að nýbyggingar taki mið
af því sem fyrir er í stað þess að
farga flestum byggingum sem eru
eldri en frá 1925-1930. Með því
móti eru öll tengsl við sögu borg-
arinnar rofin auk þess sem sjón-
arsviptir yrði að mörgum þessara
húsa. Lækjargatan þarfnast svo
sannarlega andlitslyftingar, en
spurningin er hvort það er eina
leiðin og sú rétta að fjarlægja allt
sem er lægra en Nýja bíó og reisa
ný hús sem eru jafnhá því í stað-
inn. Með því móti er líka lokað
fyrir útsýni frá brekkunni inn yfir
Kvosina að Dómkirkjunni og
Alþingishúsinu og það þætti mér
miður.
Eflaust þurfa einhver þessara
húsa samt að víkja og ég ætla höf-
undum ekki að vilja rífa þau eða
eyðileggja, heldur hljóta þeir að
reikna með að þau verði flutt á
annan stað. Sum hver hafa t.d.
nýlega verið endurbyggð eins og
Tjarnargata 11. Þau eiga hins
vegar ekki öll erindi í Árbæjar-
safn eins og við getum komið
nánar að.
Rætur borgarinnar
Mörg þeirra húsa sem deili-
skipulagstillagan gerir ráð fyrir
að víki hafa ótvírætt varðveislu-
gildi enda er þetta elsti hluti borg-
arinnar og sá vettvangur sem saga
okkar gerðist að mestu leyti á.
Það var nefnilega svo lengi að
Reykjavík var ekkert nema
Kvosin.
Menningarsögulegt gildi hús-
anna er hins vegar mismikið og
spurningin er hvernig á að skil-
greina það og meta. Þessi tillaga
byggist ekki á mati Árbæjarsafns
á þeim hlutum og það væri fengur
að því að vita hvaða rök höfundar
leggja til grundvallar henni en
þeir segjast einmitt vilja halda í
þau hús sem hafa menningar-
sögulegt gildi. í tillögunni kemur
hins vegar ekkert fram sem bend-
ir til þess að slíkt mat ráði
nokkru.
Það er t.d. vandséð hvernig á
að varðveita elstu eldstóna í
Reykjavík sem er í umsjá borg-
arminjavarðar, eftir að húsið
sjálft, Austurstræti 22, hefur ver-
ið rifið. Slíkt vefst kannski ekki
fyrir verkfræðingum þótt það
vefjist fyrir mér. í fljótu bragði
virðist mér sem það hús hafi hvað
mest varðveislugildi sögu sinnar
vegna af þeim húsum sem eiga að
hverf samkvæmt tillögunni, að
öðrum þó ólöstuðum.
ísafoldarhúsið
Höfundar gera tillögu um að
eitt hús, ísafoldarhúsið gamla við
Austurstræti 8, verði flutt í Ár-
bæjarsafn. Þetta er mjög gott hús
og sögufrægt en það á ekki endi-
lega erindi í safnið. í Árbæjars-
afni er haldið til haga sýnishorn-
um af mismunandi byggingarstíl-
um og einstök hús í safninu sýna
þróun byggingarlistar í Reykja-
vík. Það er búið að þrengja veru-
lega að safnsvæðinu og hér verð-
ur að halda eftir plássi fyrir þær
húsagerðir sem vantar í safnið.
Árbæjarsafn gerði á sínum tíma
tillögu um að ísafoldarhúsið yrði
flutt á annan stað og betri, þar
sem það er nú mjög aðþrengt
milli tveggja 4urra hæða stórhýsa
en tillagan um að flytja húsið í
Árbæjarsafn er ekki frá okkur
komin. Um leið og hús fer á safn
er notkun þess breytt, það hættir
að gefa mælanlegan arð og al-
menningur borgar brúsann. Það
er því mikilvægt að velja og hafna
í þessu tilliti. ísafoldarhúsið getur
þjónað sínu hlutverki lengi enn
og á ekki endilega heima á safni.
Lækurinn og
Nýhöfnin
Sum önnur hús sem gerð er til-
laga um að víki eru hins vegar
einstök hvað byggingarsögu
varðar. Ég get nefnt sem dæmi
Kokkhúsið, Lækjargötu 8, sem
er frá 1870, þótt ótrúlegt megi
virðast og óþekkjanlegt í dag.
Þetta var eitt fyrsta húsið í bæn-
um sem byggt var með kvisti
þvert í gegnum húsið. Það var
reist af Jónasi landlækni og á sér
merka sögu, auk þess sem bygg-
ingarlag hússins er einstakt. Því
þyrfti að breyta til upprunalegs
horfs og jafnvel flytja í Árbæjar-
safn ef annar staður finnst ekki
fyrir það.
Það má líka nefna Lækjargötu
4, þar sem Verslunarmannafélag
Reykjavíkur var stofnað 1891.
Það er kannski ekki hægt að verj a
þetta hús sem stendur þétt undir
Nýja bíói, en það á tvímælalaut
að varðveita t.d. hér í Árbæjar-
safni ef það þarf að víkja. Það
yrði þó svo sannarleg sjónarsvipt-
ir að því húsi og eins hornhúsinu
Lækjargötu 2, en þau setja hvað
mestan svip á Lækjargötuna og
þar með gamla miðbæinn."
- Hvcrnig líst þér á það scm
koma á í staðinn fyrir þessi gömlu
hús samkvæmt tiliögunni?
„Ekki nógu vel. Það eru sögn
eiga að koma reisuleg miðborgar-
hús í þeirra stað. Lækjargata 6A
og 6B eru reyndar ekki augna-
yndi í dag af gömlum ljós-
myndum og reyndar á húsunum
sjálfum, ef vel er að gáð, má sjá
hversu gífurlega mikið hefur ver-
ið lagt í þau. Þetta eru dæmigerð
íslensk borgarhús síns tíma og
reist á allt öðrum forsendum en
þau sem skipulagið sýnir. Þau
minna helst á Nýhöfnina í Kaup-
mannahöfn eða bryggjuhúsið við
skurðinn í Hollandi.“
Hlutur alþingis
„Ég er ekki sátt við þessa til-
lögugerð. Dapurlegast af öllu er
þó að það skuli vera alþingi ís-
lendinga sem gengur fram fyrir
skjöldu í því að kaupa upp allar
lóðir kringum þinghúsið til þess
að efna þar til niður-
rifssamkeppni. Árbæjarsafn hef-
ur varað við þeim áætlunum og
vitnað m.a. til greinargerðar
húsameistara ríkisins frá 1977 þar
sem lögð er áhersla á að tengja
saman nýbyggingar og gamlar á
lóðum alþingis. Húsið næst þing-
húsinu, Kirkjustræti 10, er t.a.m.
einu ári eldra en þinghúsið og
mörg önnur eru lítið yngri en
það. Þinghúsið nýtur sín einmitt
vegna þess hversu hógvær húsin í
kringum það eru. Menn verða að
gæta þess að rjúfa ekki öll tengsl
við söguna þó þörf sé á nýjum
húsum. Hver veit hvort við
þekkjum okkur sem Reykvíkinga
þegar öll þessi hús verða horf-
in?“, sagði Ragnheiður að lok-
um.
-ÁI
Sjá opnu.
Fimmtudagur 28. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7