Þjóðviljinn - 30.11.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Side 12
DÆGURMAL BORGARBBAGUR S ús syngur styrkum róm og alvar- legum enska texta sína, sem næðu betur til mín að ég held ef þeir væru á móðurmálinu. Mér finnst loðið að finna það út úr textunum sem Magnús talar um í stuttu viðtali í Helgarpóstinum fyrir rúmri viku. „Sándið“ á Corssroads er ansi gott og þessi plata er ágætt popp- rokk í þyngri endanum, með því betra faglega séð sem kemur út hérlendis. Hins vegar hljóta þeir sem gera plötu fyrir erlendan markað að gera ráð fyrir alþjóð- legu mati á verki sínu, og ég er hrædd um að plata Magnúsar Þórs verði ekki talin annað en svona meðalskífa í bunka marg- falt fleiri slíkra sem út koma á poppmörkuðum heimsins. A Á morgun er baráttuplata Kristínar Ólafs- dóttur. Þótt manni falli hún í geð við fyrstu athugun vinnur hún enn á í hvert skipti sem lögð eru eyru við hana, eins og öll al- mennileg barátta fyrir góðum málstað. Nú er svo komið að undirrituð er reglulega hrifin af þeim ljúflega krafti sem einkenn- ir öll vinnubrögð á þessari plötu. Kristín syngur skýrt og fallega 12 lög á plötu þessari, gegn hern- aði, fyrir friði og jafnrétti, um stéttabaráttu og þjónslund ís- Ienskra gagnvart amerískum hernaðarvöldum og um ástina. Allt eru þetta góð ljóð saman set af þekktum mönnum, sem ekki verða taldir upp hér nema hvað þeir eru allt frá aldri Þórarins Eldjárns til Davíðs Stefánssonar hvar á milli er t.d. Halldór Lax- ness. En hér er tilgangurinn einn ekki látinn helga meðalið, því að hljóðfæraleikur og útsetningar eru til fyrirmyndar. Um það síðarnefnda sáu Einar Kr. Ein- arsson og Sigurður Rúnar Jóns- son, sem líka leika með glans á nokkur hljóðfæri. Einar á t.d. virðingu mína’ fyrir frábæra frammistöðu sína á kassagítar og Pétur Grétarsson slagverksmað- ur er sko enginn amlóði. Aðrir hljóðfæraleikarar sem eiga þátt í að gera þessa plötu svo áheyri- lega eru Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Guðrún Th. Sigurðardóttir sellisti, Kolbeinn Bjarnason, Martial Nardeau og Gísli Helgason flautuleikarar og Valgeir Skagfjörð píanóleikari sem líka tekur lagið með Kristínu, sem tekst t.d. einkar vel í Hönunum tveim úr spænsku borgarstyrjöldinni. Ég held ég sé ekkert að tólfunda lögin, nema hvað síðasta lagið er yndislegt: Þökk sé þessu lífi, þýðing Þórar- ins Eldjárns á ljóði chilönsku lista- og baráttukonunni Violetu Parra við þetta fallega lag hennar sem helst svo vel íhendur við inni- hald ljóðsins: Punkturinn yfir iið. $ Bráðum koma bræðslumönnum yfirleitt, þá kemur þessi plata gömlum rokk- og poppaðdáanda á óvart fyrir hversu skemmtileg hún er... og bara eitt lag sungið (Litla lína við texta Stefáns S. Stefánssonar sem líka leikur sér á saxinn hjá Birni. Pálmi Gunnarsson syngur). Já, góðir gítarhálsar. Björn er hér með 10 melódísk lög og ljóm- andi fjörleg og kraftmikil, svo að dillar hver strengur og taug. Með honum í spilagleðinni taka þátt Skúli Sverrisson bassaleikari sem virðist á næstum hverri plötu ís- lenskri fyrir þessi jól, eftirsóttur strákur, trommararnir Stein- grímur Óli Sigurðsson og Pétur Grétarsson og Eyþór Gunnars- son hljómboðsleikari Mezzo- forte, auk þeirra sem áður eru taldir. Aðalmaðurinn er auðvitað Björn, sem samdi, útsetti og hljóðblandaði, ásamt Sigurði Bjólu það síðastnefnda. En það er greinilegt að það hefur verið mikil vinnugleði í stúdíóinu og menn í góðu stuði... og útkoman er alveg skolli góð, og ekki bara fyrir gítarleikara. A Crossroads Magnús Þór Sigmundsson er góð- ur lagasmiður, en hefur oft náð sér betur á strik í þeim efnum en nú, það er að segja í hlutfalli laga af melódíska taginu á einni plötu. Besta lag plötunnar finnst mér Gohstwriters, þá er Beautiful World ágætt og reyndar titillagið líka og fínn drifkraftur í Dr. Please ásamt skemmtilegum gít- arleik Þórðar Árnasonar sem nýtur sín líka vel í þeim leik á plötu Magnúsar allri. Annar Stuðmaður tryggir þarna gæðin í hljóðfæradeildinni, Ásgeir trymbill Óskarsson, Skuli Sverr- isson úr Pax Vobis stendur sig vel í fangbrögðum við bassann, Þor- steinn Jónsson breiðir úr sér þykkt í hljóðgerfladeildinni og Vilhjálmur Guðjónsson læðir inn tilbreytingu með saxinum. Magn- ...blessuðjólin enn nær... síð- asta dægurmálasíða féll niður og því ósagt um margar plötur íslenskar... hvaðþáer- lendar... þærfyrrnefndu hafa náttúrlegaforgang og eru hér á dagskrá í engri sérstakri röð... og þó... Borgarblús Gunnars Þórðarsonar við fína texta Ólafs Hauks Símonarsonar, um stemmningar og atburði úr hugarheimi þess síðarnefnda tengd Reykjavík, er sagður gef- inn ut í tilefni af 200 ára afmæli höfuðborgarinnar á næsta ári. Þetta er falleg tónlist og mikið sagt í útsetningar, sem Gunnar sér um sjálfur með aðstoð norska hljómborðsleikarans Jons Kjells Seljeseth. Hér eru góðar melódí- ur eins og við er að búast af höf- undi. Bestu lögin finnast mér Gaggó-Vest og Gull sem Eiríkur Hauksson syngur, þá Ég elska þig (þótt þú sért úr steini), og Steini strætó sem Pálmi Gunnarsson syngur, Vesturgata (Björgvin Halldórsson) og í Garðinum (Egill Ólafsson). Söngvarar þess- ir eru til sóma, ánægðust er ég þó með Eirík, en Egill hefur reyndar sýnt skemmtilegri tilþrif en að þessu sinni. Þá eru bakraddir þeirra Jóhanns Helgasonar og Sverris Guðjónssonar mjög þokkafullar. Hljóðfæraleikur er þarna góð- ur alíur, en ástæða til að nefna gleðilegan trumbuslátt Gunn- laugs Briem Mezzofortemanns. Og ekki má gleyma því að hug- hreystandi er að Davíð Oddsson skuli hafa kveðið Við Reykjavík- urtjörn og sagt að bárujárnshús við Bergþórugötu bíði þess að lifna eitt og eitt: „Af gleði og trú/ bjartsýni æsku og von/barna sem hefja lífið þar.“ Með slíkt hugar- far hlýtur borgarstjórinn að stöðva hremmingar þær sem skipulagssnatar ógna nú gamla miðbænum með, í nágrenni áð- urnefndrar Tjarnar. Það er óhjákvæmilegt að bera Borgarblús saman við Himin og Jörð Gunnars sem út kom fyrir 4 árum. í fljótu bragði virðist mér sú síðarnefnda vera sterkari... einhvern veginn skörungslegri í heild. Eitt finnst mér t.d. vera óþarfa hæverska í Gunnari, en það er að hann skuli ekki hafa haft gott og vel útsett gítarspil sitt (og Björns Thoroddsen í Steina strætó) heldur framar í hljóð- blöndunni. Ég hef grun um að það hefði gefið þessari annars skemmtilegu og vandlega unnu hljómplötu meiri brodd... hinn fræga herslumun sem oft vantar til að gera það næstbesta best. A Björn Thoroddsen Þetta er best gerða plata sem komið hefur frá plötuútgáfufyr- irtækinu Geimsteini. Maður vissi svo sem að Björn er góður gítar- leikari, en með fullri virðingu fyrir honum, og djassistum og Af hljóm- plötum Eins og sést í Sunnudagsblaði Þjóviljans kemur út plata fyrir jól með „gamla“ Spilverksfólkinu Valgeiri og Diddú, ásamt „leyni- gesti“ þeirra Ævari. Undirrituð getur vottað um indælan Spil- verksanda á skífunni þeirri, vegna vel skipulagðrar njósna- starfsemi... í gegnum skyld samtök hefurhún hlerað að stuð- félagar Valgeirs verða líka með í jólatraffíkinni... sem sagt ný fár- ra laga Stuðmannaplata á næstu frostrósum; að auki Fegurðar- drottning Röggu stuðgrýlu á safnplötu Steina Mezz innan tíð- ar... svo fengum við líka ábend- ingu um að þungarokkararnir Centaur vill gjarnan vera með í jólapökkunum... ...Og -leikum Ekki fyrir löngu gat fólk kvartað undan að hljómsveitir gætu á fáum stöðum komið fram í Reykjavík. Nú allt í einu virðast Hótel Borg og Safarí keppa um hituna og lenti ég á báðum stöð- um með fárra daga millibili á hljómleikum fyrir nánast tómu húsi. Að vísu gleðst manneksja sem ekki reykir yfir slíku fá- menni... en ekki er ég slík varð- veislumanneskja á eigin heilsu að mér svíði ekki þær búsifjar sem fólk verður fyrir á slíkum stundum, bæði and- og fjárhags- lega. Hið fyrra skiptið var á Borg- inni þar sem ágætt Tic Tac frá Akranesi með „fitt“ söngvara Einar Már Guðmundsson. kom fram ásamt sívaxandi Dái, en því miður Vonbrigðum sem stóðu undir nafni. Sirka sextíu manns með að líkingum helmingi fleiri eyru (augu skiptu ekki miklu máli vegna myrks ljósa- ,,sjós“) voru þarna og slíkt tjá- skiptaleysi ríkti á staðnum að það var ekki fyrr en að söngvari Von- brigða tilkynnti að á gólfinu hefði átt sér stað tískusýning Flóarinn- ar að maður áttaði sig á því að þar Sigfús Bjartmarsson. hafði ekki verið um fríkað dans- atriði að ræða... En fá- en þeim mun góðmenn- ara var í Safarí sl. mánudags- kvöld þegar ég rambaði næstu af slysni inn á blesskonsert Harðar Torfa sem er að flytjast aftur til Köben. Hörður sýndi ekta fag- mennsku og söng og spilaði eins og væri fyrir troðfullri Laugar- dalshöll... jafnvel Carnegie Hall. Síðan komu fram Lísa og Böggi 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1985 Fiomk iilemlia lokkhótiðln fíHmuRHvfniRúm MfOOSk SjOn íOkamap EINAÍ MEIAX P IZAFjUD SUNNUOAdNN I Ots 1*85 Kl. 20» FOISAIA ADGONGUAUOAIG8AMMINU. LAUGAVtGI 17 Hvað er að ske... Kamarorghjón ásamt Jóni Ölafs bassaleikara og Einari Vilberg sem lék á veinandi blúsgítar. Þau stríddu Herði og skemmtu fá- menninu með gömlum blús og Kamarorgdónaskap. Ef ég ætti krá réði ég þau í spil á stundinni. En þrátt fyrir allt reyna Safarí- menn hljómleika á sunnudags- kvöld, með meðmyndaðri dag- skrá. Sýnið lit, hálsar og eyru! A

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.