Þjóðviljinn - 05.12.1985, Side 2
FRETTIR
Tónlist ogfriður
A dagskrá á næsta ári
Utvarpið með beina útsendingufrá tónleikum
Alheimssinfóníunnar á sunnudaginn. Ekki verið rœtt
umþað ísjónvarpi
Ríkisútvarpið mun senda út
beint fyrstu tónleika Alheims-
sinfóníuhljómsveitarinnar, sem
haldnir verða í Stokkhólmi
næstkomandi sunnudag undir
yfírskriftinni Tónlist og friður.
Allur ágóði af tónleikunum mun
renna til barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF, og með-
al þeirra sem valdir hafa verið í
sveitina er einn íslendingur,
Helga Þórarinsdóttir, sem leikur
á Iágfiðlu.
Tónleikarnir verða haldnir í
tónleikahöll Stokkhólmsborgar
og flutt verður 8. sinfónía Antons
Bruckner, stjórnandi er Carlo
Maria Giulini. Heiðursgestir á
tónleikunum verða nóbelsverð-
launahafar ársins auk kóngs og
drottningar þeirra Svía.
Þetta er í fyrsta sinn sem mynd-
uð er alþjóðleg sinfóníuhljóm-
sveit, með þátttöku hljóðfæra-
leikara rúmlega 50 landa.
Tónleikarnir verða sýndir
beint víða um heim, en íslending-
ar verða þó ekki svo gæfusamir,
og óvíst hvort tónleikarnir verða
á dagskrá þessa árs. Að sögn Pét-
urs Guðfinnssonar framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins munu tón-
leikarnir verða teknir upp og
væntanlega verða þeir sýndir hér
eftir áramót ásamt heimildar-
mynd um undirbúning. Ekki mun
hafa verið rætt um það hér að
sýna tónleikana beint í sjónvarpi.
- gg-
Svínarí - fíniríssvínarí!!!
Þjóðviljinn
Frá og með 1. desember sl.
hækkaði auglýsingaverð Þjóð-
viljans. Kostar dálksentimeter-
inn nú 260 krónur.
AB
Málefnahópar að byrja
KristínÁ. Ólafsdóttir varaformaður AB: Nauðsynlegtað
sem flestir verði með
arna skapast vettvangur fyrir
stuðningsmenn og félaga í Al-
þýðubandalaginu að hafa áhrif á
pólitík flokksins, sagði Kristín
Ólafsdóttir varaformaður AB í
viðtali við Þjóðviljann í gær, en
framkvæmdastjórnin hefur
ákveðið að ýta úr vör málefna-
hópum í samræmi við ákvörðun
landsfundarins og skýrslu starfs-
háttanefndar.
- í hverjum hópi eru þingmenn
og framkvæmdastjórnarmenn
sem á að tryggja tengsl inní helstu
valdastofnanir flokksins. Þetta er
í samræmi við þær óskir að fleiri
taki þátt í mótun stefnunnar og
að skoðanir almennra félaga og
stuðningsmanna eigi greiðari að-
gang að forystuliðinu.
- Við væntum þess að þarna
skapist tækifæri til að fara ræki-
lega í ýmis grundvallarmál vinstri
Kristín Á. Ólafsdóttir: höfum ákveðið
að ýta úr vör málefnahópum í sam-
ræmi við ákvörðun landsfundar og
skýrslu starfsháttanefndar.
manna, skoða hugmyndafræði og
skerpa pólitísk stefnumið flokks-
ins.
- Hóparnir sem farið er af stað
með eru nokkuð misjafnrar gerð-
ar. Þrír þeirra spanna mjög víð-
femðt svið: Einn fjallar um vald-
dreifingu, lýðræði í samræmi við
áherslur flokksins í atvinnumál-
um, skólamálum og
sveitarstjórnarmálum. Á öllum
þessum sviðum er verið að útfæra
hugmyndir sem stuðla að auknu
sjálfsforræði fólks og valddreif-
ingu. Annar hópur fjallar um
kvennapólitík, sem kemur alls
staðar við sögu í pólitískri um-
fjöllun. Áhersla verður sjálfsagt
lögð á kjaramál kvenna, fæðin-
garorlof, dagvistun og réttindi
heimavinnandi fólks.
Þriðji hópurinn er um mennta-
og menningarmál, en landsfund-
urinn beindi því til flokksins að
einbeita sér að stefnumótun um
verkmenntun sem hefur verið
hornreka í skólakerfinu. En
skólamál verða til umfjöllunar í
stærra samhengi. Menningarmál
og stuðningur stjórnvalda við list-
greinar eru málefni sem sósíal-
istar verða að láta til sín taka og
þau verða til umfjöllunar í þess-
um hópi.
Þá mun einn hópurinn einbeita
sér að baráttunni gegn banda-
ríska hernum og veru íslands í
Nató. Þeirri umfjöllun hlýtur að
tengjast friðarbarátta íslendinga.
Fimmti hópurinn tekur að sér
tímabundið verkefni, að móta til-
lögur fyrir framkvæmdastjórn
varðandi tengsl flokksins og
verkalýðshreyfingarinnar. Þetta
er samkvæmt samþykkt lands-
fundar sem fól framkvæmda-
stjórn að leggja fram tillögur fyrir
áramót.
- Að lokum er hópurinn um
fjárhags- og viðskiptamál sem
tengist verkefnum Alþingis svo
sem sköttum, vaxtamálum og
öðrum ríkisfjármálum, láns-
fjármálum og erlendum
skuldum.
- Þeir félagar og stuðnings-
menn flokksins sem áhuga hafa á
að starfa í málefnahópum eru
hvattir til að hafa samband við
skrifstofu flokksins hið fyrsta í
síma 17500. Þar eru upplýsingar
veittar og fólk skráð í hópana. Ég
skora á fólk að svara þessu kalli
og taka þátt í nýrri sókn vinstri
aflanna á íslandi, sem nú er mjög
svo merkjanleg, sagði Kristín Á.
Ólafsdóttir að lokum.
-ÖS.
Happdrœtti Pjóðviljans
Gerið skil!
Happdrætti Þjóðviljans er nú í
fullum gangi og eiga allir mið-
ar að vera komnir til áskrifenda
og annarra velunnara blaðsins.
Eins og skýrt hefur verið frá er
fjöldi góðra vinninga í þessu
happdrætti, m.a. heimilistölva,
ferðavinningar, húsgögn, bóka-
úttekt o.fl. o.ll.
Stefnt er á að draga í Happ-
drætti Þjóðviljans 15. desember.
Því er nauðsynlegt að fólk greiði
heimsenda miða sem allra fyrst.
Hægt er að greiða með tvenns
konar hætti. Annars vegar á
Reykjavíkursvæðinu hjá Þjóð-
viljanum Síðumúla 6 og á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins,
Hverfisgötu 105. Er opið hjá
blaðinu alla virka daga fram á
kvöld en fyrir hádegi á laugardag.
Hins vegar er hægt að greiða með
gíró í öllum bönkum, sparisjóð-
um og póstútibúum landsins.
Stíla verður á Alþýðubankann,
aðalbanka, og er reiknisnúmer
Þjóðviljans 6572.
- v.
Sýnishorn af gíróseðli ef menn velja
þann kost að greiða heimsenda
happdrættismiða Þjóðviljans með
þeim hætti. Reikningsnúmer blaðs-
ins er 6572 en viðskiptastofnun er
Alþýðubankinn aðalbanki.
Sí
<
t-
z
UJ
<
cc
UJ
Nnr. viðtakanda/tiiviaunarnr vd TX7 Stofnún Hb Reikn.nr. viðiakanaa
9355 0043 801 26 6572
C\f ........ 1 ii i
GÍRÓ-SEÐILL Q
nr. 7694829
Viótakandt
Hsppdrætti uJö&vi1Jsns
S1 ð u. m ú 1. & 6
108 Reykj3v ík
Greiöanclt
ViósKiDtastotnun viðtakanda.
A1 p ö & u & an k x n n
Afgreiðsiustaóur vióskiptastofaunsr
Lauðaveöi 3i
T»9unð 'eWae* L^GirófetKningur
LJ Ávsaoareikningur i..] Hiautjareiknmgur
Skýnng gretðstu
H app d r ®11i$mið a r
! Nw. viötakHnd7( Mvísunarnr
íöiffUHTIÉf í
"Jis
f! Hí> j I Rejkc '
HER F-vrtií-t N’tOAN MA Hv'OÖKi SKRiFA N£ STIMPlA