Þjóðviljinn - 05.12.1985, Blaðsíða 13
Sókn markaðshyggjunnar
Ávarp forseta ASÍáþingum VMSÍog LVÍ, 1. hlutiaf þremur
„Kröfur okkar eru um hærri laun, jafnari tekjuskiptingu, réttlæti og aukið öryggi", segir Ásmundur í grein sinni.
í dag á verkalýðshreyfingin og
þau sjónarmið sem hún stendur
fyrir undir högg að sækja í ís-
lensku þjóðfélagi.
eftir Ásmund
Stefánsson,'
forseta ASÍ
1. grein
Kröfur verkalýðshreyfingar-
innar snúast um samstöðu og
gagnkvæma ábyrgð, um jöfnuð
og réttlæti, um lýðræði með þátt-
töku allra þar sem fólk en ekki
fjármagn ræður úrslitum um
aukið öryggi og lágmarksréttindi
allra þjóðfélagsþegna, um góð
kjör, réttindi og aðbúnað vinn-
andi fólks svo og sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Gegn þessum sjónarmiðum
stefnir krafan um alræði mark-
aðsaflanna þar sem hvergi megi
trufla gang markaðskerfisins til
að hjálpa þeim sem útundan
verða. Það er gengið gegn opin-
berum afskiptum og barist gegn
áhrifum verkalýðssamtakanna.
Við skulum hins vegar jafn-
framt gera okkur grein fyrir því
að markaðshyggjan er ekki ein-
göngu áróðursherferð atvinnu-
rekenda og hægri öfgaafla. Mark-
aðshyggjunnar gætir í þjóðfé-
laginu öllu.
Einstaklingshyggjan fer vax-
andi, fjölskyldan hefur þrengst
og hver einstaklingur gerir minna
til þess að laga sig að öðrum.
Ábyrgð á þeim sem erfitt eiga er
yfirfærð til þjóðfélagsins. Verði
móðir mín veik og öldruð er það
ekki mitt vandamál heldur þjóð-
félagsins. Við viljum víðtækt ein-
staklingsfrelsi þar sem hver og
einn getur óttalaust látið skoðan-
ir sínar í ljósi. Við viljum líka að
þjóðfélagið axli ábyrgð. En við
viljum komast hjá því að sam-
staða týnist og ábyrgð eins ein-
staklings á öðrum falli brott. Við
viljum ekki að hóphagsntunir
víki.
Verkaskiptingin er allsráðandi
á vinnumarkaði þar sem hver og
einn hefur sitt afmarkaða verk-
efni að vinna og á ekki að blanda
sér í það hvað aðrir hafast að. í
þingkosningunum er skýr verka-
skipting þar sem fjöldinn kýs fáa
til þess að fara með málin á kjör-
tímabilinu. í verkalýðshreyfing-
unni er allt kerfið miðað við virka
þátttöku fjöldans og meiri háttar
ákvarðanir þarf að bera undir fé-
lagsfundi. f>ess gætir nú í hættu-
legum mæli að almennir félags-
menn okkar samtaka vilja búa
við sambærilega verkaskiptingu
og ríkir á þjóðmálavettvangin-
um. Þeir telja það hlutverk for-
ustu samtakanna að taka ákvarð-
anir og framfylgja þeim. Ef ég
kem á vinnustað og spyr starfs-
fólkið hver sé vilji þess í ákveðnu
máli er algengt að ég fái svarið:
Til hvers heldur þú að þú hafir
verið kosinn? Þessi tilhneiging er
að mínu mati verkalýðshreyfing-
unni hættulegri en einræðistil-
hneiging einstakra forustu-
manna. Óhæfum forystumönn-
um má velta úr sessi, það er erfið-
ara að breyta hugsunarhætti.
Verkalýðshreyfingin verður
stöðugt sundurleitari. Verka-
lýðsstéttin samanstendur af
mörgunt sérhæfðum hópum við
óskyld störf og það sem e.t.v.
skiptir mestu, þeir tekjulægstu
eru ekki stór meirihluti.
Af þessum ástæðum ógnar
markaðshyggjan innviðunt
verkalýðshreyfingarinnar. Til
þess að halda grundvallarhug-
sjónum okkar á lofti er okkur því
nauðsyn á því að leggjast á eitt og
ítreka kröfur okkar unt
■ hærri laun
■ jafnari tekjuskiptingu, réttlæti
■ og aukið öryggi
BARNABÆKUR
BRIAN HlKINCírONí
min á þakinu
INOJWÖKCÍ .SlCit'KmRDOrriK
Kuldastrfð
Kuldastríðið nefnist fyrsta bók-
in í nýjum flokki tciknimynda-
sagna sem Forlagið gefur út. Höf-
undur er franski teiknarinn Eric
Maltaite en sagan segir frá hetj-
unni 421 sem slæst við harðsnúið
lið sem hyggur á heimsyfirráð.
Aðferðin er sú að frysta stórborg-
ir heimsins í hcl.
Kuldastríðið er 48 bls., prent-
uð á Ítalíu. Þuríður Baxter þýddi.
Blómin
ó þakinu
Blómin á þakinu heitir bók sem
Mál og menning gefur út en hún
er eftir nýjan höfund, Ingibjörgu
Sigurðardóttur. Litmyndir í bók-
ina gerir Brian Pilkington.
Blómin á þakinu segja frá gam-
alli konu sem heitir Gunnjóna.
Hún býr í sveit en flytur í borgina
að læknisráði. Barn í næsta húsi
tekur að sér að sýna henni borg-
ina en finnur að sú gamla saknar
dýranna sinna. Pá vaknar spurn-
ingin af hverju Gunnjóna nær
ekki bara í dýrin sín og hefur þau í
barnaherberginu. En það býður
ýmsum vandkvæðum heim að
flytja sveitina í bæinn.
Bókin er gefin út bæði á ís-
lensku og ensku en prentvinnu
alla annaðist Oddi.
Heimsmeta-
bók dýranna
Heimsmetabók dýranna nefnist
bók sem Bókaklúbbur Arnar og
Örlygs hefur sent á almennan
markað en hún hafði áður ein-
ungis verið boðin klúbbfélögum.
Óskar Ingimarsson þýddi bókina
en í formála er efni hennar lýst
svo:
„Metin í þessari bók eru valin
með það fyrir augum að þið getið
borið dýrin saman innbyrðis...
Myndirnar sýna dýrin í réttum
stærðarhlutföllum. Þegar mörg
eru saman og við vitum hve
eitthvert þeirra er stórt, getum
við undir eins áttað okkur á hæð
og lengd á hinum. Þessari bók er
jafnt ætlað að skemmta sem
fræða. Stundum sjáið þið dýr
brosa út í annað munnvikið eða
fást við eitthvað sniðugt. Engu að
síður er reynt að hafa teikning-
arnar sem líkastar því sem dýrin
eru í raunveruleikanum.“
Dósastrókur
Dósastrákurinn heitir bók cftir
austurrísku skáldkonuna Chri-
stine Nöstlinger sem komin er út
hjá Forlaginu. Höfundurinn er
margverðlaunaður og bækur
hennar hafa komið út á mörgum
tungumálum, nú á íslensku fyrir
tilverknað Valdísar Óskarsdótt-
ur.
Sagan segir frá frú Bertu
Bartolotti sem hefur þann veik-
leika að fylla út alla pöntunar-
seðla sem hún rekst á. Þess vegna
verður hún ekkert hissa þegar
hún fær einn daginn niðursuðu-
dós í pósti en upp úr henni
sprettur Konráð, sjö ára verk-
smiðjuframleiddur strákur, afar
hlýðinn og prúður. Reyndar
finnst Bertu nóg um hlýðnina en
samt verður hún vonsvikin þegar
verksmiðjan vill fá hann aftur,
hann hafði lent á skökkum stað.
Dósastrákurinn er 128 bls. og
prentuð í Odda.
Litli LÓSÍ
Litli Lási er flokkur franskra
barnabóka sem Fjölvi gefur út.
Aðalpersónan er prakkarinn
Nikulás sem orðin er heimilisvin-
ur hjá frönskum börnum. Höf-
undur bókanna um Nikulás er
René Goscinny sem þekktastur er
fyrir bækur sínar um Astrík og
Lukku-Láka en teikningar eru
eftir franska teiknarann Sempé.
Bókin sem út er komin heitir
Fjör í frímínútum og gerist á þeim
tíma skólastarfsins sem mörgum
skólabörnum finnst sá mikilvæg-
asti. Nikulás og félagar hans
finna upp á ýmsu og eiga í stöðug-
um útistöðum við umsjónar-
kennarann sem kallaður er Súp-
an.
Fjör í frímínútum er 140 bls. og
skiptistí lóþætti. Ingunn Thorar-
ensen hefur íslenskað.
siwí.x/r/jj
Kári litli
i sveit
Kóri litli
í sveit
Þær eru orðnar nokkrar
kynslóðirnar sem hafa stytt sér
stundir yfir Kárabókunum hans
Stefáns Júlíussonar. Enda þarf
Æskan alltaf að endurprenta þær
af og til og nú er hafin enn ein
umferðin. Röðin er komin að
þriðja bindinu sem heitir Kári
litli í sveit.
f bókinni segir frá sumardvöl
Kára í sveitinni hjá afa og örnrnu
þar sem hann „unir sér vel við
starf og leik enda er jafnan í nógu
að snúast fyrir tápmikinn
hnokka", eins og komist er að
orði í frétt frá forlaginu. Eins og
fyrri útgáfur er þessi prýdd mynd-
um Halldórs Péturssonar en
kápumynd er eftir Pétur Hall-
dórsson.
Kári litli í sveit er 168 bls.,
prentuð í Odda.
Fimmtudagur 5. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13