Þjóðviljinn - 05.12.1985, Síða 14
Forsætisráðherrar Bretlandseyja. Er London-stjórnin í línudansi?
Norður-írland
Einstaklega
óviðeigandi
Ráðherra snupraður fyrir túlkun á ensk-írska
samningnum
London/Dublin - „Röng um-
mæli og einstaklega óvið-
eigandi" sagði Garret Fitzger-
ald forsætisráðherra íra í gær
um Brussel-ræðu Tom King,
ráðherra Norður-íriandsmála í
bresku ríkisstjórninni. í ræðu
sinni í fyrradag lýsti King því
yfir að með samkomulagi ríkis-
stjórnanna um Norður-írland
hefði írski forsætisráðherrann
fallið endanlega frá kröfum um
sameiningu írlands.
Margaret Thatcher sá sig í gær
knúna til að leiðrétta ummæli
ráðherra síns sem strax vöktu
mikla reiði á írlandi. Thatcher
endurtók samkomulagsatriðin í
viðtali við BBC-stöðina í Lúx-
embúrg þarsem hún var á
leiðtogafundi Efnahagsbanda-
lagsins, og sagði samninginn gera
ráð fyrir að Norður-írland yrði
breskt nema meirihluti íbúa þar
vildi annað.
Neil Kinnock leiðtogi Verka-
mannaflokksins breska sagði
King hafa gert „óafsakanlega
skyssu" með ummælum sínum.
Búist er við að írski forsætis-
ráðherrann lendi í talsverðum
mótbyr vegna þessa, þarsem
stjórnarandstaðan hefur lagst
gegn samkomulaginu og foringi
hennar einmitt haldið því fram að
með því hafi Fitzgerald fórnað
hugsjónum um sameiningu ír-
lands, sem er írum það stórmál að
þetta markmið er tiltekið í
stjórnarskrá ríkisins.
Tom King ber í bætifláka fyrir
sjálfan sig og segist hafa meint að
hann tryði því að meirihluti
norður-íra mundi aldrei fallast á
sameiningu við suðurhlutann.
Væntanlega hefur King verið að
gera tilraun til að friða leiðtoga
mótmælenda í Úlster með
Brússel-ræðunni, en þeir hafa
sýnt samkomulaginu fullan
fjandskap.
Þrátt fyrir að allnokkuð hafi
gengið á vegna ummælanna hafa
stjórnirnar í Dyflinni og Lundún-
um reynt að gera sem minnst úr
málinu.
\ Kvenstúdentafélagið
/ og félag íslenskra
' háskólakvenna.
\».
Munið jólagleðina í Tannlæknasalnum Síðumúla 35
föstudaginn 6. des. kl. 20.30.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Tilkynning
til símnotenda
Breytingar í símaskrá 1986 þurfa aö berast
fyrir 15. desember n.k.
Breytingar á heimilisfangi frá seinustu síma-
skrá þarf ekki aö tilkynna sérstaklega.
Ritstjóri símaskrár.
SV/LÐISS'1'JÚRN MALLI NA l Al'LADRA
RF.YKJAVÍK
Ritari
óskast hálfan daginn á skrifstofu Svæðisstjórnar mál-
efna fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 10, frá 1. jan. n.k..
Vinnutími frá kl. 13.00 til 17.00. Öll algengustu skrif-
stofustörf.
Laun samkv. kjarasamningum opinberra starfs-
manna. Velkomin á staðinn eða hringið í síma
62 13 88.
HEIMURINN
EBE
Breytingar taldar litlar
Talsmenn samþjappaðs bandalags óhressir með leiðtogafundinn
Lúxembúrg - Leiðtogafundi
Efnahagsbandalagsins í Lúx-
embúrg lauk í fyrrakvöld með
því að leiðtogarnir samþykktu
að stefna að breytingum á
stofnsamningi bandalagsins,
Rómarsamningnum frá 1957.
Fréttaskýrendur telja breyting-
artillögurnar ekki veigamiklar
og líta á fundinn sem sigur
þeirra afla innan bandalagsins
sem ekki vilja fórna völdum
heimafyrir til höfuðstöðvanna
í Brussel.
Forsætisráðherra Danmerkur,
Poul Schlúter, hafði ekki umboð
þjóðþings síns til neinna
breytinga, og var eftir fundinn
ánægður með að ekki skyldi hafa
verið gengið - lengra: „fullveldi
aðildarríkjanna var ekki skert.“
ítalski forsætisráðherrann
Craxi, sem lengst vildi ganga í
samþjöppunarátt, gagnrýndi
hinsvegar sessunauta sína á
leiðtogafundinum fyrir að sýna
andúð „sérhverju skrefi til
aukinnar evrópskrar samvinnu"
og sagði ósennilegt að ítalska
þingið samþykkti breytingarnar
nema þær yrðu áður samþykktar
á þingi EBE.
Prís - Mitterand forseti var
harðlega gagnrýndur í Frakk-
landi í dag fyrir að fallast á að
taka á móti Jaruzelski leiðtoga
Póllands.
Um fjögur þúsund manns,
pólskir útlagar og franskir verka-
lýðsfélagar, mótmæltu Jaruzelski
við pólska sendiráðið, hlé var
gert á fundi í öldungadeild þings-
ins þarsem stjórnin er í minni-
hluta, og blöð hlynnt Sósíalista-
flokknum voru síst ánægðari.
Mitterand varði ákvörðun sína
um móttöku í blaðaviðtali með
því að ekki væri annað hægt, og
taka yrði þá áhættu að ákvörðun
Mitterand Frakklandsforseti
sagði leiðtogafundinn ekki hafa
staðið undir væntingum, og kvað
frakka mundu halda áfram að
berjast fyrir aukinni einingu í
bandalaginu, en Margaret
Thatcher, sem var í hópi þeirra
leiðtoga sem styst vildu stíga
skrefin, sagði að hinum samþyk-
ktu áætlunum hefði vel mátt
koma í gegn án þess að breyta
Rómarsáttmálanum eða vera
með húllumhæ f Lúxembúrg.
Fundurinn í Lúx samþykkti
meðal annars að bæta við Róm-
arsáttmálann klausu um pening-
amál, þó þannig að sjálfstæði
þjóð-seðlabankanna skertist
ekki; að takmarka neitunarvald
aðilarríkjanna um heilsugæslu,
eiturlyfjavarna, baráttu gegn
hryðjuverkum og fleira þesshátt-
ar; að auka umsagnarrétt EBE-
þingsins án þess þó að afhenda
því aukin völd, að búa til nýjan
sáttmála um utanríkismál, sem
staðfesti samvinnu þeirra í þeim
efnum, og að bæta í Rómars-
áttmálann klausu um að eitt af
markmiðum bandalagsins sé að
árið 1992 verði bandalagsríkin
„svæði án landamæra“ þar sem
hans ylli misskilningi. Jaruzelski
fékk ekki þær viðtökur sem hefð-
bundnar eru í forsetahöllinni
þegar þjóðhöfðingja ber að
garði.
Pólski leiðtoginn sagði eftir
fundinn að aðallega hefði verið
rætt um efnahagsvanda í Pól-
landi. Engin opinber yfirlýsing
hefur verið gefin af franskri hálfu
um gang viðræðna, en Fabius for-
sætisráðherra varði þær á þingi í
gær, og sagði að slík samskipti
leiðtoga ríkjanna bæri enganveg-
inn að skilja sem svo að franska
ríkisstjórnin væri hætt að vera
óánægð með stöðu mannréttinda
í Póllandi.
tryggður sé óheftur straumur
fjármagns, fólks og markað-
svöru.
Enn á eftir að ganga frá tillög-
unum í endanlegt form, og þurfa
þjóðþingin tólf síðan að sam-
þykkja þær. Búast má við að
þrátt fyrir ánægju danska forsæt-
isráðherrans verði róðurinn
þungur á danska þinginu.
Washington
Ekki fleiri ráð
frá McFarlane
Washington - Öryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, Robert
McFarlane, lætur af störfum i
dag. „Hann er að hætta“ kall-
aði Reagan til spuruls frétta-
manns í gær þegar forsetinn
var að stíga upp í þyrlu í fyrirle-
strarferð.
Petta kall staðfesti þrálátan
orðróm um að sæti McFarlanes
væri að losna. Þeir sem gerst
fylgjast með atburðum kringum
Hvíta húsið skýra brottför
McFarlanes ekki á pólitískan
hátt, heldur hafi öryggisráðgjaf-
anum mislíkað hækkandi stjarna
starfsmannastjórans Donalds
Regan, sem uppá síðkastið hafi
meira að segja verið farinn að
skipta sér af utanríkismálum sem
McFarlane taldi að honum kæmu
ekki við.
McFarlane var skipaður í stöðu
sína í október 1983. Stöðu-
veitingin þótti þá til marks um að
Reagan vildi „mýkja" ímynd sína
sem utanríkismálahaukur og
byssukúreki fyrir kosningarnar í
fyrra. McFarlane þykir að vísu
fráleitt vinstrisinni eða friðar-
maður en fer ekki fram af því
heilaga ofstæki sem einkennir til
dæmis varnarmálaráðherrann
Weinberger. McFarlane var tal-
inn taktískur bandamaður Shultz
utanríkisráðherra í átökum hins
síðarnefnda við Weinberger um
völd í utanríkismálum.
Frakkland
Jamzelski lítt fagnað
Fótbolti
Einsog bar í dómkirkju
Reiðir listamenn komu í veg fyrir að dregiðyrði íHM-riðla ílistahöll Mexíkóborgar
Mexíkóborg - Tæpu dægri eftir
að skoska landsliðið tryggði
sér síðasta lausa sætið í
heimsmeistarakeppninni í fót-
bolta lægði loks reiðiöldu
meðal mexíkanskra lista-
manna útaf fótboltamálum; í
gærmorgun létu yfirvöld
undan kröfum þeirra og á-
kváðu að færa athöfn kringum
riðladrátt úr listahöllinni í mið-
bæ Mexíkóborgar. Liðin 24
verða dregin í sex riðla i sjón-
varpssal í útjaðri borgarinnar.
Mexíkanskir lista- og menning-
arfrömuðir hafa undanfarið beitt
sér af alefli gegn því að athöfnin
fari fram í listahöllinni og sjón-
varpað þaðan um heimsbyggð-
ina: „villimennska", „vanhelg-
un“ var túlkun sumra þeirra á
fyrirætluninni: „þeir gætu eins
sett upp bar í dómkirkjunni“.
Listahöllin í Mexíkóborg er
hálfar aldar gömul og víðfræg, -
einskonar sýningargluggi fyrir
mexíkanska menningu. A veggj-
um eru meðal annars myndir Di-
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON /REUIE R
ego Rivera, og þarna fara fram
helstu viðburðir í menningarlífi
landsins. Þarsem athygli knatt-
spyrnuáhugamanna í heiminum
beinist nú mjög að því hver verð-
ur riðlaskipan í heimsmeistara-
keppninni á næsta ári, höfðu yfir-
völd ákveðið að ljá höllina undir
þá athöfn, - og reka soldinn
áróður fyrir Mexíkó í leiðinni.
Þetta sættu virðulegir menn-
ingarmenn sig illa við, jafnvel
þótt gefin væru þau loforð að
hvimleið auglýsingamennska,
fylgifiskur vinsælla íþróttavið-
burða, kæmi þar hvergi nærri.
Þeir mótmæltu hver um annan í
fjölmiðlum þessari saurgun must-
erisins, og hófu upp hin breiðu
spjótin í orðræðum sínum: „það
er verið að nauðga listahöllinni",
„næst nota þeir höllina til að
draga í ríkishappdrættinu".
Forseti hins mexíkanska KSÍ
skildi ekki viðbrögðin: „að láta
athöfnina fara fram í höllinni
hefði sýnt umheiminum að mex-
íkanar ganga uppréttir þrátt fyrir
hörmungarnar í jarðskjálftanum,
- og jafnframt hefðum við sýnt
frammá að í Mexíkó er einn helsti
dýrgripur frá art nouveau-skeiði
listasögunnar."
Að lokum gafst menntamála-
ráðuneytið upp og tilkynnti í gær
að athöfnin yrði flutt til „vegna
óviðráðanlegra ástæðna".
Fótbolti er sumsé ekki list.
Souness og hinir skotarnir voru síð-
astir að tryggja sér Mexíkó-farseðil;
en passið ykkur á menningarvitun-
um!
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. desember 1985