Þjóðviljinn - 05.12.1985, Page 15
ÍÞRÓTTIR
Undankeppni HM
Skotar heppnir í
fyiri hálfleiknum
Ekkert mark í Melbourne og Skotar24. og síðasta þjóðin í
lokakeppnina í Mexíkó
Knattspyrna
Guðmundur ráðinn
til Völsungs
Guðmundur Ólafsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari 2.deildarliðs
Völsungs á Húsavík fyrir næsta keppnistímabil. Hann tekur við af
Sigurði Halldórssyni sem nú hefur verið ráðinn á Selfoss.
Guðmundur hefur síðustu tvö árin þjálfað kvennalið Breiðabliks en
áður hefur hann fengist við þjálfun hjá ÍBÍ, Snæfelli og Bolungarvík.
„Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við“, sagði
Guðmundur í spjalli við Þjóðviljann í gærkvöldi. -VS
3. deild
Týr lagði Reyni
Skotland varð í gær 24. og síð-
asta þjóðin til að tryggja sér sæti í
lokakeppni HM í knattspyrnu
sem fram fer í Mexíkó á næsta ári.
Skotar gerðu markalaust jafntefli
við Astrali í Melbourne og sigr-
uðu því samanlagt 2-0.
Ástralir gerðu harða hríð að
skoska markinu í fyrri hálfleik og
óörugg og taugaóstyrk vörn gest-
anna slapp oft með skrekkinn.
Jim Leighton varði stórglæsilega
frá John Kosmina á 22.mínútu og
hélt liði sínu á floti. En eftir því
sem leið á leikinn náðu Skotar
betri tökum á honum. Leighton
var þó aftur bjargvættur þeirra
um miðjan seinni hálfleik er hann
varði hörkuskot frá Jim Patikas
af stuttu færi. Skömmu síðar var
vítaspyrna höfð af Skotum þegar
Frank McAvennie var felldur í
vítateig Ástrala.
Skotar leika nú í lokakeppni
HM fjórða skiptið í röð. Lánið
hefur ekki leikið við þá í hin þrjú
skiptin, þeir hafa alltaf misst af
sæti í milliriðli á óhagstæðri
markatölu.
-VS/Reuter
Týr hafSi betur í toppslag
3.deildarinnar í handknattleik gegn
Reyni frá Sandgerði í gærkvöldi.
Leikið var í Vestmannaeyjum og Týr-
arar sigruðu 26-21 eftir að staðan í
hálflcik hafði verið jöfn, 14-14.
Keflvíkingar unnu sinn áttunda
sigur í níu leikjum, sigruðu Hvergerð-
inga 31-18 í Keflavík. Elvar Sigurðs-
son skoraði 9 mörk fyrir ÍBK, Theo-
dór Sigurðsson þjálfari og Hafsteinn
Ingibergsson 5 hvor. Hafliði Hall-
dórsson skoraði 6 mörk fyrir Hvera-
gerði.
Fylkir sigraði ÍH örugglega í Selja-
skólanum, 30-19, og Selfoss fékk
Skallagrím í heimsókn og þar vann
heimaliðið sigur, 23-19.
Staðan í 3.deild:
Týr............11 9 0 2 301-217 18
ReynirS........11 7 2 2 266-246 16
IBK............. 9 8 0 1 239-177 16
lA...............9 7 1 1 236-192 15
Pór A...........11 6 1 4 258-230 13
Fylkir..........11 5 1 5 240-216 11
UMFN............ 9 3 2 4 239-225 8
IH............. 10 4 0 6 236-268 8
Selfoss......... 9 3 2 4 200-206 8
Völsungur.......11 3 1 7 262-274 7
Skallagrímur... 10 2 1 7 209-252 5
Hveragerði...... 9 2 1 6 220-266 5
ögri............10 0 0 10 144-281 0
Á laugardaginn mætast ÍH-ÍBK,
Hveragerði-ÍA, UMFN-Selfoss og
Ögri-Reynir.
-VS
England
Enn tapar
Man.Utd
Everton sigraði Manchester
United 1-0 i Stórbikarkeppninni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Frank
Stapleton lék sem varnamaður
hjá Man.Utd og skoraði eina
mark leiksins, í eigið mark. Li-
verpool vann Tottenham 2-0 í
sömu keppni í fyrrakvöld og
skoruðu Kevin MacDonald og
Paul Walsh mörkin. í 2.deild tap-
aði Portsmouth sínum fjórða leik
í röð, 2-1 gegn Bradford City.
-VS/Reuter
Knattspyrna
Óskar á
Ólafsfjörð
Óskar Ingimundarson hefur
verið ráðinnþjálfari 3.deildarliðs
Leifturs á Olafsfirði. Óskar er
marksækinn framherji sem lengst
af lék með KA og KR en náði
góðum árangri sem þjálfari og
leikmaður Leiknis á Fáskrúðs-
firði sl. sumar.
-VS
Kvennalandsliðið I handknattleik er á förum til Vestur-Þýskalands I B-heimsmeistarakeppnina semhefst á þriðjudag-
inn. Stúlkurnar hafa æft daglega undanfarið undir stjórn Hilmars Björnssonar og E.ÓI. tók þessa mynd af þeim í
gærkvöldi.
Karate
Stjarnan UMSK-meistari
Stjarnan varð sigurvegari í UMSK-
mótinu í karate sem fram fór í Ásgarði
í Garðabæ sl. miðvikudagskvöld.
Stjarnan hlaut alls 16 stig cn Gerpla
og Breiðablik 13 stig hvort og keppnin
var geysispennandi og hnífjöfn.
Kristjana Sigurðardóttir, Gerplu,
sigraði í kata unglinga, Kristín Ein-
arsdóttir, Gerplu, í kata kvenna,
Stefán Alfreðsson, Stjörnunni, í kata
karla, Ævar Þorsteinsson, Breiða-
bliki, í kumite og Breiðablik vann
sveitakeppni félaganna í kumite.
Ævar var ósigrandi í kumite að vanda
og hefur ekki tapað glímu hér á landi í
tæp tvö ár.
1x2
Hlutverkaskipti
á toppnum
Enn hafa orðið hlutverkaskipti í toppbaráttu getraunakeppni fjölmiðlanna.
DV og Þjóðviljinn komu best útúr 15. ieikviku en Morgunblaðið og útvarpið
duttu af toppnum. DV er með 15 rétta alls, Þjóðviljinn, Morgunblaðið og
Alþýðublaðið 14, Útvarpið 13, NT 12 og Dagur rekur lestina með samtals 10
rétta.
Spá fjölmiðlanna fyrir ló.leikviku er þessi:
V 2 O z o > c
o- o; < H “ -cr ?
Landsleikirnir
Forsalan
hefst í dag
Forsala fyrir landsleiki íslands og Vestur-Þýskalands í
handknattleik hefst í dag á skrifstofu HSÍ í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal, við hlið Laugardalshallarinnar.
Hún verður kl.16-19 í dag og síðan hefst hún kl. 18 á
morgun, föstudag. Fyrsti leikurinn fer fram í Laugardals-
höllinni kl.20 annað kvöld.
HSÍ býður áhorfendum nú uppá Visa-kortaþjónustu
og mun þetta vera í fyrsta skipti sem hún er veitt við
miðasölu á íþróttaviðburði hér á landi. “Við vitum að
jólamánuðurinn er mörgum erfiður og landsliðið leikur
átta leiki gegn sterkum þjóðum hér á landi í desember
þannig að við reynum að koma til móts við handknatt-
leiksáhugamenn með þessu móti“, sagði Jón H.Karlsson
formaður landsliðsnefndar.
Annar landsleikur þjóðanna fer fram á Akureyri á
laugardaginn kl. 13.30 og sá þriðji og síðasti í Laugardals-
höllinni kl.20 á sunnudagskvöldið. Spánverjar leika tvo
leiki hér á landi um aðra helgi og Danir koma í sína
jólaheimsókn milli jóla og nýárs. -VS
Blrmingham-Watford................................x x 1 1 x x x
Leicester-Man.City................................1 111111
Luton-Newcastle...................................1 111111
Q.P.R.-WestHam....................................2 2 1 2 x x 2
Sheff.Wed.-Nottm.For..............................x 11x111
Southampton-Arsenai............................. x x 2 1 2 1 x
Tottenham-Oxford..................................1 111111
W.B.A.-Everton....................................2 2 2 2 2 2 2
Charlton-Sheff.Utd................................2 1 x 2 1 x x
Norwich-Blackburn.................................1 111111
Shrewsbury-Oldham.............................. 1 x 2 x x x x
Sunderland-Portsmouth.............................1 12 12 2 2
í 15. leikviku var enginn með 12 rétta. Með 11 rétta voru 28 raðir og gefur
hver 57,175 krónur. Þá voru 376 raðir með 10 rétta og gefur hver 1,824 krónur.
Heildarvinningsupphæð var 2,287,095 krónur, sú næsthæsta í sögunni. Knatt-
spyrnudeild Framvar söluhæsti aðili en síðan komu Fylkir, ÍR(hand), KR,
Fram(hand), ÍBK, Víkingur, ÍR(knatt), Haukar og Þór Akureyri.
Vestur-Pýskaland
Jafntefli í Stuttgart
Stuttgart og Leverkusen skildu
jöfn, 2-2, í Bundcsligunni í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Karl
Allgöwer skoraði bæði mörk
Stuttgart en Herbert Waas bæði
mörk Leverkusen, jafnaði leikinn
á lokamínútunni. Stuttgart færð-
ist upp um tvö sæti við þetta.
Frankfurt vann óvæntan sigur
á Hamburger SV, 3-0, og var
þetta aðeins annar sigurleikur
liðsins í deildinni. Hannover
vann Kaiserslautern 3-2 og Köln
tapaði 0-1 fyrir Mannheim.
Staða efstu liða:
Bremen........ 17 11 3 3 50-27 25
Gladbach.........16 9 4 3 37-22 22
Bayern...........17 10 2 5 32-20 22
Hamburger........17 9 3 5 27-16 21
Leverkusen.......17 7 6 4 34-23 20
Mannheim.........16 7 4 5 28-22 18
Bochum...........16 8 1 7 33-26 17
Stuttgart........17 7 3 7 30-30 17
-VS
Fimmtudagur 5. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15