Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 1
ÞJÓÐMÁL GLÆTAN HEIMURINN Útvegsbankinn/ Hafskip Eg hafði ekki hugmynd um þessa skýrslu og það var aldrei um hana fjallað í bankaráði Seðl- abankans. Mér var aldrei skýrt frá henni. Fundir í bankaráði eru að jafnaði haldnir tvisvar í mán- uði og þá cr fjallað um þau mál sem bankastjórarnir leggja fram, sagði Jónas G. Rafnar formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrum bankastjóri Útvegsbank- ans í samtali við Þjóðviljann í gær. Jóhannes Nordal sagði í samtali í gær að hann hefði vitað að staða Utvegsbankans gagnvart Hafskipi hefði verið orðin var- hugaverð um mánaðamótin maí- júní en hann sagðist einnig ckki telja neitt athugavert þótt við- skiptaráðherra hefði ekki verið látinn vita um málið fyrr en 30. júlí það sumar. bankann. Að sögn Jóhannesar Nordals reyndist því trygginga- skorturinn vera miklu minni en hann í rauninni var, eða aðeins 21 miljón króna. í viðtali við Þjóð- viljann kvaðst hann hafa talið tryggingaskortinn of lítinn til að gera þáverandi viðskiptaráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, viðvart. í skriflegum upplýsingum sem Þjóðviljanum bárust frá Jóhann- esi að loknu samtali við hann, þá segir eigi að síður, þegar búið er að greina frá því að 21 miljón hafi skort upp á tryggingar fyrir skuldum félagsins: „Af þessu varð ljóst, að staða bankans gagnvart félaginu var orðin var- hugaverð, en þó stóðu vonir til, að úr vandanum mætti leysa með viðbótartryggingum". Seðlabankastjóra virðist sam- kvæmt þcssu hafa þótt „staða bankans... orðin varhugaverð", en samt sem áður ekki þótt ástæða til að tilkynna viðskipta- ráðherra um það! Hann kvað hins vegar tölurnar hafa gefið tilefni til nánari rann- sóknar og því falið bankaeftirlit- inu að gera sjálfstæða könnun. Niðurstöður hennar kornu í lok júlí, og sýndu alvarlegan trygg- ingaskort, og þá var Matthías A. Mathiesen loks látinn vita. Jóhannes Nordal var spurður hver væri ástæðan fyrir vanmati Utvegsbankans á tryggingunum: „Því vil ég ekki svara á þessu stigi. En það voru notuð gömul verð, sem ekki gáfu rétta mynd". Æosti maöur íslenskra bankamála? Jóhannes Nordal aðalbanka- stjóri Seðlabankans lá á upplýsingum um stööu Útvegsbankans frá því í maílok. Hans yfirmenn, viðskiptaráðherra og formaður bankaráðs vissu ekkert um málið fyrr en síðla sumars 1984. Ljósm. E.ÓI. Fundargerðir rannsakaðar Jónas G. Rafnar fyrrum bankastjóri Utvegsbankans var inntur álits á ummælum Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra í Mogga í gær en þar hafði ráðherrann það eftir fyrrurn bankastjórum Útvegsbankans að þeir hefðu fullyrt að aldrei hefði verið fjallað um málefni Hafskips í formannstíð Alberts Guð- mundssonar: „Ég sagði Steingrími, að mig ræki ekki minni til þess og um það vorum við allir þrír sammála, en ekki vissir, og því hef ég óskað eftir því að þaö verði rannsakað í fundargerðum bankaráðs Út- vegsbankans frá þessum tíma,“ sagði Jónas G. Rafnar. -S.dór/ÖS/-v. Sjá frétt um umræður á Alþingi á bls 9. Nordal sat á upplýsingum Jónas Rafnar formaður bankaráðs Seðlabankans: Skýrsla Útvegsbankans frá því í byrjun júní kom aldrei til okkar. Ég hafði ekki hugmynd um þessa skýrslu. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri: Vissi að staða Útvegsbankans var orðin varhugaverð um mánaðamótin maí-júní. „Taldi ekki ástœðu tilað láta ráðherrann vita“. Tryggingar ofmetnar Þegar skýrslan frá maí-júní mánaðamótunum var gerð not- aði Útvegsbankinn úrelt skipa- verð og ofmat því tryggingar Haf- skips fyrir skuldum sínum við Teikning: Rúnar H. Sigmundsson 11 ára, Uppsalavegi 30 Húsavík. 11 dagar tiljóla! Álvers-eftirlitið Hæstiréttur klofnaði Skerðing á framleiðslugjaldi til Hafnarfjarðarbœjar heimil. 2 af5 dómurum töldu bœjarsjóð eigafullan rétt á endurgreiðslu úr ríkissjóði Hæstiréttur kvað upp þann úr- skurð í liðinni viku að iðnaðar- og fjármálaráðherra hefðu fullan rétt til að skerða hluta Hafnfirðinga af fram- leiðslugjaldi frá álverinu í Straumsvík vegna nauðsynlegs eftirlits með reikningsskilum ÍSAL. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar í febrúar á sl. ári en sami dómur hafði þá fallið í undirrétti. 2 af 5 dómurum Hæst- aréttar skiluðu séráliti þar sem fallist var á kröfu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar gegn ríkissjóði. Hafnarfjarðarbær fór fram á að ríkissjóður yrði dæmdur til að greiða bænum rúmar 500 þúsund- ir króna og að auki fulla dráttar- vexti frá 1. okt. 1982 til greiðslu- dags. f dómi Hæstaréttar segir að Hafnarfjarðarbær hafi í samning- aviðræðum við ríkið árið 1978 ekki gert neinar skýrar kröfur svo sannað sé, um að eftirleiðis yrði hann undanþeginn þátttöku í kostnaði af eftirliti ríkisins með reikningsskilum ÍSALS. Ekki sé heldur hægt að túlka bréf iðnað- arráðuneytisins frá því 10. maí 1976 þannig að í því felist fyrir- heit um að bærinn þyrfti ekki að sæta skerðingu á framleiðslu- gjaldi vegna eftirlitsins með ísal. Obirtar reglur til bráðabirgða sem fjármálaráðherra undirritaði í júní sama ár skipti hér engu rnáli. Dóm þennan kváðu upp Magnús Þ. Torfason, Guðmund- ur Jónsson og Þór Vilhjálmsson. I séráliti þeirra Björns Sveinbjörnssonar og Magnúsar Thoroddsen segir hins vegar að í fyrrnefndur bréfi iðnaðarráðu- neytisins frá 1976 sé þess hvergi getið að áfrýjandi eigi að bera hluta af kostnaði vegna athugun- ar á starfsemi álversins. Áfrýj- andi eigi því rétt á að fá sinn hlut af framleiðslugjaldinu greiddan án þeirrar skerðingar sem hann hefur þurft að sæta. Bærinn eigi því rétt á umstefndri fjárhæð auk hæstu vaxta frá stefnubirtingar- degi. -Jg- A Isamningurinn Ríkisstjómin ein á báti Kratarsátu hjá. Aðrirstjórnarandstöðuflokkar ámóti. Hjörleifur Guttormsson: Enn eittskrefið í undanhaldi ríkisstjórnarinnar Þó Kjartan Jóhannsson hafl í fyrradag lýst andstöðu við nýjan skattasamning við Alusu- isse sat hann hjá þegar til kast- anna kom í gær og aðrir þing- menn Alþýðuflokksins voru fjar- verandi. Fulltrúar hinna stjórn- arandstöðuflokkanna greiddu allir atkvæði gegn samningnum sem var afgreiddur til þriðju um- ræðu í neðri dcild í gær. f greinargerð með atkvæði sínu sagði Hjörleifur Guttormsson m.a. að vinnubrögðin við þennan samning væru með eindæmum. Rangar tölur og rangar staðhæf- ingar um eðli samningsins hefðu fylgt honum inn í alþingi og fjöl- margir aðrir alvarlegir brestir í málsmeðferð og ákvæðum samn- ingsins hefðu komið í ljós við at- hugun iðnaðarnefndar. Síðan sagði hann: „Það segir sína sögu að Framsóknarmenn þorðu ekki að skrifa upp á nefnd- arálit með Sjálfstæðisflokknum en styðja þó frumvarpið. Það segir líka sína sögu að málgögn ríkisstjórnarinnar, Morgunblað- ið og NT, hafa ekkert skrifað um þetta mál eftir að það kom inn á vettvang alþingis. Stjórnarand- staðan kom hvergi nærri undir- búningi málsins, og samningur- inn er niðurstaða úr leynimakki ríkisstjórnarinnar og Álusuisse. Alþýðubandalagið mótmælir þessari samningsgerð sem er enn eitt skrefið í undanhaldi ríkis- stjórnarinnar gagnvart Alusu- ísse. - AI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.