Þjóðviljinn - 13.12.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Síða 3
FRÉTTIR Matador Forstjóramir með enn eitt fyrirtækið Björgúlfur og Ragnar í stjórn Reykvískrar endurtryggingar, Staðastaðar og líftryggingafélagsins Varðar. Eiginkonurnar meðal stofnenda eir Björgúlfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson eru ekki einungis tveir af þremur Stjórnarmanna í stjórn Reyk- vískrar Endurtryggingar og Staðastaðar hf, einsog greint hef- ur verið frá í Þjóðviljanum, held- ur virðist þriðja fyrirtækið koma við sögu í sama rekstri: „Líftrygg- ingafélagið Vðrður hf,“ þarsem þeir Ragnar og Björgúlfur eru einnig í stjórn. Hlutverk Varðar er að hafa á hendi hvers konar líftryggingast- arfsemi, aðra vátryggingastarf- semi og lánastarfsemi. Samkvæmt hlutafélagaskrá er hlutverk Staðastaðar hf, sem hýs- ir Reykvíska endurtryggingu hf við Sóleyjargötu „að kaupa, eiga og reka fasteignir". Stofnendur Staðastaðar eru þremenningarnir sem sitja í stjórn og eiginkonur þeirra. -óg Jónas Árnason og Rúnar Armann Arthúrsson verða í dag í Bókabúð Máls og menningar, árita þar viðtalsbók sína og spjalla við gest og gangandi milli tvö og fjögur. „Þessi bók er ekki eintóm gloría um mig eða mína nánustu, í einkalífi eða pólitík," sagði Jónas Arnason þegar kynnt var ný viðtalsbók Rúnars Ármanns Arthúrssonar (t.v.) við Jónas. Jónas sagði að viðtölin hefðu farið fram á hunda dögum 1985 og hefði Rúnar komið „vel undirbúinn í tíma". Jónas kemur víða við og ræðir menn og málefni með þeirri blöndu glettni og alvöru sem honum er lagið. Ljósm. Sig. I HP Skattfrjáls glaðningur HP ígær: 25 % launa stjórnenda Hafskips framhjá skatti undir eftirliti og umsjón endurskoðandans. Helgarpósturinn segist í gær hafa heimildir fyrir því að á hverju ári hafl „tugum miljóna verið veitt til stærstu hluthafa og viðskiptavina Hafskips“. I umfjöllun HP undir fyrirsögninni „Tugir miljóna í skattfrían afslátt - 25% launa stjórnenda Hafskips framhjá skatti undir eftirliti og umsjón endurskoðandans“ segir cinnig að stjórnin hafi verið afskiptalítil og aldrei farið í saumana á plöggum og pappírum sem hún fékk í hendur. í HP segir m.a. að í hverjum desembermánuði hafi verið greiddur afsláttur til stærstu hluthafa og viðskipavina. „Slíkt mun ekki ógjarnan tíðkað. Hins vegar hefur Hafskip sérstöðu því afsláttur þess mun hafa hlaupið á 1.5-2.5 miljónum króna ár hvert handa þeim stærstu. Og í öðru lagi mun forstjóri Hafskips hafa fullvissað viðtakendur „feitu desembertékkanna" að þessir fjármunir kæmu ekki til skatts“. -óg Eimskip/Hafskip Kaup í dag Frestur Eimskipafélagsins til að ganga frá kaupum á eignum Hafskips hf. rennur út kl. 17.00 í dag. Að sögn Harðar Sigurgests- sonar forstjóra Eimskips er mjög líklegt að gengið verði frá kaupunum fyrir þann tíma. Upphaflegur frestur til kaupanna var tveimur sólar- hringum fyrr, en Eimskipsmenn fengu framlengingu þar til í dag. „Við höfum verið að kanna þessi mál nánar og ganga frá ýmsum lausum endum,“ sagði Hörður í gær, en vildi ekki tjá sig nánar um hvað hefði orsakað töf á kaupun- um. Hámarkstilboð félagsins hljómar nú upp á rúmar níu milj- ónir dollara. Hafskip - USA „Vil ekki tjá mig“ VSÍ kærir fyrir Eimskip VSÍfellir málshöfðun gegn Dagsbrún niður. Kærir nú í umboði Eimskipafélagsins. Halldór Björnsson: Slæmt málfyrir VSI. Helgi Magnússon löggiltur endurskoðandi: Vil ekki tjá mig um þetta mál að neinu leyti „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál að neinu leyti, ekki að svo stöddu,“ sagði Helgi Magnússon löggiltur endurskoðandi Hafskips er Þjóðviljinn óskaði í gær eftir upplýsingum um hver afskipti hans hefði verið af endurskoðun reikninga dótturfélags Hafskips í Bandaríkjunum, Hafskip USA. í Helgarpóstinum hefur því verið haldið fram að Helgi hafi skrifað undir reikninga Hafskips USA, þrátt fyrir að endurskoð- unarfyrirtækið Coopers og Lybrand hafi lýst því yfir að það vildi ekki koma nálægt reikning- um fyrirtækisins vegna óreiðu- bókhalds. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þetta. Ég tel það ekki eðlilegt á þessu stigi. Ég tjái mig ekki um nein mál, því miður“, voru einu svör Helga Magnússonar við spurningum Þjóðviljans. -Ig. Vinnu veitendasambandið felldi í gær niður málshöfðun sína gegn Dagsbrún vegna uppskipun- arbanns á suðurafrískum vörum, en stefndi síðan á nýjan leik og að sögn Atla Gíslasonar lögfræðings Dagsbrúnar mun það inál að öllum líkindum verða þingfest í næstu viku. Ástæðan fyrir þessum aðgerð- um VSf er sú að á málatilbúnaði þess fyrir Félagsdómi voru ýmsir gallar og fyrir lá krafa Dagsbrún- ar um frávísun. „Gallarnir voru svo augljósir að þeir ákváðu að fella málið niður,“ sagði Atli í gæj. 1 þetta sinn kærir VSI fyrir hönd Eimskips, en hafði áður kært í eigin nafni. Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskipafél- agsins sagði í gær, að upphaflega hafi kæra komið fram að ósk fél- agsins. „Við lítum á þetta sem grundvallaratriði og viljum fá skorið úr því hvort þessar aðgerð- ir Dagsbrúnar séu lögmætar. Málið verður áfram í höndum VSÍ,“ sagði Hörður í gær. „Þetta er slæmt mál fyrir Vinnuveitendasambandið, sér- staklega ef litið er á þann málstað sem við erum að styðja með þess- um aðgerðum. Við teljum að við séum í rétti í þessu máli og okkar aðgerðir eru í samræmi við vilja ýmissa alþjóðastofnana svo dæmi séu tekin. Uppskipunarbannið er okkar leið til að sýna baráttu svarta meirihlutans í Suður- Afríku stuðning," sagði Halldór Björnsson varaformaður Dags- brúnar í samtali við blaðið í gær. -gg Opið bréf til Ólafs Ragnars Davíð Sch. Thorsteinsson skrifar Hæstvirti varaþingmaður. Rétt í þessu var mér að berast hluti ræðu þinnar á Alþingi okkar íslendinga á þriðjudaginn. í ræðunni veitist þú tvívegis að fyrirtæki því, sem ég vinn hjá, og því þessar línur. 1. Þú býsnast yfir því að okkur hafi verið veittur afsláttur af farmgjöldum hjá Hafskip h.f. Sem framkvæmdastjóri Smörlíki h.f. hef ég jafnan talið það skyldu mína að versla þar sem við njót- um bestu kjara og vil gjarnan upplýsa þig um að við reynum hvað við getum og njotum afslátt- ar, meðal annars hjá Eimskip, h.f. né Sól h.f. hafa nokkru sinni Kassagerðinni, Plastprent, Vöru- merkingu, Völundi, B.M. Vallá, Morgunblaðinu og Þjóðviljan- um, sem og hjá ótal mörgum öðr- um góðum viðskiptavinum okkar og tel ég ekkert athugavert við það, þvert á móti ég tel okkur þetta til hróss. 2. Þú segir að „greiddar hafi verið desember- og jólauppbætur fyrir þessa herra til þess að þeir færu ekki í jólaköttinn“ og að Smjör- líki h.f. hafi verið notað til að „mjólka lán úr þjóðbankanum yfir í Tropicana-smjörlíkið". Þetta er rugl. Hvorki Smjörlíki fengið „desember- og jólaupp- bætur“ frá Hafskip h.f. og heldur ekki frá neinum örðum viðskipta- vini og vil ég biðja þig um að upp- lýsa hvaðan þú hefur þessar upp- lýsingar. Þá er ég heyri aðdróttanir og/ eða ásakanir þínar og annarra fjölmiðlamanna af þínu sauða- húsi, í skjóli þinghelgi, í garð Al- berts Guðmundssonar, og at- vinnurekstrar á íslandi, kemur mér í hug - þeir sletta skyrinu, sem eiga það. Með tilhlýðilegri virðingu, Davíð Sch. Thorsteinsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.