Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Ísland-Spánn Fyrsti sigur í níu ár? Leikið í Laugardalshöllinni í kvöld og í Digranesi á sunnudagskvöldið. helgi staðfesta að það er á réttri leið í undirbúningi sínurn fyrir A-keppnina. Slíkir sigrar hafa mikið að segja fyrir landsliðsmennina, sérstaklega sálrænt séð. í kvöld leika þeir þriðja stórleikinn í Höllinni á einni viku og á sunnu- dagskvöldið mætast þjóðirnar aftur og þá í Digranesi í Kópavogi. Handknattleiksáhugamenn eru hvattir til að mæta á þessa leiki og styðja við bakið á strákunum. Spánn hefur unnið 7 leiki en ísland 6 í 13 viðureignum þjóðanna til þessa — nú er tækifæri til að snúa blaðinu við. —VS í nlu ár hefur ísland ekki náð að bera sigurorð af Spáni I landsleik í handknattleik. Snemma árs 1977 vann Island 21-17 í viðureign þjóðanna í B-keppninni í Austurríki en síðan hafa Spánverjar unnið alla fimm leiki liðanna, flesta á öruggan hátt. í kvöld á landsliðið möguleika á að snúa blaðinu við — kl.20 hefst fyrri leikur þjóðanna af tveimur hér á landi um helgina og er leikið í Laugardals- höllinni. Spánverjar hafa ekki leikið hér landsleiki í tæp 17 ár, eða síðan 1969. Spænskur handknattleikur er samt sem áður vel þekktur hér á landi og íslensk og spænsk félög hafa oft leikið saman í Evrópukeppni. Skemmst er að minnast sjö marka sigurs Víkinga á Barcelona, Evrópu- meisturum bikarhafa, í Laugardalshöllinni sl. vetur og sigurs Vals á Atletico Madrid á leið sinni í úrslitaleik Evrópukeppninnar fyrir nokkrum árum. Atletico og Barcelona eru með bestu félagsliðum í Evrópu og eiga kjarnann í spænska landsliðinu — ásamt Technica sem nú á flesta landsliðsmennina en hefur fengið marga þeirra einmitt frá hinum tveimur liðunum. Sigrar íslenska liðsins á Vestur-Þjóðverjum Um síðustu r X Þorgils X ’ Óttar Mathiesen^V og Guðmundur Guö- ~ mundsson átti góöa leiki gegn Vestur-Þjóöverjum um siöustu helgi. Hvaö gera þeir gegn Spánvenum? Myndir: E.ÓI. Körfubolti UMFNog Haukar Efstu lið úrvalsdeildarinnar, UMFN og Haukar, leika í Njarð- vík í kvöld kl. 20. Njarðvíkingar hafa sex stiga forskot og Haukar eru eina liði sem getur ógnað þeim í baráttunni um efsta sæti sjálfrar úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin berjast um íslandsmeistara- titilinn þegar henni lýkur. Staðan í úrvalsdeildinni eftir ieikina sl. þriðjudagskvöld er þessi: UMFN.........11 10 1 961-848 20 Haukar...... 11 7 4 873-835 14 Valur........12 6 6 935-918 12 IBK..........12 6 6 912-938 12 KR...........12 4 8 927-1006 8 (R.,.........12 2 10 954-1017 4 ÍBK og KR leika í Keflavík kl. 14 á laugardaginn. Skotland Aberdeen tapaði Aberdeen tapaði mjög óvænt, 2-1, fyrir Clydcbank, næstneðsta liðinu, í skosku úrvaisdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Aber- deen hcldur þó forystunni, hefur 21 stig ásamt Hearts sem hefur leikið einum ieik meira. Celtic hefur 20 stig og á leik til góða. —VS/Reuter Miöbœjarhlaup Götuhlaup í miðbænum Frjálsíþróttadeild KR og Gamli Miðbærinn gangast fyrir götu- hlaupi í hjarta Reykjavíkur, mið- bænum, annan laugardag, 21.desember. Hlaupnir verða 3,5 km um Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu, Rauðarárstíg, Laugaveg, Bankastræti, Lækj- argötu, Skólabrú, Pósthússtræti og Austurstræti og endað við Lækjartorg. Keppt verður um 4 farandbikara í karla- og kvenna- flokki sem Tískuverslunin Assa við Hlemmtorg gefur. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast fyrir 19.desember í síma 12891 eða 39571. Tennis Firma- keppni ÍK Tennisdeild IK heldur firma- keppni um jólin. Spilað verður með forgjöf þannig að búast má viðjafnri og skemmtilegri keppni. Mótið fer fram í íþróttahúsinu Digranesi og hefst 20.desember og lýkur 3.janúar. Þátttökugjald er 1,000 krónur og Opal veitir verð- laun. Tilkynningar skulu berast til Guðnýjar Eiríksdóttur í síma 45991 fyrir 18.descmber. NBA-deildin Nítjándi sigurinn Boston Celtics unnu í fyrra- kvöld sinn 19. sigur í 22 leikjum í NBA-deildinni bandarísku í körfuknattleik. Celtics unnu Sacramento Kings 118-101. Lið númer tvö í Atlantshafsriðlinum, Philadelphia 76ers, hefur unnið 12 leiki af 22. Milwaukee Bucks eru efstir í Miðriðlinum með 17 sigra í 25 leikjum, Houston Rockets leiða Miðvesturriðilinn með 16 sigra í 23 leikjum og Los Angeles Lakers hafa geysilega yfirburði í Kyrra- hafsriðlinum, hafa unnið 18 leiki af 20 en næsta lið, Portland Trail Blazers, 14 leiki af 26. —VS/Reuter Knattspyrna Mitchell keyptur Ástralski landsliðsmaðurinn David Mitchcll skrifaði í gær undir samning við vestur-þýska liðið Eintracht Frankfurt. Frank- furt var ákveðið í að kaupa hann ef Ástralía kæmist ekki í úrslita- kcppni HM en þegar ljóst varð að Mitchell þarf að gangast undir uppskurð leit á tímabili út fyrir að ekkert yrði af kaupunum. Hann meiddist í síðari úrslitaleik Skota og Astrala um sæti í lokakeppni HM. Mitchell gengst undir upp- skurðinn í Frankfurt í dag. —VS/Reuter Spánn Naumt hjá Hercules Hercules, lið Péturs Péturs- sonar, vann nauman sigur á 2.deildarliðinu Huelva, 2-1, í fyrri leik liðanna í 4. umferð spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Tvö l.deildarlið töpuðu fyrir liðum úr neðri deildum, Valencia lá 0-1 heima gcgn Tenerife og Esp- anol 2-0 úti gegn Ovideo. —VS/Reuter Mexíkó Gestgjaf- ar efstir Mexíkó hefur sigrað Alsír 2-0 og Suður-Kóreu 2-1 í fjögurra landa keppni í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Mexíkó. Ung- verjar hafa sigrað Suður-Kóreu 1-0 og allt stefnir í úrslitaleik milli þeirra og gestgjafanna á sunnu- daginn. Allar fjórar þjóðirnar leika í úrslitum HM í Mexíkó á næsta ári. Pólverjar, sem einnig leika þar, eru á flakki við Mið- jarðarhaf. Þeir hafa tapað 1-0 í Túnis en gert 1-1 jafntefli í Tyrk- landi. —VS/Reuter Skíði Þýskur sigur Michaela Gerg frá Vestur- Þýskalandi vann óvæntan sigur í brunkeppni kvenna í heimsbik- arnum sem fram fór í Val D ísere í Frakklandi í gær. Laurie Graham frá Kanada varð önnur og Maria Walliser frá Sviss þriðja. Nítján ára gömul austurrísk stúlka, Christine Putz, slasaðist lífshættulega í keppninni, stakkst útúr brautinni og meiddist illa á höfði og fékk blóð inní lungun. —VS/Reuler Austurland Hrafnkell sigraði Hrafnkell frá Breiðdal sigraði Ungmennaféiag Eiðaskóia 5-3 í úrslitaleiks haustmóts Hattar í innanhússknattspyrnu sem fram fór á Egilsstöðum fyrir skömmu. A- og b-lið Hattar skildu jöfn, 4-4, í úrslitaleik um 3.sætið. Onnur lið sem þátt tóku voru Valur Reyðar- firði, íþróttafélag Menntaskólans á Egilsstöðum og Huginn frá Seyðisfirði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.