Þjóðviljinn - 07.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
DJÓÐlflUINIt
Priðjudagur 7. janúar 1985 4. tölublað 51. órgangur.
Vari
Starfsmenn Vara segja að samningur við VR hafi verið kynntur áfölskumforsendum.
Birgir Ómarsson: VR hefur logið að okkur íþessu máli.
Elís Adolfsson VR: Þetta er algjör misskilningur
hefur komið mjög illa fram
í þessu máli. Það hefur ver-
ið logið að okkur og þegar við
gerum athugascmdir við það er
okkur hótað brottrekstri af hálfu
verkalýðsfélagsins, sagði Birgir
Ómarsson starfsmaður Vara í
samtali við Þjóðviljann í gær, en
hann ásamt fleiri starfsmönnum
fyrirtækisins telur að starfsmenn
hafi verið látnir skrifa undir kjar-
asamning Vcrslunarmannafélags
Reykjavíkur og Vara á fölskum
forsendum.
Starfsmenn telja að samning-
urinn sem gerður var fyrir nokkru
hafi í för með sér nokkra launa-
hækkun þrátt fyrir orð starfs-
manna VR um að hann væri
sambærilegur við samning
Dagsbrúnar við Securitas frá í
haust.
Þjóðviljinn hefur það eftir
starfsmönnum Vara að samning-
urinn hafi verið kynntur sem vilj-
ayfirlýsing, en þegar á reyndi var
samningurinn bindandi og hefur
þegar tekið gildi. Starfsmenn
fengu útborgað samkvæmt hon-
um um áramótin og gilti þá einu
hvort þeir eru í VR eða Dagsbrún
sem eins og kunnugt er hefur ver-
ið að reyna að ná samkomulagi
við eiganda Vara.
Birgir er einn af þremur starfs-
mönnum Vara sem ekki skrifuðu
undir samninginn og segir að þeg-
ar þeir fóru á fund EIís Adólfs-
sonar hjá Verslunarmannafélag-
inu til að leita nánari útskýringa á
nokkrum atriðum hafi þeim verið
hótað brottrekstri ef þeir ekki
skrifuðu undir innan tíðar!
„Það er algjör misskilningur að
þetta hafi ekki verið kynnt sem
samningur," sagði Elís Adólfsson
hjá VR þegar blaðið bar þetta
undir hann í gær. „Ég hef ekki
sannreynt annað en að þessi
samningur sé sambærilegur
samningi Dagsbrúnar og Securit-
as.“ Þegar Elís var inntur eftir
hótun um brottrekstur sagði
hann: „Mín orð voru þau að ekki
væri hægt að líða að fólk úr öðr-
um stéttarfélögum gengi inn í
störf sem Verslunarmannafé-
lagið hefur samið um.“
-gg
Halastjarnan
sýnileg
íslendingum
Embœttisveiting
Vilji HÍ hunsaður
,Jú, það er rétt. Halley hala-
stjárnan sást héðan fyrir ára-
mótin með bcrum augum, en
undanfarna daga hefur verið of
skýjað. Hún er eins og þoku -
kenndur blettur á suð-
vesturhimninum og sést ágætlega
með handkíki ef skyggni er gott.
Síðar í mánuðinum hverfur hún
svo sjónum okkar,“ sagði Þor-
steinn Sæmundsson, en fyrir ára-
mótin þóttust menn hafa séð hal-
astjörnuna frægu, Halley, frá Is-
landi en hún er aðcins sýnileg á 76
ára fresti.
1. janúar var stjarnan 19° yfir
sjóndeildarhring í suðvestri við
dagsetur í Reykjavík, en eftir
miðjan mánuðinn fer tunglskin
að spilla athugunarskilyrðum auk
þess sem halastjarnan er þá kom-
in mjög nærri sól og hverfur brátt
í sólarbirtuna. Halinn verður
meira áberandi eftir því sem
stjarnan nálgast sólina og lækkar
á lofti.
Halastjarna Halleys er þekkt-
ust allra halastjarna vegna þess
að hún var sú fyrsta sem sannað
var að kæmi aftur og aftur með
reglubundu millibili segir í Alm-
anaki Háskóla íslands. Það var
enski stjörnufræðingurinn Ed-
mond Halley sem fyrstur
reiknaði braut hennar árið 1696.
Hann hafði séð hana árið 1682 og
spáði því að hún myndi sjást aftur
1758. Sá spádómur reyndist rétt-
ur, þótt Halley lifði ekki að sjá
tilgátu sína sannast. Frásagnir
eru til um Halley stjörnuna allt
frá því árið 87 f. Kr.
-ÞS
Mosfellssveit
Banaslys
í fyrrinótt
Banaslys varð í Mosfellssveit í
fyrrinótt á mótum Vesturlands-
vegar, Þverholts og Reykjavegar
þegar bíll lenti þar út af vcginum.
I bílnum var fertugur maður á
leið frá Reykjavík. Bíllinn lenti
upp á umferðareyju og kastaðist
þaðan á Ijósastaur. Maðurinn var
einn í bflnum og mun hafa látist
samstundis.
IH
Ráðherra skipar Matthías Viðar Sœmundsson lektor í
íslensku. Helga Kress fékk meðmæli dómnefndar og
yfirgnœfandi stuðning deildarráðs. Helga Kress:
Þetta er klár kvenfyrirlitning
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hefur skipað
Matthías Viðar Sæntundsson í
stöðu lektors í íslensku við
heimspekideild Háskólans þvert
ofan í vilja dómnefndar deildar-
innar og deildarráð þar sem
Helga Kress lektor í almennum
bókmcnntum fékk 27 atkvæði,
Örn Ólafsson bókmenntafræð-
ingur 7 atkvæði en Matthías
Viðar aðeins 4 atkvæði.
„Ég get ekki séð annað í þess-
ari stöðuveitingu ráðherra, en
klára kvenfyrirlitningu og það er
ekki aðeins verið að hafna mér
vegna þess að ég er kona heldur
ekki síður rannsóknum mínum
og þessu fagi sem kvennarann-
sóknir eru,“ sagði Helga Kress í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Mikil og almenn reiði er meðal
stúdenta í íslensku vegna þessar-
ar embættisveitingar og hefur
Mímir félags íslenskustúdenta
boðað til almenns fundar þar sem
ákvörðun ráðherra verður rædd.
„Ég hef áþreifanlega orðið vör
við hug nemenda í þessu máli.
Meirihluti stúdenta í íslensku eru
konur og það er mjög mikil þörf á
konu til leiðbeininga. Það er nóg
af karlmönnum fyrir í deildinni
og hefur alltaf verið en það er
eins og þarna inn megi kona ekki
komast,“ sagði Helga Kress.
-lg-
Stólaskipatamál
Geir fastur
í stjóminni
Ekki staðið við loforðiðfrá þvííhaustum að
Geir hœtti um áramótin.
Óánægja með fjármálaráðherrann.
Sjálfstœðismenn íhuga kosningar.
Óttast átök á vinnumarkaði
Nokkur hreyfing er komin upp
innan Sjálfstæðisflokksins um
að halda Geir Iiallgrímssyni
innan ríkisstjórnarinnar, - og
blandast reiði vegna skattglcði
Þorsteins Pálssonar inní þessa af-
stöðu. Þorsteinn tilkynnti við
stólaskiptin í haust, að Geir Hall-
grímsson viki úr ríkisstjórninni
um áramótin, en af því hefur ekki
orðið.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans í Sjálfstæðisflokknum er
mikil óánægja með þróunina í
ríkisstjórninni. Þorsteinn þykir
ekki hafa staðið sig jafn vel og
þingmenn höfðu vonast til og litið
sé til Geirs sem „klóka" mannsins
sem staðið geti, en mætti refskap
Framsóknarráðherrana, betur en
aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þá er ekki útilokað, að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji nota tæki-
færið áður en kemur til átaka á
vinnumarkaði, sem ríkisstjórnin
réði ekki við, til að rjúfa stjórn-
arsamstarfið og boða tii kosn-
inga.
-óg/ÖS
Vetrarvertíð er hafin og margir bátar hófu róðra strax 2. janúar. Bátar á
Snæfellsnesi hófu róðra strax uppúr áramótunum flestir hverjir og róa nær
allir með línu. Aflinn úr fyrstu róðrunum lofar góðu, bátar, sem lönduöu í Rifi
voru með þetta 3-7 tonn á línu. Aflinn var nokkuð misjafn, smáfiskur nokkur
en líka allt uppí rígaþorsk, eins og sjá má hér á myndinni sem tekin var sl.
laugardag verstur á Hellisandi. Þór Aðalsteinsson starfsmaður Jökuls h.f. á
Hellissandi heldur þarna á 28 kg. þorski. Hann sagði það ekki algengt að
svona stórir þorskar veiddust núorðið, en það kæmi þó fyrir öðru hvoru og
stærri og þyngri þorsk sagðist hann hafa séð. (Ljósm. S.dór)
Samið á fölskum forsendum?