Þjóðviljinn - 07.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Blaðsíða 7
DJÖÐVILJINN írland Atvinnuleysið minnkar ekki Rœtt við Kevin Wallace, tvítugan írafrá Corkþarsem 28% íbúanna eru atvinnulausir Kevin Wallace: ómetanlegt tækifæri til að kynnast því hvernig íslendingar leysa þau vandamál sem við erum að kljást við heima fyrir. Ljósm. Sig. „Nei, ég get varla leyft mér að vera bjartsýnn. Það koma sífellt fleiri út úr skólunum á ári hverju og atvinnulífið hefur ekki undan,“ sagði Kevin Wallace, tví- tugur íri frá Cork. Kevin hefur verið atvinnulaus frá því í júní og er þar á báti með 14 þúsund atvinnulausum bæjarbúum, en hvergi í Evrópu er atvinnuleysi jafn mikið og í þessari næst stær- stu borg Irska lýðveldisins eða 28%. Reyndar er atvinnuleysi gífurlegt í öllu írska lýðveldinu, 18% landsmanna eru atvinnu- lausir og er það hæsta hlutfall í Evrópu. Kevin hyggst ásamt félögum sínum tveimur, Andrew sem er atvinnulaus Breti frá Durham og Marco, hagfræðistúdent frá Mi- lano á Ítalíu, kynna sér atvinnu- mál á íslandi og einkum þá stað- reynd að hér mælist ekkert atvinnuleysi miðað við það sem önnur Evrópulönd kljást við. Reyndar sagði einn aðstandenda ferðarinnar að íslenskir ráða- menn hefðu ekki verið hrifnir af því að til stæði að kanna dulið atvinnuleysi á íslandi og vildu ekki kannast við að það væri til. En það kom fyrir ekki. Samtökin EEE taka ekíci pólitíska afstöðu og fara sínar eigin leiðir í athug- unum á samfélaginu, sagði þessi sami maður. Kominn til að læra í Evrópu er 8-18% atvinnu- leysi með þeirri undantekningu sem ísland er. „Við ætlum að reyna að skilja hvers vegna atvinnuleysi á borð við þetta þekkist eicki hér á landi og reyna að læra af því,“ sagði Kevin. „Við væntum góðrar samvinnu við verkalýðsfélögin og viljum einnig kynnast starfi þeirra nánar m.a. að samningagerð og að félags- málum verkafólks." Hópurinn kom til íslands 27. desember sl. og strax þann 3. jan- úar hafði Kevin tekið eftir ýmsu sem hann á ekki að venjast heima fyrir. „Þið byrjið að fara á krárn- ar þegar þær loka heima, klukkan 11 á kvöldin,“ sagði hann. „Að öðru leyti sýnist mér unga fólkið hér svipað og alls staðar annars staðar. Það hefur það greinilega mjög gott og er ánægt.“ „Eitt af því sem er gott hjá ykk- ur íslendingum er að leyfa ekki erlendum stórfyrirtækjum að setja sig hér niður. Það höfum við orðið að gera á írlandi og þangað hafa þau verið lokkuð með gylli- boðum og skattfríðindum um til- tekið árabil. Þegar sá tími er lið- inn og fyrirtækin eiga að fara að borga skatta láta þau sig bara hverfa og fólkið stendur eftir atvinnulaust. Þannig fór í Cork en meginástæðan fyrir hinu gífur- lega mikla atvinnuleysi þar er lokun tveggja stórra erlendra verksmiðja, Ford og Dunlop. Slík fyrirtæki lækka atvinnu- leysistölurnar bara í skamman tíma og þau bæta ekki efnahags- ástandið í landinu til lengri tíma litið," sagði Kevin. 1800 krónur á viku Kevin kemur úr verkamann- afjölskyldu og lauk skólanámi 1984. Þá átti hann kost á Ijós- myndaranámskeiði í Dublin og hóf þar að starfa með leikhópi sem m.a. starfaði í Belfast á N- írlandi. Leikhópurinn naut opin- berra styrkja en í júnímánuði sl. voru styrkirnir teknir af og síðan hefur hann verið atvinnulaus. „Ég hef öðru hvoru fengið smá- verkefni á sviði ljósmyndunar og svo hef ég unnið á sveitabæjum, en eftir slíkar tarnir getur tekið allt að 6 vikum að komast aftur á skrá yfir atvinnulausa," sagði Ke- vin. „Meðalvikulaun fullvinn- andi fólks er 120-150 írsk pund en atvinnuleysisbæturnar eru 36 pund á viku eða 1800 íslenskar krónur. Allt að 20 pundum fara í húsaleigu og þá á eftir að borga rafmagn og mat.“ „írar eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysinu," sagði hann. „Verkalýðsfélögin eru sterk og Verkamannaflokkurinn sem frá upphafi hefur verið þeirra bak- hjarl hefur losnað úr tengslum við verkafólk og misst mikinn stuðning enda hefur hann setið í samsteypustjórnum með hægri flokkum. Atvinnuleysið fer því miður ekki minnkandi þó stjórn- in státi sig af því að verðbólgan hafi lækkað. Það hefur hins vegar aðeins komið þeim til góða sem eru vel stæðir fyrir, en breytir engu fyrir ófaglært verkafólk sem mælir göturnar atvinnulaust." Kevin þurfti sjálfur að útvega 500 pund til fararinnar og reyndist það ekki auðhlaupið manni sem ekki hefur atvinnu. Það tókst þó með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum, m.a. söfnuðust 200 pund á sér- stökum hljómleikum þjóðlaga- hóps í ferðasjóð hans hingað. „Þetta er ómetanlegt tækifæri til að kynnast fólki frá öðrum löndurn," sagði Kevin, „og ekki síst til að kynnast því hvernig önnur samfélög í Evrópu leysa þau vandamál sem við erum að kljást við heima fyrir". -ÁI. Ungir Evrópubúar Island undir smásjá 17 manna hópurfrá 7 Evrópulöndum gerir úttekt á íslensku samfélagi Hópurinn sem kom hingað til lands 27. desember s.l. á vegum EEE. í efri röð fyrir miðju eru Pétur Kjartansson, sem kynnti v-þýska fiskmiðlunarfyrirtækið Lúbbert á fundi með fréttamönnum, Peter Carlo Lehrell, fararstjóri og Helga Guðrún Jónasdóttir, tengiliður hópsins hér á landi. Ljósm. Sig. „Af hverju ísland? Fyrst og fremst vegna fámennisins og ein- angrunar landsins. Við erum að kynna okkur hin ýmsu þjóðfélög Evrópulandanna og á íslandi næst betra heildaryfirlit en víðast annars staðar auk þess sem nafn- ið eitt kveikir í ímyndunarafl- inu,“ sagði Peter Carlo Lehrell, fararstjóri 17 manna hóps evr- ópskra ungmenna sem dvelur hér fram til 20. janúar nk. Önnur af- mörkuð samfélög sem ætlunin er að skoða síðar eru Finnland og Vestur-Berlín en auk þess hafa samtökin sent ungt fólk m.a. til Afríku, þar sem ein íslensk stúlka er með í för,“ sagði Peter. EEE-samtökin eða „Náms- reynsla og Evrópa“ eins og þa'u nefnast í lauslegri þýðingu eru tveggja ára gömul samtök ungra Evrópubúa. Markmið þeirra er að vekja ungt fólk til vitundar um tilvist hins evrópska samfélags; uppræta fordóma, efla samvinnu fólks af ólíku þjóðerni og treysta vináttubönd landa á milli. Sam- tökin fjármagna starf sitt ein- göngu með frjálsum framlögum einstaklinga, fyrirtækja og ríkis- stofnana og hefur v-þýska fisk- miðlunarfyrirtækið Lúbbert í Bremerhaven staðið mestan straum af ferð ungmennanna hingað, en fyrirtækið er íslensk- um fiskútflytjendum að góðu kunnugt. í hópnum eru sem fyrr segir 17 manns að meðtalinni íslenskri stúlku, Helgu Guðrúnu Jónas- dóttur, sem er tengiliðurinn hér á landi. Ungmennin koma frá ír- landi, Frakklandi, Bretlandi, Belgíu, Ítalíu og Skotlandi og dvelja hér til 20. janúar. Tímann hyggjast þau nota til að kynna sér stöðu ýmissa áhugamála sinna hér á landi, svo sem listhönnun og iðnhönnun, ferðamannaiðn- að, íslenska kvennahreyfingu og atvinnumál kvenna, áhrif ís- lendingasagna á þróun menning- arlífs hér fyrr og nú, aðbúnað aldraðra og loks atvinnuleysi, málefni sem brennur á ungum Evrópubúum meir en nokkuð annað en íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við að mestu. Ungmennin vinna að þessum áhugamálum sínum í 2ja og 3ja manna hópum í samvinnu við ýmsa aðila, svo sem Myndlista- og handíðaskólann, Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, Há- skóla íslands, Ferðamálaráð og verkalýðsfélögin. Þó samtökin séu ung að árum hafa þau þegar afrekað að koma á laggirnar málvísindaskóla í Cork í írska lýðveldinu. Þá standa þau fyrir 6 mánaða för evrópskra ungmenna um 15 Afr- íkuríki um þessar mundir en í þeim hópi er einn íslendingur, Guðrún Högnadóttir, sem valin var úr stórum hópi umsækjenda. Á næstu árurn er fyrirhugað að senda slíka hópa víðar um heim til að veita ungu fólki tækifæri til að kynnast fjarlægum þjóðum jafnt sem nálægum. - ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.