Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 13
Sovéskir hermenn í Kabúl: óvæntar fréttir um áætlun um brottflutning. Skæruliðar í Afganistan: styrkur þeirra mjög misjafn eftir héruðum. Afganistan Hvorugur getur sigrað Sex ára grimm styrjöld - Orðrómur um möguleika á pólitískri lausn - Torfœr leið og tvísýn Um áramót, rétt um það bil sem sex ár voru liðin frá innrás sovéska hersins í Afganistan, birt- ist óvænt frétt í bandaríska stór- blaðinu New York Times. Þar segir, að stjórnin í Kabúl, skjól- stæðingur Sovétmanna, hafi „óopinberlega“ eins og það heitir, gengið frá áætlun um brottflutn- ing sovésks herliðs frá landinu á einu ári. Haft er eftir starfsmanni í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu að háttsettur fulltrúi SÞ hafi séð áætlun þessa meðan á viðræð- um stóð milli fulltrúa stjórnar Af- ganistans og Pakistans í Genf nú í desember. Bandarískar refsiaðgerðir úr sögunni Flestar þær refsiaðgerðir gegn Sovétríkjunum, sem Carter- stjórnin byrjaði á eftir innrásina I Afganistan 1979, hafa nú verið felldar úr gildi. Reagan forseti, sem annars hefur farið hinum verstu orðum um Sovétmenn, af- nam bann á sölu korns til Sovét- ríkjanna skömmu eftir að hann kom til valda. Og nú, eftir að hann hefur talað við Gorbatsjof í Genf, er aftur leyft að bandarísk- ir bankar veiti Sovétmönnum lán til þessara kornkaupa. Nýlega fengu Sovétmenn 400 miljóna dollara lán á hagstæðum kjörum vegna þessara viðskipta. Meðal þeirra refsiaðgerða sem nú eru úr sögunni eru þessar: Bann við fiskveiðum Sovét- manna í bandarískri fiskveiðilög- sögu (en kvótinn er sönnu minni en áður), bann við að sovéska flugfélagið Aeroflot lendi í Bandaríkjunum, takmarkanir á samskiptum Bandaríkjamanna við sovéska aðila og stöðvun samnings um menningarsam- starf. En sem fyrr er í gildi bann við útflutningi á hátæknivörum til Sovétríkjanna - sem mun reyndar eldra en innrásin í Af- ganistan. Raunar hafa fleiri fregnir bor- ist að undanförnu um að stjórn Karmals og sovéskir ráðamenn hafi meira hugann við það en áður, að finna pólitíska lausn mála í Afganistan. Seint í des- ember birtist athyglisverð grein í Moskvublaðinu Prövdu þar sem það var viðurkennt (sem ekki hefur áður gerst) að „langt frá allir Afganir" styddu byltingu í landinu. Það var líka talað um margháttuð „mistök" við fram- kvæmd þessarar byltingar og nauðsyn þess að skapa „and- rúmsloft jákvæðrar viðræðu milli þjóðfélagsafla og þá einnig við þá sem enn eru fjandsamlegir bylt- ingunni". Karmal, forsetinn sem sovéski herinn kom til valda, hef- ur líka talað um nauðsyn „þjóð- arsáttar“. En nú ber mönnum ekki saman um hvað þetta þýðir. Mat þeirra erlendu frétta- manna sem hafa komið til Afgan- istan undanfarna mánuði er ein- att mjög misvísandi líka. Flestum ber saman um að andspyrnan gegn Kabúlstjórninni og sovéska hernum sé öflug, að vald stjórn- arinnar nái ekki nema til helstu borga og umhverfis þeirra. En síðan er það á ýmsa lund hvernig menn túlka atburði þá sem hafa verið að gerast og spá í framtíð- ina. Ný Mongólía? Talsmenn stjórnar Babraks Karmal segja sem fyrr, að and- spyrnumenn séu „bandíttar", sem væru fyrir löngu úr sögunni ef Kínverjar, Pakistanar og Ameríkanar veittu þeim ekki mikinn stuðning. Peir bera á borð staðhæfingar um að margir „stigamenn" hafi snúið frá villu síns vegar og skilið það jákvæða sem byltingin hefur upp á að bjóða í menntun og tæknifram- förum og fleiru. Þessu taka fréttamenn vitan- lega með fyrirvara. En þá greinir svo á um, hver framvindan verð- ur í raun. Sumir segja, að Sovét- menn hafi þegar lagt út í það mik- inn kostnað og mannfall, að þeir muni - hvað sem hagsmunum þeirra annarsstaðar í heiminum líður - halda áfram hernaðinum og ekki hætta fyrr en þeir hafa útrýmt allri mótspyrnu og gert Afganistan að hjálendu sem hefði svipaða stöðu í heiminum og Mongólía. Vísað er til þess að þeir hafi nú þegar mannað stjórnkerfið sínum mönnum að verulegu leyti og að mikill fjöldi barna og unglinga sé sendur til Sovétríkjanna til náms og eigi þessi æska að verða kjarninn í stjórnkerfinu þegar fram líða stundir. Hér bæta sumir því við, að þegar allt kemur til alls, hafi hin sovéska þjóðfélagsgerð upp á fleira að bjóða til framfara í van- þróuðu ríki eins og Afganistan en t.d. í löndum Austur-Evrópu - það ættu því að vera auðveldara að fá Afgani til að sætta sig við það kerfi en t.a.m. Pólverja eða Tékka. Þá er þess og getið að Karmal hafi orðið nokkuð ágengt í því að „kaupa“ til stuðnings við sig ætt- arhöfðingja ýmsa, sem fái í bili að stjórna sínu fólki eins og þeim sýnist sjálfum - gegn því að þeir veiti ekki skæruliðum andspyrn- unnar lið. Þegar svo við bætist, pólitískt sé andspyrnuhreyfingin sundruð, og sú aðstoð sem Bandaríkin og ýmis íslömsk ríki veita skæruliðum komi seint og illa fram í gegnum Pakistan - þá geti andspyrnan ekki haldið út til lengdar andspænis sovésku ofur- efli í vígbúnaði. Hernaðarstaðan Aðrir leggja áherslu á að So- vétmenn og Karmalstjórnin glími við óvinnandi verk. Þessum aðil- um hafi mistekist að vekja upp fjöldahreyfingu með þeim pólit- ísku markmiðum sem sett eru á oddinn í Kabúl. Stjórnarherinn sé liðfár og enn sem fyrr mikið um að herkvaddir menn gerist liðhlaupar og efli skæruherina. Baráttuþrek sovéskra hermanna sé lélegt og þótt sovéskar úrvals- sveitir, sem með þyrlum fara, geti gert áhrifaríkar árásir á bæki- stöðvar skæruliða, þá geti þær ekki haldið svæðum langt frá helstu borgum stundinni lengur. Undir slíka túlkun tekur m.a. Olivier Roy, franskur félagsfræð- ingur sem hefur verið með skær- uliðum í bardögum um Panshir- dal, en þar urðu á liðnu ári ein- hverjir mestu bardagar stríðsins. Roy lýsir hernaðarstöðunni á þann veg, að nú sé ekki lengur háð stríð milli lítilla og illa búinna skæruliðasveita og þungvopn- aðra brynvagnasveita. Nú komi það oftar fyrir að vel þjálfaðar sveitir skæruhermanna eigi í reglulegum bardögum við sov- éskar úrvalssveitir sem fara um í þyrlum - einatt án stuðnings þeirra skriðdreka sem illa nýtast í hernaði af þessu tagi. Afgönsku sveitirnar, segir hann eru orðnar „þyngri“ en hinar sovésku „létt- ari“. Roy segir að í bardögum um Panshir-dal hafi það nýtt gerst, að skæruliðar af ýmsum þjóðum sem Afganistan byggja hafi barist saman til að stöðva sókn sovéska hersins. Pashtumenn fengu liðs- auka frá Tadsjíkum og Túrkmen- um, sem þeir áður ekki vildu hleypa inn á „sín“ svæði. Reyndar er það svo, segir þessi sjónarvottur, að misjöfn þróun á sér stað í einstökum héruðum landsins. Þar sem andspyrnu- hreyfingin var sterk og þar sem greiðastur er aðgangur að er- lendum vopnum, þar hefur hún eflst. En á öðrum „mjúkum" svæðum, þar hefur andspyrnu- hreyfingin átt í vaxandi erfið- leikum og samstarfstilboð stjórn- arinnar í Kabúl til íbúanna borið nokkurn árangur. Tvenns konar þrýstingur Gefum að lokum orðið einum af talsmönnum afganskra útlaga, Sayd Majhrooh, sem stjórnar upplýsingamiðstöð í Peshawar í Pakistan - en í Pakistan eru a.nt.k. þrjár miljónir flótta- manna frá Afganistan (í íran mun um hálf önnur miljón og hundruð þúsunda í öðrum íslöm- skum ríkjum). Hann segir að Sovétmenn telji sem fyrr mögulegt að vinna hern- aðarsigur. Það er, segir hann í viðtali í Kaupmannahöfn nýlega, ekki hægt. Stórveldið getur ekki unnið sigur nema að útrýma þjóðinni. Og það er okkar verk- efni, að vinna að því að andspyrn- an sé svo sterk, að Rússar neyðist til að fara að hugsa málin póli- tískt. Majhrooh bætir því við, að þetta sé aðeins önnur hlið máls- ins. Hin hliðin sé alþjóðlegur þrýstingur á Sovétmenn, sem séu kannski móttækilegri en stundum áður fyrir slíkum þrýstingi - eink- um eftir að þeir Reagan og Gor- batsjof hittust í Genf. En þá þurfa líka lönd utan hernaðar- bandalaga, hinn íslamski heimur og Vesturveldin, að auka á þrýst- ing sinn. En þá er kontið að því, sem er upphaf þessa máls: hve raunhæft er að tala um pólitíska lausn? Majhrooh bendir á að enn sem fyrr sé andspyrnuhreyfingin varla kölluð annað en bandíttar í Moskvu og Kabúl. Það verði að viðurkenna hana sem pólitískt afl. Og svo megi Sovétmenn vita, að Afganir hafi engan hug að fjandskapast við þá sem nág- ranna í framtíðinni. En Mahjhrooh bætir því við, að það verði erfitt að komast hjá uppgjöri við þá Afgani sem hafa unnið með Rússum og hafi fjöldaaftökur og annað á sam- viskunni. Og óttinn við slíkt upp- gjör er náttúrlega ekki beinlínis til þess fallinn að gera menn Kar- mals, sem sjálfir munu margir hverjir eiga um sárt að binda eftir ófrið sem hafinn var áður en sov- éski herinn kom til skjalanna, auðdregna til samningaborðs. Það er einskonar pattstaða í hinu grímma stríði í Afganistan - eins og var reyndar fyrir ári síðan. En kannski má Jíta þá þreifara sem Kabúlstjórnin og Sovétmenn hafa út sent um möguleika á pól- itískri lausn sem vitnisburð um, að í Moskvu viðurkenni menn, að í rauninni sé ekki hægt að vinna hernaðarsigur á andspyrnuhreyf- ingunni afgönsku. Eða þá að slík- ur sigur verði alltof dýrkeyptur. ÁB. Þriðjudagur 7. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.