Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 6
DAGSBRÚN 80 ÁRA Dagsbrúnarmenn hafa breytt þessu þjóðfélagi [ hugum margra íslendinga er Verka- mannafélagiö Dagsbrún andlit ís- lenskrar verkalýöshreyfingar. Ástæöan er einföld. Dagsbrún var um áratuga skeið þaö verkalýðsfélagiö, sem leiddi kjarabaráttuna. Önnur verkalýösfélög hirtu molana af boröi Dagsbrúnar aö lokinni kjarabaráttu- lotu. Allt þartil hin stóru samflot innan ASÍ tóku gildi leiddi Dagsbrún kjara- baráttuna, og gerir reyndar í sam- flotum. Þegar ræöa skal viö formann Dagsbrúnar, Guðmund J. Guð- mundsson, er svo sannarlega af miklu aö taka. Því ákváðum viö Guö- mundur aö afmarka okkur viö nokkra áhrifamikla þætti í sögu félagsins, þætti sem Guðmundur upplifði sjálf- ur, í staö þess aö rekja sögu félags- ins, enda er þaö gert á öörum staö í þessu blaði. Guðmundurvarfyrst beðinn um aö segja frá því þegar hann sjálfur gekk í Dagsbrún og hvers vegna hann geröi þaö. Áskrifandi að Þjóðviljanum 16 ára Ég gekk í Dagsbrún í júlí 1943, þá 16 ára gamall. Ég vann þá hjá Hitaveitunni viöaögrafaskurðihér í götunum. Ég var í skóla á vetrum, en vann það sem til féll á sumrin. Ég hafði um það grun þetta sum- ar, að ég myndi ekki fara aftur í skóla og gekk í félagið. Á þessum árum stormaði um Dagsbrún og hafði gert það allt frá svona 1938 eða 1939. Átökin voru ógurleg og Dagsbrún var eiginlega stríðsfrontur- inn í pólitíkinni í Reykjavík. Með þessu hafði ég fylgst frá því ég var krakki. Og þarna hjá Hitaveitunni var ég í stórum vinnuhópi og þar voru málin rædd eins og annarsstaðar. Ég vildi fá að taka þátt í þessurn átökum og fór uppá skrifstofu Dagsbrúnar og gekk í félagið. Þar tóku á móti mér Hannes Stephensen og Sigurður Guðnason. Ég þekkti þá báða lítilsháttar, þeir áttu heima í verkamannabústöðun- um eins og ég og því kannaðist ég við þá. Ég gerðist þarna aðalfélagi, hafði verið aukafélagi í sumarvinnunni, og gekk út með rautt Dagsbrúnarskírteini. Það má skjóta því inn hér til gamans, að ég var líklega 16 ára þegar ég gerðist á- skrifandi að Þjóðviljanum. Þetta var svo- lítið skondið. Karl faðir minn keypti Moggann og móðir mín Alþýðublaðið. Eiginlega virkaði þetta eins og sprengja á heimilið að ég skildi kaupa Þjóðviljann. Ég hafði lofað móður minni að deila aldrei við pabba um pólitík á heimilinu. Gamli maðurinn kallaði blaðið aldrei annað en Illviljann og hélt því alltaf. Aft- ur á móti stóð ég hann að því hvað eftir annað að lesa blaðið. Nema hvað að síðan hef ég verið áskrifandi að Þjóðviljanum. Móðir þínfylgdi Alþýðuflokknurn, fað- irþinn Sjálfstœðisflokki, hvernig vildiþað þá til að þú verður sósíalisti? Án vafa er það reynsla bernskuáranna. Kreppan var þá í algleymingi, atvinnu- leysi og skortur hjá fólki. Að vísu liðum við ekki skort heima hjá mér, þar sem faðir minn var togarasjómaður. Þó man ég eftir honum atvinnulausum. Á þessum árum var togurunum stundum lagt í nokkra mánuði. Ég man eftir því að Kveldúlfstogurunum var lagt og síðan fékk pabbi ekki pláss þegar þeir fóru aftur af stað. Þá var hann vinnulaus frá því vertíð hófst og þar til síldarvertíðin byrj- aði um sumarið. Hann leitaði þá eftir at- vinnu á eyrinni eins og aðrir og ég man hvað það voru honum þung spor að biðja um atvinnu við höfnina. Nú og svo átti maður félaga, sem höfðu áhrif á mann pólitískt, krakkar sem lifðu skortinn, og það fór snemma að loga í manni þetta hróplega misrétti í þjóðfé- laginu. Blessaður vertu, ég var orðinn rammpólitískur um fermingu, kannski Sigurdór Sigurdórs- son ræðir við Guð- mund J. Guðmunds- son formann verka- mannafélagsins Dagsbrúnar ekki kominn í neinn flokk, en einlægur verkalýðssinni. Félag ungra Dagsbrúnarmanna Ég vann við höfnina þegar skæruverk- föllin voru 1942, var í pakkhúsi. Þeir at- burðir höfðu mikil áhrif á mann. Og þegar ég sá framá það 1943 að ég myndi ekki fara í skóla um haustið ákvað ég að ganga í Dagsbrún til þess að geta tekið þátt í öllu því sem þar var að gerast. Sósíalistar höfðu ekki ráðið félaginu nema í rúmt ár þegar ég gekk í félagið, en mikill slagur hafði staðið um félagið milli hægri og vinstri aflanna í mörg ár. Það voru þeir Sigurður Guðnason, Hannes Þ. Stephen- sen og Eðvarð Sigurðsson, sem unnu fé- lagið úr höndum hægri aflanna. Þetta var feikilega sterkt tríó. Þeir unnu vel saman og bökkuðu hver annan upp. Samt voru þetta ólíkir menn en kostir hvers og eins nýttust til fulls. Það þurfti líka meira en meðalmenn til að vinna félagið þá. Og ekki þurfti minna til að halda því. Ár eftir ár gerðu hægri flokkarnir áhlaup á Dags- brún og beittu jafnvel ríkisstjórnum fyrir sig. Þá og lengi síðan var Dagsbrún alger- lega leiðandi afl í verkalýðsbaráttunni. Dagsbrún var sólargeislinn. Fórstu strax að taka þátt ífélagsstarfinu? Já, að því leyti að ég mætti á alla fundi í félaginu, en ég tók aldrei til máls á fyrstu árum mínum í Dagsbrún. Það gerðist ekki fyrr en mörgum árum síðar. Til var félag sem hét Félag ungra Dagsbrúnarmanna og ég tók þátt í starfi þess. Þetta var á fyrstu árunum eftir stríð, svona 1945- 1947. Leiðbeinandi þar var Teitur Þor- leifsson kennari. Ég tel mig hafa lært margt gott hjá Teiti. Þetta var svona mál- fundafélag, stofnað til að þjálfa menn upp í félagsstörfum. Við héldum stofnfund í Kaupþingssalnum, uppi hjá Eimskip, þar sem borgarstjórn hélt fundi sína. Þetta var ekki stór salur en hann var sneisafullur þegar fundurinn var hjá okkur. Teitur var hugsjónamaður og hafði mikil áhrif á okk- ur strákana. Fyrsta rœðan Manstu hvenœr þú tókst fyrst til rnáls á almennum Dagsbrúnarfundi? Já, ég man það vel. Það var árið 1951. Ég vánn þá í BÚR og þar vann líka Jón vinur minn Hjálmarsson sem þá var erind- reki hjá ASÍ, mikill krati. Mér líkaði ekki það sem hann sagði á þessum fundi og bað um orðið og sagði svo litla sögu af Jóni. Við unnum sem fyrr segir hjá BÚR, ég var þá trúnaðarmaður Dagsbrúnar þar. Jón var við það að setja fisk uppá borðið til okkar flatningsmanna. Með honum vann við þetta piltur sem ekki var mjög sterkur í höfðinu. Þetta var þorskur og ufsi sem þeir voru að láta uppá borðið. Þegar búið var að fletja um miðjan dag fóru þeir fé- lagar til verkstjórans og sögðu: Ysan er búin. Ég lagði útaf þessu þegar ég skamm- aði Jón þarna á fundinum og sagði að ef öll hans þekking væri eftir þessu væri ekki von á góðu. Svona var nú harkan í pólitík- inni þá, allt notað. En hvenær komstu þá innístjórn félags- ins? Á aðalfundinum 1953. Þá var nýafstað- ið eitthvert harðsvíraðasta verkfall, sem Dagsbrún hefur háð, jólaverkfallið 1952. Ég hafði stjórnað verkfallsvörslu í því verkfalli. Ég tók fyrst þátt í verkfalli 1947. Það voru hörð og mikil átök. Það var þá sem ríkisstjórnin að undirlagi þeirra Guð- mundar f. og Bjarna Benediktssonar lét leggja fram sáttatillögu gegn vilja Torfa Hjartarsonar sáttasemjara. Þessi tillaga var felld með um 1400 atkvæðum gegn 700. Þeir ætluðu að brjóta niður sam- stöðuna með þessu og þetta er eiginlega það fyrst, sem ríkisvaldið fer að skipta sér af kjarasamningum. Ríkisvaldið hafði þá hækkað alla tolla, sem leiddi til hækkaðs vöruverðs í landinu og Dagsbrún sagði upp samningum og fór í verkfall. Þegar kom að því að kjósa um þessa svokölluðu sáttatillögu ríkisstjórnarinnar, var kosn- ingavélum Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Frmsóknar beitt til hins ítrasta. Fyrir okkur vinstri menn var það svo sem ekkert nýtt, þannig var það í öllum Dagsbrúnarkosningum. Þetta var einhver allra harðasta kosningarimma sem ég man eftir. Hugsaðu þér, sjálf ríkisstjórnin stjórnaði kosningunum. Auðvitað börð- umst við með öllum ráðum, maður fór hús úr húsi að smala mönnum á kjörstað. Það var svo ekki minni spenningur þegar verið var að telja. Eftir að búið var að fella þessa tillögu áttum við í 3ja vikna verk- falli. Ég man eftir því að ég komst ekki á fundinn þar sem fjallað var um samninga, þegar þar að kom, vegna þess að Dags- brúnarjeppinn varð bensínlaus tveimur dögum fyrr og ég stóð á skyrtunni aftan á vörubíl heila nótt á verkfallsverði og varð innkulsa. Ég var fluttur á sjúkrahús með lungnabólgu og brjósthimnubólgu daginn eftir og hef sennilega aldrei verið jafn hætt kominn. Þá óð karl faðir minn um og sagði að nú væru helvítis kommarnir búnir að drepa einn son sinn. Jólaverkfallið 1952 Jú, það var hart verkfallið 1952. Það stóð í 19 daga, frá 1. til 19. desember og er síðasta verkfall, sem háð hefur verið í jól- amánuðinum. Ég á ekki von á því að aftur komi til verkfalls í desember. Þetta voru hreint voðaleg átök. Höfnin var sneisafull af skipum með jólavarninginn og kaup- menn fengu ekki kassa í land. Meðal ann- ars var eitt skip fullt af ávöxtum, sem Magnús Kjaran átti. Þá kom fram brand- arinn um að fresta jólunum, sem frægur varð. Uppúr þessu urðu þeir vinir Magnús Kjaran og nafni hans Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans. Magnús Kjartansson hafði skrifað um þetta mál með þeim hætti að Kjaran hringdi í hann og þakkaði honum fyrir greinina, því að þótt hún hefði verið skömmótt, þá hefði stílsnilldin og íslensk- an verið með þeim hætti að betra gæti það vart orðið. Þeir urðu síma-vinir uppfrá þessu. Hefði verkfallið ekki leysts fyrir jól hefði Kjaran og raunar fleiri heildsalar orðið gjaldþrota. Það voru fyrst og fremst kaupmenn sem þrýstu á um lausn á verk- fallinu. Verkfallið kom uppúr því að kjör höfðu rýrnað svo að með ólíkindum var. Átvinnuleysi mikið og afkoma fólks því afar slæm. Dagsbrún sagði upp samning- um og blés til sóknar í byrjun desember. Það var annað en auðvelt að standa í verk- falli í sjálfum jólamánuðinum. Þegar kom fram yfir miðjan desember blasti við að jólavörur yrðu engar og allsleysi hjá fólki. Verkfallið leystist að kvöldi 19. des. og síðan var unnið dag og nótt við að ná vörum í land og það tókst að landa ótrú- lega miklu. Það sem við náðum fram í þessum samningum voru fjölskyldubætur, vöru- lækkun á ýmsum vörum auk nokkurrar kauphækkunar. En mest fór fyrir allskon- ar félagslegum réttindum. Það lenti á mér að stjórna þessu verk- falli. Þetta var allsherjarverkfall, þ.e. við leyfðum ekki mjólkurflutninga. Bænda- fyrirtækin voru hvað hörðust í andstöðu við okkur. Þar má nefna Mjólkursamsöl- una, og Sláturfélagið, sem voru hvað hörðust gegn okkur. Það var erfið ákvörð- un að setja á mjólkurverkfall, enda var það notað á svívirðilegan hátt gegn okkur. Logið uppá okkur miskunnarlaust. Ég man að okkur var kennt um að hafa hellt niður mjólk í stórum stfl. Við helltum aldrei niður dropa. Einn mjólkurfram- leiðandi fór niður í Lækjargötu með ljósmyndara Morgunblaðsins með sér og hellti niður mjólk og lét mynda mjólkina rennandi eftir götunni. Úndirfyrirsögn Morgunblaðsins var svo: Kommúnistar hella niður mjólk. Svona var þetta. Ég átti að vera forystumaður í því. Og svo spurði Mogginn hvað mjólkurlausu börnin segðu við svona vinnubrögðum. Enn þann dag í dag er ég spurður hvort þetta eða hitt hafi ekki verið á þeim árum þegar ég var að hella niður mjólkinni. Ég hef aldrei hellt niður dropa af mjólk, nema þá að skvettst hafi uppúr glasinu mínu. Nei, þetta voru ekki skemmtilegir tímar. Hugsaðu þér andstæðurnar í þessu öllu. Neyðina hjá fólkinu og börnin sem biðu jólanna í alls- leysi og svo kaupmannaauðvaldið alveg tryllt yfir því að missa af jólasölunni! Karl- arnir gerðu kaupmenn tryllta, sögðu vera farið að rjúka úr lestum skipanna, þeirra sem voru með ávextina. Tryggingafélögin hefðu ekki borgað skaðann, þar sem um verkfall var að ræða. Það titraði allt í bæn- um þessa daga. Þolinmæði fólks var samt ótrúlega mikil. Aftur á móti komu fram sjálfskip- aðir vinir barnanna sem vildu mjólk og ávexti. Þeirra umhyggja kom nú ekki frá hjartanu, heldur buddunni. Auðvitað urðum við fyrir áreitni og hótunum. Það var hrækt á konu mína á götu og börnin okkar urðu fyrir áreitni. Svona var þetta hart og persónulegt. Árekstrar á vinnustöðum Uppúr þessu kemur þú svo í stjórn fél- agsins og verður fljótlega starfsmaður Dagsbrúnar? Síðla árs 1953 var ég ráðinn til félagsins og mitt starf var fyrst og fremst að fara á vinnustaði, setja niður deilur og fá fram lagfæringar á aðbúnaði og fleiru. Þá var uppi gagnrýni á að of lítið eftirlit væri á vinnustöðum og er enn. Mér þótti þetta afar skemmtilegt starf, kom víða og hitti marga. Aðal vígstöðvarnar urðu þó fljót- lega við höfnina. Það er og alþjóðlegt fyrirbæri að hafnir eru ókyrrustu vinnu- staðirnir. Þá var enn við lýði það kerfi að verka- menn eltu verkstjórana allan daginn í von um einhverja vinnu. Menn voru ekki ráðnir nema í 4 tíma í einu, en það komst á 1942 að ef menn voru kallaðir til, fengu þeir greidda 4 tíma. Því var það að þeir voru oft ekki teknir í vinnu karlarnir fyrr en eftir hádegi. Hvernig var að eiga við það að fá að- búnað bœttan á þessum árum? O, það varoftþungtfyrirfæti. Atvinnu- rekendur litu á það sem aukafjárfestingu að bæta aðbúnað manna á vinnustað. Eins var all mikið um skæruverkföll og árek- stra niðri við höfn útaf hinu og þessu. Hafnarverkamenn hafa alltaf verið harð- asti kjarni Dagsbrúnar. Þeir létu ekki troða á sér og beittu mætti sínum ef á þurfti að halda. Mitt hlutverk var að ná fram sáttum þegar deilur komu upp. Þarna átti ég mína bestu vini og stuðnings- menn og varla leið sá dagur að ég væri ekki niðri við höfn. Ég dáðist alltaf jafn mikið að því hvað þeir voru miklir félags- hyggjumenn. Eitt af því semég ogfleiri gerðum mikið af var að fá menn til að taka sumarleyfið sitt. Það reyndist oft erfitt að fá þá til þess, einkum eldri mennina. Ef manni tókst að pína þá til að taka sér svo sem eins og vikufrí, þá komu þeir jafnvel tvisvar á dag niður að höfn til að fylgjast með. Þeir voru svo samgrónir þessu lífi við höfnina og markaðurinn svo harður að fá vinnu að þeir vildu fylgjast með þessu öllu. Sumir karlanna fóru aldrei í sumarfrí, fannst það tímasóun og glötuð vika að taka sér frí. Ég veit að ótti um að missa vinnuna réð þarna miklu um. Því hef ég alltaf litið á það sem 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.