Þjóðviljinn - 26.01.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Side 7
í DAGSBRÚN 80 ÁRA einn minn mesta sigur í verkalýösmálum, þegar mér tókst í samvinnu við Óttar Möller forstjóra Eimskips að afnema hafnarröltið, sem kallað var, að snapa sér vinnu og fá hafnarverkamenn fastráðna. Pað tókst og það var sigur skal ég segja þér. í þessu sambandi minnist ég hafnar- verkamanns. Konan hans var jörðuð kl. 15 og hann vann fyrir hádegi. Einhverjum gæti þótt þetta virðingarleysi, en ef dýpra er skoðað þá var þetta ef til vill einmitt virðing fyrir konunni sem olli því að hann vann. Að sækja björgina. Hann og aðrir hafnarverkamenn á þessum tíma voru svo mótaðir af þessu grimma þjóðfélagi að vinnan gekk fyrir öllu. Mér hefur alltaf þótt þetta dæmi lýsa því hvernig hugsun- argangur manna var. Verkfallið 1955 Eitt lengsta og harðasta verkfall í sögu Dagsbrúnar var á útmánuðum 1955, hvers vegna kom til þess verkfalls? Það hafði hallað mjög á kjör hins vinn- andi manns og ekki hjá því komist að rétta hlutinn verulega. Ólafur Thors hafði um áramótin 1954/1955 haldið afar óheppi- lega ræðu, þar sem hann beinlínis hótaði verkamönnum. Reykjavíkurborg snar- hækkaði sín þjónustugjöld, svo sem raf- magn. Allt þetta hleypti illindum í menn og þeir hertust upp. Þar sem engir samn- ingar fengust um veturinn 1955 var boðað til verkfalls í mars og það stóð í heilar 6 vikur. Það hljóp strax afskaplega mikil harka í málin og ég fullyrði að um tíma stóð Reykjavík á barmi borgarastyrjald- ar. Við vorum með 500 verkfallsverði, þar af 300 sem voru við verkfallsvörslu dag- lega og 200 sem hægt var að kalla í hvenær sem þurfa þótti. Og gættu að því að þarna var sko ekki um neina aukvisa að ræða. Það kom í ljós strax harka í þessu verk- falli, strax fyrstu nóttina er farið að brjóta verkfallið með því að dæla úr tveimur ol- íuskipum hér úti á höfninni. Við fórum þar í olíuportið til að stöðva dælingu. Ég man að þegar þeir neituðu að skrúfa fyrir þá gekk ég á hvern kranann á fætur öðrum og skrúfaði fyrir. Forstjóri BP var þarna staddur og lagðist á aðal kranann. Ég varð að taka hann með valdi af krananum og skrúfaði fyrir. Þeir hættu samt ekki að dæla og það lá við stór slysi, jafnvel sprengingu vegna þess, þrýstingurinn var svo ógurlegur. Peir létu nú samt undan, en forstjórinn kærði mig fyrir líkamsárás og skemmdir á fötum. Þarna strax fyrstu nóttina hljóp allt í hörku og hélt áfram allt verkfallið. Það var ekki verkfall á Suðurnesjum, heldur ekki á Akranesi og það var reynt að smygla bensíni og öðru frá þessum stöð- um og gerði okkur erfitt fyrir. Því settum við vakt við þjóðvegina og þar kom oft til átaka. Kaffi í líkkistu Það var allt reynt til að koma vörum í gegn. Þekktur kaupmaður hér í Reykja- vík reyndi að smygla kaffi frá Akureyri í líkkistu til Reykjavíkur. Hann var stöðv- aður við Smálönd í annarri ferð með líkk- istu og hann sagði lík vera í kistunni. Menn voru vantrúaðir og eftir nokkurt hik var ákveðið að opna kistuna. „Ætlið þið að vinna helgispjöll?” spurði kaup- maður þegar kistan var opnuð. íslenski fáninn var breiddur yfir og þegar hann var tekinn af blasti við full kista af kaffi. Svona eftir á að hyggj a var rangt að stöðva kaffið - fólk þurfti kaffi. Eins var reynt að smygla bensíni frá Akranesi og Borgarnesi. Við fórum á þessa staði og töluðum við menn og báð- um þá vinna ekki gegn félögum sínum í Reykjavík og okkur tókst að sannfæra þá og það tók fyrir þetta. Olíuskipið Kyndill var notað til verk- fallsbrota. Því var lagt djúpt útaf Keflavík og það látið afgreiða olíu á bátana, bæði á tanka þeirra og tunnur. Það var Skeljung- ur sem stóð fyrir þessu. Við fórum til Kefl- avíkur og fórum útí Kyndil, þar sem Keflvíkingar vildu ekki veita neina að- stoð. Gamlir Dagsbrúnarmenn voru á skaki á litlum mótorbát frá Keflavík. Þeir skildu málið og fluttu okkur um borð í Kyndil. Þegar útað olíuskipinu kom ætl- uðu skipshafnir nokkurra báta að gera atlögu að okkur. Við vorum reykjandi stóra vindla og tókum fram að við vildum engu lofa hvar þeir lentu. Skipstjórinn á Kyndli, Pétur heitinn Guðmundsson, rak þá í burtu og tók okkur um borð. Síðan sigldi hann með okkur útí Garðssjó og þar vorum við svo á skaki í tvo sólarhringa. Pétur fékk skipun frá Skeljungi um að sigla inn til Keflavíkur og láta lögregluna handtaka okkur. Hann bar þetta undir mig. Ég sagði honum að það væri fylgst með þessu öllu saman og að það myndi koma her manns frá okkur til Keflavíkur. Þá neitaði Pétur að sigla til Keflavíkur, sagzist ábyrgur fyrir öryggi skipsins og mannanna og ekki taka þá áhættu að mis- sa skipstjóraréttindin vegna þessa. Við vorum um borð í eina 3 sólarhringa. Þá var hringt til konu minnar og henni sagt að ég væri dauður. Þú getur nú ímyndað þér hvernig henni hefur liðið með þrjú lítil börn og hafði engar spurnir af mér. En svona var nú óþverragangur- inn. Það sama gerðist líka þegar við áttum í átökum uppí Hvalfirði vegna verkfalls- brota. Þá var hringt til hennar í vinnuna og sagt að ég hefði verið skotinn. Hún var beinlínis ofsótt. Að halda eða halda ekki Mér er kunnugt um að lögreglan hafði til athugunar oftar en einu sinni að láta til skarar skríða gegn okkur. Sem betur fer varð ekki af því, vegna þess að þá hefði orðið stríð. Sannleikurinn er sá að þetta var komið á það stig í þessu 6 vikna verk- falli að spurningin var aðeins ein, hélt Dagsbrún þessu eða hélt hún ekki. Hvor var sterkari og lögreglan hefur metið okk- ur sterkari og því var ekki lagt gegn okk- ur. Skylt er þó að geta þess að fjölmargir lögregluþjónar sýndu lipurð og þolin- mæði. Ef þeir hefðu ekki verið til staðar hefði illa farið. Kyndilsmálið leystist eftir langvarandi þóf, með því að siglt var með okkur til Reykjavíkur, en um borð fór vel um okk- ur, nóg af góðum mat.steikt kjöt og sult- utau og góðar kojur að sofa í. Eiginlega voru þetta okkar bestu dagar í verkfal- linu. Þeir reyndu að halda áfram olíu- flutningum með Kyndli, en það var allt stoppað. Þó að þessi frásögn mín hafi ef til vill yfir sér einhvern hetjuljóma, svona mörg- um árum síðar, þá var þetta alveg voða- legur tími. Spennan var óskapleg og mað- ur var orðinn svo útkeyrður að stundum, þegar maður hafði vakað í allt að 3 sólar- hringa án þess að blunda, sá maður orðið ofsjónir. Éinu sinni gekk ég undan stýri á Dagsbrúnar-jeppanum þegar mér sýndist skrautvagn með hestum koma á móti mér. Svona var þetta, maður var algerlega út- keyrðu af svefnleysi. Hetjan í þessum málum er hinn al- menni verkamaður. í heilar 3 vikur var ekki opnaður verkfallssjóður. Nú myndu menn biðja um peninga í fyrstu viku. Konurnar sem komu til okkar á verkfalls- vaktina með kökur og smurt brauð. Þær spurðu ekki um greiðslu. Og þetta bakk- esli var undir lok verkfallsins aðal fæða margra manna, annað var ekki til. Það var alger vöruskortur, allt vantaði nema mjólk, hún var leyfð allt verkfallið. Svo mikil var harkan í ríkisstjórninni og at- vinnurekendum að í þrjár vikur var ekki haldinn samningafundur. Það voru nokkrir fundir til að byrja með. Þar fór allt í strand og ekki ta'ast við í þr jár vikur. Það átti að svelta Dagsbrúnarmenn til hlýðni, kúga þá til uppgjafar. Þar skjátl- aðist íhaldinu hrapalega. Verkfallið magnaðist um allan helming og þetta þjappaði Dagsbrúnarmönnum aðeins saman í stað þess að sundra þeim eins og átti að gera. Atvinnuleysisbœtur Það mikilvægasta sem vannst í þessu verkfalli, þegar loks var samið 29. aprfl var að við fengum atvinnuleysistrygginga- sjóð og að auki 12% kauphækkun. Ég er viss um að þegar fundur um málið hófst í Gamlabíói, þá hefur ekki nema um Vs fundarmanna verið með þessum samning- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.