Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 8
DAGSBRÚN 80 ÁRA um. Eðvarð tommaði ekki í ræðu sinni til að byrja með. En snilldar ræða hans varð til þess að mikill meirihluti fundarmanna skildi hvað hér var í raun um að vera og hvað þetta var mikilvægt. Gömlu menn- irnir sem þekktu atvinnuieysið voru allir hrifnir af þessum samningum. Aftur á móti urðu um það átök hverjir ættu að stjórna þessum sjóði. Við vildum ráða honum einir, en Ólafur Thors sagði að það kæmi aldrei til greina að aftienda verkalýðsfélögunum fjármagnið í landinu, það skildi aldrei verða. Utkoman varð sú að í stjórn sjóðsins eru fulltrúar frá VSÍ og ASÍ en oddamenn frá Alþingi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að til- koma atvinnuleysistryggingasjóðs er ein- hver mesti sigur sem verkalýðshreyfingin hefur unnið. Eða eins og gömlu mennirnir sögðu strax: Þetta verður ekki frá okkur tekið. Tœknibylting við höfnina Mér hefur orðið tíðrætt um þessi tvö miklu verkföll Dagsbrúnar 1952 og 1955. Menn skulu ekki halda að við höfum gert það að leik okkar að fara útí svo hrikaleg átök. Öðru nær. Því miður var það svo að um annað var ekki að ræða. Það virtist sem atvinnurekendur þyrftu alltaf að láta sanna sér samtakamátt Dagsbrúnar- manna, láta kúga sig til nýrra samninga. Það tók þá alltof langan tíma að skilja það, að þegar Dagsbrún vildi rétta hlut sinna manna, þá var það gert, hvað sem það kostaði. Þannig var það og þannig verður það. Ég geri mér fulla grein fyrir þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu. Höfnin er ekki lengur sú sama og hún var. í dag starfar aðeins brot af þeim fjölda við höfnina, sem var á þessum árum sem við höfum verið að fjalla um. Tæknibyltingin sem þar hefur átt sér stað hefur breytt miklu. Dagsbrún- armenn hafa aldrei staðið gegn aukinni tækni frekar en aðrir félagar í verkalýðs- hreyfingunni. Það má aftur á móti nefna það að verkalýðurinn á íslandi hefur ekki notið þess í kjörum sem atvinnurekendur hafa grætt á aukinni tækni. Nú er svo komið að hafnarverkamenn eru ekki fjölmennasti hópurinn í Dags- brún, heldur starfsmenn Reykjavíkur- Guðmundur í stofu áamt herráðinu: Elínu Torfadóttur, eiginkonu sinni. Mynd. E.ÓI. borgar, höfnin er komin í annað sæti. Samt eru félagar í Dagsbrún nærri 5 þús- und og hafa aldrei verið fleiri. Vissulega hefur félagið breyst. Ungu mennirnir í Dagsbrún eru harðir og skeleggir, en þeir eru ekki jafn félagslega sinnaðir og gömlu mennirnir voru. Félagshyggja er á und- anhaldi hjá ungu fólki á íslandi. Margir spyrja í dag, hvers vegna beitir verkalýðshreyfingin ekki samtakamætti sínum til að knýja fram kjarabœtur. Geta menn ekki farið í verkfall nú til dags? Auðvitað geta menn farið í verkfall, en það hafa átt sér stað miklar breytingar. Ein er sú að í dag er fólk með íbúð, bíl, innbú og jafnvel eitthvað fleira, allt í skuld og hættan á að tapa þessu öllu sam- an ef til verkfalls kemur veldur því að menn eru ekki jafn fúsir til átaka og áður. Hér fyrrum áttu verkamenn ekki neitt. Þeir höfðu engu að tapa, en allt að vinna. Það sannaðist á þeim það sem Marx sagði: Verkamenn hafa engu að tapa nema hlekkjunum. Samt skyldi enginn vanmeta Dagsbrúnarmenn, þeir geta svo sannar- lega bitið frá sér ef að þeim sverfur og þeir munu gera það. Ég þekki mína menn það vel að ég fullyrði þetta. Og margt fleira Ég get ekki látið hjá líða að minnast á það sem vannst í verkfallinu 1961 eða í samningunum 1965, þegar við fengum 44 tíma vinnuviku samþykkta. Þá var einnig samið um Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar um byggingu 1250 íbúða á fé- lagslegum grundvelli. Þessi áætlun og framkvæmd hennar eyddi braggaíbúðum, Pólunum og Höfðaborginni. Húsnæði sem var til skammar að fólk skyldi þurfa að búa í. Ég gæti talið svo margt og margt upp sem áunnist hefur í gegnum tíðina í kjarabaráttunni. Dagsbrúnarmenn hafa verið þar leiðandi afl. Þeir breyttu þessu þjóðfélagi, voru salt jarðar, en þeir eru flestir nafnlausir og nú falla þeir frá þessir gömlu menn hver á fætur öðrum. Það er barátta þessara manna sl. 50-60 ár sem hefur fært fólki þá velmegun sem það býr við í dag, þótt allir viðurkenni að hún mætti vera meiri. En það er ekki við þá gömlu menn að sakast, þeir skiluðu okkur á leið, okkar sem eftir lifum er að bæta RAÐSETT eru sófasett sem hægt er að raða upp á óteljandi vegu. Hér að ofan eru aðeins tvö dæmi af mýmörgum. heimalist Síöumúla 23 — sími 91-84131. Póstkröfuþjónusta RAÐSETT SEBRA Rúmdýnur eftir máli. SEBRA er samheiti yfir rúm, svefn- bekki og raðhúsgögn sem henta í nær öll herbergi heimilisins. Þú dregur línurnar við vinnum úr þeim

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.