Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 9
DAGSBRÚN 80 ÁRA
Eyjólfur R. Árnason, umsjónarmaður bókasafnsins.
Bókasafn Dagsbrúnar
Fjöldi merkilegm bóka
Dagsbrún erfði mikinn hluta af bókum og blöðum Héðins Valdimarssonar. Flest merkustu
tímarit Islandssögunnar er að finna í bókasafni Dagsbrúnar. Merkileg.menningarstarfsemi
Líklegt má telja, að það sé
naumast á almanna vitorði að
Verkamannafélagið Dagsbrún
rekur sitt eigið bókasafn. Að
minnsta kosti ber það ekki oft á
góma þegar rætt er um bókasöfn
í borginni og aðbúnað að þeim.
Þó er þetta bókasafn búið að
starfa alllengi og er nú til húsa að
Lindargötu 9, efstu hæð. Það er
opið á laugardögum og sunnu-
dögum frá kl. 4-7, og umsjón með
því hefur Eyjólfur R. Árnason.
Upphaf safnsins má í rauninni
rekja til þess að á sínum tíma gaf
Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins
Valdimarssonar, Dagsbrún
mikið safn bóka, rita og blaða,
alls um tæp 3000 númer. Héðinn
Valdimarsson var árum saman í
fylkingarbrjósti Dagsbrúnar-
manna, harðgáfaður baráttu-
maður, tvíefldist við hverja raun
og í engu smár. Má ætla, að hon-
um hafi ekki verið það ókært, að
Dagsbrún erfði hann að þessu
leyti. Hluti af þessari gjöf er m.a.
„mikið og merkilegt blaðasafn og
ýmislegt fágæti“, segir Eyjólfur
R. Árnason.
Margháttað
góðgresi
Að sögn Eyjólfs snertir megin
hluti þess, sem í safninu er að
finna, verkalýðsmál, félagsmál,
sagnfræði og stjórnmál. Um það
bil þriðjungur þess mun vera á
erlendum málum, norðurlanda-
málunum, ensku og þýsku en að-
eins örlítið á öðrum málum. í ör-
stuttri frásögn verður auðvitað
ekkert tæmandi yfirlit gefið um
það, sem þarna er að finna. En
nefna má, að þarna eru í heilu
lagi flest hin merkustu tímarit,
sem út hafa komið á íslensku, svo
sem Ný félagsrit, Saga, Skírnir,
Andvari, Réttur, Tímarit Máls
og menningar, Iðunn, Eimreiðin,
Búnaðarritið o.fl.. Þarna eru öll
rit lærifeðra sósíalista, þeirra
Marx og Engels, dagblöðin, sum
allt frá upphafi og til þessa dags
auk ýmissa smærri blaða, senni-
lega öll þau innlend rit, sem út
hafa komið um sósíalisma og fé-
lagsmál, kauptaxtar allt frá 1924,
verk ýmissa hinna merkustu
skálda, ævisögur stjórnmála-
manna og félagsfrömuða, auk
ýmissa fágætra, fornra bóka.
Reynt hefur verið að komast yfir
allt það efni, sem varðar verka-
lýðshreyfinguna á einn eða annan
hátt. Það skjalasafn, sem sérstak-
lega snertir Dagsbrún, starfsemi
hennar og sögu, er hinsvegar
geymt annars staðar.
Meiri hiutinn
gjafir
- Og hvernig hefur svo þessu
yfirlœtislausa safni áskotnast allt
það fémœti, sem þar er að finna?
Gefum Eyjólfi orðið:
„Af bókakosti og öðrum ritum
safnsins er mikill meiri hluti gjaf-
ir. Kennir þar af leiðandi margra
ólíkra grasa og langt út fyrir það
starfssvið, sem safninu er sérstak-
lega ætlað. En þessar gjafir hafa
verið vel þegnar og margar mikill
fengur fyrir safnið. Kæmi mér
ekki á óvart að þessar gjafir nemi
um 8000 ritum, auk gjafar Guð-
rúnar Pálsdóttur. Allar eru þær
skráðar í aðfangabókum safnsins
en ekki hefur verið gerð sérstök
skýrsla nema um fáar þeirra".
- Og hverjir eru þá þessir gef-
endur?
„Ef við nefnum aðeins þá, sem
stórtækastir hafa verið auk Guð-
rúnar Pálsdóttur, þá eru það Geir
Jónasson, Skúli Skúlason, (til
minningar um konu sína, Ágústu
Jónsdóttur), Ásdís Þórhallsdótt-
ir, ekkja Sigurðar Guðmunds-
sonar, fyrrverandi ritstjóra Þjóð-
viljans, Eyjólfur R. Árnason,
Ásta Björnsdóttir, ekkja Þor-
steins Finnbjarnarsonar, Björn
Bjarnarson, Þóra Vigfúsdóttir,
Einar Olgeirsson, Runólfur
Björnsson. Ötaldir eru svo tugir
einstaklinga, bókaútgefenda og
stofnana, sem gefið hafa safninu
fleiri eða færri rit. Og raunar eru
því alltaf öðru hverju að berast
gjafir".
- Hvenœr var safnið opnað til
almennra nota?
„Það var opnað 10. des. 1960
og þá opið þrj á daga í viku. Þá var
það til húsa að Freyjugötu 27 en
var síðan flutt hingað í Lindargöt-
una laust fyrir 1970“.
Starfsmenn
og notkun
- Hverjir hafa verið umsjónar-
menn safnsins?
„Geir Jónasson, fyrrverandi
skjalavörður Reykjavíkurborg-
ar, var í upphafi ráðinn til
safnsins og hann hóf skrásetningu
þess í nóvember 1959. Geir vann
þarna ágætt verk, sem hans var
von og vísa, en lét af störfum um
áramótin 1972/1973. Síðan hef ég
haft umsjón með safninu.
Þegar Geir hætti störfum við
safnið voru 2830 rit innfærð í að-
fangaskrá en nú eru þau orðin
13.866. Enn er þó talsvert óskráð
af blöðum og einblöðungum
m.m. og mikil vinna eftir við
flokkunina. Vinna við safnið er
alfarið kostuð af Dagsbrún".
- Er safnið mikið notað?
„Aðsókn að því hefur nú verið
nokkuð misjöfn og raunar með
minnsta móti í vetur. Það er tölu-
vert notað af námsmönnum, sem
eru að skrifa ritgerðir um verka-
lýðshreyfinguna eða einstaka
þættir í starfsemi hennar og sögu.
En mér finnst að safnið mætti
gjarnan vera meira notað. Al-
mennt er það sjálfsagt ekki nógu
mikið þel^kt og svo er notkun
þess eðlilega minni vegna þess að
það stundar ekki útlán. Vinnuað-
staða hér er líka nokkuð þröng,
eins og þú sérð.
En hvað sem því líður þá verð-
ur það að teljast mikið menning-
arafrek hjá- Dagsbrún að hafa
komið upþ þessu safni og það
kunna margir að meta eins og þær
verðmætu gjafir, sem því hafa
borist, bera ljósastan vottinn um,
sagði Eyjólfur R. Árnason.
En nú tóku gestir að „reka inn
nefið" og þar með slógum við
Eyjólfur botninn í þetta spjall
okkar.
-mhg
Hkfiúalt
dttatúi ám afmœiimi
swukm við
Verimwntu0aqim Daqsbrim
okkar beshi ámaðcwósktr-
SAMBAND ISLENSKRA SAMViNNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9