Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 17
I
DAGSBRÚN 80 ÁRA
Rætt við Jórunni Skúladóttur,
fyrrverandi verslunarstjóra
Steinars en núverandi pumpustjóra
á bensínstöð
Jórunn Skúladóttir er fyrrver-
andi verslunarstjóri hljómplötu-
deildar Steinars hf. en hefur nú
lifibrauð sitt af því að dæla bens-
íni á bíla, á bensínstöð Olís við
Ánanaust. Þó ótrúlegt sé, þá er
lífsafkoman betri við bensíndæl-
una en í glimmerveröld hljóm-
plötuiðnaðarins. Launin mun
betri en móti kemur að vinnutím-
inn er óreglulegri. Bensínaf-
greiðslan er vaktavinna og hefst
önnur vaktin klukkan hálf átta á
morgnana og lýkur hálf eitt.
Seinni vaktin hefst er þeirri fyrri
lýkur og er til lokunar bensín-
stöðva klukkan korter yfir níu að
kvöldi. Auk þess vinnur Jórunn
aðra hverja helgi.
Jórunn viðurkenndi að tölu-
verður munur væri á því að vera
verslunarstjóri hjá Steinum og
því að afgreiða bensín hjá Olís,
en störfin eiga þó það sameigin-
legt að þau byggjast á sam-
skiptum við fólk. „Á báðum stöð-
um er stöðugt lífog fjör í kringum
mann.“
Ástæðan fyrir því að Jórunn
hætti hjá Steinum var sú að hana
dreymir um að komast í mynd-
listarnám. Sl. sumar fór hún til
Hollands og ætlaði að láta draum
sinn rætast. Þegar haustaði að
fann hún fyrir peningaskorti og sá
að hún gæti ekki framfleytt sér
um veturinn. Sneri hún þá heim
og hóf störf hjá bensínstöðinni í
nóvember.
Draumurinn er ekki enn úti þó
bið verði á að hann rætist og Jór-
unn segist ekki vera sú manngerð
sem gefist upp þó fyrsta tilraun
fari út um þúfur. Nei, hún lætur
ekki deigan síga og lítur því á
starf sitt við bensínpumpuna sem
biðstöðu og má með sanni segja
að það virki sem bensín á eldinn,
því í frítímanum dundar hún sér
við myndlistina heima, enda að-
aláhugamálið.
Undirstöðumenntun fékk Jór-
Jórunn Skúladóttir við bensíndæluna á Granda. Mynd E.ÓI.
unn í fjölbrautarskólanum en þar
var boðið upp á myndlistar-
menntun, auk þess hefur hún sótt
einkatíma í listinni. f>á sótti hún
um inngöngu í Myndlista- og
handíðaskólann en var það
seinheppin að hún þurfti að fara
úr bænum þegar inntökuprófið
var tekið.
Jórunn segist lítið hafa velt
verkalýðsmálum fyrir sér, og þar
sem hún hefur aðeins verið tæpa
þrjá mánuði í Dagsbrún sé hún
ekki rétta manneskjan til að tjá
sig um hvernig forystan þar hefur
staðið sig. Hún segist hinsvegar
vera á móti verkföllum, því þau
bæti sjaldnast neitt.
Þó hún hafi ekki mótað sér
skoðun á verkalýðsmálum er hún
með ákveðnar skoðanir á
kvennapólitíkinni og telur þá
þróun sem átt hefur sér stað mjög
jákvæða, en þó sé enn langt í land
að jafnrétti náist og heilmikið
starf fyrir konur framundan.
Árangurinn af kvennaáratugnum
var mjög jákvæður að mati Jór-
unnar, en á þessum áratug var
fyrsta skrefið stigið og konur
sækja nú fram í hefðbundin karl-
astörf.
„Við höfum sýnt það og sann-
að, að við getum þetta jafnvel og
karlarnir. Annars er reynslan sú
að við verðum helst alltaf að gera
helmingi betur en karlarnir til að
verða samþykktar. Og yfirleitt
stöndumst við þær kröfur, t.d. tel
ég mig tveggja karla maka hér“,
segir Jórunn að lokum og glottir
við samstarfsmanni sínum, sem
hafði komið sér makindalega
fyrir á kolli í litlu bensínstöðinni.
-Sáf
Ur poppi
í bensín
Það er vafasamt að nokkur
önnur heimsborg bjóði upp
á jafn mikla Oölbreytni í mat
og Amsterdam. Þar eru veit-
ingastaðir frá öllum hornum
heimsbyggðarinnar og hreint
ævintýri að fara út að borða.
Það er sama hvort þig
langar í franskan mat, jap-
anskan, ítalskan, kínversk-
an, tyrkneskan, indónesisk-
an... eða stórkostlega steik,
allt er þetta til á fyrsta flokks
veitingastöðum í Amster-
dam. Islendingum sem koma
til Hollands finnstyfirleitt sér-
lega spennandi að borða
austurfenskan mat og aust-
urlensk matargerðarlist er
með miklum blóma í Amster-
dam.
Óhætt er að mæla sérstak-
lega með rijstaffel (hrís-
grjónaborði), sem saman-
stendur af gufusoðnum hrís-
Veisluboigin
Amsterdam
- hvað segir þú um 26 rétta máltíð?
i
grjónum og allt að 25 hlið-
arréttum. Þá er ekki síður
gaman á japönskum stöðum,
þar sem kokkurinn stendur
við borð gestanna og mat-
reiðir glampandi ferskt hrá-
efnið frá grunni.
Það er nokkuð sama hverr-
ar þjóðar matreiðslu þú velur
þér, þú getur verið viss um
að fá veislumat, og það er
ekki dýrt að borða úti í
Amsterdam.
Athugaðu að Arnarflug
getur útvegað fyrsta flokks
hótei og bílaleigubíla á
miklu hagstæðara verði en
einstaklingar geta fengið.
Nánari upplýsingar hjá ferða-
skrifstofunum og á söluskrif-
stofu Arnarflugs.
Flug og gisting
frá kr. 12.990