Þjóðviljinn - 26.01.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Blaðsíða 19
PAGSBRÚN 80 ÁRA Emelía Emilsdóttir ómilljóniríat- vinnuleysisbæt- ur hjáDagsbrún 1985. Bóta- höfumfjölgar. Mannlegi þátt- urinn ljósasti punktur starfs- ins Emclía Emilsdóttir er sá starfs- maður, sem unnið hefur lengst hjá Dagsbrún, ef formenn félags- ins eru frátaldir. Hún hóf störf á skrifstofum félagsins í febrúar 1969 svo hún hefur starfað í ein sautján ár hjá Dagsbrún. Emilía sér um greiðslur atvinnuleysis- bóta, sjúkrabóta, dánarbóta, auk lífeyrissjóðsgreiðslna og launa- greiðslna til starfsfólks. Nú hefur starfsfólkið þegar sótt námskeið til að verða sér úti um nauðsyn- lega menntun á tölvurnar. Emelía sagðist ekkert óttast tölvuvæðinguna, þegar blaða- maður Þjóðviljans ræddi við hana fyrr í mánuðinum. „Það er um að gera að hella sér út í þetta að þetta ætti að verða mikil hag- ræðing fyrir okkur. Þó hef ég enga trú á að tölvurnar leysi heimsgátuna eins og svo margur virðist halda. Tölvurnar tak- markast af því sem við mennirnir mötum þær á, en það er um að gera að hella sér út í þetta af full- um krafti“. Starf Emelíu snýst ekki ein- vörðungu um tölur og upphæðir, þó nauðsynlegt sé að vera vel að sér í tölfræðinni þegar bæturnar eru reiknaðar. Mannlegi þáttur starfsins er ekki síður mikilvægur og Emelía þarf oft að setja sig í spor sálfræðinga og eða skrifta- föðurs, og greiða úr ýmsum mannlegum flækjum fyrir þá sem leita til hennar. Þessi mannlegu samskipti telur hún ljósasta pun- ktinn í starfinu þó oft reyni þau á þolrifin, því þeir sem þurfa á bó- tum að halda eiga við ýmsan vanda að etja. Sumir bregðast ill- ir við en aðrir brotna saman. Al- gengt er að menn telji sig eiga rétt á meiri bótum en raunin er og bitnar þá reiði þeirra iðulega á Emelíu. „Menn missa rétt til atvinnu- leysisbóta hafi þeir sagt upp fyrra starfi sínu sjálfir, eða gerst brot- legir. Þessu virðast ekki allir gera sér grein fyrir. Það er einnig al- gengt að menn gleymi að skrá sig strax og þeir missa vinnuna og ætli að útvega sér atvinnu af eigin rammleik, sem svo tekst ekki.' Geta oft liðið tveir til þrír mánuð- ir áður en þeir láta skrá sig og missa þeir þannig réttindi. Fullar atvinnuleysisbætur miðast við að umsækjandi hafi skilað sautján hundruð vinnustundum sl. 12 mánuði, eða unnið í 10 mánuði á þeim tíma.“ Sem dæmi um hvernig menn geta brugðist við sagði Emelía blaðamanni frá sjómanni, sem hefði komið á skrifstofuna í des- ember sl. Hann vildi fá bæturnar sínar strax og engar refjar. Þegar það gekk ekki brást hann hinn versti við og heimtaði öll gögnin sem hann hafði skilað inn með umsókninni. Emelía sagðist hafa tekið ljósrit af uppsagnarbréfinu og afhent honum frumritið. Sagði hún að maðurinn hefði verið svo illur að tveir menn sem voru staddir á skrifstofunni hefðu ver- ið eins og varðhundar og vaktað Emelía hjá Dagsbrún þarf stuncjpm að setja sig í spor sálfraeðings eða skriftaföður til að greiða úr ýmsum mannlegum flækjum. Mynd E.ÓI. manninn, enda búist við að hann réðist á hana. Svo varð þó ekki og yfirgaf hann skrifstofuna með miklum hávaða og formælingum og skellti hurðinni á eftir sér svo hrikti í öllu. En daginn eftir mætti hann aftur og var þá ljúfur sem lamb og baðst afsökunar á fram- ferði sínu og færði henni konfekt- kassa sem sárabót. „Þetta reyndist svo hið mesta ljúfmenni og tókst mér að kippa hans mál- um í liðinn. Nú er hann kominn aftur á sjóinn. En það lá við að við táruðumst bæði þegar hann kom að biðja mig afsökunar". Síðastliðið ár voru greiddar rúmar 6 milljónir í atvinnuleysis- bætur hjá Dagsbrún. Fullar bæt- ur eru tæpar 836 kr. á dag, auk þess eru greiddar rúmar 33 krón- ur með hverju barni, sem nægir ekki fyrir einum potti af mjólk. Lægstu bætur eru tæpar 209 kr. á dag. Þeim sem eru greiddar at- vinnuleysisbætur fjölgaði tölu- vert í desember og voru þá 110 talsins. Þeim hefur nú fækkað niður í 78 við það að Grandi fór í gang, en á móti kemur að fyrrver- andi starfsmenn Hafskips eru nú að koma inn á skrá. Þá hefur tölu- verðum fjölda verið sagt upp hjá Landsvirkjun og starfsmenn af Kirkjusandi eru líka að bætast í hópinn. Hvað skipulagsbreyting- in hjá Granda á eftir að þýða er óljóst enn. Emelía sér einnig um sjúkra- bæturnar sem greiddar eru úr styrktarsjóði Dagsbrúnar. Heilt bótatímabil, sem er 100 dagar, gerir 31400 kr. Ofan á það bætast svo dagpeningar frá sjúkrasam- lagi. Dagpeningarnir og sjúkra- bæturnar ná u.þ.b. dagvinnutekj- um. Styrktarsjóðurinn greiðir einn- ig í fyrirbyggjandi störf, til Krabbameinsfélagsins, Hjarta- verndar, SÁÁ o.fl. aðila. Að lokum var Emelía spurð að því hvort ekki hefðu orðið miklar breytingar á þessum sautján árum. Hún jánkaði því, öll að- staða hefði batnað og það nýjasta í því er tilkoma tölvunnar. For- menn hafa komið og farið en þrátt fyrir allt þá eru mannleg vandamál enn þau sömu. LANDSVIRKJUN sendir bestu kveðjur öllum þeim, sem hafa lagt hönd á plóginn við virkjanir landsins fyrr og síðar, og þakkar þeim vel unnin störf. Ljósafossstöð, 15 MW, hóf framleiðslu 1937. írafossstöð, 48 MW, hóf framleiðslu 1953. Steingrímsstöð, 26 MW, hóf framleiðslu 1960. Búrfellsstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1969. Sigöldustöð, 150 MW, hóf framleiðslu 1977. Hrauneyjafossstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1981. Laxárstöðvar, 23 MW, hófu framleiðslu 1939. Kröflustöð, 30 MW, hóf framleiðslu 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.