Þjóðviljinn - 05.02.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 05.02.1986, Page 8
MENNING Sterkar myndir dauf saga Amerísk bylting í Háskólabíói Bylting Bresk-bandarísk 1985 Leikstjóri: Hugh Hudson Handrit: Robert Dillon Kvikmyndun: Bernard Lutic Leikarar: Al Pacino, Nastassia Kin- ski, Donald Sutherland, Sid Owen o.fl. Háskólabíó Ég verð að játa að ég kannast ekki við Hugh Hudson, þann sem leikstýrir þessari mynd. Hann hlýtur að vera ungur að árum því ekkert er á hann minnst í þeim handbókum sem ég hef tiitækar. En ég má hundur heita ef Hugh hefur ekki fengist við að gera auglýsingar og/eða rokk-video hér áður fyrr. Mynd sú sem dreg- in er upp af kraumandi mannlífi New York borgar og Fíladelfíu á 18. öld, æstur lýðurinn, öngstræti og undirgöng, hafnarbakkar, herbúðir og dýflissur, brúnleitur mýrareimurinn og þrálátar rign- ingar, allt er þetta svo með end- emum svipmikið að minnstu munar að þokkafullt handrit Ro- bert Dillon, dramatíkin sjálf, verði undir í samkeppninni. Á hinn bóginn eru bardagaat- riðin, þegar konunglegar her- deildir þramma til atlögu við kot- ungalýð nýlendunnar, kannski ANNA THEÓDÓRA i RÖGNVALDSDÓTTIR : það eftirminnilegasta úr mynd- inni. Það og landslagsmyndirnar. A1 Pacino leikur mann sem lendir í eftirlætisklípu amerískra vestra. Hann er maður sem vill halda friðinn og búa að sínu en yfirgangur og óréttlæti neyðir hann til átaka þegar minni menn annaðhvort flýja af hólmi eða búa við ofríkið. 1 tímanna rás hef- ur þessi erkitýpíski ameríkani orðið breyskari þótt sami járnviljinn búi alltaf undir að sjálfsögðu. A1 Pacino er t.d. ólæs og óskrifandi kotkarl sem er svo bljúgur og seinþreyttur til vand- ræða að það er liðið vel á annan helming þessarar löngu myndar áður en hann tekur upp vopn af einhverri alvöru. Pað gerir hann aðallega fyrir áeggjan eldhugans Daisy (dásamlega ofleikin af Nastassiu Kinski) en hún er kaupmannsdóttir sem snúið hef- ur frá villum vegar sinnar borg- aralegu fjölskyldu og lagst út með byltingarmönnunum. Þarna hafa frístundastéttirnar greinilega haft betra tóm til að velta fyrir sér byltingarhugmyndum. en lýður- inn. Annars verður ekki sagt að myndin veiti neina sláandi innsýn inn í frelsisstríð Bandaríkja- manna, þótt tæpt sé á mörgum skondnum sögulegum atvikum. Má þar nefna afstöðu indjána, en þeir virðast hafa barist gegn Bret- um vegna samstöðu sinnar og samneytis við Frakka fremur en að þeir hafi talið sig eiga samleið með nýlendumönnum. Amerík- Hándel Pólýfónkórinn Messías fram- undan Sennilega í Hallgrímskirkju, - söngvarar velkomnir Messías í nývígöri Hallgríms- kirkjuíjólamánuöinum,- segir Pólýfónkórinn og er van- ur aö standa viö orö sín. Aö vísu er óvíst hvort sá hinn eini og sanni á leið um, en að minnsta kosti óratorían eftir Hándel, flutt af kórnum og Sinfóníuhljómsveitinni. Messías er á dagskrá 11. des- ember og yrði fyrsta stórverkið í kirkjunni, að vísu með þeim fyrirvara að byggingaráætlanir standist. Nú er stefnt að vígslu 27. október, á afmælisdegi Hall- gríms. Pólýfónkórinn hefur foræfing- ar á verkinu á miðvikudag í næstu viku og býður söngvara vel- komna til liðs við sig. Æfingar verða einu sinni í viku til vors og síðan teknar aftur upp með haustinu. Þess er óskað að þeir sem vilja taka þátt skrái sig strax og í síðasta lagi 10. febrúar. Kór- inn efnir til námskeiðs fyrir bæði nýliða og reynda kórsöngvara, og kenna þar kórstjórinn Ingólfur Guðbrandsson, Margrét Pálma- dóttir, Helga Gunnarsdóttir og Jón Karl Einarsson. Skólinn hefst samhliða foræfingum. Skráning og upplýsingar: 72797 (Kristján Már), 45799 (Ólöf), 38180 (Ása). Nancy Weems Sinfónían Nancy Weems á píanó Verk eftir Atla Heimi, Mozart og Kodály Á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói annað kvöld er einleikarinn Nancy Weems fráBandaríkjunum. Hún kom hingað í apríl 1984 og var þá á ferð um Norðurlönd og Sovétríkin sem „listrænn sendi- herra,“ valin úr fjölmennum hópi ungra listamanna bandarískra. Fyrst á efnisskránni er Hjakk 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. febrúar 1986 sem Atli Heimir Sveinsson lauk við 1979, frumflutt 1981 af Fíl- harmóniusveitinni í Stokkhólmi. Höfundur mun hafa sagt um þetta verk sitt að það sé að vísu ekki fallegt, en muni fegra önnur verk. Þá kemur píanókonsert nr. 21. eftir Mozart, eitt af vinsælustu verkum tónskáldsins, og loks Háry János-svítan eftir ungverj- ann Zoltan Kodály, sem ásamt Bartók var frumkvöðull í ung- versku tónlistarlífi á millistríðsár- unum. Háry János er ungversk hetjuhliðstæða þeirra Don Kík- óta og Múnchausen, einskonar vellygni Bjarni þeirra í Ungó, og verkið um hann var upphaflega ópera, frumflutt 1926. Kódaly samdi síðan sexþátta hljóm- sveitarsvítu uppúr óperunni. í Ungverjalandi er þjóðtrú að hnerri áheyrandi lygilegrar sögu sé sagan sönn, - og svítan hefst einmitt á hnerra. Kristinn Háskólatónleikar ítölsk lög Áfyrstu háskólatónleikum ársins syngur Kristinn Sig- mundsson ítölsk lög, einkum frá 17. öld, viö undirleik Jón- anar voru á þessum tíma safn ólíkra manna að uppruna og efn- um, þjóðarvitund þeirra og sam- einingarvilji fyrst og fremst við- brögð við ofríki bresku herra- þjóðarinnar og heimskulegum stjórnarháttum. Hugmyndir sameiginlegar frönsku byltingunni dugði þeim til sigurs í sjálfstæðisbaráttunni en nýja ríkið byggir á þrælahaldi. Ein af sterkari ímyndum Bylting- asar Ingimundarsonar píanó- leikara. Tónleikarnir eru í dag, í Nor- ræna húsinu, hefjast kl. 12.30 og standa í um það bil hálftíma. Há- skólatónleikum er svo fram hald- ið á sama stað og sama tíma vik- unnar frammí miðjan apríl meö páskahléi. Kjallarabandið Djass í Hlað- varpa Hlaövarpinn Vesturgötu þrjú veröurannað kvöld lagður undirdjass: Þarleikursvo- nefnt Kjallaraband listir sínar frákl.tíu. í því eru Ari Haraldsson, Gunnlaugur Briem, Birgir Bragason og Friðrik Karlsson. Búist við stemmningu í þessum nýja djasskjallara, - og „Djús- barinn“ verður opinn. Leiðrétting í frétt um tímaritið Bókaorm í þessum blaðhluta fyrir skömmu var farið rangt með nafn eins þeirra sem hafa lagt efni til tíma- ritsins, Steingríms Gauts Krist- jánssonar borgardómara. Illt er að fara rangt með nöfn manna, því, einsog Steingrímur Gautur segir sjálfur, „þótt ég hefði ekkert á móti því að heita Gauti Ieiðist mér að vera kallaður það ranglega,“ og biður Þjóðvilj- inn Steingrím Gaut og lesendur velvirðingar. -m ar kemur fyrir í lokin. Þá hafa borgarar New York flykkst út á göturnar í sigurvímu, syngjandi og dansandi. Á einum stað á götunni hefur verið reistur pallur og á pallinum berjast tveir vöðv- astæltir menn, annar hvítur og hinn svartur. Æstur múgurinn fylgist með. Þannig endar mynd- in í spurn, hvernig mun nýju þjóðinni takast að lifa með sjálfri sér? Edda Heiðrún mundar vopnið Kvikmyndir Skepnan frumsýnd 22. mars Kvikmyndaáhugamenn sýni biðlund; frumsýning fyrstu myndar Hílmars Oddssonar dregst heldur á langinn frá fyrstu áætlun, en aöstand- endur hafa tekið Stjörnubíó frá þann 22. mars og áfram. Hilmar sagði í gær að í vikunni væri verið að leggja hina frægu lokahönd á klippingu og hljóð- setningu „er núna í fínasta niður- skurðinum“, og um helgina verð- ur filman send frændum okkar dönum til tæknilegrar vinnslu. Kvikmyndin Eins og skepnan deyr sem þegar er orðin kunn af tónlist sinni (Hróðmar Sigur- björnsson, Hilmar/Bubbi/Guðni Bragason) er tekin í Loðmundar- firði og nágrenni og fjallar um ástir, átök og örlög á afskekktum stað; aðalhlutverkin eru í hönd- um Eddu Heiðrúnar Backman, Þrastar Gunnarssonar og Jó- hanns Sigurðarsonar. Leikstjóri og handritshöfundur er Hilmar Oddsson, tökumaður Sigurður Sverrir Pálsson. Sennilegur kostnaður við frumsýningu er einhversstaðar kringum níu milljónir, þaraf frá Kvikmynda- sjóði tæpar fjórar. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.