Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 1
Landsliðið Fram eykur forskotið Fram jók forskot sitt í helgar- leikjunum í handknattleik kvenna, 1. deild, og Stjarnan er nú komin í annað sætið. KR hnik- aði sér til af botninum með fyrsta sigrinum í vetur og átti góðan léik, sem það verður að sýna áfram ef KR-ingar ætla sér aftur í 1. deild að ári. FH-Fram 18:14 Fram fékk óskabyrjun en mark- maöur FH gerði þó strik í reikninginn og lokaði markinu fyrir Fram- sókninni hvað eftir annað, sóknar- leikur Fram riðlaðist mikið þegar stórskytturnar Guðríður og Ingunn voru teknar úr umferð, - staðan í hálfleik 10:7 Fram í vil. Mikið fát var í seinni hálfleik hjá báðum liðum og fóru mörg góð mark- færi forgörðum. Fram misnotaði fjögur víti, óheppni með skotin, Fram-sigur því mjög sanngjarn. Halla Geirsdóttir FH átti mjög góðan leik, einnig stóð Framstúlkan Hanna Leifsdóttir sig mjög vel og var þetta eflaust besti leikur hennar í vet- ur. Mörk Fram: Sigrún 5, Hanna 5, Ingunn 3 (1), Guðríður 2, Guðrún 2, Arna 1. Mörk FH: María5, Rut3 (2), Árdfs2, Hildur 2, Katrín 1, Eva 1. Stjarna-Haukar 24:16 Stjörnustúlkurnar tóku leikinn strax föstum tökum og réðu gangi leiksins. Aldrei var spurning um hvort liðið bæri sigur úr býtum. Haukarnir áttu ágæta spretti inn á milli en það dugði ekki til. Lið Stjörnunnar var mjög jafnt í þessum leik og sama má segja um lið Hauka, en það verður að taka sig verulega á ef það ætlar að hala inn einhver stig það sem eftir er. Mörk Stjörnunnar: Margrét 6, Erla 5, Oddný 5, Guðný 4, Hrund 3, Drífa 1. Mörk Hauka: Björk 5, Hrafnhildur 5, Ragn- hildur 2, Steinunn 2, Elva 1, Hafdís 1. Víkingur-KR 14:21 KR vann fyrsta sigur sinn í deildinni, með stórleik, - hefur ör- ugglega ekki átt svona góðan leik lengi. Það vann með 21:14 og var aldrei nein spurning um hvort liðið ynni, - svo miklir voru 'firburðir Vesturbæjarliðsins. Víkingsliðið var heldur slappt og gekk hvorki né rak hjá því. KR-liðið var gott í heildina, sérstaklega Karó- lína Jónsdóttir. Mörk Víkings: Eiríka 7, Jóna 2, Inga 2, Svava 2, Valdís 1. Mörk KR: Karólína 9, Hjördís 4, Elsa 3, Jóhanna 2, Sigurbjörg 1, Valgerður 1, Snjólaug 1. MHM Handbolti kvenna Katrín Danívalsdóttir FH í sókn gegn Fram, Guðríður Hanna til varnar. Mynd: EÓI. Sigurður meiddur A - B 27:23 Síðasti æfingaleikur landsliðs- ins fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss var háður á sunnudags- kvöldið í Sviss, - og gæti reynst dýrkeyptur fyrir liðsmenn því Sigurður Gunnarsson tognaði illa í ökkla og verður frá æfingum í viku að minnsta kosti, og Þor- björn verður líka að hvíla sig í nokkra daga eftir tognun. Leikurinn í Keflavík var á milli A og B-landsliðanna, - og var fyrri hálfleikur frekar jafn en þó tókst B-landsliðsmönnum aðeins tvisvar að komast yfir, 5:3 og 7:6. Staðan í hálfleik var 12:11 fyrir A-liðið. í leikhléi var gerð breyting á liðunum. Þorbjörn fór úr A- liðinu yfir til mótherjanna í B- liðinu, og Geir Sveinsson í stað- inn í A-liðið. A-liðið átti mjög góðan síðari hálfleik og áttu B-menn sér varla viðreisnar von. A-liðið náði 8 marka forskoti þegar átján mín- útur voru liðnar af hálfleiknum, 26:18, en B-liðinu tókst að laga stöðuna fyrir leikslok. 27:23. í A-liðinu voru bestir Kristján Arason og hornamennirnir Bjarni og Guðmundur, af B- liðinu Steinar Birgisson. Valdim- ar Grímsson átti einnig ágætan leik. Dómarar voru Jón Kr. Magnússon og Hafsteinn Friðjónsson. Mörk A-liðsins: Kristján Ara- son 10 (5), Bjarni Guðmundsson 5, Guðmundur Guðmundsson 5, Geir Sveinsson 3, Atli Hilmars- son 2, Páll Ólafsson 1, Sigurður Gunnarsson 1. Mörk B-liðsins: Steinar Birgis- son 9 (2), Valdimar Grímsson 6, Egill Jónasson 3, Jakob Sigurðs- son 2, Jón Árni Rúnarsson 1, Karl Þráinsson 1, Júlíus Jónasson 1. SÓM/Suðurnesj um V-Pýskaland Asgeir átti stjömuleik Ásgeir: Stórleikur með Stuttgart um helgina, 1 í einkunn hjá Kicker og i liði vikunnar. Heilinn bakvið 7:0 sigur Stuttgart gegn Hannover. Efstu liðin unnu sína leiki Frá Jóni H. Garðarssyni í Vestur- Þýskalandi: Asgeir Sigurvinsson var besti mað- ur vallarins í stjörnuleik Stuttgart gegn botnliði Hannover, 7:0. Asgeir stjórnaði spili liðsins, átti frábærar sendingar af miðjunni og ftskaði tvö af þremur vítum liðsins. Nushör skoraði úr þremur vítasp- yrnum og önnur mörk átti Klinsmann (2), Allgöwer og Múllcr. Einstefna allan leikinn. Fótboltablaðið Kicker valdi Ásgeir í lið vikunnar ásamt Stuttgart-félögum sínum Nushör og Pasic, - og gaf Sigurvinssyni 1 í ein- kunn: þá bestu sem völ er á. Við þennan sigur komst Stuttgart í 6. sæti deildarinnar með 23 stig. íslendingaliðið Bayer Llerdingen átti slakan leik úti gegn Schalke og tapaði 2:0. Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson léku allan lcikinn, fengu 4 í einkunn hjá Kicker einsog flestir Uerdingenmenn. Talsverð af- föll urðu á liðinu; Klinger var rekinn útaf rétt fyrir hlé, Bommer fékk gult spjald og verður ekki með í næsta leik, Funkel tognaði í liðböndum. Toppliðið Werder Bremen vann fimmta leik sinn í röð eftir vetrarhléið í þýska boltanum, - nú gegn Köln 2:0 (Neubarth og Schaaf) og var sigur þeirra aldrei í hættu. Kölnarliðið er nú í fimmta neðsta sæti og þungur róður framundan hjá þjálfaranum Georg Kessler sem tók við liðinu í síðustu viku af Hannes Löhr. Meistarar Bayern Miinchen burst- uðu Saarbrúcken 5:1, — Muntobila skoraði fyrsta markið fyrir gestina, en síðan fór maskína bæjara í gang: Ho- enes, Pflugler, Wohlfart, Rummen- igge, Matháus. Múnchen vantar fjögur stig á Wer- der Bremen, í 2. sæti ásamt Gladbach. sem vann Hamborgarmenn 2:1, Millj skoraði bæði mörkin. Mark Ham- borgar: Schröder. Loksins vann Dusseldorf, og um það sáu Zewe og Holmquist á útivelli gegn Borussia Dortmund, 2:1. Hube skoraði fyrir Dortmund. Krankfurt vann Bochum 1:0 með marki Theiss; Leverkusen og Núrnberg gerðu markalaust jafntefli og átti hvort liðið sinn hálfleik. Leik Kaiserslautern og Waldhof Mannheim varð að fresta vegna ómögulegs vallar. Staðan f vestur boltanum: WerderBremen 22 16 3 3 61:30 35 B.Múnchenj. 22 14 3 5 50:24 31 BorMönchengb. 22 12 7 3 50:31 31 Bayer Leverk .22 10 7 5 45:31 27 Hamburg .22 11 3 8 35:23 25 Stuttgart .22 9 5 8 40:34 23 B.Uerdingen .22 9 5 8 33:49 23 Mannheim .22 9 5 8 33:39 23 W.Frankf .20 8 5 7 30:25 21 Eintr.Frankf .22 5 10 7 24:33 20 Bochum .20 9 1 10 38:33 1Ö Schalke .22 7 5 10 34:35 19 Bourissa Dortmund 22 7 5 10 35:45 19 Kaiserslautern. .21 6 6 9 26:30 18 Cologne .21 5 8 8 31:38 18 Nurnberg .22 7 4 11 32:34 18 Saarbrucken... .22 4 7 11 28:43 15 For. Dússeldorf 22 5 4 13 30:49 14 Hannover ..22 5 4 13 34:69 14 Staðan í 1. deild kvenna Fram...........8 8 0 0 196:139 16 Stjarnan.......9 6 1 2 217:178 13 FH.............9 6 0 3 162:149 11 Valur..........8 2 2 4 162:161 8 Víkingur.......8 3 2 3 177:183 8 KR.............8 1 1 6 150:184 3 Haukar.........9 0 2 7 127:197 1 UMSJÓN: MÖRÐUR ÁRNASON Þriðjudagur 11. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.