Þjóðviljinn - 11.02.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 11.02.1986, Qupperneq 2
Karfa ÍR fallið í fyrsta sinn Tveggja stiga tapfyrir KR Eini möguleiki ÍR-inga á að halda sér í Urvalsdeildinni var að sigra KR á sunnudaginn. Það tókst ekki og ÍR því fallið í fyrsta sinn í sögu félagsins. Litlu munaði þó að liðinu tækist að sigra og í lokin munaði aðeins 2 stigum, 77:75 KR í hag. Staðan í hálfleik var 47:37 KR í hag. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og náðu tíu stiga forskoti sem þeir héldu allt til leikhlés. í síðari hálf- leik náðu ÍR-ingar að minnka muninn og jafna leikinn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Hagaskóli 9. febr. KR-ÍR 77-75 (47-37) 9-8, 19-15, 32-17, 43-33, 47-37, 60- 56, 67-66, 74-74, 77-75. Stig KR: Guðni Guönason 21, Birgir Mikaelssen 18, Garðar Jóhannsson 18, Áslþór Ingason 12, Þorsteinn Gunnarsson 4 og Guðmundur Jó- hannsson 4. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 17, Jón Örn Guðmundsson 14, Jóhannes Sveinsson 14, Björn Steffensen 13, Ragnar Torfason 12, Vignir Hilmars- son 4 og Hjörtur Oddsson 1. Dómarar: Kristbjörn Albertsson og Jóhann Dagur mjög slakir. Maður leiksins: Guðni Guðnason, KR. KR-ingar voru svo heppnir á lokamínútunum og fögnuðu sigri og áframhaldandi veru í úrvals- deildinni. ÍR-ingar töpuðu þessum leik á slæmri hittni. Leikmenn hittu mjög illa jafnt í vítaskotum sem öðru. Þó lék liðið sæmilega, vörnin var góð í síðari hálfleik og liðið náði oft að opna vörn KR vel en hittu svo ekki í opnum fær- um. Karl og Jóhannes voru bestir í liði ÍR. Jón Örn lék einnig ágæt- lega og Björn Steffensen var sterkur í vörninni. KR-ingar hittu mun betur en ÍR-ingar þó að öðru leyti hafi þeir ekki verið betri. Guðni var mjög góður og Ástþór kom á óvart með mjög góðum leik. Aðrir í liðinu léku sæmilega. Dómgæslan í þessum leik var fyrir neðan allar hellur á loka- mínútunum, en líklega bitnaði það ekki meira á öðru liðinu. Það er kannske best fyrir IR að falla í fyrstu deild. Liðið er skipað mjög ungum og efnilegum leik- mönnum sem þurfa tíma til að þroskast og eftir eitt ár í fyrstu deild eiga þeir áreiðanlega eftir að taka úrvalsdeildina með trompi. - Logi Karfa Kennslushind Guðni Guðnason, stigahæstur KR-inga gegn ÍR. í Ijónagiyfjunni Loftið lak úr Valsmönnum í síðari hálfleik Handbolti - aukakeppni KR-ingar steridr Eftir frekar jafnan og spenn- andi fyrri hálfleik í leik Njarðvík- ur og Vals leit allt út fyrir jafnan og skemmtilegan leik. Svo fór þó ekki. Njarðvíkingar tóku Vals- menn í kennslustund, léku sér að þeim og sigruðu örugglega 95:73. Staðan í hálfleik var 42:39 Njarð- vík í hag. Valsmenn byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu 9 stigin. Njarð- víkingar jöfnuðu og var leikurinn nokkuð jafn allt til leikhlés. Þá tóku Njarðvíkingar við sér og gerðu útum leikinn. Valsmenn skoruðu ekki stig í 6 mínútur og eftir það áttu þeir aldrei mögu- leika. Mestur varð munurinn 31 stig, 89:58, en eftir það slökuðu Njarðvíkingar á og Valsmenn náðu að laga stöðuna aðeins. Njarðvíkurliðið lék þennan Staöan í úrvalsdeildinni i körfu: UMFN........... 18 15 3 1558-1420 30 Haukar......... 17 13 4 1441-1367 26 Valur.......... 18 18 10 1422-1432 16 IBK............ 17 8 9 1330-1353 16 KR............. 18 6 12 1413-1508 12 (R............. 18 3 15 1445-1529 6 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, UMFN..........455 PálmarSigurðsson, Haukum...........403 BirgirMikaelsson, KR...............352 RagnarTorfason, |R.................320 JónKr. Gíslason, IBK...............299 gegn Þrótti Njarövík 7. feb. UMFN-Valur 95-73 (42-39) 0-9, 17-17, 35-33, 42-39, 56-45, 69- 45, 77-55, 89-58, 95-73. Stig UMFN: Kristinn Einarsson 24, Valur Ingimundarson 20, Helgi Rafns- son 14, Jóhannes Kristbjörnsson 14, Ingimar Jónsson 10, Árni Lárusson 7, Ellert Magnússon 4 og Isak T ómasson 3. Stig Vals: Jóhannes Magnússon 15, Tómas Holton 11, Leifur Gústafsson 9, Sturla Örlygsson 8, Kristján Ágústs- son 8, Jón Steingrímsson 7, Einar Ól- afsson 7, Björn Zöega 6 og Torfi Magnússon 4. Dómarar: Ómar Scheving og Jóhann Dagur - góðir. Maður leiksins: Kristinn Einarsson, UMFN. leik mjög vel. Liðið lék vel saman og minna bara einstaklingsfram- taki en ísíðustu leikjum. Kristinn átti sinn besta leik í langan tíma og hitti mjög vel, Valur lék einnig vel og Helgi var sterkur í fráköst- unum. Valsliðið byrjaði vel en síðari hálfleikurinn var hreinasta hörm- ung. Liðið virkaði baráttulaust og það eitt að skora ekki stig í 6 mínútur ætti ekki að geta gerst hjá neinu liði. Á þessum tíma lak allt loft úr Valsmönnum. Jóhannes Magnússon var eini Valsmaðurinn sem lék sæmilega allan leikinn, þó áttu þeir Einar og Leifur ágætis spretti inná milli. SÓM/suðurnesjum. KR-ingar sigruðu Þróttara nokkuð örugglcga í aukakeppn- inni um 1. deildarsæti á laugar- daginn. Leiknum lauk 33:21, staðan í hálfleik var 19:12 KR í hag. KR-ingar þurftu lítið að hafa fyrir þessum sigri, þeir voru yfir allan leikinn og gátu leyft sér að gera mikið af mistökum. Þróttarar, sem komu nokkuð á óvart gegn Haukum, áttu sér aldrei viðreisnarvon og var þessi leikur í sama gæðaflokki og aðrir leikir liðsins í vetur. Það var mikil barátta í leik HK og Hauka í aukakeppninni um 1. deildarsæti. Leikurinn fór fram í Digranesskóla og sigruðu Haukar 19-17, eftir að hafa verið yfir all- an leikinn. Þó að Haukar hafi verið yfir allan leikinn var leikurinn spenn- andi og HK var nálægt því að jafna í lokin. Þá var Magnúsi Stefánssyni markverði HK vikið Bestir í liði KR voru þeir Ólafur, Stefán og Jóhannes. Konráð var sá eini sem stóð upp úr slöku liði Þróttar. Mörk KR: Ólafur Lárússon 10, Jó- hannes Stefánsson 7, Konráö Ölafs- son 5, Stefán Arnarson 5, Bjarni Ól- afsson 4, Páll Björnsson 1 og Haukur Geirmundsson 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 7, Nikulás Jónsson 3, Sveinn Tómas- son 3, Sigurjón Gylfason 3, Haukur Hafsteinsson 2, Benedikt Ingvason 2 og Helgi Helgason 1. - Logi tvívegis af leikvelli en hann hafði varið mjög vel. Haukar náðu að halda forskotinu og sigruðu eins og áður sagði. Mörk Hauka: Ingimar Haraldsson 5, Pétur Guðmundsson 4, Snorri Leifsson 4, Sindri Karlsson 2, Sigurjón Sigurðsson 2 og Árni Sverrrisson. Mörk HK: Elvar Óskarsson 5, Ólafur Pét- ursson 3, Rúnar Einarsson 2, Björn Björns- son 2, Ragnar Ólafsson 2, Gunnar Eiríks- son 2 og Jón Einarsson 1. - Logi Handbolti Naumt hjá Haukum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. febrúar 1986 3. deild Þór ógnar Reyni Norðanliðin Þór og Völsungur unnu góða sigra á gestum sínum úr Ögra og ÍH í 3. deildarkeppn- inni um helgina, og munar nú að- eins markatölu á Þór og Reyni í fjórða sætinu, sem að lokum gef- ur aðgang að 2. deild. Keflvíkingar unnu slaka Skaga- menn á Akranesi og treysta enn möguleika sína á að færa sig til um deild. Eyjamennirnir úr Tý, efsta liði deildarinnar, léku tvo leiki, unnu Hvergerðinga af öryggi, 31:21, en biðu lægri hlut á Selfossi í þriðja tapleik sínum í deildinni, 16:14. Á Skaga höfðu heimamenn ekkert í sterka Keflvíkinga að gera, töpuðu 18:24. „Einn af þeim leikjum sem maður reynir að gleyma strax“, sagði Skaga- þjálfarinn. Þór hækkaði stigatölu sína lag- lega með tveimur traustum vinn- ingum, 25:10gegn Ögra, og26:19 gegn ÍH. í sömu ferðinni töpuðu Ógramenn og ÍH-arar á Húsavík, Völsungur-Ögri 27:20, Völsung- ur-ÍH 36:29. Fylkir vann Skallagrím í Borg- arnesi 25:19, og var þó jafnt í hálfleik 11:11. Suðurnesjaliðin UMFN og Reynir áttu einnig í snörpum slag; Reynir tók foryst- una og hafði yfir í hálfleik 17:13, síðan komust Njarðvíkingar yfir 22:20, en höfðu ekki í Reynis- menn síðustu mínúturnar, úrslit- in Reynissigur 28:25. - m Staðan f þriðju deildinni eftir leiki helgarinnar: Týr .18 15 0 3 470:346 30 IBK ..17 14 0 3 460:324 28 ÍA ..17 11 3 3 432:354 25 ReynirS ..17 11 3 3 415:360 25 Þór A ..17 11 2 4 398:336 24 Fylkir ..17 9 1 7 371:344 19 Selfoss ..17 8 3 6 373:359 19 UMFN ..18 5 3 10 438:439 13 Völsungur „17 6 1 10 411:417 13 Hveragerði ..18 6 1 11 425:495 13 IH ..17 5 0 12 393:463 10 Skallagrímur.. ..17 3 1 13 342:438 7 Ögri „19 0 0 19 271:536 0 Frjálsar Hjörtur jafn sjálfum sér Á Meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum innanhúss um helg- ina jafnaði Hjörtur Gíslason (KR) íslandsmetið í 50 m grinda- hlaupi í undanrásum. Islands- metið átti hann áður ásamt Gísla Sigurðssyni, 6,7 sek., Hjörtur sigraði í greininni. Jón A. Magnússon varð þriðji í þrístökki með nýju drengjameti, 13,84 m. Sund Telpnamet í skriðsundi Á sundmóti Ægis í Sundhöll- inni á sunnudag varð Ingibjörg Arnardóttir, Ægi, í öðru sæti í 400 m skriðsundi á nýju telpna- meti, 4.39,80. Magnús M. Ólafsson (Þór) vann 400 m skriðsund karla og 100 m flugsund, Eðvarð Þór Eð- varðsson (UMFN) vann 100 m bringusund, 200 m baksund, 200 m fjórsund, sveit UMFN vann 4x100 m fjórsund karla. Hugrún Ólafsdóttir (Þór) vann 400 m skriðsund kvenna og 200 m fjórsund, Þuríður Pétursdóttir (Vestra) vann 200 m bringusund, Ingibjörg Arnardóttir vann 200 m flugsund, Þórunn Guðmunds- dóttir (Ægi) vann 100 m baksund kvenna, og A-sveit Ægis vann 4x100 m fjórsund kvenna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.