Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 5
ItClllCl y Roma nálgast Pólski snillingurinn Zbigniew Boniek var potturinn og pannan í sigri Roma í Torino, og færist lið- ið einu stigi nær Evrópumeistur- um Juventus sem urðu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Atalanta. Eina mark leiksins í Torino átti Roberto Pruzzo, skallaði inn sendingu frá Boniek senr hafði sólað sig gegnum meirihluta Torino-varnarinnar. Roma hefur ekki unnið í Torino síðan í nrars 1981. Hvort liðið misnotaði sína vítaspyrnu í leiknum. Napoli komst aftur í þriðja sæt- ið með 1:0 sigri á botnliðinu Lecce, á niarki argentínumanns- ins Daniels Bertoni, en Inter Mil- ano geröi jafntefli heima við Sampdoria, - öll fjögur mörkin skoruð í fyrri hálfleik, 1:0 (Bart- olomei), 1:1 (Vierchwod), 2:1 (Ray Wilkins), 2:2 (Mancini). Staða efstu liða: Juventus 32 stig, Roma 28, Napoli 24, Inter Milano 24, Torino 22, Fiorentina 21. - m/reuter Mexíkó DDR vann búlgara Austurþjóðverjar unnu búlg- ara 2:1 í landsleik sem háður var í Mexíkó, og áttu skilið veglegri sigur; búlgarska liðið var ekki svipur hjá sjón sé miðað við óvænta frammistöðu þess í riðla- keppni heimsmeistarakeppninn- ar sem hér var reyndar verið að æfa sig undir. Matthias Liebers og Uwe Zotzsche skoruðu þýsku mörkin, Diakov hið búlgarska. Sigurinn var sætur fyrir austur-þjóðverja sem léku með búlgörum í HM- riðlinum og lentu í þriðja sæti eftir þeim og frökkum - en búlg- arski landsliðsþjálfarinn er sagð- ur þurfa að hugsa alvarlega sinn gang áður en hann sendir lið sitt inn á völlinn gegn ítölum í fyrsta leik HM í Mexíkó 31. maí. - m/reuter Maraþon Ikangaa harður í Tókíó Tansaníumaðurinn Juna Ik- angaa vann maraþonhlaupið í Tókíó á sunnudaginn, hljóp á 2.08.10 sem er fimmti besti mara- þonárangurinn. Þetta er fimmti sigur hlaupar- ans síðan hann hóf maraþon- keppni 1982. Annar varð eþíóp- inn Belayenh Densimo sem nú keppti í fyrsta sinn í maraþoni og munaði aðeins nokkrum sekúnd- um á honum og Kiangaa, 2.08.29. Abebe Mekonnen, Eþíópíu, varð þriðji. Heimsmethafinn og ólympíumeistarinn Carlos Lop- es, Portúgal, hætti keppni eftir 19 kílómetra vegna fótarmeins. - m/reuter HVAÐER UGLAN? Uglan er kiljuklúbbur. Viö bjóöum þeim sem vilja eign- ast vandaðar bækur betri kjör en áður hafa þekkst á (s- landi. Þú færö þriár bækur í pakka á sex til átta vikna fresti fvrir aðeins 498 krónur hvern pakka, auk sending- arkostnaðar. Stundum fylgir ókeypis aukabók, stund- um tilboð um ódýra valbók. HVIRNIG B/IKUR? Uglubækurnar eru ekki aðeins ódýrar heldur einnig vandaðar. Við bjóðum þér nýjar þýddar skáldsögur, sígild verk bæði íslensk og erlend, sem hafa verið ófáanleg um langt skeið, spennusögur, handbækurog sígildar vandaðar barnabækur. ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR! Þú færð fyrsta bókapakkann þinn í seinni hluta mars- mánaðar. Þeir sem eru með frá byrjun og gerast félag- ar fyrir þann tíma fá fimm bækur í pakka fyrir 498 krónur. Þæreru: Leo Tolstoj: STRÍÐ OG FRIÐUR, fyrsta bindi P.D.James: VITNIDEYR, fyrra bindi P.D.James: VITNIDEYR, seinna bindi Aukabók: VEGGJAKROT Gjöf til stofnfélaga: fimmta bókin! HVAPÓIRIRÞÚ? Þú fyllir út meðfylgjandi miða og sendir okkur eða skráir þig í síma 15199 milli klukkan 9 og 22 alla daga. Fimm bækur í fyrsta pakkanum fyrir krónur. íslenski kiljuklúbburinn, Laugavegi 18,101 Reykjavík. ugLan Já, ég óska eftir aö gerast áskrifandi aö fyrstu þremur bókapökkum UGLUNN- AR - íslenska kiljuklúbbsins fyrir aðeins 498 kr. hvern 3ja bóka pakka (auk sendingarkostnaöar). Jafnframt þigg ég þær tvær aukabækur sem fylgja fyrsta pakkanum mér að kostnaöarlausu. Þegar ég hef tekið á móti þremur bókapökkum er mér frjálst aö segja upp áskrift minni án nokkurra frekari skuldbindinga af minni hálfu. □ Visa Ég óska eftir aö greiðsla veröi skuldfærö á CH Eurocard reikning minn. Kortnúmer: □□□□ □□□□ □□□□ □□□□ Gildistími: □□/□□ Nafn: Nafnnúmer: Heimilisfang: Póstnúmer: Sveitar/bæjarfélag: Sendið til: Uglan-íslenski kiljuklubburinn Laugavegi 18 Pósthólf 392 121 Reykjavík ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.