Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1986, Blaðsíða 6
Visa skákmótið Bandaríkjamenn mörðu jafntefli Þröstur Amason Reykjavíkurmeistan í skák leikur fyrsta leikinn i landskeppninni fyrir hinn bandariska Seirawan gegn Svíanum Andersson a tyrsta tjoroi. Kogan, Guðmundur Sigurpnsson, Einar S. Einarsson Visa-stjón og Bent Larsen fylgjast með. Mynd: EÓI. Stjörnulið Bandaríkjanna og Norðurlanda skildu jöfn í viðureign sinni nú um helgina. Norðurlöndin náðu forystu eftirfyrri keppnisdaginn með naumum sigri 6V2-5V2, en seinni daginn snerist dæmið viðogjafntefliðvarð staðreynd 12-12. Norðurlandabúar mega vel við una því geysileg gróska er í skáklífinu vestanhafs og breiddin mikil. Með smá heppni hefði tekist að leggja lið kanans, en meira um það síðar. í báðum liðum var valinn mað- ur í hverju rúmi, tólf í hvoru og varamaður að auki. Yassir Seirawan (2605, elo) leiddi bandaríska liðið, en hann er eins og flestir vita einn af albestu stór- meisturum heims. Hinn tékknesk ættaði Ljubomir Kavalek kom næstur með 2560 stig. Larry Cristiansen (2555) þriðji. Fjórði Joel „Wunderkind" Benjamín (a.m. 2555). Næstur kom Nick deFirmian (2520). Þá núverandi skákmeistari Bandaríkjanna Lev Alburt, sovéskur að uppruna (2515). Sjöundi Walter Browne (2510). Gamla kempan Robert Byrne varáttundi (2505). Níundi Ron Henley (2505). Tíundi John Fedorowicz (a.m. 2500). Ellefti sovétættaði Boris Kogan (a.m. 2495). Og tólfti séra William Lombardy (2470). Varamaður bandarísku sveitarinnar var Max- im Dlugy sem er ættaður frá Mos- kvu og er núverandi heimsmeistari unglinga. Diugy þessi er orðinn stórmeistari með 2545 stig aðeins 19 ára og verður því að teljast með efnilegri skák- mönnum heims. Meðalstigatala liðsins var 2526 sem er geysihá tala. Norðurlöndin stilltu einnig upp sterku liði þar sem meðal- stigatalan var 2514, en það sem gleður undirritaðan hvað mest er að uppistaðan í sveitinni voru ungir skákmenn með framtíðina fyrir sér. 1. Ulf Anderson (2585) er ekki hár í loftinu, en skák- styrkleikann verður sennilega að mæla í kílómetrum. 2. Bent Lar- sen (2575) frekari kynning ekki nauðsynleg. 3. Helgi Ólafsson (2545). Simon Agdestein (2535) er norskur og einungis 18 ára, mikill baráttuskákmaður. 5. Margeir Pétursson (2520). 6. Curt Hansen (2510) danski krón- prinsinn, ungur en teflir eins og fullorðinn maður. 7. Jóhann Hjartarson (2505). 8. Jón L. Árnason (a.m. 2500). 9. Karsten Rasmussen (a.m. 2500) danskur. Efnilegur og hefur tekið ótrú- Iegum framförum á skömmum tíma, hækkaði um 200 elo stig í fyrra. 10. Guðmundur Sigurjóns- son (2495). 11. Harry Schiissler (a.m. 2455) sænskur. Oft kallað- ur„vörnin“, seigari en flestir. 12. Jouni Yrjöla (2440) eini fulltrúi Finna. Sókndjarfur eins og þeir flestir. Varamaður sveitarinnar var Friðrik Ólafsson. Athygli vekur að við eigum hvorki fleiri né færri en sex af þessum þrettán. Fyrri umferð: 1. Seirawan-Anderson.... V2-V2 2. Larsen-Kavalek...... V2-V2 3. Cristiansen-Helgi...... 0-1 4. Agdestein-Benjamín..... 1-0 5. Dlugy-Margeir........ V2-V2 6. Hansen-Alburt....... V2-V2 7. Browne-Jóhann.......... 1-0 8. Jón L.-Byrne......... V2-V2 9. Hertley-Rasmussen... V2-V2 10. Federowicz-Guðmundur 1-0 11. Schússler-Kogan...... 1-0 12. Lombardy-Yrjöla...... V2-V2 Samtals: Norðurlöndin 6'/2, Bandaríkin 5*/2. Takið eftir hinum góða árangri á fjórum efstu borðunum, 3-1. Annars var það Helgi sem gaf tóninn með glæsilegum sigri á Cristiansen. Helgi hefur ekki teflt mikið að undanförnu og var, að eigin sögn, orðinn hungraður í baráttuna. En sjón ersögu ríkari: Hvítt: Cristiansen. Svart: Helgi Ólafsson. Drottninearbragð. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 Helgi ákveður að beina skákinni inn í drottningarbragð en segja má með sanni að staðan bjóði upp á marga möguleika. Þeir eru 3. -b6, 3. -Bb4 og 3. -c5. 4. Rc3 Be7 5. Bf4 Þessi leikur varð vinsæll í kjölfar einvígis Kortsnojs og Karpovs 1978, þar sem hinn fyrrnefndi notaði hann með ágætisárangri. Þess ber að geta að leikurinn nýt- ur sérstakra vinsælda vestanhafs og það hefur varla farið fram hjá okkar manni. 5. -0 -0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 AÍgengara er 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. Hd 1 Be7 en þannig tefld- ust áðurnefndar einvígisskákir. Áætjún hvíts með textaleiknum er m.a. að vinna rými á drottning- arvæng. 8. -Rc6 9. b4 Be7 10. Dc2 Bd7 11. Be2 Hc8 • 12. 0-0 Hvítur afræður að fórna peði. 12 c5 er varla góður leikur og 12. cxd5 -.gengur ekki vegna 12. -Rxb4 13. axb4 Bxb4 14. Be5 Rxd5 með yfirburðastöðu. 12. -dxc4 13. Hadl De8 Við fyrstu sýn óeðlilegur leikur en gegnir margþættu hlutverki m.a. að koma drottningunni úr skotlínu hróksins á dl. Mögu- leikar-eins og e5 og Ba4 opnast, en hér var Helgi reyndar búinn að ákveða komandi mannsfórn... 14. Hd2 Cristiansen á sér einskis ills von og undirbýr að auka þrýstinginn á d línunni með tvöföldun. 14. -a5 15. b5 Hvað annað? 15. -Rb4 Djarflega teflt. Helgi fær tvö peð fyrir manninn og þau komast í- skyggilega langt með leikvinn- ingi. 16. axb4 axb4 17. Re4 b3 18. Rxf6 Bxf6 19. Dbl c3 20. Hxd7 Cristiansen sér enga aðra leið en að fórna skiptamun og hefur því tvo létta menn gegn hrók, stærð- fræðilegir liðsyfirburðir en svart- ur hefur peðið á c línunni upp í. 20. -Dxd7 21. Dxb3 c2 22. e4 Hc3 23. Da4 Hfc8 24. Bcl h6 „Komdu ef þú þorir" segir þessi litli leikur sem engu að síður krafðist mikilla útreikninga. Hvítur tekur áskoruninni og hef- ur sóknaraðgerðir á kóngsvæng. Fæstir í salnum voru hér sammála um það hvort stæði betur. 25. e5 Be7 26. Dg4 Kh8 27. Dh5 Ba3 28. Dg4 Cristiansen hefur tapað tíma með aðgerðum sínum, en eins og menn geta gengið úr skugga um stenst 28. Bxh6 ekki. 28. -gxhó 29. Dxhó Kh8 30 Rg5 cl:D 31. Dh7 Kf8 32. Df6 Ke8 33. Bh5 Dxfl og svartur mátar. 28. -Bxcl 29. Hxcl Hb3 30. De4 Hbl 31. Hxbl cl.D 32. Rel Ef 32. Hxcl þá 32. -Hxcl 33. Bfl Ddl og vinnur. 32. -Dd2 33. Bd3 g6 34. h4 Dd5 35. Dg4 Dxe5 36. Rf3 Def4 Hvítur getur gefið með góðri samvisku, eina ástæða áfram- haldsins er mikið tímahrak Helga. 37. Dxf4 Dxf4 38. Bfl Hcl 39. g3 Hxfl og hvítur gafst upp um leið. Glæsileg skák. Umferð- in var í heild sinni mjög skemmti- leg og gaman var að fylgjast með skák Andersson og Seirawan. Sá fyrrnefndi jafnaði taflið auðveld- lega með svörtu, vann peð en tókst ekki að nýta sér það þrátt fyrir mikla tilburði. Guðmundur tefldi allt of hvasst í góðri stöðu og tapaði sem og Jóhann sem átti greinilega erfitt með einbeitingu. Þeir sem hafa séð Browne tefla vita af hverju. Seinni umferð: 1. Andersson-Seirawan. v V2-V2 2. Kavalek-Larsen...... 1-0 3. Helgi-Cristiansen... V2-V2 4. Benjamen-Agdestein V2-V2 5. Margeir-Dlugy....... 0-1 6. deFirmian-Hansen ..... V2-V2 7. Jóhann-Alburt........ 0-1 8. Browne-JónL........ V2-V2 9. Rasmussen-Byrne..... V2-V2 10. Henley-Friðrik..... V2-V2 11. Schússler-Fedorowicz .. 1-0 12. Lombardy-Yrjöla..... 0-1 Guðmundur skipti út af og Friðrik kom inn, tefldi sína fyrstu kappskák í langan tíma. deFirmi- an tók sæti sitt í liði Bandaríkj- anna, en veikindi hafa hrjáð hann. Bandaríkjamönnum tókst að snúa blaðinu við í þessari umferð og bjarga sér fyrir horn með 6V2- 5V2 sigri. Nokkrar skákanna urðu fljótt jafntefli enda keppendur lúnir eftir baráttu fyrri umferðar- innar. Helgi tók að sjálfsögðu enga áhættu, tryggði sér saman- lagðan sigur. Athygli ,vekur hversu Rasmussen r^yndist auðvelt að halda tyeim stóimeist- urum í skefjum þrátt fyrír tak- markaða reynslu. Margeir varð að þola tap gegn Dlugy, hann var með öllu óþekkjanlegur. Sömu- leiðis Jóhann og vonar maður að hér rætist úr hið bráðasta. Svíinn Schússler vann Fedo í furðulegri skák sem hér birtist án skýringa, einfaldlega vegna þess að undir- ritaður skilur ekkert í henni. Fróðir menn segja að hér sé um mikla teóríu að ræða sem getur passað því eftir 16 leiki höfðu keppendur notað 24 mínútur samanlagt. Hvítt: Schússler. Svart: Fedorowicz. Benoni vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. d4 exd5 5. exd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bf4 Bg7 8. Da4 Bd7 9. Db3 Dc7 10. e4 0-0 11. Rd2 Rh5 12. Be3 f5 13. exf5 gxf5 14. Be2 f4 15. Bxc5 Ra6 16. Ba3 Hae8 17. Rce4 Rf6 18. Bxd6 Da5 19. Rc3 Hxe2 20. Kxe2 He8 21. Kfl Bf5 22. Kgl Rg4 23. RO Rxf2 24. Kxf2 Rc5 25. Db5 Rd3 26. Kgl Dd8 27. Bc5 Bxc3 28. bxc3 He2 29. Bd4 De7 30. h3 Hb2 31. d6 og svartur gafst upp. Mikill darraðadans var í skák Friðriks og Henley. Þeir notuðu mikinn tíma þar sem Friðrik byggði upp góða stöðu. Síðan kom geysilegt tímahrak þar sem áhorfendur vissu lítið um hvað var að gerast, en að lokum þrá- skákaði Friðrik (svartur) í þessari stöðu. Úrslit þessarar keppni réðust í skák Kavalek og Larsen. Daninn hafði peði minna í hróksendatafli og þurfti að halda jöfnu til að tryggja samanlagðan sigur Norðurlandanna. Kavalek var hins vegar ekki á þeim buxunum og vann og nú er bara að vona að framhald verði á þessari keppni sem svo sannarlega réttlætti til- verurétt sinn nu um helgina. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. febrúar 1,986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.