Þjóðviljinn - 14.02.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 14.02.1986, Qupperneq 8
upp svona sýningu. Maður verður að taka dálitla áhættu. Aðalleikarinn þarf að hafa ábyrgðartilfinningu og hæfi- leika. Pórey er elst í hópnum og hún hefur fylgt mér þau fjögur ár sem ég hef sett upp leiksýningu í MS en hún hefur aldrei fengið stórt hlutverk áður. Þetta var því kærkomið tækifæri fyrir hana og hún hef- ur sýnt það að hún uppfyllir fyllilega þær kröfur sem gerð- ar eru til hennar.“ Lýsistrata, fullkomin kona Pórey, hvernig kona er Lýs- istrata? Þórey Sigþórsdóttir: „Við drögum þá ályktun að hún sé gift kona annað kemur ekki fram um starf hennar enda höfðu konur ekki aðra stöðu en að vera giftar eða ógiftar, vændis- eða fylgikonur karl- manna, þegar ieikritið var skrifað. Lýsistrata er ein af þessum giftu húsmæðrum sem gerir uppreisn. Ef hún væri uppi í dag held ég að hún væri menntuð ung kona á „upp- leið“. Hún ergáfuð, skemmti- leg, falleg (ekki karl-kona). Hún hefur hreinlega allt til að bera og hefur mikil áhrif á bæði karla og konur. Hún er líka mjög sjálfstæð og hefur ríka kímnigáfu. Það er dálítið erfitt að leika hana því hún er svo fullkomin. Ég hef reyndar aldrei hitt svona fullkomna manneskju." Hlín: „Enda er þetta leikrit en ekki raunveruleikinn." Er þessi gamli texti ekki tor- skilinn? Þórey: „Nei, hann er þýdd- ur á nútíma íslensku af Krist- jáni Árnasyni. Textinn er ljóðrænn og mjög auðvelt að læra hann en nokkuð erfiðara að túlka hann. Textinn er mjög tvíræður og skemmti- legur. Málfar okkar í hópnum er oft á tíðum orðið ansi tví- rætt eftir allar þessar æfing- ar.“ Akropolishæð á svölunum Hlín, þetta er fjórða sýning- in sem þú leikstýrir í MS. He- furðu tekið ástfóstri við Talíu? Hlín: „Ja, mérfinnst að vísu ekki gaman að vera alltaf að fást við byrjendur, kenna fólki grundvallaratriði í leik- list en þetta er góður hópur og það besta er að húsakynnin leikstjóri og Þórey Lýsis- við rætur Akropolis. hér bjóða upp á svo marga möguleika. Maður ræður al- veg hvar sviðið er. Við notum núna allar svalirnar sem eru hér í Þrísteini. Svalirnar eru orðnar að Akropolishæð. En við getum því miður aðeins tekið inn 80-100 áhorfendur. Mig langar til að koma því að, að leiklistarstarfsemi í landinu og þá sérstaklega meðal ungs fólks, er í fullum blóma núna og sýnir geysilegan áhuga á leiklist. Hver einasti fram- haldsskóli er með stór verk í gangi eða í bígerð og það er nauðsynlegt að hlúa að þess- um áhuga. Það vantar húsn- Hjónabandsverkfallið í fullum æði og betri aðbúnað. Við hérnaíTalíueigumt.d. engan ljósabúnað og erum í mestu vandræðum, en sýning án góðrar lýsingar er ekki nema hálf sýning. Við erum í miklu stressi að reyna að redda þessu fyrir frumsýningu." Hvenœr verður frumsýn- ing? Allir: „Við ætlum að reyna að frumsýna 21. eða 22. feb. Við búumst við að hafa alla- vega 8-10 sýningar. Örugg- lega fleiri því við erum viss um að þetta verður „Hitt“.“ Höfðar til okkar, krakkanna Eruð þið hrifin af þessu verki? Allir: „Já, þetta er um mál- efni sem ungt fólk hefur mik- inn áhuga á og hugsar um t.d. ástina og kynlíf. Við höfum talað mikið saman meðan við höfum unnið að Lýsiströtu og kynnst hvert öðru og sjálfum okkur betur. Þegar við byrj- uðum á þessu fórum við upp í Ölfusborgir til þess að tala saman, kynnast og gera frum- drög að öllu í sambandi við uppsetninguna.“ Afhverju eruðþið íleiklist? Allir: „Félagsskapurinn, skemmtunin, maður þroskast og maður kynnist allri vinn- unni sem er á bak við hverja sýningu. Þetta hefur svo sann- arlega verið mikil vinna. í 6 vikur höfum við varla komið heim til okkar, en þetta er vel þess virði. Þetta er fyrst og fremst skemmtun", sögðu meðlimirTalíu, leiklistarsviðs MS að lokum. - SA. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (3) 1. Sentimental eyes - Rikshaw (-) 2. The great wall of China - Rikshaw (4) 3.1 am only shooting love -The Time Bandits (-) 4. Gaggó-Vest - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þóröarson o.fl. (7) 5. You are a woman - The Bad Boys Blue (-) 6. You little thief - Feargal Sharkey (1) 7. Savingallmyloveforyou-\Nh\lney Houston (5) 8. Pretty young girl - The Bad Boys Blue (-) 9. 1 am loose ... - C.C. Lee (6) 10. Promises promises - Rikshaw Grammió (1) 1. Holidays in Europe - Kukl (7) 2. Once upon a time - Simple Minds (5) 3. Sun City - Artists United Against Apartheid (6) 4. Night Glow - Carla Bley (3) 5. Can your pussy do the dog? - Cramps (4) 6. Kona - Bubbi (-) 7. Nail - Poetus (-) 8. Feargal Sharkey - Feargal Sharkey (-) 9. Rain Dogs -Tom Waits (2) 10. Frankenchrist - Dead Kennedys Rás 2 ( 1) 1. Gaggó-Vest - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson o.fl. ( 3) 2. How will 1 know - Whitney Houston ( 4) 3. Gull - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson o.fl. ( 2) 4. The Sun always shines on TV - Ah-ha! ( 5) 5. Burning heart - Survivor ( 6) 6. Promises, promises - Rikshaw Rikshaw (12) 7. The Great Wall of China - Rikshaw (28) 8. Rebel yell - Billy Idol (10) 9. Walk of life - Dire Straits ( 7) 10. You little thief - Feargal Sharkey

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.