Þjóðviljinn - 14.02.1986, Síða 14
HEIMURINN
um þjóðarinnar og kom sér upp
svipuðu valdakerfi og ættirnar.
Pilsfaldakapítalismi er senni-
lega b'esta nafnið á valdakerfi
Marcosar. Hann kom vinum sín-
um og ættingjum fyrir í öllum
helstu valdastöðum í efnahagslíf-
inu, stjórninni, hernum og fjöl-
miðlunum. Hann tryggði þeim
hagstæð kjör og viðskipti en fékk
á móti traustan stuðning. Þannig
leysti þetta kunningjaveldi Marc-
osar gamla ættarveldið af hólmi
og almenningur var litlu nær.
Marcos komst til valda í kosn-
ingum árið 1965 og var endur-
kjörinn árið 1970. Arið 1972 setti
hann á herlög sem voru í gildi í
níu ár. f krafti þeirra veitti hann
sjálfum sér vald til að stjórna með
tilskipunum án afskipta þingsins,
hann þrengdi mjög að frelsi fjöl-
miðla og lét hneppa færustu
stjórnarandstæðingana í fangelsi.
Einn þeirra var Benigno Aquino
eiginmaður Corazon en hann var
eini maðurinn sem hefði getað
ógnað Marcosi í krafti vinsælda
sinna og hæfileika.
Uppreisnarmenn
eflast
í valdatíð Marcosar hefur efna-
hagslífið haldið áfram að drabb-
ast niður, fátækt almennings til
sveita og í fátækrahverfum borg-
anna er mikil og það er því lítið
undrunarefni að róttækum upp-
reisnarmönnum hefur vaxið
mjög fiskur um hrygg á síðustu
árum. Bandaríska leyniþjónust-
an telur að nú hafi Nýi alþýðuher-
inn 16.000 manns undir vopnum
og samkvæmt sömu heimildum
fjölgar liðsmönnum hans um
20% á ári hverju. Þessi her er
mjög róttækur en um leið þjóð-
legur og lýtur ekki fyrirmælum að
utan. Forystumenn hans hafa
látið í ljós áhuga á þeirri leið sem
Rauðu khmerarnir hugðust feta í
Kampútseu en hafa þó tekið
skýrt fram að þeir hafi ekki í hyg-
gju að hefja fjöldaslátranir áfólki
úr yfir- og millistétt Filippseyja.
Nýi alþýðuherinn tengist Þjóð-
legu lýðræðisfylkingunni sem er
lögleg samtök og geysifjölmenn.
Til hennar telst rúmlega ein rnilj-
ón filippseyinga og áhrif hins
bannaða kommúnistaflokks
eyjanna eru veruleg innan sam-
takanna. Þessi samtök hvöttu
stuðningsmenn sína til að taka
ekki þátt í kosningunum á dögun-
um. Þau hafa þá afstöðu til Cor-
azon að hún sé vissulega velm-
Nýi alþýðuherinn sem berst gegn stjórn
ári. Það eru ekki síst þessir skæruliðar
einandi um marga hluti en telja
að hún sé ófær um að koma
stefnumálum sínum í framkvæmd
vegna þess að þau byggist í raun á
sömu efnahagsforsendum og
Marcosi.
Marcosar er talinn hafa 16.000 manns undir vopnum og þeim fjölgar um 20% á
sem Reagan óttast.
Mikilvægar
herstöðvar
Bandaríkin eiga mikið í húfi á
Filippseyjum. Einkum hernaðar-
lega því á eyjunum eru tvær
stærstu herstöðvar þeirra utan
eigin landamæra: flotastöðin í
Subic Bay, heimahöfn 7. flotans,
og flugstöðin Clark Air Base.
Þessar stöðvar gegna lykilhlu-
tverki í hagsmunagæslu Banda-
ríkjanna í Suðaustur-Asíu og eft-
irliti með olíuflutningunum frá
Mið-Austurlöndum. Þær verða
ekki svo auðveldlega fluttar til
annarra staða í þessum heimsh-
luta og enginn ámóta góður stað-
ur er í sjónmáli.
Samningurinn um herstöðv-
arnar rennur út eftir fimm ár og
þess .vegna er bandaríkja-
mönnum mjög í mun að tryggja
að þegar samið verður um fram-
lengingu hans verði vinsamleg
stjórn við völd í Manilla. Fram til
þessa hefur bandaríska stjórnin
veðjað á Marcos ogsern dæmi um
afstöðu hennar má tilfæra um-
mæli George Bush varaforseta
sem hann lét falla í samtali við
Marcos árið 1981: „Við stöndum
með þér, herra. Við dáumst að
Ákerrén-ferðastyrkurinn 1986
Boðinn hefur verið fram Ákerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir
árið 1986. Styrkurinn, sem nemur 2.000 s. kr„ er ætlaður l’slendingi
sem ætlar til náms á Norðurlöndum. - Umsóknum skal komið til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15.
mars n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið 10. febrúar 1986
Listskreytinga-
sjóður ríkisins
Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr.
34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga
með listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem
ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með list-
skreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo
sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, mál-
verk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal
leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í
hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga.
Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin
um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt
mannvirkisins og bygginganefnd sem hlut á að máli að hafa
samband við stjórn Listskreytingasjóðs, þannig að bygging-
in verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga
sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum
til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar.
Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til
stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. Æskilegt er, að umsóknir
vegna framlaga 1986 berist sem fyrst og ekki síðar en 1.
ágúst n.k.
Reykjavík, 10. febrúar 1986
Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins.
því hve staðfastlega þú stendur
vörð um grundvallarreglur lýð-
ræðisins...“
En Marcos hefur reynst þeim
erfiður bandamaður. Ovinsældir
hans hafa farið stöðugt vaxandi
og Reagan komst að þeirri niður-
stöðu í fyrra að eina leiðin til að
framlengja valdaferil hans væri
að efna til kosninga. Sendi Reag-
an ýmsa af nánustu ráðgjöfum
sxnum og samstarfsmönnum til
Manilla í því skyni að fá Marcos
til að efna til kosninga. Með því
móti einu væri hægt að stemma
stigu við útbreiðslu skæruhernað-
arins sem orðin er nóg fyrir.
Eins og áður segir virðist Reag-
an ekki hafa gert ráð fyrir þeim
möguleika að Marcos tapaði
kosningunum. Hann hefur samt
látið þau orð falla að hann gæti
sætt sig við Corazon Aquino á
forsetastóli, jafnvel þótt hún hafi
gefið í skyn í kosningabaráttunni
að hún vilji losa eyjarnar við her-
stöðvar Bandaríkjanna. f þeirri
ringulreið sem skapast hefur eftir
kosningarnar hafa þær raddir
orðið háværari í Washington sem
halda því fram að eina leiðin til að
koma í veg fyrir að Filippseyjar
gangist kommúnismanum á hönd
sé að láta Marcos sigla sinn sjó.
Hafa sumir flokksbræður forset-
ans stungið upp á því hann hann
skjóti flugvél undir Marcos líkt
og gert var við Baby Doc á Haíti á
dögunum.
Lýðræðisást
Reagans
Eitt er það í afstöðu Reagans til
kosninganna á Filippseyjum sem
stingur í augum. Fyrir kosningar
lagði hann á það ríka áherslu að
engin bellibrögð yrðu viðhöfð í
kosningunum, þær yrðu að vera
réttlátar og heiðarlegar. Eftir að
deilurnar um talninguna hófust
og tvísýnt varð um endurkjör
Marcosar hefur hann byrjað að
draga í land. Á fundi með frétta-
mönnum á þriðjudagskvöldið
sagðist hann ætla að bíða og sjá
hverju fram vindur. „Við tökum
ekki afstöðu, við erum hlut-
lausir", sagði forsetinn.
Það er fróðlegt að bera þessa
afstöðu Regans saman við við-
brögð hans við kosningunum í
Nicaragua haustið 1984. Þá gerði
hann allt sem hann gat til að
koma í veg fyrir að kosningarnar
færu eðlilega fram og tókst það
að nokkru leyti, ma. með því að
hvetja sína menn í landinu til að
taka ekki þátt í þeim. Eftir þessi
skemmdarverk kom hann fram
og fordæmdi hinar „ólýðræðis-
legu“ kosningar í Nicaragua og
síðan hefur hann notað þennan
lýðræðisskort sem röksemd fyrir
stuðningi við grimmdarlegan
skæruhernað gegn réttkjörnum
stjórnvöldum í Managua.
Það er greinilegt að skilningur
bandaríska forsetans á lýðræðinu
er ekki hafinn yfir stund og stað.
—ÞH
(Stuðst við Informatíon og Reuter)
Frambjóðandi
Hver er þessi Coiy?
Reynslulaus ekkja og húsmóðir hefur breyst í virtan stjórnmálamann
en óvíst er hvort hún getur staðið við kosningaloforðin
Corazon Aquino — Cory —
hefur komið flestum á óvart í
kosningabaráttunni. Fáir töidu
líklegt að þessi 53 ára gamla
ekkja með sama sem enga
reynslu af pólitík kæmist heil á
húfi út úr þeim hildarleik sem
filipeyskur kosningaslagur er
en nú eru menn sammala um
að hún hafi vaxið við hverja
raun og sé orðin aivörupólitík-
us.
Þótt mikið hafi verið gert úr
reynsluleysi Cory, ekki síst Marc-
os, þá er kannski ekki hægt að
segja að hana hafi skort allar for-
sendur til að standa sig. Hún er af
einni ríkustu ætt eyjanna og fór til
náms í Bandaríkjunum. Þaðan
kom hún með doktorsnafnbót í
stærðfræði og frönsku en lítið
reyndi á þá kunnáttu hennar því
árið 1956 giftist hún Benigno Áq-
uino sem var af álíka auðugum
ættum. Hún gerðist heimavinn-
andi húsmóðir og hefur varið 28
árum í að koma fimm börnum á
legg.
Málið að fella Marcos
Það var ekki fyrr en eiginmað-
urinn var myrtur á flugvellinum í
Manila í ágúst 1983 sem hún
komst inn í hringiðu stjórnmál-
anna. Benigno — Ninoy — var
einn vinsælasti leiðtogi andstöðu-
nnar gegn Marcosi og sá eini sem
hefði getað ógnað veldi hans.
Hann valdi sjálfur að fara í útlegð
til Bandaríkjanna og var á heim-
leið þaðan þegar hann var myrt-
ur.
Eftir dauða Benigno tók Cory
virkan þátt í andófinu gegn Marc-
osi og þegar hann ákvað skyndi-
lega í haust að efna til kosninga
beindust augu manna fyrst að
henni sem vænlegum mótfram-
bjóðanda. Hún var ekkert æst í
framboð og þeir voru reyndar
ekkert mjög margir sem trúðu á
Corazon Aquino er 53 ára doktor í
stærðfræði og frönsku og hefur kom-
ið fimm börnum á legg.
að hún myndi skipta miklum
sköpum í þjóðarsögunni. Aðal-
málið var að fella Marcos og Cory
var talin best til þess fallin að
freista þess.
f fyrstu var hún óörugg í fram-
komu og kom með vanhugsaðar
yfirlýsingar. En smátt og smátt
hefur henni vaxið ásmegin og
eftir áramótin hætti hún að láta
sér nægja að verjast árásum
Marcosar. Á undanförnum vik-
um hefur hún viðhaft um Marcos
orð sem enginn hefur þorað að
segja upphátt í fimmtán ár. Hún
hefur kallað hann þjóf á
heimsmælikvarða, óforbetran-
legan lygara, barnalegan og
óþroskaðan. Nú stendur hún í
fylkingarbrjósti „gulu hættunn-
ar“ (dregið af litnum á merki
Cory), siðferðislegrar
krossferðar sem fengið hefur
mikinn hljómgrunn.
Sundurleit hjörð
En hún á við ýmsa erfiðleika að
etja og þeir verða ekki minni ef
hún kemst til valda. Fyrir það
fyrsta er fólkið sem að baki henni
stendur mjög sundurleitur hóp-
ur. Þar er að finna ýmsa framá-
menn úr atvinnulífinu, ekki síst
ættingja hennar, sem eru margir
mjög hægrisinnaðir en á hinn
bóginn eru róttækari þjóðernis-
sinnar. Og samband hennar við
varaforsetaefnið, Salvadore
Laurel, er eldfimt. Hann er af-
sprengi hins hefðbundna ættar-
veldis og gekk ekki til liðs við
stjórnarandstöðuna fyrr en árið
1982. Hann studdi sem sé Marcos
allan tímann sem herlög giltu í
landinu og slapp því við þær of-
sóknir sem margir stjórnarand-
stæðingar urðu fyrir, td. Benigno
Aquino sem sat í fangelsi í sjö ár.
Stefnumál Corazon eru ekki
mjög afgerandi. Hún er frjáls-
lynd og vill að á Filippseyjum sé
rekinn „góður" kapítalismi. En
hún hefur heitið því að nema úr
gildi lög sem banna starfsemi
verkalýðsfélaga, takast á við fá-
tæktina og breyta stjórnar-
skránni. Einnig segist hún ætla að
leggja niður áróðursráðuneytið
sem Marcos stofnaði, veita fjöl-
miðlunum, sem nú eru í höndum
vina Marcosar, frelsi, hreinsa til í
dómskerfinu, setja 50 hershöfð-
ingja sem fyrir löngu ættu að vera
hættir vegna aldurs á eftirlaun og
sleppa öllum pólitískum föngum
úr haldi.
Þessi stefnumið vega að undir-
stöðum þess valdakerfis sem
Marcos hefur byggt upp en hvort
henni tekst að koma þeim í fram-
kvæmd er óvíst. Það veltur vitan-
lega fyrst og fremst á því að hún
hljóti útnefningu sem forseti. En
þótt svo yrði eru þeir margir, ekki
síst vinstrimenn, sem efast um að
hún megni að brjóta niður kerfi
Marcosar, til þess sé fjöldahreyf-
ingin sem hún hefur safnað um
sig of sundurvirk og innbyrðis
ólík.
—ÞH (Byggt á Informatíon)