Þjóðviljinn - 15.02.1986, Síða 1
MENNING
SUNNUDAGS-
BLAÐ
Láglaunastefnan
Við sækjum réttlætið
Húsnœðishreyfingin og Lögvernd boða tilfundarí Háskólabíó á morgun.
Við erum búin aðfá nóg. Komum ráðamönnum ískilning um
staðreyndir. Við erum manneskjur - og þannig á að umgangast okkur
Við erum búin að fá nóg, en
munum aldrei gefast upp,
sögðu talsmenn húsnæðishreyf-
ingarinnar á blaðamannafundi í
gær, en þeir hafa boðað til stór-
fundar í Háskólabíói á morgun,
sunnudag kl. 13.30. „Við ætlum
okkur að sækja réttlætið.“
Það var baráttuglaður hópur
sem var í anddyri Háskólabíós í
gær að boða þennan fund um á-
standið hjá húsnæðiskaupend-
um, Það er annars vegar Sigtúns-
hópurinn og hins vegar Lögvernd
sem standa fyrir fundinum í
Háskólabíói og í gær var dreift
miða í Reykjavík þarsem segir
m.a.:
Þorir þú að standa á rétti þín-
um og þinna. Við höfum fengið
nóg af sviknum loforðum í hús-
næðismálum. Komum ráða-
mönnum í skilning um staðreynd-
ir.
Við erum manneskjur, - og
þannig á að umgangast okkur.
Sýnum samstöðu og styrk.
Mætum öll!
A meðan fundinum stendur
verður barnagæsla í anddyri og
sögðust menn á fundinum í gær
reikna með fjölskyldufólki, -
ráðamönnum væri hér með boðið
að hlusta á fólkið og jarðsam-
band við veruleikann.
-óg
Ofnæmi
Kaldar
klósettsetur
Sydney - Sérstakur dómstóll í
Ástralíu hefur úrskurðað að
maður sem getur ekki sest á
kaldar klósettsetur skuli fá
bætur frá fyrirtæki sínu vegna
þess að hann var lækkaður í
launum vegna „krankleika"
síns.
Þessi maður, Keith Dare 41 árs
sem vinnur hjá Flugráði Ástralíu,
var færður í annað starf innan
dyra fyrir þrem árum en var lækk-
aður í launum um leið. Dare
kærði fyrirtækið og í gær vann
hann málið og var hækkaður í
launum á ný. Dómstóllinn skýrði
úrskurð sinn á þann veg að þegar
Dare settist á klósettið fengi hann
bólgur og kláða. -IH/reuter
Launaskrið
Margfalt
minna
hjá konum
Við viljum hreinsa andrúmsloftið, sögðu bílstjórarnir hjá Mjólkursamsölunni í gær. Ljós. SigMar
Mjólkursamsalan
Tíu búðir í banni
Starfsfólk mjólkursamsölu vill að allir sitji við sama borð í mjólkursvikamálinu.
Vinnustöðvun ígœr. Afgreiðslubann sett á 10 verslanir. — Ólafur Ólafsson
trúnaðarmaður: Fleiri bœtast viðþegar grunur okkar verður staðfestur
Launaskrið hjá konum innan
ASÍ varð tuttugu sinnum
minna en hjá körlum, samkvæmt
upplýsingum frá starfsmönnum
kjararannsóknarnefndar. Hjá
konunum varð það ekki nema 0,2
prósent, en hins vegar fjögur
prósent hjá körlunum að meðal-
tali. Miðað var við tímann frá
þriðja ársfjórðungi 1984 til jafn-
lengdar 1985.
Að meðaltali varð launaskrið-
ið 2,7 prósent hjá öllum þeim sem
voru í úrtaki kjararannsóknar-
nefndar. Meðaltöl eru hins vegar
varasöm og geta falið mikilvægar
staðreyndir. Þannig kemur í ljós,
að hjá sumum hópum er ekkert
launaskrið, og meira að segja eru
hópar með hækkanir sem eru
undir áætluðum taxtahækkun-
um. Karla við afgreiðslustörf
skortir þannig 2,3 prósent til að
ná þeim. Hlutur kvenna við slík
störf er enn verri: Þær skortir 3,1
prósent.
Það er athyglisvert að hjá þess-
um konum eykst vinnutími til
muna. Samkvæmt fréttabréfi
kjararannsóknarnefndar unnu
þær á þriðja ársfjórðungi röskum
tveimur stundum lengur á viku
hverri en árið áður. Þetta
jafngildir því, að þær leggi á sig
um 110 stunda vinnu í viðbót, til
að ná upp kjararýrnuninni.- ÖS
Sjá leiðarasíðu
í Sunnudagsblaði
Starfsfólk Mjólkursamsölunn-
ar í Reykjavík hefur sett út-
keyrsiubann á 10 matvöruversl-
anir á höfuðborgarsvæðinu, 9 í
Reykjavík og 1 í Hafnarfirði um
óákveðinn tíma. Búast má við að
fleiri vcrslanir bætist í hópinn
næstu daga, en eigendur þessara
verslana eiga það sammerkt að
hafa keypt undir borðið stolnar
mjólkurafurðir af fyrrum út-
keyrslumönnum samsölunnar.
Engin vinna var í Mjólkursam-
sölunni frá í gærmorgun fram á
miðjan dag vegna óánægju starfs-
fólks með hvernig tekið hefur
verið á mjólkursvikamálinu. Á
fundi starfsfólks í gærmorgun var
þess krafist að Rannsóknarlög-
reglan og forráðamenn Mjólkur-
samsölunnar gæfu út lista yfir þær
verslanir sem keyptu stolnu
mjólkina.
„Við vildum með þessum að-
gerðum knýja á um að fá að vita
hvaða kaupmenn það eru sem'
tóku þátt í þessum svikum. Við
getum ekki horft aðgerðarlaus á
það að bílstjórar sem vorif í þessu
séu tíndir út úr húsinu en kaup-
mennirnir fái áfram afgreidda
mjólk eins og ekkert hafi gerst.
Andrúmsloftið hér í stöðinni hef-
ur verið mjög þungt vegna þessa
og við vildum hreinsa þetta út.
Þetta er búin að vera erfið vika
hjá okkur og það var ekki um
annað að gera en hreinsa út,“
sagði Ólafur Ólafsson aðaltrún-
aðarmaður starfsmanna í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Ólafur fór við annan mann á
fund rannsóknarlögreglunnar í
gærmorgun og óskaði eftir því að
fá listann yfir þau fyrirtæki sem
tóku þátt í svindlinu. Lögreglan
neitaði að láta listann af hendi
taldi sig ekki hafa heimild til þess
og slíkt gæti tafið rannsókn máls-
ins.
„Við höfum fengið staðfesta
þátttöku þessara 10 verslana sem
við höfum stöðvað afgreiðslu til
og öðrum verður kippt út jafnóð-
um og við fáum okkar grun stað-
festan", sagði Ólafur. Hann sagði
að forstjóri Mjólkursamsölunnar
hefði ekki gert neinar athuga-
semdir við afgreiðslubann starfs-
manna og enn væri óvíst hversu
lengi þetta afgreiðslubann stæði.
-Ig-
Veiðikló
Köttur drnp mink
Kom svo með hann heim í þvottahús
Síðastliðinn þriðjudag gerðist
sá fáheyrði, ef ekki óheyrði at-
burður á Haukagili á Hvítársíðu
að köttur drap mink. Og þetta er
hirðusamur köttur því hann lét
sér ekki nægja að sálga minknum
heldur rogaðist með hann heim
að bæ, stökk inn um þvottahús-
gluggann og lagði herfangið kirfi-
lega frá sér þar á gólfið.
- Þetta er rúmlega ársgamall
fressköttur, svartur á lit og hin
mesta veiðikló, sagði Jón bóndi
Ingimundarson á Haukagili. -
Hann sér enga mús í friði og hlífir
heldur ekki fuglunum og það er
okkur nú verr við, sagði Jón.
Surtur hefur farið mjög skynsam-
lega að þessum veiðum, þegar
náð hálstaki á minknum og yfir-
bugað hann þannig snöggt og
auðveldlega en sjálfur sloppið við
allar skrámur.
Bærinn Haukagil stendur á gil-
barmi. Lækur rennur eftir gilinu
og er þar nokkuð um mink.
Mikið gras er í brekkunni niður
að læknum og er trúlegt, að kisi,
sem oft er að snuðra niðri í gilinu,
hafi laumast þar að minknum