Þjóðviljinn - 15.02.1986, Blaðsíða 2
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Verkfræðingur,
eðlis- eða
efnafræðingur
óskast til starfa hjá Málmtæknideild.
Starfiö er á sviði efnistækni málma, sérstaklega:
Efnisprófanir, styrkleika- og tæringarprófanir, ráð-
gjöf um val á efnum.
Rannsóknir, orsakir skemmda, svo sem brot og tær-
ing.
Reynsla og þekking á málmefnistækni er æskileg, en
Iðntæknistofnun mun veita tækifæri til starfsþjálfunar
eftir þörfum. í boði er fjölbreytilegt en krefjandi starf,
sem gefur mikla möguleika á þekkingaröflun.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri
störf ber að skilatil Iðntæknistofunar íslands, Keldna-
holti, 112 Reykjavík, fyrir 1. mars nk., merkt:
„Málmtæknideild".
Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni
framleiðni í íslenskum iðnaði með því aö veita einstökum greinum
hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórn-
unarmála, og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til
iðnaðar.
Utboð -
malbikun
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna og
göngustíga sumarið 1986.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð-
ings Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn 2 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25.
febrúar kl. 10
Bæjarverkfræðingur.
Tt’
Útboð -
gangstéttar
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagningu steyptra
gangstétta sumarið 1986. Útboðsgögn verða afhent á
skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, Hafnar-
firði, gegn 2 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag 25.
febrúar kl. 11.
Bæjarverkfræðingur.
FRETTIR
Ríkisstjórnin
Erlend lán án
ábyrgðar
Fiskvinnslunni verði heimiltað taka erlend lán tilað
fjármagna útflutning eða útflutningsbirgðir. Lán til
endurskipulagningar og tœknivœðingar fiskvinnslunnar hafi
forgang í Byggðasjóði og Fiskveiðasjóði
r
I
svari ríkisstjórnarinnar við til-
lögum Sambands fiskvinnslu-
stöðva um úrbaetur í málefnum
fiskvinnslunnar kemur fram að
ríkisstjórn ætli að beita sér fyrir
því að Seðlbankinn semji nýjar
reglur um útflutningslán. Er mið-
að að því að fiskvinnslan geti
tekið lán erlendis til að fjármagna
útflutnings eða útflutningsbirgðir
á milligöngu eða ábyrgðar ís-
lensku viðskiptabankanna.
Þá er ákveðið að endurgreiða á
söluskatti til sjávarútvegsins fyrir
árið 1986 renni til Aflatrygginga-
sjóðs og frá honum til útvegs-
manna og sjómanna.
Þá kemur fram í svarinu að
ríkisstjórnin hafi lagt fyrir
Byggðasjóð og Fiskveiðisjóð að
lán til fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar og tæknivæðingar fisk-
vinnslunnar hafi forgang í lán-
veitingum á þessu ári. Veitt verði
lán til langs tíma, sem verði af-
borgunarlaus fyrstu 2-3 árin.
Verði veittar 330 miljónir króna á
þessu ári í þessar lánveitingar.
-S.dór
Bœkur
Utsala um allt land
Pátttakendur 6 forlög og 40 bókaverslanir
N
ú hafa sex bókaforlög tekið sig
saman um að bjóða yfir 70
nýja og nýlega bókatitla á lækk-
uðu verði. Flestar bókanna eru
gefnar út á árunum 1984 og 1985.
Tvennt er þarna með nýjum
hætti. Áður hafa ekki yngri
bækur en tveggja ára verið boðn-
ar á útsölum og nú eru yfir 40
bókaverslanir um allt land þátt-
takendur í útsölunni. Er þannig
konrið til móts við kaupendur
utan Reykjavíkur í stað þess að
áður hafa það einkum verið
Reykvíkingar og nágrannar sem
notið hafa góðs af bókamörkuð-
unum. Bóksalar taka lægri sölu-
laun af þessum bókum, meðan á
útsölu stendur, en endranær og er
þannig um að ræða sameiginlegt
átak bókaútgefenda og bóksala.
Hér er tilraun gerð til þess, að
tengja saman jólamarkaðinn og
sölu á öðrum árstímum og má
ætla, að fólk taki þessari nýjung
vel. Sumar þessara bóka, sem
áður voru innbundnar, verða nú
fáanlegar í kiljuin. Afsláttur á
bókunum leikur á 20-50%.
Bókaforlögin, sem að útsöl-
unni standa, eru Fjölvi, ísafold,
Mál og menning, Bókhlaðan,
Forlagið og Vaka-Helgafell.
Útsalan hefst mánudaginn 17.
febrúar og stendur í fjórar vikur.
Er naumast að efa að bókavinir
um allt land muni fagna þessu
framtaki.
-mhg
Höfn
Bjartari
horfur
Atvinnuástand hefur verið með
daufara móti frá áramótum og
munar þar auðvitað mestu um að
togarinn Þórhallur Daníelsson
hefur verið frá veiðum um nokk-
urn tíma. Það hefur haft afger-
andi áhrif, sagði Björn Grétar
Sveinsson formaður Verkalýðs-
félagsins Jökuls á Höfn í Horna-
firði í samtali við Þjóðviljann í
gær.
„Annars er netavertíðin að
hefjast og ef það gengur vel kvíð-
um við ekki atvinnuleysi næstu
mánuðina," sagði Björn.
Bátar þar eystra hafa verið á
línu frá áramótum en eru sem óð-
ast að skipta yfir á net. Nokkuð
atvinnuleysi hefur verið á Höfn
frá áramótum, en þó ekki alvar-
legt. Eins og menn rekur minni til
varð Þórhallur Daníelsson fyrir
því óhappi fyrir nokkrum vikum
að reka stjórnlaust um höfnina og
lagðist að því loknu á hliðina, og
hann er nú að fara í viðgerð sem
að sögn Björns mun taka um tvo
mánuði.
-gg
Norrœna samvinna
Tilboð í gjafavörudeild
Ódýr 6 manna matarstell
(20 stk.),kr. 3.078,-
Ódýr 12 manna matarstell
(42 stk.),kr. 5.570,-
Ódýr glerglös
frá kr. 46,-
Einnig ódýrir matardiskar,
skálar og fleira.
L ia
KORT
Opið laugardag kl. 9-16.
ÍS- OG EFTIR-
RÉTTARGLÚSIN
í ÚRVALI
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
/A A_A_A_AA_
□ cdi MœaK
uOJurjajijÆ
□ líodd.jh yfó
UHÍrlíUU«iUUltl llkl
Sími 10600
Sumarvinna
Norðurlöndum
Nordjobb býður upp á sumarvinnufyrir 80
íslensk ungmenni á hinum Norðurlöndunum.
Jafnmargir koma hingað
a
I sumar er ráðgert að bjóða
1.300-1.700 norrænum ung-
mennum á aldrinum 18-26 ára að
starfa í 6-10 vikur á tímabilinu 1.
júní-31. ágúst á einhverju hinna
Norðurlandanna. Þessi vinnutil-
boð eru enn á tilraunastigi en til-
raunin hófst í fyrra undir nafninu
Nordjobb.
Þá nutu u.þ.b. 1.000 norræn
ungmenni góðs af þessum tilboð-
um. Hingað til lands komu 45
ungmenni og jafnmörg fóru héð-
an til starfa á hinum Norðurlönd-
unum. Áhuginn var greinilega
mikill því umsóknir voru u.þ.b.
fimm sinnum fleiri en svo að hægt
væri að sinna þeim. í ár gefst uþb.
80 íslenskum ungmennum kostur
á að vinna hluta úr sumri í ein-
hverju hinna Norðurlandanna og
von er á jafnmörgum hingað.
Hugmyndin að því að koma á
fót svona vinnumiðlun er ættuð
frá svonefndum Gyllenhammar-
hóp en í honum áttu sæti framá-
menn í atvinnulífi Norðurlanda,
þ.á.m. Erlendur Einarsson for-
stióri SÍS. í fvrra var stjórnun
verkefnisins falin sænsku ráð-
gjafafyrirtæki en það þótti ekki
gefast nógu vel. Því hefur verið
brugðið á það ráð að stofna sjálfs-
eignarstofnunina Nordjobb utan
um verkefnið og ráða starfsmenn
til að sinna því í hverju landi.
Framkvæmdastjóri Nordjobb er
daninn Jon Peter Larsen en ís-
lenskur starfsmaður Eyjólfur
Pétur Hafstein.
Vinnan sem ungmennunum
býðst er af ýmsum toga, bæði
utanhúss sem innan. Nordjobb
útvegar húsnæði sem þátttakend-
ur verða að greiða sjálfir en reynt
er að halda húsaleigu í lágmarki.
Launin eru samkvæmt töxtum
viðkomandi verkalýðsfélaga á
hverjum stað og er verið að vinna
að því að ungmennin greiði
skatta í sínu heimalandi. Upplýs-
ingabæklingur hefur verið gefin
út um starfsemi Nordjobb og er
hægt að nálgast hann á öllum
vinnumiðlunum og á skrifstofu
Norræna félagsins í Norræna hús-
inu, 101 Reykjavík. Þangað ber
lika að senda umsóknir fyrir 1.
mars nk.
—ÞH
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1986