Þjóðviljinn - 15.02.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 15.02.1986, Side 5
í öllum þeim málaflokkum sem liggja í rústum eftir efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, eru húsnæðismálin einna óhugnan- legust. Enda er reiði einstakra þjóðfélagshópa gagnvart stjórn- inni óvíða meiri en einmitt meðal íbúðakaupenda liðinna ára. Ber þar margt til - en flest stendur þó í því órofa samhengi stjórnmálanna, að þegar verð- trygging launa var afnumin í júní 1983 við valdatöku ríkisstjórnar- innar, héldu lánin áfram að hækka, þau voru verðtryggð meðan launin lágu eftir. En það er í rauninni miklu meira sem veldur þessari sjóð- andi reiði og vonbrigðum. Fyrir siðustu kosningar lögðu stjórn- arflokkarnir og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn mikla áherslu á uppstokkun húsnæðis- kerfisins, sem þeir kváðu þá í rústum, en um þær mundir var ástandið einsog Paradísarheimt í samanburði við aðstæðurnar í dag. Og það er öllu lakara að engu er líkara en ákveðið hafi verið að festa þetta ástand í sessi. í raun- inni má segja að lágtaxtastefnan sé orðin lögmál í þjóðfélaginu, - lögmál sem ábyrgar stofnanir í landinu vilja ekki brjóta. Allt annað er í því samhengi. Venjulegt launafólk hefur ekki nema eitt að selja; vinnuafl sitt. Fyrir andvirðið kaupir fólkið það sem það þarfnast, mat, föt og húsnæði. Eini mælikvarðinn sem launafólk getur notað á þarfir sínar er tíminn sem fer í að selja vinnuaflið og það sem keypt er. Og þegar sá mælikvarði er notað- ur, er kaupmáttarskerðingin ekki 25%, ekki 30%, - hún er miklu, miklu meiri. Þessi mál eiga áreiðanlega stærstan hlut í því að úr landinu hafa flutt um 1000 manns umfram aðflutta á stjórnartímabili núver- andi ríkisstjórnar. Þegar rfkisstjórnin settist í valdastólana var lofað húsnæðis- lánum fyrir 80% af verði staðal- íbúðar. Og kaupendum eldri íbúða var lofað 60% af nýbygg- ingalánum. Hvað eftir annað á stjórnartímabilinu hefur fólkinu verið lofað ýmislegri fyrirgreiðslu sem síðan hefur reynst blekking tóm, - og allir íbúðakaupendur standa frammi fyrir sviknum lof- orðum. Blekkingar Þau eru ekki skárri litlu svikin en þau stóru og oftlega bregða ráðherrar og forystumenn skárri stjórnarflokkanna fyrir sig hvítri lygi í áróðrinum. Dæmi um þetta eru G-lánin til kaupenda eldri íbúða. Frá því sl. vor hafa þeir haldið því fram að á fyrsta fjórð- ungi þessa árs verði lánin komin uppí helming nýbyggingalána. Staðreynd máls er hins vegar sú, að þeir íbúðakaupendur sem gerðu ráð fyrir að þetta fyrirheit yrði efnt og loforðin t.d. frá því sl. vor stæðu, þeir hafa mátt bíta í súra eplið. Þeir sem fá útborguð lánin sín á þessum fyrsta fjórð- ungi fá nefnilega ekki þetta hátt lán, - heldur þeir sem sækja um lánin núna. Það þýðir að sá sem sækir um lán núna má eiga von á því að fá 50% af nýbyggingarláni einsog það var í ársbyrjun eftir 6 mánuði. Athyglisvert er að áður en G- lánin byrjuðu að þokast aðeins uppávið höfðu þau staðið í stað í krónutölu í tvö ár- á tímabili sem íbúðaverð hækkaði stöðugt á, - frá 1983-1985. Nú er það svo að ungt fólk kaupir notað húsnæði í ríkara mæli en eldra fólk. í könnun fé- lagsvísindadeildar Háskóla fs- lands, sem Stefán Ólafsson og fleiri framkvæmdu kom í ljós, að liðlega 60% kaupenda notaðs húsnæðis er undir 35 ára aldri. En það er ekki bara ungt fólk sem lent hefur í súpunni undanfarin ár. Til að gera sér grein fyrir þeim fjölda fórnarlamba sem orðið hefur fyrir barðinu á ólestrinum í húsnæðislánakerfinu má einfald- lega leggja saman þá sem byggt hafa eða keypt húsnæði á núver- andi stjórnartímabili. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Ingólfssonar hjá Fasteigna- mati ríkisins eru nýbyggingar á ári frá 1600 til 1800 talsins. Um 4500 kaupa eldra húsnæði á ári hverju. Meðalfjölskyldustærð eru þrír í fjölskyldu íbúða- kaupanda, þannig að reikna má með að um 20 þúsund íbúðir hafi verið byggðar og keyptar með um 54 þúsund fórnarlömb á stjórn- artímabilinu. Að vísu hafa ein- hverjir þessara lent í að kaupa oftar en einu sinni á tímabilinu en það er áreiðanlega ekki margir. Óbeint hafa mun fleiri lent í þeirri skelfingu sem húsnæðis- málin eru í þjóðfélaginu. Hver mælir tilfinningaálag samfara vinnuþrælkun, taugabilun barna eða upplausn á heimilum og í skólurn? Vaxtaokrið Maður sem tók 1 miljón króna að láni til 20 ára t.d. í lífeyrissjóð- um árið 1982 þurfti að borga ári síðar samkvæmt vísitölu 50 þús- und krónur af láninu árið 1983 og um 3% vexti eða 30 þúsund. Samtals þurfti að greiða 80 þús- und krónur af þessu láni árið 1983. Segi maður að sama lánið, einnig reiknað á verðlagi ársins 1982, komi til afborgunar j ár, þá lítur dæmið öðruvísi út. Á þess- um tíma hefur lánið hækkað um 20% umfram kauptaxta manns- ins. Vextirnir sem áður voru 3% eru nú orðnir 5%. Nú þarf maður að taka hlutfallslega meira af sín- um tekjum til að greiða af láninu, sem orðið er 1.2 miljónir. Hann greiðir nú 60 þúsund krónur í af- borgun og 60 þúsund í vexti eða samtals 120 þúsund krónur. Munurinn er orðinn 40 þúsund krónur. og þetta er bara einn hluti af þessu voðadæmi í þróun- inni sem er að keyra húsnæðis- kaupendur niður og ráðamenn neita að horfast í augu við. Miðað við 1. júní 1983 hefur vísitala kauptaxta hækkað um 70.2% til janúar í ár. Á sama tíma hefur lánskjaravísitalan hækkað um 107.9%. Munurinn á verð- tryggingunni einni fyrir utan vextina er því 22%. Bankalánin sem fólk hefur þurft að taka eru svo kapítuli útaf fyrir sig. Yfirleitt eru þau kölluð skammtímalán, þó þau séu í rauninni þannig að maður sem tekur slík lán þarf að velta þeim áfram. í hvert skipti sem hann tekur ný lán, þarf að þinglýsa því, það þarf að borga lántökugjald og þetta kemur í rauninni út eins- og vaxtakostnaður fyrir fólkið fyrir utan uppgefna vexti og verðtryggingu. Neyðar- ráðgjöfin Fyrir það fólk, sem hefur verið að byggja og kaupa á árunum frá 1980 hefur martröðin verið þann- ig, að meiraðsegja ríkisstjórnin hefur stundum viðurkennt vand- ann. En hún hefur ekki látið sér segjast og komið á því kerfi að fólkið geti um frjálst höfuð strok- ið. Hún hefur ekki lækkað vext- ina, greitt niður misgengi launa og lána, - eða gert neinar þær ráðstafanir sem bjarga húsnæð- iskaupendum. Á hinn bóginn hefur hún öðru hvoru sett upp neyðarráðgjöf, sem ætlast er til að nokkrir einstaklingar fari í gegnumeinsog grjótmulningsvél, - þó svo vandinn taki til tugþús- unda manna. Enda hefur hún að- eins sinnt sértækum verkefnum en ekki heildarvanda. Öðru hvoru hefur ríkisstjórnin einnig rokið til „bjargar húsnæð- iskaupendum" með ævintýra- legum hætti. Yfirleitt er um ein- hver fiff að ræða, sem þyngja jafnvel enn byrði húsnæðis- kaupenda. Þannig var um ráð- stafanirnar sl. vor, þegar sérstök fjármögnun var ákveðin til hús- næðiskerfisins fyrir árið 1985 og 1986, sem átti að koma umfram fasta fjármögnun Byggingasjóð- anna, - til viðbótar við hina fjármögnunina. Þessa fjármagns var m.a. aflað með sérstakri hækkun á áfengi og með því að bæta einu söluskatts- stigi við söluskattinn. Þarna var heldur betur svikist aftan að launafólki sem stendur i húsnæð- isbaslinu, því brennivínshækkun- in veldur hækkun á lánskjaravísi- tölu og það gerir söluskattshækk- unin einnig. Og það sent verra var, að þetta fjármagn kom ekki til viðbótar við fjármögnun bygg- ingasjóðanna, - heldur var frarn- lag ríkissjóðs við fjármögnun byggingasjóðanna skorið niður á fjárlögum fyrir 1986 sem nam aukningunni með söluskatts- hækkuninni. Stefán Ingólfsson telur að öll húsnæðislán gætu numið 20 miljörðum króna í landinu og söluskattsstigin hafi hækkað þau um 100 miljónir króna. í húsnæðislánakerfinu öllu standa eftir megineinkenni efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar; það er hluti af lágtaxtastefnunni sem rekin er í þjóðfélaginu. Fólkið Hinar félagslegu afleiðingar þessa, sem ríkisstjórnin ekki skilur, hinn mannlegi þáttur, ör- væntingin og upplausnin sem þessu hefur verið samfara, er hins vegar ekki mælanleg í prósentum og sést ekki á reiknistokki mál- þófsmannanna sem ráða ferð- inni. Þjófnaðurinn sem framinn hefur verið - er auðsær, - en niðurlægingin og lítilsvirðingin sem fólkinu hefur verið sýnd er annar handleggur. Þeir setja heldur ekki neyðarráðgjafir á laggirnar um þær afleiðingar. Um mannlega reisn verður ekki sam- ið í þessum efnum, - hana verður fólk sjálft að ná, sjálfsvirðingunni sem ríkisstjórnin hefur hrifsað burt á liðnum misserum. í landinu hafa orðið til vegna þess sjálfsvarnarsamtök fólksins, einsog til að mynda húsnæðis- hreyfingin og samtökin Lög- vernd. Þessi hreyfing hefur boð- að til fundar til að ræða ástandið í Háskólabíói á sunnudag kl. 13.30. - Óskar Guðmundsson. Laugardagur 15. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.