Þjóðviljinn - 16.02.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Side 8
Lœri- sveinn galdra- mannsins / tilefni ágœtra þátta um sögu og áhrif sjónvarpsins Skrýtin skepna sjónvarpið. Það minnir um margt á söguna af lærisveini galdramannsins. Sú saga er á þá leið, að meðan galdrameistarinn brá sér frá, greip lærisveinn hans til töfraþula sem fékk gólfkústinn til að auka leti hans og bera fyrir hann vatn í húsið. Þetta hefði allt verið í lagi ef að lærisveinninn hefði kunnað líka þá formúlu sem dygði til að fá kústfjandann til að hætta að bera inn vatn, drekkja húsinu í vatnsaustri. Sjónvarpið hefur undanfarin þriðjudagskvöld verið að sýna ágæta þætti um sögu sjónvarps, áhrif þess og ýmsar tegundir efn- is. Þar kom fram, að meðal þeirra, sem stóðu við vöggu sjón- varpsins, voru menn sem spáðu því strax, að miðill þessi yrði hinn versti tímaþjófur. En að öðru leyti vissu menn lítið um það, hvað þeir hefðu í höndunum. Og vita varla enn. Hin góðu áhrif I þættinum sem fjallaði um fréttir í sjónvarpi, kom það til dæmis einkar vel fram, að áhrif sjónvarps eru einatt ófyrirsjáan- leg og mjög breytileg bæði eftir tímaskeiðum og stýringu sjón- varps. Þegar tækni leyfði það, að sjónvarpsáhorfendur væru með styrjaldir, hungursneyð og upp- reisn æskunnar inni á gafli hjá sér nokkurnveginn jafnóðum og at- burðir gerðust, þá virðast áhrif sjónvarps hafa orðið einna mest og að sumu leyti einna jákvæð- ust. Sem dæmi má taka hlutverk sjónvarpsins í því að kynna mannréttindabaráttu Martins Luthers Kings og það ofbeldi, sem blökkumenn í Suðurríkjun- um sættu fyrir aðeins tuttugu árum eða svo, þegar þeir risu gegn apartheidsiðum í sínu landi. Það má færa sterkar líkur að því, að sú aðferð sem King og hans menn veittu, andóf án ofbeldis, og fengin var áð láni hjá Gandhi hinum indverska - má vera að hún hefði aldrei borið þann ár- angur sem raun varð á, ef að sjón- varpið hefði ekki fylgst með tíð- indum upp á dag hvern. Það er á þessum árum, sem hungrið í landi íbómanna í borg- arastríðinu í Nígeríu kemur inn á hvers manns skjá og vekur upp sterk viðbrögð. Það er á þessum árum líka, að styrjöldin í Viet- nam er filmuð meir en allar aðrar styrjaldir til samans - og þær myndaskýrslur verða mjög til þess að efla andúð almennings, bæði í Bandaríkjunum og annars- staðar, á því grimma stríði. Og það er í lok þessa skeiðs, sem kannski mætti nefna gullöld sjón- varpsfréttamennsku, að Richard Nixon bíður herfilegan ósigur fyrir rannsóknarblaðamennsku og rekur sjónvarpið flóttann með þeim krafti, að Nixon fauk úr embætti eins og frægt varð. Þegar litið er yfir upptalningu af þessu tagi mætti ætla að með sjónvarpi væri fundinn banda- maður réttlætis í veröldinni, tæki til að afhjúpa glæpi, ofbeldi, mis- rétti og fleira. En því er því miður ekki að heilsa. Þegar á þessum tíma kom það greinilega íljós hve tvíbent sjónvarpið er. Aður en sjónvarpið fór að virka gegn Ví- etnamstríðinu hafði það um skeið haft þveröfug áhrif - m.ö.o. eflt stuðning við stríðsreksturinn, vegna þess að um tíma gáfu fréttamyndir það til kynna, að Bandaríkjamenn og Saigonher- inn mundu vinna stríðið. Snýst á verri veg Og á þeim árum, sem nær okk- ur eru, virðist sem flest hafi snúist á verri veg um áhrif sjónvarps. Bæði vegna þess hvers eðlis miðillinn er og vegna þess, að valdhafar kunna betur að með- höndla hann, fjarstýra honum, en áður. Sjónvarpið hélt sig í námunda við mannréttindabaráttu og mót- mælaaðgerðir sjöunda áratugar- ins ekki beinlínis af hugsjóna- ástæðum (þótt einstaka sjón- varpsmenn kunni að hafa átt sér slíka drauma). Heldur blátt áfram vegna þess að sjónvarpið vill leita uppi atburði, átök, öll tilefni til þess að blóð kunni að renna eftir slóð. Og þetta verður svo til þess, að hryðjuverkamenn taka í vaxandi mæli sjónvarpið í sínar hendur, nýta sér til hins ýtr- asta þá möguleika til athygli sem það gefur. Þegar bandarískri flugvél var rænt í fyrra og flogið með gíslana til Beirút, komu upp mjög sterkar grunsemdir um að fréttamenn stóru sjónvarpsstöðv- anna hefðu keppt hart sín á milli um hylli mannræningjanna og kannsíci borið á suma milligöngu- menn fé til að verða „fyrstir með fréttina". Fölsuð stríð Sjónvarpssaga Víetnamsstríðs- ins hefur orðið til þess, að þeir sem nú á seinni árum standa í smærri og stærri styrjöldum gæta þess vandlega að hleypa sjón- varpinu ekki að, nema þá undir ströngu eftirliti. Með öðrum orð- um: áhorfendur fá að sjá það sem herstjórarnir vilja. Þetta hefur gerst í Falklandseyjastríði Breta og Argentínumanna, í innrás Bandaríkjamanna á Grenada og stríðið í Afganistan hefur aldrei orðið það stórmál í vitund heimsins, sem efni standa til, af þeirri einföldu ástæðu, að Sovét- mönnum tekst að halda sjón- varpsfregnum af því stríði í lág- marki. Þegar svo við hugsum til þejs stríðs allra gegn öllum, sem háð hefur verið í Líbanon í meira en áratug, þá tekur ekki betra við. Það stríð er alltaf í fréttum - en þessir endalausu myndbútar sem sýna unga menn stökkva ARNI BERGMANN milli hálfhruninna húsa og konur gráta yfir líkum fallinna og myrtra, hafa því miður ekki orðið til annars en að rugla sjónvarps- áhorfendur gjörsamlega í ríminu um það, sem hefur verið að ger- ast í því litla landiög þar í grennd. í þessum dæmum hefur sjón- varpið hvorki reynst fræðandi né afhjúpandi (Hér er náttúrlega á heildina litið - alltaf eru einhverj- ar ágætar undantekningar sem reglur sanna). Meira að segja skálkurinn Richard Nixon, sem hrökklaðist með smán úr forseta- embætti fyrir Watergate- hneykslið, hann kemur aftur og fær einskonar uppreisn æru með frægum samtalsþætti í sjónvarpi. Hann er skælbrosandi og rólegur og yfirvegaður og getur treyst á það, að flestir eru búnir að gleyma því hve svívirðilegt Wat- ergatemálið var (meðal annars vegna þess að sjónvarp eyðir minninu hraðar en alkóhólið heilafrumunum). Hann getur líka treyst á það, að þekkt nafn, sem fær að mæta með góðum fyrirvara í sjónvarp getur platað fólk upp úr stólnum, efnt til eins- konar falskrar kunningsskapar- kenndar: Hann er nú maður eins og við, greyið. Framsókn sljóleikans Ekki svo að skilja: enn getur fréttaflutningur í sjónvarpi haft jákvæð áhrif. Einfaldast er þá að vitna í hlut þess í að vekja samúð og greiða fyrir aðstoð við hungr- að fólk í Eþíópíu og á öðrum þurrkasvæðum í Afríku. Við höf- um líka séð þess dæmi, bæði í heimildarmyndum og nú síðast í leikinni mynd sem byggir á sterk- um líkum, að sjónvarp eins og það breska getur ýtt rækilega við fólki sem vill láta sem atómhásk- inn sé ekki til. En einnig í þessum dæmum hér óttast margir, að sjálft það mikla magn efnis, sem flæðir að augum sjónvarpsáhorf- enda, deyfi jafnt og þétt viðbrögð hans og næmi. Styrjaldir í Austurlöndum nær verði smám saman að fullkomlega óskiljan- legu veseni sem ekki er hugsandi um, hungur í Afríku getir breyst í eitthvað fastaböl sem engum finnst hægt að gera neitt við - og svo mætti áfram telja. Burt frá veruleikanum Því sjónvarpið er ekki síst tæki til að vísa veruleikanum frá sér. Frá því hlutverki sagði einmitt á mjög eftirminnilegan hátt í síð- asta þriðjudagsþætti, sem fjallaði um framhaldsmyndaþættina og þá ekki síst sápuóperurnar svo- nefndu. En flestir slíkir þættir eiga það sameiginlegt, að þótt þeir hafi einskonar raunsæislegt yfirbragð, þá eru þeir smíðaðir utan um formúlu sem er fyrst og síðast ætlað að láta fólk gleyma sínum eigin veruleika, losna við hann, flýja hann. Greinilegast kom þetta fram í frásögninni af framhaldssögunum, sem fátækir og ríkir íbúar Brasilíu eru nærðir á: þar fjárfesta bankar í fram- haldsmyndasögu sem á að bæta ímynd bankamanna í hugum al- mennings og kannski kostar lyfjaframleiðandi gerð sögu þar sem eins og óvart er sífellt verið að sýna hans vörumerki í nám- unda við elskulegan og trúverð- ugan lækni. En menn skulu ekki halda að slíkar æfingar séu ekki stundaðar í Hollywood líka, þótt ekki séu eins grófar og í Brasilíu. Og þá er ekki aðeins átt við það, að einu sinni gerðu brugg- húsin bandarísku samkomulag við Hollywood um það, að í hverri mynd væri áfengis neytt „í jákvæðu félagslegu samhengi" eða önnur slík dæmi. Sjálfsaðdáun bandarískra í Bandaríkjunum þessara mis- sera heldur forsetinn uppi mjög marksæknum áróðri fyrir mikil- leika og ágæti Bandaríkjamanna. Og það sannast sem fyrr, að eftir höfðinu dansa limirnir. Banda- rísk kvikmyndagerð er á síðustu misserum stokkin að mestu burt frá þeirri sjálfsgagnrýni sem þar hafði skotið upp kolli um tíma. Nei, nú höfum við Rambó og Rocky, sem berja Rússa og komma í klessu hvar sem færi gefst. Og einn angi af þessari sjálfshrifningu Bandaríkja- manna teygir sig inn til okkar á sunnudagskvöldum þessar vik- urnar í sápuóperunni Blikur á lofti. En þar er enn einn einka- málakokkteillinn kryddaður með stórtíðindum okkar sögu. Með þeim einfalda hætti, að spýtu- karlinn Robert Mitchum skálmar í fallegum einkennisbúningi um hina löngu ganga og upp hina breiðu stiga sem liggja til ráða- manna Evrópu. Og skilur allt eins og skot réttum skilningi, reynist sannur og góður og skyn- samur í hverjum stórvanda - eins þótt hann fái að eiga sín prívat- vandræði, svo sem sápuóperan gerir ráð fyrir. - ÁB. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.