Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 12

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 12
Morðið á Carlo Alberto Dalla Chiesa borgarfógeta í Palermo og eiginkonu hans markaði hápunkt þeirrar styrjaldar sem staðið hefur á milli mafíunnar og ríkisvaldsins. Hvað er Cosa Nostra? í Palermo eru nú hafin umfangsmestu réttarhöld sögunnar yfir liðsmönnum ítölsku Mafíunnar Mánudaginn 10. febrúar hóf- ust í Palermo á Sikiley réttar- höld sem marka þáttaskil í baráttunni gegn mafíunni. Ákærendur eru saksóknarinn í Palermo, ítalska ríkið, fjöl- margir ættingjar fórnarlamba mafíunnarogeinstök sveitarfélög á Sikiley. Hinir ákærðu eru 474 að tölu. í ákæruskjalinu, sem fyllir 8607 blaðsíður, ersagamafíunnar rakin síðustu 20 árin. Það er saga kaldrifjaðrar og skipu- lagðrarglæpastarfsemi sem byggist á fjárkúgun, fjársvik- um, smygli, mannránum og eiturlyfjasölu, þarsem einskis er svifist og mannslífið er létt- vægtfundið. Úrákæruskjal- inu má jafnframt lesa áfellis- dóm á það ríkisvald og þau þólitísku öfl sem með af- skiptaleysi hafa gert mafíunni kleift að mynda eins konar ríki í ríkinu. í þessari samantekt er reynt að bregða Ijósi á réttar- höldin í Palermo með tilvitn- unumíákæruskjölin. „Þetta eru réttarhöld gegn mafíusamtökunum „Costa No- stra“. Stórhættulegu glæpafélagi sem með ofbeldi og ógnum hefur sáð dauða og skelfingu...“ Þann- ig hefst ákæruskjalið yfir mafíu- félögunum 474, sem undirritað er af 5 dómurum. Sá sjötti var myrt- ur á meðan á rannsókn stóð. Skjalið er 8607 blaðsíður auk 22 binda sem hafa að geyma skjal- festar heimildir. Saga fjársvika og mannrána, saga eiturlyfjasölu og smygls, saga hjaðningavíga og jafnframt saga þessarar einstöku dómsrannsóknar, sem kostaði fjöldamörg mannslíf og miklar fórnir af hálfu þeirra sem að henni stóðu. Réttarhöidin í Pal- ermo eru vissulega allrar athygli verð. Þau geta kannski gefið svar við þeirri spurningu hvernig slíkt glæpasamfélag gat þrifist og dafn- að í skjóli evrópsks lýðræðis. Pau gætu kannski gefið okkur svar við spurningunni hvað er „Cosa No- stra“? Vitnisburður „heiðursmanna" Eitt mikilvægasta vitnið í þess- um réttarhöldum er mafíuforing- inn Tommaso Buscetta. Maður sem á að baki umfangsmikil al- þjóðaviðskipti með eiturlyf, tvær handtökur, einn fangelsisflótta, þrjú hjónabönd, tvær andlits- breytingar og margar ferðir á milli Ítalíu, Bandaríkjanna og Brasilíu á fölsuðum persónuskil- ríkjum. Maður sem hefur mátt sjá bróður sinn, tengdason og þrjú barnabörn myrt í hefndar- vígum mafíunnar. Þegar í öll skjól var fokið fyrir Buscetta valdi hann þann kostinn að leita á náðir ríkisvaldsins og rjúfa þann- ig hin óskráðu lög mafíunnar um þagnareiðinn. Uppljóstranir hans hafa síðan verið staðfestar af rannsóknardómurunum með símhlerunum og öðrum vitnis- burðum. í yfirheyrslu hjá Falc- one rannsóknardómara hafði Buscetta eftirfarandi að segja um skipulagningu mafíunnar á Sikil- ey: „Orðið „mafía“ er bókmennta- leg uppfinning. Hinir raunveru- Ólafur Gíslason skrifarfrá Ítalíu legu mafíósar eru einfaldlega kallaðir „uomini d’onore" (heið- ursmenn). Sérhver slíkur til- heyrir ákveðnu borgarhverfi (í Palermo - innsk.) og er félagi í ákveðinni „fjölskyldu". í kjarna „fjölskyldunnar" er „foringinn", em kosinn er af „heiðursmönn- unum“. Hann skipar síðan undir- foringja og einn eða fleiri „ráð- gjafa“. Fjölskylduforinginn er jafnframt ícallaður „fulltrúi" fjöl- skyldunnar. Yfir fjölskyldunni ræður svokölluð „Comissione" (nefnd) sem gegnir samræming- arhlutverki og er skipuð fulltrú- um sem hver um sig gætir hagsmuna þriggja fjölskyldna. Fulltrúarnir eru kosnir af fjöl- skylduforingjunum. í heild sinni er þetta skipulag kallað „Cosa Nostra“ (okkar mál), rétt eins og í Bandaríkjunum.1' Eiður heiðursmannsins Enn segir Buscetta: „Til þess að öðlast titilinn „heiðursmaður“ þarf viðkomandi að sverja eið fyrir framan fimm meðlimi „fjöl- skyldunnar". í eiðnum felst heit um að stunda ekki þjófnað, snerta ekki annarra manna konur o.s.frv.. Athöfnin fer fram með eftirtöldum hætti: nýliðinn er færður á afvikinn stað (getur einnig verið inni á heimili) að við- stöddum þrem eða fleiri „heiðursmönnum" fjölskyldunn- ar. Þar segir sá sem elstur er, að „þetta hús“ hafi þann tilgang að vernda smælingjana og uppræta yfirgang. Síðan er stungið sár á fingur nýliðans og blóðið látið drjúpa á einhverja helgimynd. Síðan er myndin lögð í lófa eiðsvarans og þar er kveikt í henni. Á meðan myndin brennur í höndum hans á hann að fara með eftirfarandi eið: „Megi hold mitt brenna eins og þessi dýr- lingur verði ég uppvís að því að svíkja". Það er fyrst eftir að eiðurinn hefur verið svarinn sem hinn ný- vígði „heiðursmaður“ er kynntur fyrir foringja „fjölskyldunnar". Fyrir eiðinn átti hann hvorki að vita um tilvist foringjans né sam- takanna „Costa Nostra“. Það er hins vegar kannað fyrir eiðinn hvort viðkomandi sé reiðubúinn að ganga í félagsskap til verndar smælingjunum. Það er fyrst eftir að eiðurinn hefur verið svarinn sem hinn nývígði „heiðursmað- ur“ fær að vita um skipulagningu „Costa Nostra“. Annað vitni í þessum réttar- höldum hefur borið að prófraun hans áður en hann fékk að sverja eiðinn hafi verið að skjóta einn hest og einn mann sem gegndi minniháttar hlutverki innan mafíunnar og hafði gerst brot- legur við óskráð lög hennar. Fram kemur í máli Buscetta að „heiðursmenn" hafi ákveðið táknmál sín á milli og að öll mál er varða samtökin eru óskráð. Þeg- ar maður hefur svarið eið sem „heiðursmaður" er hann það til æviloka. Það er með engu móti hægt að segja sig úr samtökun- um. Og „heiðursmaður" er ávallt skuldbundinn að segja sann- leikann um öll viðskipti er varða Cosa Nostra. Engin formleg tengsl eru á milli Cosa Nostra á Sikiley og í Bandaríkjunum og útilokað er fyrir sikileyskan „heiðursmann" að ganga beint í bandarísku samtökin. Þegar „nefndin" hefur ákveðið að taka einhvern af lífi er það hennar hlutverk að skipa sveitina sem framkvæma á aftökuna. Skipu- lagning aftöku er einungis í hönd- um „nefndarinnar“ og aftöku- 12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.