Þjóðviljinn - 16.02.1986, Síða 14

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Síða 14
Barn með mikið skarð í vör. Sami maður fullvaxta eftir að öllum aðgerðum er lokið. LÝTALÆKNINGAR Sambland af list og lœkningum ÁRNIBJÖRNSSON LÝTALÆKNIR í VIÐTALIVIÐ ÞJÓÐVILJANN Hvaö veist þú, lesandi góöur, um lýtalækningar? Líklegasta svarið viö þessari spurningu, að mati Árna Björnssonar yfir- læknis lýtalækningadeildar Landspítalans, er á þann veg að þaö sé eitthvað sem teng- ist hégómagirnd og óánægju einhverra einstaklinga með það útlit sem Guð gaf þeim. „ Þetta er sú mynd sem stór hluti almennings hefur af lýta- lækningum. En þettanæryfir svo miklu meira,“ sagði Árni í viðtali við Þjóðviljann. Hvað eru lýtalækningar þá í raun og veru. Um það er ætlunin að fræðast af Árna, sem er einn af þremur sérfræðingum í þessari grein sem starfa við hanaáíslandiídag. Blaðamaður byrjar á því að spyrja Árna um viðfangsefni lýta- lækninga. „Viðfangsefnin eru fyrst og fremst sjúkdómar á yfir- borði líkamans og aðferðirnar sem notaðar eru byggjast á vefja- flutningum af ýmsu tagi. Það er meðal annars fólgið í því að taka hluta af vef, oftast húð, og flytja hann á annan stað á líkamanum þar sem á að nota hann. Það má taka vef alveg af upprunalegum stað og græða hann á nýjan stað eða þá að hann er tekinn í áföng- um og heldur þá við blóðrásart- engslum við upprunalega staðinn þar til hann hefur náð því að tengjast blóðrásarkerfinu á staðnum sem hann er fluttur á. Það sem við fáumst við er marg- víslegt. Meðal annars gerum við aðgerðir á börnum sem fæðast með skarð í góm og vör, eða önnur meðfædd lýti. Annað er sárameðferð. Sár geta orðið til á ýmsan hátt, þú getur skorið þig á hníf, brennt þig á eldi og svo framvegis. Okkar hlutverk er að græða slík sár sem eru á yfirborði líkamans. Það geta verið einfald- ar aðgerir, til dæmis þegar aðeins þarf að leggja sárabarmana sam- an og sauma, eða flóknari en þá getur þurft að grípa til vefjaflutn- ings. Þriðja viðfangsefnið er krabbamein á yfirborði líkams. Ekki nóg að fjarlœgja meinið Ennþá eru skurðaðgerðir ör- uggasta lækningaaðferðin við flestar tegundir krabbameins þar sem skurðaðgerðum verður kom- ið við. En það er ekki nóg að fjarlægja meinið, það verður að gera líf sjúklingsins eins bærilegt og hægt er og sjá til þess að hann líti út eins og annað fólk og geti tekið þátt í lífinu á eðlilegan hátt. Fegrunarskurðlækningar (est- etískar aðgerðir) ganga út á það að breyta því sem kann að vera afbrigði frá því eðlilega í betra horf. Ég get tekið nokkur dæmi um slíkt: fullorðin kona sem er mun hrukkóttari en konur á hennar aldri eru venjulega og líð- ur fyrir það á margan hátt. Hún gæti til dæmis verið að Ieita sér að vinnu eftir að hafa unnið heima lengi og gengur það erfiðlega vegna þess að vinnumarkaðurinn í dag sækist eftir ungu og fersk- legu útliti, er æsku óirenteraður ef svo má segja. Annað dæmi gæti verið barn sem hefur fæðst með óeðlilega útstandandi eyru og er strítt á því alla bernsku sína. Við gerum aðgerðir á konum sem eru með of stór brjóst eða þá of lítil og svo framvegis. Þegar slíkt fólk leitar eftir aðstoð, þá er rangt að neita því án þess að kanna málið og athuga hvort ekki sé hægt að hjálpa þessu fólki á einhvern hátt. Maður á kannski erfitt með að setja sig í spor slíkra einstaklinga svo að það er stund- um nauðsynlegt fyrir mig að vega og meta hvert tilfelli í sálfræði- legum skilningi. Og um leið verð- ur að athuga hvort óskir um breytingar séu ekki óraunhæfar. Það verður líka að gera viðkom- andi einstaklingi grein fyrir því hvaða hættur geta verið aðgerð- inni samfara, því allar skurðað- gerðir bera með sér einhverjar hættur, mismunandi miklar þó. Fólk þarf líka að vita að öll sár á yfirborði líkamans gróa með öri. Spurningin er ekki hvort það kemur ör, heldur um hvernig það verður og það fer bæði eftir því hvernig gengið er frá sárinu og því hvernig tilhneigingu viðkom- andi hefur til þess að mynda ör, en það er mjög mismunandi. Við brjóstaminnkunaraðgerðir, sem oft eru gerðar vegna þess að brjóstin eru of þung og auk þess getur verið erfitt fyrir konuna að fá á sig venjulegan klæðnað, koma alltaf ör, sem þó geta verið mjög mismunandi áberandi." Nýjar rannsóknir ó orsök skarðs í góm - Hversu algengt er að börn fœðist með skarð í vör og góm hérlendis? „Tíðnin hér á landi er í hærri kantinum, það eru átta til tólf börn á hverju ári. Aðgerð á slíku barni byggist á því að laga form eða útlit og hins vegar á því að bæta starfsgetu þess. Barn með klofinn góm getur ekki tekið til sín fæðu með því að sjúga móður- brjóstið og það er meðal annars ástæðan fyrir því að slík börn deyja fljótt í þróunarlöndum. Við þekkjum ekki ennþá þau lögmál sem valda þessu, aðeins það að þetta er að einhverju leyti ættgengt. Við Alfreð Árnason höfum undanfarið athugað eina ákveðna ætt á íslandi og höfum fundið í henni erfðaþætti sem fylgir skarð í góm. Við höfum at- hugað sex ættliði þessarar ættar og það sem kom mér á sporið var það að þessi galli er bundinn við karllegginn, það er óvenjulegt því að hlutföllin milli kynja eru venjulega þannig að þetta er al- gengara hjá stúlkum." - Hafa slíkar niðurstöður feng- ist áður? „Mér vitanlega þá hefur þetta aðeins komið í ljós einu sinni áður og þá var indjánaætt á Nýja- Englandi lýst með svipað fyrir- bæri fyrir löngu. Skarð í vör og góm er mjög algengt á ákveðnum svæðum í Japan og einnig á Ind- landi, þar sem bannað er að gift- ast út fyrir ættbálka. Englending- ar hafa sýnt þessum athugunum áhuga og nú hefur samstarf tekist milli lýtalækningadeildar Lands- pítalans, Blóðbankans og St. Mary’s Hospital í London um þessar rannsóknir. Þegar gera á aðgerð á barni með skarð í vör og/eða góm þá þurfum við að gera áætlanir til 16-20 ára fram í tímann. Það þarf að hafa samráð við fjölda sér- fræðinga, til dæmis hálf- nef- og eyrnalækni, talmeinafræðing, tannlækni, tannréttingasérfræð- ing, sálfræðinga og fleiri. Tólf sjúkrarúm ó deildinni - Hvenœr hófust lýtalœkningar hérlendis? „Fyrsta aðgerðin sem var fram- kvæmd hér á íslandi, var mér vit- anlega framkvæmd á eldhúsborði niðri á Bergstaðastrætiárið 1902. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986 Það var Björn Ólafsson sem framkvæmdi þá húðflutning til þess að græða sár á augnloki sjúklings. Áður en sérfræðingar, sem fást eingöngu við lýtalækni- ngar, komu til þá höfðu ýmsir eldri læknar gert við skarð í vör og reynt að laga skarð í góm. Fyrsti skurðlæknir sem stundaði lýtalækningar í einhverjum mæli var prófessor Snorri Hallgríms- son. Lýtalækningadeild Lands- pítalans var ekki tekin í gagnið fyrr en 1974. Ég byrjaði að starfa rétt fyrir 1960 og Knútur Björns- son skömmu síðar og upp úr því má segja að lýtalækningar hafi verið byrjaðar í verulegum mæli. Þessi eina deild landsins hefur yfir að ráða tólf rúmum og þar af er eitt alltaf til reiðu fyrir sjúkl- inga með meiri háttar brunasár, en þeir koma allir beint til okkar. - Hvaða nýjungar eru helstar á sviði lýtalækninga? „Það er fyrst og fremst notkun smásjár við aðgerðir. Það hófst á því að byrjað var að sauma á af- höggna limi, hendur og fætur. Fyrsta greinin sem birtist um slíkt var frá Kínverjum. Síðan var far- ið að sauma á fingur og hefur þró- ast yfir í að flytja heil vefjastykki og taka þau með æðunum sem flytja blóðið til og frá staðnum og tengja þær aftur á nýjum stað. Vefjaþensla er líka nýjung. Hún byggist á því að þar sem húðin er teygjanleg þá er hægt að setja belg undir húðina og blása í gegn- um þar til gerðan ventil vökva sem blæs upp belginn og þá teygist á húðinni smátt og smátt. Með þessu móti má hylja ör með því að þenja húð við hlið á öri. Hótt ó sjöunda hundrað bíða Þriðja nýjungin tengist þessum svokölluðu fegrunarskurðlækn- ingum og byggist á því að soga fitu úr líkamanum. Þetta er upp- runnið í Sviss og Frakklandi en er ennþá á tilraunastigi að mínu mati. Það er mikið gert af þessu í Bandaríkjunum en við eigum enn eftir að sjá hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér. Aðgerðir á meiriháttar með- fæddum lýtum á andlits- og höf- uðbeinum er líka nýjung og er einnig upprunnið í Frakklandi. Slík vansköpun er mjög sjaldgæf og aðgerðir við þessu eru ekki framkvæmdar nema á sérútbún- um sjúkrahúsum erlendis, og krefst þá samvinnu við heila- skurðlækna. - Hversu stórar aðgerðir er hœgt að framkvœma hérlendis?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.