Þjóðviljinn - 19.02.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Síða 5
Ábyrgð fjölmiðla Erindi Magnúsar á Lágafelli Um daginn og veginn, 20. jan. sl. Sá þáttur í dagskrá Ríkisút- varpsins, sem lífseigastur hefur orðið - fyrir utan fréttir að sjálf- sögðu - er erindin um Daginn og veginn. Fyrr á árum voru þau einkum samin og flutt af Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi, þeim ágæta útvarpsmanni. Ef til vill má ætla að þær vinsældir, sem erindin öfluðu sér þegar í upp- hafi, hafi öðru fremur enst þætt- inum til þess langlífis, sem raun ber vitni. Erindi þau, sem flutt hafa verið um dag og veg nú undanfarin ár hafa auðvitað verið misjöfn bæði að efni og orðfæri. En ýmis þeirra hafa verið ágætar hugvekjur. Eitt slíkt flutti Magnús Finnbogason, Magnús Finnbogason, bóndi á Lága- bóndi á Lágafelli í Landeyjum felli. þann 20. jan. sl. Ýmsir hafa farið þess á leit við umsjónarmann Landsbyggðar, að erindið yrði birt hér í blaðinu. Mun við því orðið þótt svo kunni að fara, að hluta verði það í tvennt. Og hefur Magnús á Lágafelli þá orðið: Fyrri hluti Fátt er það í okkar daglega um- hverfi, sem tekið hefur stórstígari breytingum á síðari árum en fjöl- miðlun og í réttu hlutfalli áhrif hennar á daglegt líf. Fví er þeim, sem hafa fjölmiðlun að starfi, ær- inn vandi á höndum. Þeim er fengið mikið vald, sem auðvelt er að misnota og því miður finnst mér auðvelt að. benda á frétta- dæmi, sem ganga þvert á grund- vallarmannréttindi, þ.e.a.s. að allir séu saklausir þangað til sekt sannast og að betra sé að ein- hverjir sleppi án refsingar heldur en einn sé dæmdur að ósekju. Tvær sjónvarpsfréttir Það, sem mér er efst í huga nú, eru tvær sjónvarpfréttir. Sú fyrri þegar rætt var við framkvæmda- stjóra Arnarflugs í haust og hann gerður í fréttinni að ósanninda- manni og ómerkingi þó svo hann svaraði satt og rétt, sem um var spurt, eins og fram kom daginn eftir, þó hann gæti ekki útskýrt deiluefnið vegna drengskaparlof- orðs. Annað kom til, eftirá, sem ekki var betra, að til þess að búa til neikvæða frétt um Arnarflug, var gripið til hálfsannleiks og þagnar um suma þætti í rekstri Flugleiða, til þess að gera þeirra hlut betri en þá um leið ósambærilegan. Hin fréttin var í kvöldfréttum sjónvarps þann 4. jan. sl. þegar sjónvarpið skýrði frá því fortaks- laust, að fyrirtæki, sem það nafngreindi og birti mynd af á skerminum, væri sekt urn stór- felld tekjuskattsvik og grunur léki á söluskattsvikum. Þó kom fram að skattrannsóknarstjóri vildi ekkert um málið segja og framkvæmdastjóri hafði enga kæru fengið. Ut var svo klykkt með því að sjónvarpið hefði ör- Rœtt við Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, hlunnindaráðunaut B.í. Ég er nú hérna af Melunum svo það má heita að ég komin heim sagði hún Anna Guðrún Þórhalls- dóttir, ráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands þegar forvitinn blaðamaður kom að máli við hana örskotsstund í skrifstofu hennar í Bændahöllinni við Haga- torg. Anna Guðrún varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977. Veturinn 1976-1977 stund- aði hún jöfnum höndum nám við M.H. og Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan bú- fræðiprófi. Að stúdentsprófi loknu innritaðist hún í Landbún- aðarháskólann í Ási í Noregi og lauk þar kandidatsprófi 1981. Árið 1972 stofnuðu Ásverjar deild í hagnýtri líffræði (natur forvaltning) við skólann en í því fólst nám í fiskifræði, dýrafræði og náttúruvernd. Tilgangurinn með stofnun deildarinnar var að mennta ráðunauta í þessum greinum fyrir hvert fylki í Noregi. Og það var einmitt þessi deild, sem Anna Guðrún kaus sér sem námsvettvang. - Og hvað tók svo við að loknu kandidatsprófinu? Þá fór ég í framhaldsnám í beitarrannsóknum í Noregi og vann hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins 1982-1983 að verkefni, sem tengdist fram- haldsnáminu. Árið 1983 vann ég við gróðurnýtingardeild RALÁ en í ársbyrjun 1984 fór ég til Bandaríkjanna til framhalds- náms í beitarstjórnun, með beitaratferli sem sérsvið. Meistaraprófi lauk ég svo á sl. ári en hef þó hug á að halda náminu áfram og býst við að fara út síðla Forveri minn, Árni G. Péturs- son, vann mikið og gott starf við að hvetja menn til meiri og betri nýtingar á hlunnindum Þar er góður grundvöllur á að byggja fyrir mig. Og nú hafa ytri aðstæð- ur breyst þannig, að draga þarf saman hinar hefðbundnu bú- greinar. Því er ríkari ástæða til þess nú en nokkru sinni fyrr, að nyta hverskonar hlunnindi sem best. En allt byggist þetta öðru fremur á nógu góðri og traustri skipulagningu. - Gaman að vinna að þessu? Já, mjög, starfinu fylgja mikil ferðalög, maður kynnist landinu, maður kynnist mörgu fólki og það er alltaf ánægjulegt að vinna að áhugamálum sínum, ég tala nú ekki um ef starfið ber árangur. -mhg fk næsta sumars eða í haust. Það er minna að gera við þetta starf mitt hér að vetrinum. - Hvenær tókstu við starfi hjá Búnaðarfélaginu? Ég kom heim í júlflok í sumar og byrjaði þá hér. - Og í hverju er starf þitt einkum fólgið? - Árni G. Pétursson gerðist hlunnindaráðunautur hjá Búnað- arfélaginu 1980 og varð fyrstur til að gegna því starfi. Þegar Árni hætti var starfið auglýst þannig að það fæli í sér að sinna bæði hlunn- indum, og landnýtingarmálum. Ég sótti og nú er ég hér. Undir mitt starfssvið heyrir, að því leyti sem það lýtur að hlunn- indunum, silungsveiði, selveiði, reki, fugla- og eggjataka, jarð- efnataka, nýting á landi undir sumarbústaði, svo að það helsta sé nefnt. Að landnýtingarmálun- um vinn ég í samvinnu við Ólaf R. Dýrmundsson, landnýtingar- ráðunaut. Starfið felur í sér að leiðbeina bændum um nýtingu hlunnind- anna og leita eftir fyrirgreiðslu stjórnvalda við þessi mál þegar þess er þörf. Seljabændur hafa stofnað með sér samtök og ég leitast við að aðstoða þá við að koma sínum málum á framfæri við ráðamenn. Og svo koma markaðsmálin inn í þetta að sjálf- sögðu, ekki síst í sambandi við silunginn, en þar er nú mikið að gerast. Og ekki þýðir að veiða nema markaðsmöguleikar hald- ist í hendur við veiðarnar. Til stendur að unnið verði að rann- sóknum á geymsluþoli og vöru- þróun silungs í samvinnu við mat- vælarannsóknardeild RALA. Ánægjulegt að vinna að áhugamálu sínum Miðvikudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.