Þjóðviljinn - 19.02.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Qupperneq 7
DJÖÐVJLJINN Umsjón: Mörður Árnason Sama hvaðan gott kemur Rœtt við Þorstein Antonsson um nýjarbókmenntir og gamiar, gott og illt, raunir húsmœðra og blóðmörsiður raunsœisins Sjáendurog utangarðsskáld heitir nýútkomin bók eftir Þor- stein Antonsson og er bók um bækur og höf unda, fyrst og fremst skáldsagna. Sérstæð bókáýmsavegu. Aukstuttra greina um rúman tug erlendra skálda og yfirlits um skáld- sagnagerð íslenskrasíðustu ár er þarna fjallað um þá Jochum Eggertsson (Skugga)og Jóhannes Birkiland, sem hvorugur hefur fyrr verið tek- inn alvarlega við opinbera umræðu um bókmenntir, -og í Sjáendum og utangarðs- skáldumer Þorsteinn óhræddur við skoðanir á bók- menntastofnun, útgefendum, raunsæistísku og uppgjöf sem í því kristallast að ís- lenskur módernismi í skáld- söguformi hefur „hlotið sömu útreið og flugeldur sem fuðrar upp ískothólknum". Hlust- um á Þorstein stundarkorn, - þó ekki væri nema til að sanna með undantekning- unni þau orð hans að dagblöð hljóti „að halda tryggð við hið vanabundna um fram allt. Tískufyrirbrigði, nýjungar sem engu ögra eiga því samleið með þeim.“ - í bókinni er bókmenntagagn- rýni meðal annars efnis, segir Þorsteinn. - Bókmenntir eru mikilvægar fyrir samfélag sitt og bókmenntir fá ekki þrifist öðru vísi en gagnrýni fái líka þrifist. Bókmenntagagnrýni verður að njóta viðurkenningar, það er að segjavirðingarogfrelsis. Áþessu hafa verið annmarkar; hérlendis heur gagnrýni verið talin heldur lítilmótleg iðja, svo framarlega sem hún er ekki stranglega fræði- leg, og þá einskorðuð við fræðirit og háskólakennslu. - Einnig hefur staðið gagnrýni fyrir þrifum hvað hún hefur verið bundin pólitík, sem leiðir af því að gagnrýnendur hafa yfirleitt unnið við pólitísk blöð. - Vegna þess arna hafa gagnrýnendur ekki haft nægilegt svigrúm og gagnrýnin ekki dugað sem skyldi til frjóvgunar góðra bókmennta. Til marks um van- trúna er til dæmis sú staðreynd að bækur af sama tæi og Sjáendur og utangardsskáld koma hér ekki út nema á nokkurra ára fresti, - reyndar man ég ekki eftir nema fjórum eða fimm frá síðasta aldarfjórðungi. Ef bækur af þessu tæi kæmu tíðar út, en ég álít hana hvorki bundna skóla í bók- menntarannsókn né ákveðinni stjórnmálastefnu, væri stórt spor stigið í átt til gagnrýni sem sjálf- stæðs þjóðlífsafls. - Viðhorf lesandans til skáld- skapar er jafn mikilvægt sjálfum skáldskapnum, almennt á litið. Góður gagnrýnandi er einfald- lega maður sem les vel, - sem er að vísu ekki einfalt mál. Þú ert ekki bara lesandi, líka rithöfundur sjálfur. Er það galli við gagnrýnanda? - Nei, alls ekki. Gagnrýnandi getur verið mjög fær þótt hann semji ekki skáldskap sjálfur, - slíkt þarf ekki að fara saman. En rithöfundur hlýtur að geta orðið allgóður lesandi skáldverka ann- arra rithöfunda. Það er honum beinlínis þörf, - að læra af öðr- um, og hann ætti að hafa aukna burði til að gagnrýna verk ann- arra höfunda vegna þess að hann hefur trúlega sjálfur þurft að glíma við ýmsan vanda sem fylgir höfundarskapnum. Með þessu er ég ekki að segja að gagnrýni mín hljóti að vera góð þegar af þessari ástæðu. Raunir húsmœðra Þú segir um íslenskar samtíðar- sögur í upphafsorðum Sjáend- anna: „Stjórnmálaleg viðfangs- efni eins og raunir húsmœðra og óprúttni kaupsýslumanna hafa orðið innlyksa með sagnaformi sem fylgir íslensku þjóðinni frá einni jólabókavertíð til annarrar, raunsœisforminu, en hin sígildu verkefni hafa lent utangarðs með öðru skáldskaparsniði sem nú- orðið hœfir þeim viðfangsefnum betur, hinu móderniska." Viltu skýra þetta? - Húsmæður og kaupsýslu- menn - leikur nokkur vafi á að þessar stéttir séu fyrirferðarmikl- ar í íslenskum skáldskap? Ég er ekki að segja að um þessi við- fangsefni megi ekki fjalla. Kaup- menn hafa mjög orðið fyrir barð- inu á rithöfundum - þeim er lýst sem skúrkum eða fíflum ævin- lega. Mér sýnist um þetta að höf- undarnir hafi staðið af sér að gera viðfangsefninu kröftugri skil, og það vegna pólitísks aðhalds. - Eins er ekkert nema gott um það að segja að fjallað sé um raunir húsmæðra en ég lýsi eftir nýjum viðfangsefnum, annars- konar vinnubrögðum. - Umfjöllun um kaupmenn getur auðvitað öðrum þræði ver- ið pólitískt framiag. En mér hefur lengi þótt um íslenska vinstri menn að þeir dveldu í einskonar Borgarvirki. Öðru hverju henda þeir út blóðmörskepp, þá á ég við raunsæissögurnar svokölluðu, - en umsátursliðið er löngu farið. Það sem kallað er frjálshyggja í pólitískri umræðu er að mínu áliti afleiðing, að mestu ómeðvituð, afleiðing ákveðins lífernis fólks, sama hvar í flokk það hefur skipað sér. Ákveðin lotning fyrir efnishyggju, fjármagni, leiðir til grósku fyrirbæris eins og til dæm- is DV. Sölusjónarmið, hvort sem er á afköst manna, menntun eða hluti, leiða til frjálslyndis sem svo er kallað af þeim sem ekki mega af öðru vita en 'allt sé ákveðið með skynsamlegu móti, til góðs eða ills, frjálshyggja. Að gera kaupmanninn að skúrki eða fífli er heldur grunnfærin lýsing á þessu. Hin bernska vísindahyggja Raunsæi í bókmenntum fœr heldur bágt hjá þér? - Það er staðreynd sem rithöf- undar hafa búið við nokkurn veg- inn alla þessa öld, að minnsta kosti flestir þeirra höfunda sem um er fjallað í bókinni, að hlut- lægur veruleiki sem formaður verði í kyrrstæð kerfi, - hvort sem er samfélagasfræða eða raunvís- inda, - hann er ekki til. Bernsk vísindahyggja nítjándu aldar hélt slíku fram og við þvflíka hug- myndafræði hafa verið tengd ýmiskonar stefnumið sem höf- undum er síðan ætlað að tileinka sér. Raunsæishugtakið, sem gagnrýnt er í þessari bók, er því- líkt stefnumið, - og mér finnst það því fáránlegt. - Raunsæi í bókmenntum okk- ar daga hlýtur að snúast meira um kenndir, tilfinningar, hálfdulin sálaröfl, og bókmenntir sem byggðar eru úr slíkum efnivið fá á sig ólíkt snið þeim sem hafa verið flokkaðar undir hefðbundið raunsæi. Vilji höfundur halda áfram að gagnrýna kaupsýslu- stéttina með ritverkum sínum þannig að árangur svari til metn- aðar, - þá er að taka upp þess- konar vinnubrögð. Það frjáls- lyndi sem égá viðeinkennirhálf- kæringur, kæruleysi um mannleg samskipti, tómhyggja, - ann- markar sem ég tel að andófs- mönnum gegn frjálshyggju sjáist yfir ellegar takist ekki að fanga í möskva orða sinna. Viltu þá að rithöfundar moki samfélaginu út úr verkum sínum og setjist niður við naflaskoðun- ina eina saman? - Þetta er afleit spurning. Þú gerir bara ráð fyrir þessum tveimur kostum. Það má vísa til þeirra höfunda, sem mest er fjall- að um í bókinni, Jóhannesar Birkilands og Jochums Eggerts- sonar, dæmigerðra leitenda: báð- ir urðu stöðugt að horfast í augu við þversagnir. Og ég geri ráð fyrir að það muni vefjast fyrir flestum að gera grein fyrir hvar þeir sjálfir enda og hvar um- heimurinn byrjar. Prýðilega svarað. Þú minnist á Jóhannes og Jochum, menn sem hingað til hafa helst verið hafðir að háði og spotti, - hvað dregur þig að þessum utangarðshöfund- um? - Um báða gildir hið forn- kveðna: hið góða sem ég vil geri ég ekki, hið illa sem ég ekki vil geri ég. Þeir vissu um þvílíkar staðreyndir lífs síns, börðust í bökkum alla sína tíð, en það kom fyrir ekki. Gott og illt -Á síðustu allmörgum árum hefur verið merkilegt viófangs- efni hverjum hugsandi manni að finna lífsmáta sem svari til þver- sagna serr. orðnar eru augljósar staðreyndir í einkalífi jafnt sem opinberu. Að finna þvíiíkan lífs- máta reyndu þessir menn báðir og margir aðrir þeirra höfunda sem bókin fjallar um. Spurningin um lífsmáta fremur en upphafn- ingu þversagnanna sjálfra er sið- ferðisleg. Það er gamla sagan að gera grein fyrir hugtökunum gott og illt, sem alllengi hafa verið tal- in ekki-bitastæð. - Bernsk vísindahyggja nítj- ándu aldar firrti menn getunni til að ræða um siðferðisleg efni af viti. Þar áður hafði persónugerv- ingi hins illa verið útrýmt úr hug- myndafræði kristinnar kirkju, - en spurningin er hvort hér eru ekki á ferð sálfarslegar stað- reyndir eða tilvistarlegar sem með engu móti verði gengið fram hjá, - og verði bara öllu örðugri þeim sem búa við hina trúarlegu og fræðilegu léttúð sem leiddi af lútersku og síðan vísindahyggju. - Ég veit ekki um neina íslend- inga sem kafað hafa jafn djúpt eftir svari við þessari spurningu og þessir tveir skipsbrotsmenn.' Noregur Ljóðasafn eftir konur Fonna forlagið í Noregi hefur gefið út „Dikt av islandske kvinner", íslenskt Ijóðasafn kvenna, í þýðingu Ivars Org- lands; og er þar að finna auk formála höfundar Ijóð eftir um sextíu skáld síðustu þriggja alda. Bókin hefst á ljóðum Steinunnar í Höfn og Látra- Bjargar, en yngstu ljóðskáld bók- arinnar eru Elísabet Þorgeirs- dóttir og Álfheiður Kristveig Lárusdóttir. Ivar Orgland er einn umfangs- mesti þýðandi íslenskra bók- mennta í Noregi og er þetta tólfta ljóðasafnið sem hann þýðir. Miðvikudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.