Þjóðviljinn - 19.02.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Síða 15
ÍÞRÓTTIR Körfubikarinn Valur féll með sæmd Sigraði Njarðvíkinga meðfimm stigum. UMFN vannþó með 14 stigum samtals og leikur til úrslita England York lagt í fram- lengingu Liverpool þurfti á framleng- ingu að halda til að sigrast á 3.deildarliðinu York í 5.umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Lokatölur urðu 3-1, öllu hagstæðari en 7-0 skellurinn sem þeir frá York fengu á Anfield í fyrra. John Wark kom Liverpool yfir eftir 19 mínúturen Tony Canham jafnaði fyrir York á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar skoruðu svo Jan Mölby og sjálfur framkvæmdastjórinn Kenny Dalglish, 3-1. Liverpool er því fyrsta liðið til að komast í 8-liða úrslitin og mætir þar sigurvegaranum úr leik Watford og Bury. —VS/Reuter Kenny Dalglish skoraði fyrir Li- verpooi í gærkvöldi. Þó að Valsmenn hafi fallið úr bikarkeppninni í gær, þá féllu þeir með glæsibrag, sigruðu Njarðvík 76-71 í Seljaskólanum. Njarðvík vann hinsvegar fyrri leikinn með 19 stiga mun og leikur til úrslita gegn Haukum eða Keflavík. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu góðu for- skoti. Mestur varð munurinn 15 stig, 22-7, en staðan í hálfleik var 36-26. Njarðvíkingar hófu síðari hálf- leik með látum og jöfnuðu 53-53 og var leikurinn jafn allt til leiks- loka. Þegar 2 mínútur voru til leiksloka var staðan 68-61 Val í hag en þá skoraði Njarðvík 10 stig í röð og breytti stöðunni í 68-71. Valsmenn skoruðu svo 8 síðustu stigin og sigruðu eins og áður sagði 76-71. Valsliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik. Sturla, Kristján og Torfi skoruðu grimmt og náðu upp þessu góða forskoti. Valsmenn slökuðu svo á og gerðu sig seka um margar klaufavillur í síðari hálfleik en léku síðustu nn'nút- urnar af skynsemi og öryggi. Bestir í liði Vals voru þeir Sturla, Torfi og Tómas. Njarðvíkingar hafa ekki virkað nógu sannfærandi í síðustu leikjum og þessi leikur var frekar slakur af þeirra hálfu, einkum þó fyrri hálfleikur. Síðari hálfleikur- inn var svo mun betri, en klaufa- skapur á lokamínútunum gerði út um sigurvonir þeirra. Árni átti ágætan leik í gær og einnig Valur þó hann hafi verið lengi að kom- ast í gang. Stig Vals: Tómas Holton 14, Sturla ör- lygsson 12, Torli Magnússon 11, Kristján Agústsson 11, LeifurGústafsson 10, Einar Óiafsson 9, Jón Steingrímsson 4, Jóhann- es Magnússon 4 og Páil Arnar. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 31, Arni Lárusson 10, Jóhannes Kristbjörns- son 8, Kristinn Einarsson 7, ísak Tómas- son 6, Hreiðar Hreiðarsson 3, Helgi Rafns- son 2, Teitur örlygsson 2, Ingimar Jóns- son 2 og Ellert Magnússon 2. -Logi Handbolti Haukar-HK Haukar og HK leika í kvöld hálfgcrðan úrslitaleik um sæti í 1. deild karla. Þetta er fyrri lcikur næstsíðustu umferðar auka- keppninnar og fer hann fram í Hafnarfirði og hefst kl. 21.15. Þróttur og KR leika síðan annað kvöld. Alfreð Gíslason átti erfitt með aö kom- ast til Sviss vegna vinnu en það mál var leyst. Landsliðið Alli og Tobbi með Ellertþriðji markvörður. Farið til Sviss á laugardag Alfreð Gíslason og Þorbergur Aðalsteinsson hafa endanlega gef- ið kost á sér til að leika með handknattleikslandsliðinu í A- keppninni í Sviss. Þátttaka þeirra var nánast eini óvissuþátturinn í vali liðsins sem var tilkynnt í gær- morgun. Ellert Vigfússon vann slaginn við Brynjar Kvaran um þriðju markmannsstöðuna en annars lítur hópurinn út eins og búast mátti við. Bogdan Kowalczyck landsliðs- þjálfari valdi eftirtalda 16 leik- mcnn fyrir keppnina: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Tres De Mayo Ellert Vigfússon, Val Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, Essen Atlí Hilmarsson, Gunzburg Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Geir Sveinsson, Val Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Jakob Sigurðsson, Val Kristján Arason, Hameln Páll Ólafsson, Dankersen Siguröur Gunnarsson, Tres De Mayo Steinar Birgisson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Þeir sem eftir sitja af landsliðs- hópnum sem æft hefur síðustu mánuði eru Brynjar Kvaran, Egill Jóhannsson, Guðmundur Albertsson, Jón Árni Rúnarsson, Júlíus Jónasson, Sigurður Sveins- son og Valdimar Grímsson. Sig- urður var reyndar lítið sem ekk- ert inní myndinni vegna sinna langvinnu meiðsla og ljóst var áður en hópurinn var endanlega valinn að hann kæmi ekki til greina. Landsliðið fer til Sviss á Iaugar- daginn og þar koma til móts við það þeir Álfreð og Þorbergur. Arnarflug tók að sér að flytja lið- ið, án endurgjalds, og sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ að það jafngilti um hálfrar miljón króna stuðningi. Keppnin hefst á þriðjudaginn kemur en þá leikur Island við Suður-Kóreu í Genf. __ys Þorbergur Aöalsteinsson fékk fri frá þjálfuninni hjá Saab til að leika í Sviss. Úrvalsdeildin Taugatitringur fyrir lokaumferð Flókin staða með tilhcyrandi taugatitringi er komin upp í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Fyrir lokaumferðina berjast UMFN og Haukar um efsta sætið en KR og ÍBK um 4. sætið. Reyndar gætu Valur, ÍBK og KR orðið öll jöfn í 3.-5. sæti og þá gerast hlutirnir flóknir, enda þótt Valsmenn séu öruggir með sæti í undanúrslitunum hvernig sem allt fer. í lokaumferðinni leika Haukar við KR á fimmtudagskvöldið, UMFN við ÍBK á föstudags- kvöldið og ÍR við Val á sunnu- dagskvöldið. Haukar eru tveim stigum á eftir UMFN en ef þeir sigra KR og UMFN tapar fyrir ÍBK eru Haukar úrvalsdeildarmeistarar þar sem þeir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum við UMFN. Ef KR vinnur Hauka, UMFN vinnur ÍBK og Valur vinnur ÍR eru KR og ÍBK jöfn með 16 stig í 4.-5. sæti. Þá nær KR fjórða sæt- inu vegna betri útkomu í leikjun- um við ÍBK. Ef sömu úrslit verða, nema hvað Valur tapi fyrir ÍR, snýst dæmið við. Þá eru reiknaðir inn- byrðis leikir Vals, ÍBK og KR og í feim er Valur með 5 vinninga, BK með 4 en KR með 3. KR getur því setið eftir með sárt enn- ið þrátt fyrir sigur á Haukum ef Valsmenn taka uppá því að tapa fyrir ÍR. KR-ingar fóru framá að allir leikirnir yrðu á sama tíma. Móta- nefnd KKÍ lagðist eindregið gegn því, var samhljóða í þeirri af- stöðu sinni að leikið yrði einsog áður var raðað upp. Annað kvöld hefst því lokaumferðin og ef KR tekst að vinna Hauka þá kemst spennan í hámark. —VS Júdó Gulltil Dalvíkur Dalvíkingar halda áfrarn að gera vart við sig á júdómótuni. Á laugardaginn áttu þeir cinn sigur- vegara á Gráðumótinu fyrir kyu- gráðaða júdómenn sem fram fór í íþróttahúsi KHÍ í Reykjavík. Það var Brynjar Aðalsteinsson 2. kyu sem sigraði í 71 kg flokki. Ármenningar áttu annars þrjá sigurvegara af fimm. Eiríkur Ingi Kristinssun 1. kyu sigraði í 60 kg flokki, Páll M. Jónsson 1. kyu í 78 kg flokki og Arnar Marteinsson 1. kyu í 86 kg flokki. Loks sigraði Gunnar Jónasson 1. kyu úr Gerplu í 65 kg flokki. Gráðurnar segja til um hversu langt menn cru komnir. Byrjend- ur fá gráðuna 6. kyu og vinna sig niður í 1. kyu en síðan tekur við 1. dan, 2. dan o.s.frv.. Keila Keiluvinir á toppinn Keiluvinir náðu forystusætinu í 1. deildarkcppninni úr höndum Keilu- bana á sunnudaginn þcgar 6. umferð var leikin. Að henni lokinni eru Keilu- vinirnir með 29 vinninga, P.L.S., Keiluhanar og Glennurnar með 28 hver sveit, Víkingasveitin 26, Fellibyl- ur 25, Hólasniglar 23, Gæjar og Píur 19, Þröstur 18 og Kaktus rekur lestina með 16 vinninga. Keppni í 2. deild er komin af stað en þar leika átta lið. Gúmmjgæjar cru efstir með 12 vinn- inga, en Dúkpjötlur og Bjórmenn koma næstir með 10 vinninga hvor sveit. Badminton HM hefstídag Keppt við Austurríki og Sovétríkin Karlalandslið íslands í bad- ininton leikur í dag við Austurríki og kvennalandsliðið við Sovétrík- in í heimsmcistaramótinu í liðak- eppni sem fram fer í Vestur- Þýskalandi. Karlakeppnin nefn- ist Thomas Cup og kvcnnakepp- nin Uber Cup og er þetta undan- keppni fyrir Evrópuþjóðir og nokkrar Afríkuþjóðir. Karlaliðið er í riðli með Austurríki, Svíþjóð, Zambíu og Frakklandi en kvennaliðið með Hollandi, Sovétríkjunum, Frakklandi og Noregi. Sigurliðin í riðlunum halda áfram en þrjú karlalið og þrjú kvennalið kom- ast í úrslitamótin. Islensku keppendurnir eru Þórdís Edwald, Elísabet Þórðar- dóttir, Inga Kjartansdóttir, Kristín B. Kristjánsdóttir, Guð- mundur Adolfsson, Árni Þór Hallgrímsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Jóhann Kjartansson, Broddi Kristjánsson og Sigfús Ægir Árnason úr TBR og Ása Pálsdóttir úr ÍA. Karate Gerpla og Þórshamar Fjölmennt vormót í Hagaskóla Gerpla og Þórshamar lilutu flest verðlaun á fjölmennu vormóti Shotokan-karatefélaganna sem fram fór í Hagaskóla á sunnudaginn. Vor- mótin eru sniðin fyrir yngri aldurs- flokka og þá sem styttra eru koninir. Gerpla og Þórshamar hlutu hvort um sig 2 gull, 3 silfur og 3 brons, Selfyss- ingar fengu 2 gull, 1 silfur og 1 brons og Karatcskólinn 1 gull. Þátttakendur voru einnig frá Breiðabliki. Kolbeinn Stefánsson sigraði í kata barna og Ásmundur ísak Jónsson í kumite karla. Þeir eru úr Þórshamri. Gullhafar Gerplu voru Erna Erlcnds- dóttir í kata byrjenda kvenna og Birg- ir Vignisson í kata byrjenda karla. Selfyssingarnir voru Árni G. Rób- ertsson í kata unglinga og Eyþór Öst- erby í kata táninga og Finnbogi Karls- son frá Karateskólanum í Reykjavík sigraði í kumite karla, lægra gráðaðir. Mlðvikudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.