Þjóðviljinn - 22.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.02.1986, Blaðsíða 13
Tyre, Líbanon — ísraelskar her- sveitir héldu í gær áfram leit sinni að tveimur ísraelskum hermönnum sem Shíta- múslimar tóku í gíslingu fyrir tæpri viku síðan. Shítar birtu í gær mynd af gíslunum tveimur, þeir sögðu í fyrradag að þeir hefðu tekið annan ísra- elsmanninn af lífi þar eð ísra- elsmenn höfðu ekki farið með herlið sitt úr Suður-Líbanon. Tveir ísraelskir hermenn og að minnsta kosti 13 Líbanir hafa lát- ist síðan leitin hófst. Aðrir 22 lí- banir hafa særst. Haft var eftir ónafngreindum heimildum í gær að 1500 manna hersveitir ísraels- manna hefðu tekið 130 Líbani í gæslu síðan þeir hófu leit í þorp- um Shíta að ísraelsmönnunum. Þeir voru teknir á landamæra- svæði sem ísraelsmenn hafa lýst sérstakt öryggissvæði Myndin sem birt var i gær af ísraelsmönnunum tveimur, sýndi ERLENDAR FRÉTTIR hjörleífssoi/R E U1E R HEIMURINN Líbanon Israelsmenn leita enn Shítar hafa birt mynd af gíslunum sem þeir segja tekna stuttu áður en annar þeirra var tekinn af lífi. Gemayel leitar stuðnings er- lendis milda dóma Málvernd Enskuslettur í þýsku Walesa var ánægður þegar hann kom úr réttarsalnum í síðustu viku. Þeir voru ekki eins ánægðir félagar hans í Samstöðu í gær. Varsjá — Áfrýjunarréttur í Pól- landi mildaði í gær dóma yfir tveimur af helstu leiðtogum Samstöðu. Þriggja og hálfs árs fangelsisdómi yfir þeim þriðja var hins vegar ekki breytt. Dómarar sögðu að dómarnir yfir þeim Adam Michinik og Bogdan Lis yrðu mildaðir um sex mánuði. Michnik hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi og Lis átti yfir höfði sér tvö og hálft ár í fangelsi. Áfrýjun til handa þriðja Samstöðuleiðtoganum, Wladyslaw Frasyniuk, var hins vegar ekki tekin til greina. Þrímenningarnir voru fangels- aðir í júní síðastliðnum fyrir að eiga þátt í að boða til allsherjar- verkfalls gegn verðhækkunum á matvörum. Þrímenningarnir voru ekki við- staddir réttarhöldin í gær en lög- fræðingar þeirra voru óánægðir með dóminn. Sagt var að þrí- menningarnir hefðu vonast til að úrskurður áfrýjunardómstólsins myndi benda til að stjórnin væri að lina tökin á pólitískum and- stæðingum, sérstaklega eftir að ákærur á hendur Lech Walesa voru felldar niður í síðustu viku. Það reyndist hins vegar ekki vera. Bonn — Þjóftverjar hafa löngum verið þekktir fyrir að vera vinnusamt fólk. Þeir hafa nú fengið að láni orð úr enskri tungu til að lýsa þessari áráttu sinni “Workaholic", eða vinn- usjúklingur. Þetta er eitt af þeint uppsláttar- orðum sem er að finna í nýjustu útgáfu Dudenorðabókarinnar þýsku. Þessi orðabók þykir inni- halda besta yfirlit þýskrar tungu. Þjóðverjar hafa einnig innleitt enska orðið„yuppie“ (Uppi) í tungu sína án staðfæringar. I nýj- ustu útgáfu Duden eru þeir sem elta tískustrauma, nefndir “Schickimickis"! Meinatæknir Óskaö er eftir meinatækni til starfa viö fisksjúk- dómarannsóknir á Tilraunastöö Háskólans aö Keldum. Upplýsingar í síma 82811. Geimskot Ariane skotið á loft Upphaf óhlýðniherferðarinnar fyrir viku. Aquino ásamt varaforsetaframbjóðanda sínum, Salvador Laurel. Filippseyjar Marcos brtur frá sér tvo menn liggjandi í herbergi sem þakið var stórum myndum af ýmsum leiðtogum Shíta, þar á meðal Ayathollah Khomeini. Myndin var sögð tekin stuttu áður en annar þeirra var tekinn af lífi. Fulltrúar í utanríkisráðuneyti Líbanons sögðu að Bandaríkja- menn væru nú að reyna að fá ísra- elsmenn til að draga sig til baka inn á öryggissvæði sitt á landa- mærum Líbanons og ísraels. Sýr- lendingar hafa krafist þess að Amin Gemayel, forseti Líbanons segi af sér eða styðji friðarsátt- mála sem gerður hefur veið til að binda endi á 11 ára borgarastyrj- öld í Líbanon. Gemayel kom á fimmtudaginn til Marokkó frá Róm þar sem hann hafði heim- sótt páfann og Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, til að biðja þá um stuðning við sig. í Marokkó ræddi hann við Hassan konung. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Manila — Ferdinand Marcos sem nú kallar sig forseta Fil- ippseyja réðst í gær harkalega að Corazon Aquino og er- lendum gagnrýnendum sínum og kallaði þau „vanþakkláta tapara og heimsvaldasinna nútímans". Hann sagði að þessir aðilar vanvirtu Filipps- eyjar. Marcos hóf þessar árásir sínar eftir að Aquino hafði rætt við sér- legan sendimann Bandaríkjafor- seta, Philip Habib. Aquino sagði við Habib að hann skyldi bíða og sjá hvað gerðist þegar mótmælin hæfust daginn sem Marcos verð- ur formlega settur inn í forseta- embættið á þriðjudaginn. Fjölmörg ríki hafa ákveðið að senda ekki fulltrúa sína á athöfn- ina til að mótmæla þeirn svikum sem voru viðhöfð í forsetakosn- ingunum 7. febrúar. Marcos hef- ur svarað þessu með því að senda háttsetta embættismenn til Bandaríkjanna, Evrópu og Vat- íkansins til þess að skýra málstað sinn. Habib fer til baka til Banda- ríkjanna nú um helgina og mun Bandaríkjastjórn byggja stefnu sína gagnvart Filippseyjum á skýrslu hans. Aquino hefur skipulagt allsherjarverkfall dag- inn eftir að Marcos hefur verið settur í embætti. Samstaða Dómstólar Evrópska geimvísindastofnunin reynir við geimskot París — Ariane- 1 eldflaugin sem er í eigu Evrópsku geim- vísindastofnunarinnar fór í nótt í loftið, ef allt hefur gengið 'samkvæmt áætlun, klukkan 01.45 að íslenskum tíma. Henni var skotið á loft frá litl- um eldflaugarpalli í frum- skógum Frönsku-Guyana í Suður-Ameríku. Tilgangurinn með geimskotinu er að koma tveimur gervitunglum á sporbaug umhverfis jörðina. Annað er franskt og er ætlað til að skoða jörðina. Hitt er sænskt og er ætlað að stunda almennar vísindarannsóknir. Þetta er fyrsta Ariane geim- skotið síðan í september á síðasta ári þegar sprengja varð eldflaug sem bar tvö gervitungl í loft upp, fimm mínútum eftir flugtak. Ástæðan var sú, að þriðji elds- neytistankurinn virkaði ekki. Þegar síðast var vitað gekk allt samkvæmt áætlun. Mjög mikilvægt er talið að þetta geimskot heppnist vegna fyrra geimskotsins og vegna þess hvernig fór fyrir Challenger- flauginni bandarísku. Trú manna á geimskotum fór mjög minnkandi eftir það atvik og tryggingafyrirtæki eiga nú yfir höfði sér kröfur um bætur upp á hundruð milljóna dollara. Franska gervitunglið sem Ari- ane flaugin setur á sporbaug um jörðu á að ljósmynda yfirborð jarðar í tengslum við landbúnað, kortagerð og athuganir varðandi verðmæta málma í jörðu. Þá er gert ráð fyrir að tungiið verði ein- nig notað í hernaðarlegum til- gangi. Sænska gervitunglið verð- ur notað til að leita að verð- mætum málmum í jörðu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 íþróttahús - Verðkönnun Bæjarsjóöur Garöabæjar hyggst reisa nýja íþróttaskemmu á íþróttasvæöinu viö Ásgarö á næstunni. Ákveöiö hefur veriö aö gera könnun á veröi og gerðum íþróttaskemma á innlendum sem er- lendum markaði. Þeir sem óska aö taka þátt í verðkönnun þessari geta sótt útboösgögn á bæjarskrifstofur Garða- bæjar, Sveinatungu viö Vífilsstaöaveg frá og meö föstudeginum 21. febrúar 1986. Tilboöum skal skilaö fyrir þriöjudaginn 15. apríl 1986. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.