Þjóðviljinn - 22.02.1986, Blaðsíða 5
Lech Walesa og barátt-
ufélagar hans á sokka-
bandsdögum Solidarnosc
gerðu það að grundvallar-
atriði í samningum sínum
við Jarúselski og herfor-
ingjana í Póllandi að opna
fyrir auglýsingastreymi til
fólksins. Þeir komu upp há-
tölurum utan við salina þar
sem menn tókust á yfir
samningaborðum, til að
flytja samfelldar fregnir af
atburðarásinni. Þetta var
einn af höfuðþáttunum í því
nána sambandi sem varð á
miili þeirra og fólksins. Wa-
lensk vinnubrögð af þess-
um toga geta aldrei annað
en styrkt sambandið á milli
forystunnar og félaganna í
hreyfingum sem eiga að
vera lifandi, og sjúga nær-
ingu sína úr sífrjóum jarð-
vegi hinna virku tengsla á
milli toppa og táa, - foryst-
unnar og fjöldans.
Þessir garpar vilja kaup sitt en engar refjar!!
árum, og þ\í sanngjarnt að það
njóti alis batans núna.
1. Miðað við spá unt 4 prósenta
aukningu þjóðartekna, þá yrði
kaupmáttur að aukast að meðal-
tali um 4 prósent til þess að
skiptahlutföllin í þjóðfélaginu
héldust óbreytt. En miðað við að
þjóðartekjur aukist um fimm
prósent, sem er hklegt. þá vrði
kaupmáttur að aukast að meðal-
tali um 5 prósent. Með því að
hafa aukninguna minni hjá
tekjuhærri/-hæstu hópunum, þá
mætti auðvitað auka kaupmátt
þeirra verst settu miklu meira.
2. Með því að gera ráð fyrir
fjögur prósenta aukningu þjóðar-
tekna og sömuleiðis því, að öll
aukningin færi til launafólks, þá
þyrfti kaupmáttur að aukast um
6.7 prósent að meðaltali. Sé hins
vegar gert ráð fyrir 5 prósenta
aukningu þjóðartekna. þá yrði
kaupmáttur að aukast um 8,3
prósent að meðaltali.
Skattalækkanir
Ríkisstjórn og sveitarfélög
Svigrúm og samningar
Skipulagðir fréttalekarforkólfa VSÍ.
Pjóðartekjur munu aukast umfimm til sexprósent á árinu.
s
Igóðœri verður að ná einhverju af kjararáninu frá 1983 til baka
Hókus pókus
í Garðastræti fara allir samn-
ingar hins vegar fram fyrir lukt-
um dyrum. Fjölmiðlafælnin er
meira að segja orðin slík, að það
er búið að taka upp þá nýbreytni
að læsa húsakynnum VSÍ, þar
sem viðræðurnar fara fram.
Fréttamenn eru þarmeð sviptir
öllum upplýsingum. Einungis
þeir sem eru í náðinni hjá topp-
unum fá allra náðarsamlegast að
tala við stórmennin í tíma. Þann-
ig er hægt að stjórna fullkomlega
hvernig fréttir berast til þjóðar-
innar.
Þetta eru auðvitað gjörsam-
lega fráleit vinnubrögð. Fyrir
verkalýðshreyfinguna skiptir
einkum og sér í lagi máli að koma
fréttum af gangi mála til fólks
vegna þess hversu gífurlega
flóknir þeir samningar eru, sem
nú er verið að gera. Einmitt
vegna þess er samningsgerðin í
augum fólksins á götunni orðin
að hálfgerðum hókus pókus í
Garðastræti.
Það er líka rétt að benda á, að
fréttaleyndin skapar svigrúm
fyrir ósvífna menn til að skapa
tiltekið andrúmsloft gagnvart
samningunum með klókinda-
legum „fréttalekum". Þetta hafa
forystumenn VSÍ notfært sér til
hlítar á einkar ógeðfelldan hátt.
Með völdum „fréttalekum" í
Morgunblaðinu hófu þeir harð-
skeyttan sálfræðihernað, sem var
ætlað að skapa þau viðhorf hjá
fólki, að ekki væri að búast við
neinni kaupmáttaraukningu. Á
undanförnum dögum hefur
Morgunblaðið þannig æ ofan í æ
birt fréttir úr miðju samning-
anna, sem höfðu þetta að megin-
kjarna og töldu fólki trú um að
raunverulega væri verið að ræða
núll prósent aukningu. Tilgang-
urinn var sá, að skapa andrúms-
loft sem gerði auðveldara en ella
að knýja fram samninga upp á
mjög litla aukningu. Fólk myndi
þá hugsa sem svo, að lyktir hefðu
alla vega ekki orðið eins slæmar
og Morgunblaðið hefði gefið til
kynna og sætta sig betur við
niðurstöðuna.
Afleiðing þessara vandlega
undirbúnu leka í Moggann varð
hins vegar sú að fólk missti trú á
samningunum, fylltist nokkru
vonleysi og taldi þá lítils virði
áður en niðurstaða var fengin.
Fréttaleyndin og undirbúnir lek-
ar forkólfa VSÍ í Moggann grófu
þannig undan samningamönnum
verkalýðssamtakanna.
Stóraukið svigrúm
Núverandi samningar eru
óhemju flóknir sem fyrr segir, og
það er auðvelt að týnast í frum-
skógi húsnæðismála, lífeyris-
sjóða, vaxtalækkana og niður-
greiðslu á verðbólgunni. Til að
gera sér grein fyrir möguleikun-
um í stöðunni, og réttmætum
vinningum, er auðveldast að
reyna að grilla eftir heildarlínum.
Til að byrja með er hægt að spá í
hið stóraukna svigrúm, sem hefur
skapast vegna hagstæðs byrs í
viðskiptakjörum okkar.
Þegar verkalýðshreyfingin
setti fram kröfuna um 8 prósent
aukningu á kaupmætti í nóvem-
ber var gert ráð fyrir að þjóðar-
tekjur ykjust um tvö prósent. En
síðan hefur olían snarlækkað og
sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar
telja þá búbót 500 miljóna virði
fyrir þjóðina. Freðfiskur hefur
hækkað um 5 prósent á erlendum
mörkuðum okkar og saltfi-
skurinn um 16 prósent. Samtals
gefa þessir þrír þættir af sér um
tvo miljarða aukreitis fyrir þjóð-
ina. Miðað við fyrri spár Þjóð-
hagsstofnunar má samkvæmt
þessu áætla að þjóðartekjur
aukist um 1,5 til 2 prósent í við-
bót, eða alls um 3,5 til 4 prósent á
þessu ári.
Samt er þessi spá áreiðanlega
of lág. Miðað við hráolíuverðið í
dag mun olíulækkunin ekki skila
okkur 500 miljónum, heldur milj-
arði. Miðað við það (og olían er
enn að lækka þessa dagana) má
gera ráð fyrir að þjóðartekjur
hækki um hálft prósent í viðbót,
og verði að minnsta kosti 4 til 4,5
prósent.
Þá er enn eftir að gera ráð fyrir
<jákvæðum áhrifum í efnahagslíf
okkar, sem stafa af uppsveiflu og
hagvexti (m.a. vegna olíulækk-
unar) í viðskiptalöndum okkar.
En það er einfaldlega hagfræði-
leg staðreynd, að hagvöxtur í
þeim leiðir til aukins hagvaxtar
hjá okkur.
Það er því alls ekki fráleitt að
ætla, að í stað þeirrar spár sem
Þjóðhagsstofnun setti frarn um
tveggja prósenta aukningu þjóð-
artekna verði hún alltaf sex pró-
sent. Svigrúmið til kjarabóta hef-
ur því stóraukist frá því kröfurnar
voru settar frarn.
Dollaradella
Því er að vísu dreift markvisst
af forkólfum VSÍ, að óhagstæð
þróun dollarans síðustu vikur
hafi í rauninni brennt upp þann
„happdrættisvinning" sem felst í
stórbættum viðskiptakjörum.
Þetta er hins vegar rangt.
Vissulega hefur dollarinn
lækkað um 3,5 prósent síðustu
fjórar vikur. Það þarf hins vegar
ekki að leiða til raunlækkunar á
því sem við fáum fyrir fiskinn
okkar. í fyrsta lagi er fiskmarkað-
urinn í Bandaríkjununt mjög
sterkur um þessar mundir, hann
er „seljendamarkaður", og því
allt eins líklegt að tekjulækkun af
völdum dollarasigs vinnist upp
með verðhækkun (í dollurum) á
fiski í Bandaríkjunum. Það gerð-
ist til að mynda síðastliðið haust,
þegar dollarinn lækkaði og fisk-
urinn hækkaði í doliurum talið til
móts við tapið og jafnvel meira.
Síðast en ekki síst má svo ekki
gleyma, að þegar dollarinn fellur
styrkjast evrópumyntir og niark-
aðir okkar í Evrópu, sem við höf-
unt vanrækt illilega (t.d. í Bret-
landi). Tekjutap vegna gengis-
breytinga dollarans getur þannig
leitt til tekjuaukningar í Evrópu.
Það er því alrangt, sem VSÍ er að
láta seytla út þessa dagana, að
dollarasigið sé að eyða öllum
batanum.
Möguleikar
á hækkunum
Lítum þá á, hvað hið aukna
svigrúm vegna aukinna þjóðar-
tekna gæti fræðilega fært launa-
fólki. Þetta er fróðlegt að skoða
út frá tvennu: annars vegar með
því að gera ráð fyrir að skipta-
hlutföllin í þjóðfélaginu séu
óbreytt, og hins vegar með því að
ætla að allur batinn fari til launa-
fólks. Pólitískt er auðvitað ókleift
að ætlast til þess, en út frá
sanngirnissjónarmiðum er það
ekki óeðlilegt sé litið til þess að
launafólk hefur tekið á sig 30
prósenta skerðingu á síðustu
hafa fyrir sitt leyti fallist á
ákveðnar skattalækkanir, sem
nema 450 miljónum, til að liðka
fyrir kjarasamningum. Það er
hins vegar fráleitt að tala um ein-
hverja fórn af þeirra hálfu í þessu
sambandi. Þessi minnkun er ein-
ungis leiðrétting til samræmis við
áætlaða hjöðnun verðbólgunnar
og er ekki raunlækkun á tekjum
ríkissjóðs og sveitarfélaga.
Jafnframt eru uppi hugmyndir
um að greiða niður verðbólguna
nteð 1250 miljónum króna, sem
yrði varið til lækkunar óbeinna
skatta og niðurgreiðslu á ýmsum
neysluvörum. Helming þessa fjár
vilja menn að ríkisstjórnin fái að
láni frá k'feyrissjóðunum, sem
launafólk á sjálft. Hinn helming-
inn á svo að fjármagna með ann-
ars vegar niðurskurði á fé til veg-
aframkvæmda (þó einungis til
samræmis við hjöðnun verðbólgu
þannig að ekki yrði um raunlækk-
un að ræða).
Hins vegar vilja samninga-
menn verkalýðshreyfingarinnar
auka skatta á banka og eignir.
Það er full þörf á slíkri skatt-
heimtu, og sjálfsagt að taka undir
slíkar kröfur.
A þessu stigi eru vissar vonir
bundnar við góða úrlausn í hús-
næðismálum, en að öðru leyti er
býsna erfitt að spá fyrir um út-
komuna. Það er hins vegar klárt,
að það er ekki hægt að þola að
skiptahlutfallið breytist fyrir-
tækjunum í vil, eins og VSÍ stefn-
ir greinilega að. Óbreytt hlutföll
eru í sjálfu sér heldur ekki nógu
góð.
Það ríkir góðæri, og undir slík-
um kringumstæðum er ljóst að
við verðum að stefna að því að ná
aftur einhverju af kjararáninu
sem var framið á launafólki 1983.
Ossur Skarphéðinsson
Laugardagur 22. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5