Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 16
Ordbogsredaktor Ved Den arnamagnæanske kommissions Ord- bog over det norrone prosasprog er en stilling som redaktor ledig til besættelse pr. 1. juli 1986 eller snarest derefter. Nodvendige kvalifikationer til stillingen er grun- digt kendskab til norront sprog og norron litterat- ur, samt til ordbogens primære forklaringssprog dansk. Kendskab til moderne islandsk sprog er onskeligt, ligeledes leksikografisk erfaring. Nærmere oplysning om stillingens indhold fás ved henvendelse til Den arnamagnæanske kom- missions sekretær tlf. 01 54 22 11 / 2164. Ansættelse vil ske i henhold til gældende over- enskomst mellem finansministeriet og Dansk magisterforening. Indkomne ansogninger vil blive bedomt af et af Kommissionen nedsat fagkyndigt udvalg. Ind- stillingen i sin helhed vil blive tilstillet ansogerne. Kommissionen træffer afgorelse i sagen. De arbejder, ansogerne onsker inddraget ved bedommelsen af deres kvalifikationer, bedes indsendt sá vidt muligt í 3 eksemplarer. Ansogninger stiles til Den arnamagnæanske kommission og indsendes til rektor for Koben- havns universitet, der er kommissionens for- mand.’Frue Plads, 1168 Kebenhavn K. An- sogningsfristen er d. 15. marts 1986 kl. 10.00. Útboð - loftræstikerfi Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði ísmíðiog uppsetninguá loftræstikerfum fyrir verslanamiðstöð í Kringlu- mýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti: A. NORÐURHÚS 1. Blikkstokkar um 35.000 kg 2. Loftræsisamstæður, blásarar um 400.000 m3/h 3. Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður B. SUÐURHÚS 1. Blikkstokkar um 45.000 kg 2. Loftræsisamstæður, blásarar um 400.000 m3/h 3. Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður Heimilt er að bjóða í lið A eða lið B eða báða saman. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 25. febrúar 1986 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilatil Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 2. apríl 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HAGKAUP H.F., Lækjargötu 4, Reykjavík Laus staða Brunamálastofnun ríkisins auglýsir starf eftirlits- manns eldvarna hjá stofnuninni. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og þekkingu í byggingarfræði og eldvörnum. Umsóknir skulu berast brunamálastjóra ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, eigi síðar en 5. mars nk. Brunamálastjóri. Gull í Esjunni Gullleitá íslandi hefuroftaren einu sinni veriö á dagskrá og eitt vinsælasta íslenska dægurlagiö þaö sem af er árinu heitir einmitt Gull og fjallar um gullleit í Vatnsmýrinni. Raunvísindastofnun Háskóla íslands og Norræna eldfjallastöðin héldufyrir skömmu árshátíö þar sem gull á íslandi bar á góma. Það var í borðræðunni sem GuðmundurE. Sigvaldason forstöðumaður síðarnefndu stofnunarinnarflutti. Við fengum góðfúslegt leyfi Guðmundartilaðbirta þennan ræðustúf. í lestinni Roma-Paris situr Steinn Elliði og rökræðir við sam- ferðamann, kaþólskan kanúka,- og kanúkinn segir meðal annars: „Ungur maður krefst þess að fá að afla sér þeirrar lífsreynslu dýru verði, sem honum stendur til boða gefins í viðvörunum hinna rosknu". Þessi tilvintun úr Vefaranum mikla frá Kasmír kemur mér oft í hug, nú þegar þar er komið í lífs- hlaupi að aldursmunar gætir á mér sjálfum og þeim, sem eru að hefja starfsferil. Æ oftar stend ég sjálfan mig að því að brosa í laumi að ýmsum tilburðum ungra manna, sem eru nákvæmlega þeir sömu og ég viðhafði fyrir margt löngu og leiddu ekki alltaf til mik- ils. Þegar ég kom heim frá námi var það líklega eitthvað fágætara en á síðustu misserum að menn kæmu með titla frá útlöndum og enginn hafði áður kallað sig jarð- efnafræðing. Nema ég fæ upp- hringingu frá stjórnmálamanni, sem biður mig að koma á sinn fund heim í stofu. Ég sit í djúpu hægindi og and- spænis mér þekktur maður, virðulegur, þungbrýnn og alvar- legur: „Svo þú ert jarðefnafræð- ingur. Mér hefur lengi leikið hug- ur á að fá rannsakað með nútíma- legum hætti hvað muni vera til í hugmyndum um gull í Esjunni. Nú langar mig að biðja þig að gera á þessu ítarlega rannsókn, bæði við Mógilsá og eins við Miðdal í Mosfellssveit, þar sem líka hefur verið talað um gull í jörðu". Hver urðu nú viðbrögð ungs manns, sem vissi í hjarta sínu að stjórnmálamaður var í fullri al- vöru að fara með bull og vitleysu? Hann lét sig hafa það að arka upp í Esju, taka sýni og gera efna- greiningar, eins þótt hann vissi að allt voru þetta hlaup eftir vindin- um einum. Gull í Esjunni er gömul fyndni en afskipti mín af því máli eru gott dæmi um einn þátt í sam- skiptum stjórnmálamanna og vís- indamanna. Fleiri dæmi eru til, sum grátfyndin, önnur minna fyndin. Surtarbrandur á Vest- fjörðum eða Tjörnesi, titan- málmur í Mýrdalssandi eru við- fangsefni þar sem stjórnmála- menn gripu gamlar hugmyndir, sem búið var að gerkanna í tví- eða þrígang og fengu samþykktar fjárveitingar að endurtaka von- lausa rannsókn í fjórða sinn. Slík- ar rannsóknir eiga einatt að Guðmundur E. Sigvaldason jarð- fræðingur. skapa ný störf í koðnuðu kjör- dæmi, en þá fer skörin að færast upp í bekkinn þegar stjórnmála- menn ætla að bjarga atvinnuveg- um og efnahag þjóðarinnar upp- tendraðir af aðfenginni hugmynd um gull í náttúrunni. En víkjum aftur að ungum manni, sem situr í hægindi og hlustar á stjórnmálamann tala um gull í Esjunni. Úr því hann vissi í hjarta sínu að þetta var bull og vitleysa, hvers vegna sagði hann ekki skoðun sína umbúða- laust, kvaddi og fór? Kannske var beinið í nefinu ekki fullharðnað. Kannske var hann hræddur, að svo snubbótt framkoma hefði ó- æskileg áhrif á óljósa framtíð. Kannske hreifst hann svolítið með, - það skyldi þá aldrei vera gull í horngrýtis Esjunni. Og verkefni í grundvallarvísindum, áhugavert, en sennilega óarð- bært, víkur til hliðar um stund fyrir hagnýtu verkefni, sem er hvorki arðbært né áhugavert. íslensk þjóð býr nú við kröpp kjör þrátt fyrir metafla og mild veður. Þegar kjör rýrna er jafnan reynt að draga úr eyðslu. Fyrst er sparað með því að lækka laun þeirra lægst launuðu, síðan er hótað að skerða framlög til vís- inda nema menn snúi sér að því að stunda hagnýtar rannsóknir, leiti að gulli í Esjunni. Og hver getur láð ungum mönnum, jafnvel kornungum há- skóla andspænis virðulegum, brúnaþungum og alvörugefnum stjórnmálamönnum, sem brýna til nýrrar gullleitar, eins þó þessir ungu menn og þessi ungi háskóli viti í hjarta sínu að grundvallar- rannsóknirnar, sem er ýtt til hlið- ar, eru mun áhugaverðari og þess vegna líklegri til að verða arðbær- ar. Kaþólskur kanúki hallar sér afturábak í sæti sínu meðan hraðlestin Roma-Paris þeysir frá borg til borgar. Hann lygnir augum og endurtekur í huga sér orðin, sem hann mælti áður við íslenskt ungmenni: „Úngur háskóli krefst þess að fá að afla sér þeirrar lífsreynslu dýru verði, sem honum stendur til boða gefins í viðvörunum rosk- inna háskóla". En til hvers að tala um unga menn, ungan háskóla? Háskóli fslands verður 75 ára í október og hamingjusamir, bjartsýnir ís- lerjdingar eru svo önnum kafnir að leita að gulli í Esjunni að þeir gefa sér ekki tíma til að eignast börn. Og þá verður þess ekki langt að bíða að við verðum öll hamingjusöm, bjartsýn og rosk- in. Guðmundur E. Sigvaldason 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.