Þjóðviljinn - 09.03.1986, Qupperneq 11
Garðyrkjan er tiltölulega
ung atvinnugrein á íslandi.
Fyrsta gróðurhúsið var byggt
árið 1923 að Reykjum í Mos-
fellssveit á vegum þeirra Guð-
mundar Jónssonar og Bjarna
Ásgeirssonar. Á næstu árum
fjölgaði þeim hægt en ávallt
miðaði þó í áttina.
Árið 1939 tók Garðyrkju-
skóli ríkisins á Reykjum í Olf-
usi til starfa. Fram að þeim
tíma urðu þeir, sem leggja
vildu fyrir sig garðyrkjunám,
þar sem saman fór bókleg og
verkleg kennsla, að stunda
það erlendis. Flestir munu ís-
lendingarnir hafa numið í
Danmörku þar sem garðyrkj-
an stóð á gömlum merg.
Einn þessara Danmerkurfara,
Benedikt Guðlaugsson, varð átt-
ræður nú fyrir nokkrum vikum.
Hann er meðal hinna fyrstu ís-
lendinga, sem gerðu garðyrkjuna
að ævistarfi. Hann byggði sér
garðyrkjubýli uppi í Reykholts-
dal og rak það í 40 ár. Og enn er
hann tengdur garðyrkjunni því
síðan hann hætti í Borgarfirðin-
um hefur hann unnið hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna. Blaðið
kom að máli við Benedikt og bað
hann að segja lesendum þess
eitthvað frá liðnum árum og réði
hann sjálfur ferðinni.
Úr Dölum og
af Ströndum
- Pað er þá’kannski best, sagði
Benedikt, - að byrja á því að
segja ítarlega deili á sjálfum mér,
þó að það skipti nú ekki miklu
máli. Ég er blanda af Stranda- og
Dalamanni. Faðir minn, Guð-
laugur Guðmundsson, var frá
Borgum í Hrútafirði, ættaður úr
Dölum, en móðir mín, Sigurlína
Guðmundsdóttir af Ströndum.
Foreldrar mínir bjuggu fyrst á
Hlaðhamri í Hrútafirði. Fluttu
þaðan að Brunná í Dölum. Síðan
að Kletti í Geiradal og þar fædd-
ist ég 1. desember 1905. Loks
fluttu þau svo að Bakka í Geira-
dal þar sem móðir mín dó frá 7
ungum börnum 30. nóv. 1912. Ég
varð þannig 7 ára daginn eftir að
hún dó. Þar með var búskap
föður míns lokið og heimilið
leystist upp. En þar sem augljóst
þótti að hverju dró með heilsu
móður minnar var okkur börnun-
um ráðstafað áður en hún dó.
- Og hvað beið svo þessa 7 ára
móðurlausa snáða?
- Ég lenti í góðum höndum eins
og ég held við öll, sem tekin voru í
fóstur. Ég fór til móðursystur
minnar, Önnu Guðmundsdóttur,
á Eyjum í Strandasýslu og leið
þar vel. Það gerðist svo sem ekk-
ert markvert en yfir sumartímann
var ég lánaður sem smali á tvo
bæi þarna í sveitinni.
150 kindur og
50 tófur
Haustið 1920 fór ég svo frá
Eyjum til annarar móðursystur
minnar, Guðrúnar, sem bjó í Bæ
á Selströnd, ásamt manni sínum,
Jóhanni Jónssyni. Þar stundaði
ég m.a. fjárgæslu að vetrinum,
við annan mann, úti í Grímsey á
Steingrímsfirði. Það fannst mér
bæði skemmtilegt og lærdómsríkt
og fjarri því að við fyndum nokk-
uð til einmanaleika, þarna úti í
eyjunni. Grímsey er gömul bú-
jörð frá Bæ og áttu Bæjarmenn
eyjuna í félagi. Þeir höfðu þarna
150 kindur og 50 tófur. Guð-
mundur í Bæ, mótbýlismaður Jó-
hanns, var grenjaskytta, safnaði
yrðlingunum saman, ól þá fyrst
heima en flutti þá svo út í
Grímsey. Þar var þeim gefið fyrst
í stað en síðan lifðu þeir mikið á
skelfiski úr fjörunni og svo sjálf-
sagt fugli, einkum lunda.
Yrðlingarnir voru svo skotnir
þegar kom fram í febrúar og
skinnin hirt. Hreppstjórinn taldi
yrðlingana þegar þeir voru fluttir
fram og svo skinnin þegar þau
voru seld því allt varð nú að
stemma. Og það gerði það víst
líka alltaf nema frostaveturinn
1918 en þá lagði fjörðinn og
eitthvað af yrðlingum mun hafa
sloppið í land.
Þarna kynntist maður tófunum
vel. Þær urðu alveg eins og
heimilishundar, hirtu bara bit-
ana, sem maður henti frá sér út á
hlaðið.
- Hvað stóðstu lengi við í Bæ?
- Ég var þar í tvö ár en fór þá
inn að Bræðrabrekku í Bitru til
frænku minnar, Guðrúnar Skúla-
dóttur og manns hennar,
Eysteins Eymundssonar. Sá Ey-
mundur var Þingeyingur, frá
Syðri-Brekkum í Þistilfirði. Hjá
þeim var ég vinnumaður í tvö ár.
Ég var nú víst búinn að fá nóg
af föstum vistum og ákvað að
prófa lausamennsku um hríð, var
m.a. kaupamaður suður í
Saurbæ. En þetta var hálfgerður
flækingur og upp úr öllu saman
fékk ég brjósthimnubólgu 1923
og var sendur á Vífilsstaði. Sem
betur fór hresstist ég fljótt og
losnaði af Vífilsstöðum eftir 3
mánuði.
Sumardvöl ö
Langanesi
- Og máttirðu þá strax fara að
vinna?
- Að minnsta kosti gerði ég það
því fljótlega eftir að ég kom af
hælinu hitti ég Jóhannes Jónsson,
afa Jóhannesar Arasonar út-
varpsþular, sem allir kannast við.
Hann bjó á Ytra-Lóni á Langa-
nesi og vildi óður og uppvægur fá
mig í kaupavinnu um sumarið.
Þetta voru mér með öllu ókunnar
slóðir svo ég sló til. Leist líka vel á
manninn.
Og ég sá svo sannarlega ekki
eftir að hafa farið norður. Þau
Jóhannes og Þuríður kona hans,
voru bæði Þingeyingar og ein-
stakar ágætis manneskjur. Þuríð-
ur var frá Grenjaðarstað, mikil
tónlistarkona og alltaf spilandi og
syngjandi. Og svo var þetta eitt
hið mesta sólskinssumar, sem
þarna hafði komið. Þarna var ég í
6 mánuði og kunni ákaflega vel
við mig.
Steini og Prósi
Einhvernveginn bárust mér
þær fréttir, að Bjarna í Ásgarði
vantaði vetrarmann. Ég hringdi í
hann og er ekki að orðlengja það
að hann réði mig strax. Það var
hreint ekki ónýtt að kynnast því
ágæta menningarheimili. Vinna
var að vísu mikil en henni var ég
nú ekki óvanur en fæði ágætt og
góð aðhlynning á allan hátt.
Bjarni í Ásgarði var stórbrot-
inn maður og eftirminnilegur á
alla grein. Hann átti það til að
gera sér mannamun en á öfuga
lund við aðra. Hann var ákaflega
góður og hlýr við smælingja og
þá, sem minna máttu sín, en síður
við þá, sem meiri háttar töldust.
Þorstein sýslumann í Búðardai,
nefndi hann aldrei annað en
Steina og Ásgeir prófastur í
Hvammi var Prósi. „Hvað er þér
á höndum, Steini?" Hvað vilt þú
nú, Prósi?" Já, það er gaman að
hafa kynnst Bjarna í Ásgarði.
Úr einu í annað
Einhvern veginn átti garðyr-
kjan alltaf ítök í mér án þess að ég
væri þó, þegar þarna var komið, á
nokkurn hátt ákveðinn í að leggja
hana fyrir mig. Svo ég réði mig nú
til vinnu í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík, hjá Ragnari Ás-
geirssyni. Ég kom þangað 11. maí
og þá var þar allt í blóma. En rétt
á eftir gerði mikið frost og kulda.
Varð því stutt í veru minni hjá
Ragnari og var ég nú atvinnulaus.
Þá er það sem Vilborg Guðna-
dóttir, amma Vigdísar forseta,
hvetur mig til þess að fara vestur
að Svelgsá í Helgafellssveit. Og
þar var nú ekki tjaldað til einnar
nætur því á Svelgsá var ég vinnu-
maður í 4 ár.
Það slapti alltaf í mér að reyna
að komast í einhvern skóla. Og
núlétégverðaaðþvíaðsækjaum
skólavist á Hvítárbakka og fékk
hana. En frekar stutt varð nú í
náminu því ég veiktist öðru sinni
af brjósthimnubólgu. Var ég þá
fyrst sendur heim en síðan á Víf-
ilsstaðahælið. - Þú hefðir nú ekk-
ert þurft að koma, sagði Sigurður
Magnússon læknir við mig, - en
úr því þú ert samt kominn er best
að þú verðir hér eitthvað.
Líklega verið
í blóðinu
En garðyrkjan lét mig ekki í
friði. Eg talaði við Bjarna Ás-
geirsson á Reykjum og fékk þar
vinnu 1. febrúar 1930.
- Hvað heldurðu að hafi eink-
um vakið með þér þessa löngum
til að fást við garðyrkjustörf?
- Ja, það er kannski ekki gott
að segja um það. Frænka mín í
Eyjum hafði mikinn áhuga á
blómum og öllum gróðri. Hún
sáði stundum korni og hafði í
gluggunum hjá sér. Á Eyjum var
ég látinn safna allskonar plöntum
til að sjóða te og þá varð ég nátt-
úrlega að þekkja þær eitthvað.
Móðir mín hafði einnig áhuga á
blómum. Ég man að hún flutti
t.d. burkna ofan úr fjalli og gróð-
ursetti heima við bæ, kannski
hefur þetta verið kveikjan en
sjálfur hef ég alltaf haft auga fyrir
blómum og gróðri yfirleitt. Ætli
þetta hafi ekki bara verið í blóð-
inu.
Farið utan
Það var náttúrlega ekki um
neitt nám á Reykjum að ræða
nema einhverja verklega tilsögn
og því varð það smátt og smátt
ásetningur minn að reyna að
komast til Danmerkur. Tyberg,
garðyrkjumaður á Reykjum,
hvatti mig til þess og sótti fyrir
mig um skólavist á Baader-
gartnerskole á Jótlandi og þang-
að fór ég 1. okt. 1932.
Námið var bæði bóklegt og
verklegt en skólastjórinn ráð-
lagði mér að sinna meira verklega
náminu á meðan ég væri að kom-
ast niður í málinu. En raunar var
bóklegt nám jafnhliða verkiega
náminu 2 tíma í viku. Og á fyrir-
lestrana mátti ég hlusta þegar ég
vildi. Ég vann með náminu og
fékk fyrir það 25 kr. á mánuði en
mánaðarlaun fullnuma garð-
yrkjumanns voru þá 50 kr.
- Voru einhverjir íslendingar
samtíða þér þarna?
- Þeir voru nú ekki margir í
námi úti í Danmörku þá. Til að
byrja með var ég eini Islendin-
gurinn þarna í skólanum en svo
komu þeir Haukur Baldvinsson
og Sigurður Sveinsson. Haukur
rak lengi garðyrkjustöð í Hvera-
gerði. Sigurður var kennari við
Garðyrkjuskólann á Reykjum og
síðar garðyrkjuráðunautur
Reykjvíkurborgar. En upp úr
þessu fóru þeir að koma út hver
af öðrum.
- Og hvernig féll þér svo í
skólanum?
- Jú, maður lærði þarna margti
að sjálfsögðu, en þetta var hörku-
vinna og slæmur aðbúnaður úti
við en fæðið var á hinn bóginn
gott. Og ekki megum við sleppa
því að í skólanum kynntist ég
konunni minni, Petru, svo ég
sótti nú fleira út en námið. Hún
var þarna vinnukona. En það
voru fáar stúlkur í skólanum. Mig
minnir að þær hafi bara verið
þrjár. Konur lögðu ekki svo
mikið fyrir sig garðyrkjunám á
þessum árum en það átti eftir að
breytast.
- Hvað tók námið langan tíma?
- Það tók eitt og hálft ár.
Það var erfitt að krjúpa lang-
tímum saman á hnjánum við að
planta og að því kom að ég fékk
einhverja gigt og þá var mér sagt
upp með viku fyrirvara. Fór ég þá
fyrst til foreldra Petru en varð svo
að fara á spítala. Er ég losnaði
þaðan dreif ég mig heim í júlí
1935. Og næstu árin vann ég svo
' við garðyrkjustörf hjá Stefáni í
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1986
Reksturinn kominn á góðan rekspöl. Við sjáum á gafla 5 gróðhúsa.
-mhg rabbar við Benedikt Guðlaugsson, sem reisti
garðyrkjubýli uppi í Reykholtsdal og rak í 40 ár
Víðigerði í vetrarklæðum.
Reykjahlíð. Við giftum okkur 15.
maí 1937.
Leitað að landi
- Nú rakstu lengi garðyrkju-
stöð uppi í Reykholtsdal, hvenær
byrjaðirðu þann rekstur?
- Já, það hafði verið að brjótast
í mér um skeið að byrja sjálfstæð-
an rekstur. En aðstaða til þess lá
nú yfirleitt ekki á lausu. Mér datt
í hug að bera niður uppi í Borgar-
firði og við skruppum þangað
1937. Fórum með Laxfossi upp í
Borgarnes og hjóluðum þaðan
upp í Reykholtsdal. Jú, mér var
allstaðar tekið vel en ég fékk eng-
in þau vilyrði sem á var að
byggja.
Mér leist vel á landið við
Deildartunguhver. En ég fékk
hvorki já né nei hjá Jóni og með-
an ég fékk ekki alveg afsvar vildi
ég ekki leggja árar í bát. Annars
var Jón í Deildartungu mesti
ágætismaður og vildi styðja allt,
sem til framfara horfði. Hann
stofnaði gróðurhúsafélagið í
Reykholtsdalnum, sem rekið var
á félagslegum grundvelli.
Árni Helgason, sem búsettur
var í Ameríku, átti þá Efri-Reyki
í Árnessýslu. Hann k vaö mig geta
fengið jörðina leigða ef um semd-
ist. Ég brá mér austur en leisr
ekkert á mig þar.
Jón tekur til sinna
röða
Og nú hringi ég upp í Deildar-
tungu og segi Jóni á ég sé búinn
að segja upp hjá Stefáni í Reykja-
hlíð. „Mikill helvítis asni ertu,“
segir Jón. „Það getur vel verið en
ég kem uppeftir að tala við þig“.
„Nei, gerðu það ekki, það kostar
þig peninga, ég ætla að koma
suður". Og Jón kom suður,
samningar tókust og við fórum
uppeftir. Og þarna fengum við á
leigu 1 ha lands og 2 sekl. af heitu
vatni. „Þú hefur ekkert að gera
með meira, það er bara auka-
kostnaður,“ sagði Jón. Við vor-
um auðvitað húsnæðislaus en
fengum leigt hjá Jóni og þau
hjónin fluttu úr svefnherberginu
sínu og létu okkur það eftir. Og
áður en við fórum úr Reykjavík
sagði Jón: „Þið skuluð hafa næg-
an mat með ykkur uppeftir svo
þið þurfið ekki að segja ykkur til
sveitar strax fyrsta árið“. Hann
taldi tryggara að sjá fyrir öllu.
Jón var afskaplega heilsteyptur
maður og þau hjón bæði. Ég hef
aldrei kynnst hjálpsamara fólki
en þeim.
Nýbýlastjórnin
treg í taumi
- Og nú hafið þið hafist handa?
- Já, við drifum okkur strax í j
það að koma upp 150 ferm. gróð-1
urhúsi. Leó bróðir minn vann að ;
því með mér og styrkti okkur
fjárhagslega.
Ég hafði hugsað mér að þetta
yrði nýbýli og nú byrjaði stríðið
við nýbýlastjórn. Jú, jú, ég fékk
nóg af loforðum en engar efndir.
Og ef hefði ekki notið Hermanns
Jónassonar þá hefði ég aldrei
fengið krónu. En það endaði nú
með því að ég fékk 2000 kr. lán og
nýbýlið Víðigerði varð að veru-
leika.
- Hvað heldurðu að þetta 150
ferm. gróðurhús hafi kostað?
- Ég veit það ekki því engin
vinna var skrifuð. íbúðarhúsi
komum við svo upp 1941.
- Hvað ræktaðirðu einkum til
Benedikt Guðlaugsson fyrrum garðyrkjubóndi í Víðigerði í Reykholtsdal. Myndr'Sig.
að byrja með?
- Það voru eingöngu tómatar.
Vaðnesbræður seldu fyrir mig í
Reykjavík á meðan þeir gátu en
svo tók Eggert Kristjánsson við.
Það voru engin samtök um söl-
una og þetta fór mikið í kostnað.
í ágúst þarna um sumarið seldi ég
t.d. fyrir 800 kr. en ég fékk ekki
nema 300 kr. af því í eigin vasa,
hitt fór í afföll og kostnað. Garð-
yrkjumenn í nánd við Reykjavík
seldu sjálfir. Kassinn átti að kosta
5 kr. en hann var kannski kominn
niður í 2 kr. um kvöldið. Það var
ekkert skipulag á sölunni og eng-
in samtök, menn reyndu bara
hver sem betur gat að losna við
vöruna. Flestum varð auðvitað
fljótlega ljóst að þannig gat þetta
ekki gengið og því var Sölufélag
garðyrkjumanna stofnað 1940.
Án þeirra samtaka hefði þetta
allt hrunið. Og þarna var Jón í
Deildartungu forystumaður eins
og víðar.
Nú, áður en yfir lauk var ég svo
kominn út í allskonar ræktun svo
sem á banönum, vínberjum o.fl.
- Hvenær lauk svo búskap þín-
um í Víðigerði?
- Ég hætti þar 1970. Var þá
búinn að vera þar í 40 ár og kom-
inn með um 1000 ferm. undir
gler. Við hjónin vorum orðin
heilsulin og þótti ekki rétt að vera
að basla þarna áfram og það því
síður sem Kristján sonur okkar
var reiðubúinn að taka við þó að
hann væri þá við húsgagnasmíði
úti í Danmörku. Hann er nú for-
maður Sölufélagsins.
- Og hvernig var svo afkoman
þessi 40 ár? Hún var náttúrlega
erfið framanaf og aldrei voru
þetta nú nein uppgrip. En maður
lifði þó af þessu og tókst að
standa í skilum. Og raunar gátum
við veitt okkur ýmislegt eins og
t.d. að skreppa til Danmerkur.
Við sjáum ekkert eftir því að hafa
eytt þessum árum þarna. Það var
draumurinn að eignast sína eigin
garðyrkjustöð og það tókst, með
góðra manna hjálp.
- Þú minntist á son ykkar,
Kristján, sem heldur merkinu
uppi í Víðigerði. Eigið þið fleiri
börn?
- Jú, við eigum annan son,
Gunnar, sem vinnur í Stálvík,
kvæntur Jónu Steinmarsdóttur
frá Akureyri. Kona Kristjáns
heitir Erla Kristjánsdóttir. Svo
eru dæturnar tvær: Guðrún, gift
Hannesi Kolbeins og Kristín, bú-
sett á Akranesi og rekur þar
verslunina Blómaríki. Hennar
maður er Kristján Guðmunds-|
son. i
- Varla hefurðu nú unað því að
sitja auðum höndum eftir að til
Reykjavíkur kom, hafi heilsan
leyft annað?
Ennþó tengdur
garðyrkjunni
- Nei, ég byrjaði fljótlega að
vinna í Sölufélagsbúðinni hjá
Þorvaldi, og vann þar um hríð.
En þetta er ekkert orðið.
Og ég vil láta það koma fram,
að ég tel að Þorvaldur hafi alveg
bjargað fyrirtækinu. Og hafi ég
nokkurntíma gert gagn þá er það
fólgið í því að hafa átt þátt í að
ráða hann þangað.
Þegar ég lít til baka þá tel ég að
við eigum mest að þakka þeim
Deildartunguhjónum. Án þeirra
aðstoðar og hjálpfýsi hefðum við
naumast numið land þarna í
Reykholtsdalnum þar sem við
lifðum og störfuðum í 40 ár og
leið vel. -mhg
mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Sunnudagur 9.