Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Alpaklúbbsfélagar Fundust í skálanum Nœr eitt hundrað manns kallað út til leitar að tveimurfjallaklifrurum í Botnssúlum. Fundust heilir á húfi ískála Alpaklúbbsins Mikil lcit var gerð í fyrri nótt og gærmorgun að tveimur félögum úr Alpakiúbbnum, sem verið höfðu að æfa klifur í Botns- súlum, sem er eitt aðal ætlnga- svæði klúbbsins, sl. sunnudag. Fundust þeir félagar um kl. II í gærmorgun heilir á húfi í skála Alpaklúbbsins þar efra, en engin talstöð er í skálanum. Að sögn Jóhannesar Briem hjá SVFÍ kallaði Landsstjórn hjálp- arsveita út mikið lið til leitar, allt að eitt hundrað manns, eftir að tveir félagar þeirra sem leitað var að gerðu lögreglu aðvart um að þeir væru ókomnir til byggða kl. rúmlega eitt í fyrrinótt. Gerðu leitarmenn ráð fyrir þrernur möguleikum í leit sinni, að þeir hefðu hrapað í klifri, orðið fyrir snjóflóði eða væru í skálanum. Færð og veður í fyrrinótt var með því versta sem gerist, krap og bleyta og hvasst. Utbúnaður leitarmanna var samkvæmt þeim möguleikum sem gert var ráð fyrir. Það var svo hópurinn sem fór að skálanum sem fann þá félaga. Jóhannes sagði að þarna hefði verið um vana fjallamenn að ræða. Þó mætti ávíta þá fyrir að taka ekki mark eða tillit tii hinnar vondu veðurspár, sem var fyrir þetta svæði á sunnudag. -S.dór Félag bókagerðarmanna Samþykkir en mótmælir Fjölmennurfundur ífélaginu telurað hendur verkalýðsfélaganna hafi verið bundnar r Afjölmennum fundi í Félagi bókagerðarmanna voru ný- gerðir kjarasamningar sam- þykktir með meirihluta atkvæða gegn 18. Mjög stór hluti fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Töluverðar umræður urðu um samningana og töldu ræðumenn að sú forysta verkalýðshreyfing- arinnar, sem hefði knúið þessa samninga uppá verkalýðs- hreyfinguna, hefði brugðist hags- munum verkafólks, segir í frétta- tilkynningu frá Félagi bókagerð- armanna. Er síðan vísað til eftir- farandi ályktunar, sem samþykkt var á fundinum. ÁLYKTUN: Fundur í Félagi bókagerðar- manna, haldinn 6. mars 1986, harmar þá undanlátssemi sem í nýgerðum kjarasamningum felst. Fundurinn telur að forysta verka- lýðshreyfingarinnar í samvinnu við atvinnurekendur hafi bundið hendur verkalýðsfélaga til að sækja þann rétt sem verkafólki ber og allar ytri aðstæður buðu uppá. í stað þess að sækja raun- hæfar og réttlátar kjarabætur til atvinnurekenda er ábyrgðinni velt yfir á ríkið, en það er einmitt launafólk, sem stendur undir rekstri þess. Kaupmáttarskerð- ingin hefur verið gífurleg á und- anförnum mánuðum og þrátt fyrir góða stöðu í efnahagsmálum er nú einungis samið um óbreyttan kaupmátt á samnings- tímanum, ef það þá heldur. Svona samningsgerð má ekki endurtaka sig, enda felur hún í sér að þeir sem síst skildu, lág- launafólkið, er nánast í sömu sporum eftir sem áður. Fundurinn minnir á að þjóð- artekjur eru afar háar á íslandi á sama tíma og laun verkafólks eru með því allra lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Fundur- inn hvetur allt verkafólk til að stilla saman strengi og vinna sjálft og sameinað að undirbúningi næstu samningsgerðar, þá fyrst er von til þess að raunhæfar kjara- bætur fáist. Veðurfræöingar spá áframhaldandi rigningu eða slyddu á landinu allt fram að helgi, með suðaustan- eða suðvestanátt. Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði í gær að það yrði tiltölulega hlýtt og nokkuð vindasamt, og koma lægðir nú beint sunnan úr hafi. Mikil úrkoma var í gær eins og sést á myndinni hér að ofan. Mynd E.ÓI. Starfsmannafélag Reykjavíkur Kannar hug félagsmanna sinna til BSRB Tillaga til að kanna hug félagsmanna til úrsagnar úr BSRB samþykkt á aðalfundifélagsins. Reynist meirihluti fyrir úrsögn verðurmálið tekið fyrir á nœsta aðalfundi. HaralaurHannesson: Aðformaður Starfsmannafélagsins er ekki varaformaður BSRB spilar eflaust inn í að verið er að athuga með úrsögn Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar hyggst kanna hug fé- BÍ Fundur í dag Blaðamannafélag íslands boð- ar til fundar um nýgerða kjara- samninga félagsins að Hótel Borg kl. 17.00 í dag, þriðjudag. Fé- lagar eru hvattir til að mæta á fundinn. lagsmanna sinna til úrsagnar fé- lagsins úr BSRB. Tillaga þess eðl- is var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir viku síðan. Hefur verið ákveðið að könnun þessi fari fram í haust og komi fram vilji meirihluta félagsmanna til úrsagnar verður málið tekið fyrir á aðalfundi Starfsmannafélagsins vorið 1987. Haraldur Hannesson, formað- ur Starfsmannafélagsins, sagði að það lægju margar ástæður fyrir því að ákveðið hefði verið að gera þessa könnun, en þetta mun vera í þriðja skiptið sem Starfsmanna- félag Reykjavíkur kannar hug fé- lagsmanna sinna til úrsagnar frá stofnun BSRB. Sagði Haraldur að samskonar tillaga hefði verið borin upp á aðalfundinum í fyrra, en verið felld þá. Hækkuð félagsgjöld til BSRB mun vera ein af ástæðunum fyrir því að menn vilja íhuga úrsögn núna en það mun líka hafa haft sitt að segja að formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur var ekki kjörinn varaformaður BSRB, eins og samþykkt hafði verið samhljóða af stjórn félags- ins fyrir þing BSRB. „Það er ekki höfuðástæðan fyrir að ákveðið hefur verið að kanna úrsögnina núna, en eflaust spilar það inní“, sagði Haraldur Hannesson við Þjóðviljann í gær. Það voru 28 manns sem fluttu tillöguna um að kanna vilja fé- lagsmanna til úrsagnar úr BSRB á aðalfundinum. -Sáf Þriðjudagur 11. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kennarar Viðræður að hefjast Samninganefndir ríkisins og Bandalags kcnnarafélaga fyrir hönd Kennarasambandsins hitt- ust í gær og voru kröfur kcnnara þar kynntar í fyrsta sinn. Að sögn Valgeirs Gestssonar formanns KÍ er nú beðið eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar BHMR, og því ekki að vænta tíð- inda frá samningsgerð kennara. Farið verður í það nú næstu daga að vinna grundvöll að aðalkjara- samningi BK, sem verður sá fyrs- ti sinnar tegundar. Ekki var rætt sérstaklega um kröfugerð kenn- ara á fundinum í gær. -gg Vari Baldur borgar Dómssáttum 160 þúsund. Baldur greiðir málskostnað Deilu þeirra Ragnars Guð- laugssonar, Axels Hilmarssonar og Karls Karlssonar við Baldur Ágústsson eiganda öryggisþjón- ustunnar Vara hefur lokið með því að Baldur greiðir þeim fé- lögum 160 þúsund krónur auk málskostnaðar sem er 35 þúsund krónur. Málið var rekið fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur og lauk með dómssátt í síðustu viku. Ragnar, Axel og Karl voru starfsmenn Baldurs fram í ágúst á síðasta ári, þegar Baldur rak Ragnar fyrir- varalaust úr starfi. Félagar hans gátu ekki sætt sig við slíka með- ferð á starfsfélaga sínum og sögðu sínum störfum upp, en Baldur neitaði þá að greiða þeim laun og uppsagnarfrest. Honum var þá stefnt með fyrrgreindum málalokum. Lögmaður Baldurs var Hafsteinn Baldvinsson, en Atli Gíslason lögfræðingur Dagsbrúnar sótti máli. -gg Samningarnir Veitinga- fólk felldi I gæi kvoldi var haldinn fundur hjá Félagi starfsfólks í veitinga- húsum um nýgerða kjarasamn- inga. Á fundinn mættu um það bil 50 manns og var samningurinn felldur með meginþorra at- kvæða. Tveir voru með samning- unum en þrír sátu hjá. Aðrir fell- du samningana. Undanlarna daga hafa verkalýðsfélögin verið með fundi um samningana og hafa þeir allsstaðar verið sam- þykktir þar til í gærkvöldi. Öll stærstu verkalýðsfélögin hafa samþykkt þá, félög eins og Dagsbrún, Framsókn og Iðja í Reykjavík, Bókagerðarmenn, Eining á Akureyri og Iðja á Ak- ureyri, og auk þeirra verkalýðsfé- lögin Framtíðin, Aldan, Fram á Sauðárkróki, Jökull, Verkalýðs- félagið á Vopnafirði og bæði fé- lögin í Vestmannaeyjum, í Rang- árvallasýslu, Landssamband vörubifreiðastjóra. Sennilega eru fleiri félög búin að fjalla um samningana en skrifstofu ASÍ höfðu ekki borist fleiri tilkynn- ingar í gær. Frestur til að funda um samn- ingana rennur út 12. mars. - S.dór/ih.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.