Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 14
Frakkland Leiðtogarnir sex með forseta Indlands í Nýju Delhí. F.v. Alfonsín forseti Argentínu, Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, Singh, forseti Indlands, Nyere forseti Tansaníu, de la Madrid forseti Mexíkó, Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Ghandi forsætisráðherra Indlands. 7 Friðarfrumkvœði Askorun nnrafvopnun Leiðtogar sex ríkja leggja til að stórveldin stöðvi allar tilraunir með kjarnorkuvopnfram að fundi Reagans og Gorbatsjoffs og bjóðast til að koma á fót óháðu eftirliti með slíku banni Sósíalisti myrtur París — Á sunnudaginn fóru 3.000 manns í hljóða mót- mælagöngu um götur Parísar til að mótmæla morði á starfs- manni franska Sósíalistaflok- ksins sem var myrtur á götu í París á föstudaginn þegar hann var að hengja upp veggs- pjald vegna þingkosninganna sem verða næstkomandi sunnudag. Regis Devaux liðþjálfi í franska hernum hefur viðurkennt að hafa orðið manninum að bana, var haft eftir fulltrúum í dómsmálaráðuneytinu. Þá var einnig haft eftir fulltrúa í innan- ríkisráðuneytinu að Devaux væri meðlimur í hinum öfgasinnaða þjóðernissinnaflokki Le Pen. Leiðtogar svo til allra stjórnmálaflokka í Frakklandi hafa fordæmt morðið og voru þeir flestir í göngunni sem var leidd af fyrrverandi ráðherra sós- íalista, Michel Rocard, en hann er frambjóðandi flokksins á því svæði sem morðið var framið. Hinn myrti, Philippe Brocard, var að taka niður veggspjald Nat- ional Front á stað sem sósíalistum hafði verið úthlutað til að hengja upp spjöld þegar hann var myrt- ur. Þetta er fyrsta ofbeldisverkið í Frakklandi í tengslum við þing- kosningarnar um næstu helgi. Þetta líka... Santíago — Pinochet, forseti Chile, endurnýjaði neyðarlög i landinu í gær. Er nú mögulegt að handtaka fólk og hafa í haldi i allt aö þrjár vikur og senda fólk í útlegð innan eða utan Chile án ákæru eða rétt- arhalda. Kanaveralhöfði — Leifar þeirra karla og kvenna sem létust í Chall- engerslysinu hafa fundist. Haft var eftir heimildarmönnum innan Geimferðarstofnunar Bandaríkj- anna að leifarnar hefðu fundist síðastliðinn laugardag og kafarar bandaríska flotans náð þeim úr hafi. ....... Washington — Reagan forseti Bandaríkjanna stendur enn fastur á því að veita andbyltingaröflum í Nicaragua 100 milljón dollara að- stoð. Hann hefur ekki áhuga á að gera samkomulag við þingið um breytingar á tillögum sínum. Frakkland!Beirút Gíslar skyggja á kosningar Franskir gíslar í Líbanon gœtu haft mikið að segja á lokaspretti kosningabaráttunnar í Frakklandi. Núerháð kapphlaup við tímann um aðfá Frakkana lausa París — Mál hinna átta Frakka, sem verið hafa gíslar Jihad samtakanna (róttækra sam- taka shíta múhameðstrúar- manna), hefur skyggt á kosn- ingabaráttuna í Frakklandi undanfarna daga. Hægri blöð- in í Frakklandi hafa gagnrýnt stjórn Mitterands harðlega fyrir slælega framgöngu við að fá látna lausa þá fjóra Frakka sem verið hafa í haldi Jihad samtakanna frá þvi á síðasta ári auk fjögurra starfsmanna franska ríkissjónvarpsins sem teknir voru í Beirút nú um helg- ina. í gaer var birt í höfuðborgum Svíþjóðar, Indlands, Argentínu, Mexico, Grikklands og Tanzaníu bréf sem leiðtogar ríkjanna sex sendu í síðustu viku til Reagans forseta Bandaríkjanna og Gor- bachovs leiðtoga Sovétríkjanna. í bréfinu leggja leiðtogar ríkjanna sex til að stórveldin stöðvi allar tilraunir með kjarnorkuvopn fram yfir næsta leiðtogafund Re- agans og Gorbachovs og bjóðast til að koma á fót óháðu eftirliti með slíku banni. Leiðtogarnir sex taka fram í bréflnu að eftirlits- kerfi þeirra myndi fela í sér skoð- unarferðir eftirlitsmanna innan Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og að mælingartækjum yrði kom- ið fyrir á bandarísku og sovésku landssvæði. Bréfið var meðal síðustu Iranskir hryðjuverkamenn með gísla. Leiðtogar hægri manna hafa forðast að notfæra sér hið við- kvæma ástand í Beirút til að gagnrýna forystu sósíalista en stjórnin hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnd í blöðum eins og France Soir. í hinu fyrrnefnda mátti til dæmis lesa í ritstjórnar- grein að það væri „eitthvað dap- urlegt" í áskorunum Fabiusar forsætisráðherra um þjóðar- einingu í ljósi hryðjuverka Jihad samtakanna í Beirút. Giscard DEstaing fyrrum fors- eti Frakklands sagði um þetta mál að það væri einlæg ósk sín að frönsku gíslarnir í Líbanon yrðu leystir úr haldi sem fyrst en áður en það gerðist væri nauðsynlegt að ekkert væri sagt eða gert sem gæti torveldað lausn þeirra. í yfirlýsingu sem gefin var út í stjórnarverka Olofs Palme for- sætisráðherra Svíþjóðar en hann ritaði undir það síðdegis föstu- daginn 28. febrúar áður en hann yfirgaf forsætisráðuneytið. Ásamt Olof Palme undirrita bréfið Rajiv Gandhi forsætisráð- herra Indlands, Andreas Pap- andreou forsætisráðherra Grikk- lands, Raul Alfonsín forseti Arg- entínu, Miguel de la Madrid for- seti Mexico og Julius Nyerere fyrrv. forseti Tanzaníu. í nær tvö ár hafa þeir myndað leiðtogahóp sem kenndur hefur verið við Friðarfrumkvæði úr fimm heimsálfum. Það voru þing- mannasamtök sem beita sér sér- staklega fyrir aðgerðum í afvopn- unarmálum sem unnu að því að þessi leiðtogahópur var settur á laggirnar. I síðustu viku gáfu Rajiv Gand- gær í Beirút í nafni Jihad samtak- anna sagði að Frakkland hefði einnar viku frest til að „bæta fyrir“ þá tvo íröksku andófsmenn sem reknir voru úr landi og sendir til írak í síðasta mánuði. Jihad samtökin hafa einnig krafist þess að 5 shíta múhameðstrúarmenn sem eru í fangelsi í Frakklandi verði látnir lausir. Þessir menn voru dæmdir í fangelsi fyrir að hafa ráðið fyrrum forsætisráð- herra írans af dögum árið 1980. í gær hófu franskir sendiboðar í Beirút og Damaskus kapphlaup við tímann til þess að fá frönsku gíslana lausa. Þá var einnig haft eftir einum trúarleiðtoga shíta í Beirút að menn frá Vestur- löndum sem staddir væru í Beirút væru ekki ábyrgir fyrir ákvörðun- um stjórnvalda í heimalöndum sínum. hi, Andreas Papandreou, Miguel de la Madrid, Raul Alfonsín og Julíus Nyerere út yfirlýsingu þar sem þeir tilkynna að þeir muni halda þessu starfi áfram og bjóða hinum nýja forsætisráðherra Sví- þjóðar, Ingvar Carlsson, að taka sæti Olofs Palme. Áformað hefur verið að leiðtogarnir sex komi saman á fund í Mexico í sumar áður en leiðtogafundur Reagan og Gorbachovs verður haldinn. A fundinum í Mexico verði gengið frá ítarlegum tillögum sem sendar verði til forystu- manna stórveldanna. Eins og kunnugt er hefur á- greiningur um eftirlitskerfi verið eitt af vandamálum í afvopnunar- viðræðum Bandaríkjanna og So- vétríkjanna. Tillögur Ieiðtog- anna sex um að þeir setji upp sérstakt eftirlitskerfi sem nái til stórveldanna, opna nýja mögu- leika á þessu sviði. Þrjú þessara ríkja - Svíþjóð, Indland og Mex- ico - hafa yfir að ráða sérstakri tæknikunnáttu og sérfræðingum og með því að bjóðast til að senda eftirlitsmenn inn í Sovétríkin og Bandaríkin og annast uppsetn- ingu og rekstur mælitækja innan Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eru leiðtogarnir sex að skapa nýj- an grundvöll fyrir samkomulagi um óháð og áreiðanlegt eftirlits- kerfi. Einn þekktasti sérfræðing- ur Bandaríkjanna á þessu sviði, Jack Everden, sem var vísinda- sérfræðingur Afvopnunar- stofnunar Bandaríkjanna 1978- 1982 hefur bent á að það þyrfti ekki að taka lengri tíma en þrjá mánuði að koma upp slíku eftir- litskerfi. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. mars 1986 Svíþjóð Alþjóðasamskipti við jarðarför Búist er við að jarðarför Olofs Palmegeti orðið einn mikilvœgasti leiðtogafundurinn Stokkhólmi — Svíar vonast nú til að jarðarför Olofs Palme á laugardaginn verði nokkurs konar stökkpallur fyrir aukin afskipti Svía af alþjóðamálum, þá sérstaklega hvað varðar al- þjóðafrið og aukin samskipti stórveldaleiðtoqa. Þá níu daga sem liðnir eru frá því að Palme var myrtur, hafa stjórnmálaskýrendur stöðugt rætt um að Ingvar Carlsson muni eiga erfitt með að feta í fótspor fyrirrennara síns hvað þessi mál varðar. Nú segja Svíar hins vegar að sá óbeini leiðtogafundur sem verður við jarðarför Palmes verði einn sá mikilvægasti á þessu ári. Búist er við að þeir leiðtogar sem verða við jarðarförina muni ræða mikið saman á einkafundum. Aðstoðarutanríkisráðherra Svía, Pierre Schori, sagði við blaðamenn um helgina að leið- togar kæmu auðvitað fyrst og fremst til að votta Palme virðingu sína. „En þar að auki munu gaml- ir óvinir fá tækifæri til að ræða saman“, sagði hann. Sá fundur sem beðið er með einna mestri eftirv'æntingu er mögulegur fundur leiðtoga Austur- og Vestur-Þýskalands. Erick Honecker hefur tilkynnt að hann muni vera við jarðarförina, það hefur Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands einnig gert. Fulltrúi Bandaríkjanna hefur ekki verið tilnefndur en forseti Nicaragua, Daniel Ortega, hefur sagt að hann muni mæta. Eins og kunnugt er, hafa risið miklar deilur um þá hugmynd Reagans að veita andbyltingaröflum í Nic- aragua 100 milljón dollara að- stoð. Fulltrúar í utanríkisráðu- neytinu sænska sögðu að leiðtog- ar myndu fyrst hittast við sjálfa jarðarförina. Á laugardagskvöld- ið yrði hins vegar móttaka þar sem leiðtogar eða fulltrúar þeirra gætu rætt saman í næði, yrði þess óskað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.