Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 13
DJOÐVIUINN
Umsjón:
Árni Bergmann
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna
Trompin
á hendi
Gorbatsjofs
Sjálfsábyrgð fyrirtœkja og
sveigjanlegra launakerfi-
Lífskjarabœtur - Fróðlegur
gestalisti
Tuttugasta og sjöunda þingi
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna lauk rétt fyrir helgi með
mannaskiptum í æðstu stjórn
flokksins og samþykkt áætlana
um efnahagsþróun fram til alda-
móta. Tillögur Gorbatsjofs
flokksleiðtoga um niðurskurð í
vígbúnaði voru og mjög á dag-
skrá. Afdrifarík tíðindi af flokks-
þinginu gætu á næstunni einkum
orðið þau sem lúta að breyting-
um á stjórn efnahagsmála.
Segja má að með flokksþing-
inu ljúki miklum tiltektum í
flokknum, sem hafa verið í gangi
allt frá því að Gorbatsjof tók við
völdum fyrir rúmu ári. Það öld-
ungalið sem mest fór fyrir á
valdatíma Brésjéfs er að mestu
horfið úr æðstu stöðum, nú er
líka búið að skipta um tæpan
helming þeirra 300 manna sem
eiga sæti í stóru miðstjórninni.
Það er og í samræmi við fyrri
fregnir um að á að giska helming-
ur flokksritara í héruðum og lýð-
veldum hafi orðið að víkja -
sumir sakaðir um dugleysi, aðrir
beinlínis um mútuþægni og önnur
afbrot.
Fjárfestingar
f ræðum Gorbatsjofs flokks-
formanns, Ryzjkofs forsætisráð-
herra og margra fleiri fór mikið
fyrir þeim málflutningi að brýna
nauðsyn hefði borið til að hrista
upp í stjórn atvinnulífsins eftir þá
stöðnun sem einkenndi
næstliðinn áratug. Fyrri ráða-
menn fengu nokkuð kaldar
kveðjur fyrir íhaldssemi, rangar
og illa nýttar fjárfestingar, slaka
framleiðni í iðnaði og fleira. Ryz-
kjof nefndi það til dæmis, að á
næstliðnu tímabili hefðu þjóðar-
tekjur aukist um 3% árlega sem
væri verulega undir settu marki.
Nú stendur aftur á móti til að
halda uppi 5% hagvexti á ári og
tvöfalda þjóðartekjur og iðnað-
arframleiðslu á næstu 15 árum.
Þetta á að gera m.a. með
auknum fjárfestingum í hátækni
og framleiðslu neysluvarnings,
með því að leggja meiri áherslu á
tæknivæðingu en nýjar stórfram-
kvæmdir. Gorbatsjof lagði í sinni
aðalræðu mikla áherslu á að
koma í veg fyrir bruðl með hrá-
efni - og svo að koma í veg fyrir
þá feiknalegu rýrnun sem á mik-
inn þátt í skorti á ýmsum tegund-
um matvæla. Hann taldi að hægt
væri að auka neyslu á ýmsum
matvælategundum um 20-30%
bara með því að minnka verulega
rýrnun í flutningum og dreifingu.
Gorbatsjof, Ryzjkof og fleiri
töluðu margt um það, að til að
árangur megi tryggja, verði að
stjórna einstökum fyrirtækjum
og efnahagslífinu í heild á þann
veg, að fólk hafi beinan hag af því
að leggja sig fram. Það verður,
sagði Gorbatsjof í aðalræðu
sinni, að „tengja launasjóði fyrir-
tækja beint við það sem inn kem-
ur fyrir framleiðsluvörur þess.“
Það er ekki til neins, sagði hann,
að „borga fyrir vinnu sem enginn
vill nýta“ - og á þá við varning,
sem ekki selst og hleðst upp - um
leið og skortur er á annarri vöru.
Til að ráða bót á þessu er rætt
um aukið sjálfstæði fyrirtækja.
Ríkisáætlunin setji þeim aðeins
heildarverkefni, sem síðan leysi
þau sjálf sín mál með beinum
samningum við verslunarkerfið. í
því sambandi segir Gorbatsjof
nauðsynlegt að gera verðlag
sveigjanlegra - láta það ekki bara
ráðast af „útlögðum kostnaði
heldur og af neyslueinkennum
vörunnar" - þ.e.a.s. af því hver
eftirspurnin er. Auk þess á að
gefa fyrirtækjum fjárhagslegt
svigrúm til að ráðast í tækni-
breytingar upp á eigin spýtur og
umfram almenna áætlanagerð.
Það á að hressa upp á samyrkju-
bændur með því að setja þeim
ákveðinn kvóta um sölu korns og
annarra afurða til ríkisins á föstu
verði, og á sá kvóti ekki að
breytast næstu fimm árin. Allt
sem búin svo framleiða umfram
kvótann geta þau selt eða ráðstaf-
að sjálf eins og þeim best þykir.
Þetta hljómar allt skynsamlega
- rétt eins og þær stjórnunarað-
ferðir sem verið er að ráða bót á
hljóma fáránlega. Að vísu hefur
áður verið bryddað upp á auknu
sjálfræði fyrirtækja sem stefni í
sömu átt og Gorbatsjof talar um,
en þeim ráðagerðum lauk venju-
lega með því að miðstýringin og
magnáætlanir höfðu betur. Ef
þetta sem fitjað er upp á nú
gengur eftir, mun það vafalaust
leiða til mjög verulegrar aukning-
ar á afköstum og vöruframboði.
Um leið geta risið vandamál sem
tengjast framtíð þeirra fyrirtækja
sem hafa treyst á það að ríkið
leysti þau úr kröggum („burt með
próventusiónarmiðin" segir Gor-
batsjof). A kannski að leyfa þeim
að fara á hausinn? Þá getur vart
farið hjá því að þessar breytingar
leiði til aukins kjaramunar milli
þeirra manna sem teljast eftir-
sóknarvert vinnuafl og þeirra,
sem fyrir aldurs sakir, fákunnáttu
eða af félagslegum ástæðum
passa síður inn í mynstrið.
Kaup og kjör
Efnahagslegar framfarir eiga
svo að rísa undir kjarabótum.
Ryzhkof forsætisráðherra talar
um það sem markmið í sinni ræðu
að hækka kaup almennt um 25-
30% á næstu fimm árum og verði
meðalkaup þá 215-220 rúblur á
Gorbatsjof í ræðustól. Hvað á að þýða að borga fyrir vinnu sem enginn vill nýta? spurði hann.
mánuði í borgum, en 180 á sam-
yrkjubúum. Hve mikið kaupget-
an breytist fer svo eftir því, hvaða
áhrif til hækkunar eða lækkunar á
vöru „sveigjanlegri" verðlagning
hefur. Ryzhkof segir og, að eftir
fimm ár muni um helmingur fjöl-
skyldna hafa 125 rúblur eða meir
í tekjur á mann á mánuði og hann
vonar að þá verði ekki lengur um
að ræða fjölskyldur sem hafi
minna en 50 rúbiur á nef hvert.
Ekki tekur hann fram hve stór sá
hópursé nú. í húsnæðismálum er
sett það markmið að árið 2000
verði allar sovéskar fjölskyldur
komnar í íbúð út af fyrir sig (eða í
fjölskylduhús í sveitum) - með
öðrum orðum, að þá verði lokið
því sambýli fjölskyldna um eitt
eldhús og bað sem hefur verið
mestur höfuðverkur í hvunndags-
lífi sovéskra þegna. Verið er að
hækka laun lækna og kennurum
er lofað launahækkun á næsta ári
- en þessir hópar tveir eru fyrir
neðan meðallaun í Sovétríkjun-
um. Eitt af því sem injög er til
fyrirmyndar er fyrirheit um að
fæðingarorlof verði lengt í átján
mánuði - sú ráðstöfum er tengd
því, að barnsfæðingum hefur
fækkað mjög, einkum í borgum
landsins.
Þetta er með því helsta sem
fram kom á þinginu. Þar voru
sannarlega haldnar margar ræður
og langar - þar tala flokksritarar
lýðveldanna og stærstu borga og
héraða, einnig kennslukona og
kvikmyndastjóri, mjaltakona og
námumaður, rithöfundur og
rennismiður - og allt er þetta með
mjög hefðbundnum hætti. En
ræður hinna minni spámanna
innihalda sjaldan annað en út-
færslu á þeim línum, sem aðalrit-
arinn - m.ö.o. Gorbatsjof,
leggur. Stundum er þar þó að
finna ýmsan óvæntan fróðleik
eins og þegar Demitsjéf mennta-
málaráðherra skýrir frá því, að
leikhús séu nú færri í Sovétríkj-
unum en þau voru fyrir stríð og
mælir með því að menn hætti að
líta á menninguna sem óarðbæra
fjárfestingu. Annars var það ekki
á Demitsjéf að heyra að
breytinga væri að vænta í hinum
eilífu málfrelsismálum sovésks
menningarlífs. Hann talaði eins
og svo margir fyrirrennarar hans
um nauðsyn þess að sameina
gæði og vinsældir og jákvæð upp-
eldisáhrif skáldverka, kvik-
mynda og leikrita og þar við sat.
Gorbatsjof og fleiri töluðu um
að „efla sovéskt lýðræði“ bæði í
ráðunum og á vinnustöðvunum,
en eins og stundum áður var erfitt
að festa hendur á einhverju
áþreifanlegu í þeim efnum.
Að sjálfsögðu var mikið rætt
um utanríkismál og þá ekki síst
afvopnunarmál og sambúðina við
Bandaríkin. Eins og vænta mátti
var risinn vestræni talinn bera
ábyrgð á vígbúnaðarkapphlaup-
inu og margítrekaðar voru þær
tillögur, sem Gorbatsjof hefur
áður reifað, um niðurskurð á
kjarnorkuvopnum í áföngum.
Reyndar lagði hann sjálfur fram í
aðalræðu sinni áætlun um altækt
alþjóðlegt öryggiskerfi, þar sem
gert er ráð fyrir samræmdum nið-
urskurði á kjarnorkuvígbúnaði
og á hernaðarútgjöldum og svo
því, að alls ekki verði vígbúist í
geimnum. En þetta eru þau mál
sem efst verða á baugi þegar og ef
þeir Gorbatsjof og Reagan hitt-
ast næst. Það kom líka fram í máli
margra á þinginu, að Sovétmenn
vonast til þess að ríki Vestur-
Evrópu taki sæmilega í tillögur
þessar og hafi áhrif á Reagan og
hans menn í málamiðlunarátt.
Castro talaði fyrstur
Gestir voru margir á þinginu
eða frá um það bil 150 flokkum
og samtökum. Eins og oft áður
taka menn sérstaklega eftir því
hvaða erlendur gestur ávarpar
þingið fyrst - og sá var að þessu
sinni Fidel Castro.
Eitt er athyglisvert við gesta-
listann. Það var lengst af siður, að
frá hverju landi mættu fulltrúar
eins flokks, sem þar með var orð-
inn eiginlegur bræðraflokkur
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna. A þessu hafa breytingar
orðið á síðustu þingum, einkum
með því móti, að á þingið koma
fulltrúar ýmissa ríkjandi flokka í
löndum þriðja heimsins, sem
hafa vinsamleg samskipti við So-
vétmenn (frá Madagaskar, Sýr-
landi o.fl). Nú fjölgar þessum
flokkum enn - til dæmis ávarpaði
þingið fulltrúi Kongressflokksins
indverska, flokks Radjivs Gand-
hi, sem og Sósíalistasambandsins
gríska, PASOK, flokks Andreas-
ar Papandreú. Frá Indlandi
komu líka fulltrúar bæði Komm-
únistaflokksins gamla og Komm-
únistaflokks marxista, sem áður
taldist hallur undir Kínverja.
Fulltrúar þriggja flokka í útlegð
frá Chile ávörpuðu þingið - kom-
múnista, sósíalista og róttækra.
Þessi breidd vísar ekki síst til
þess, að menn líta á sovéska ríkið
og Kommúnistaflokkinn sem
samvaxna tvíbura: nærvera á
þingi flokksins er í vaxandi mæli
spurning um diplómatí fremur en
skoðanasamstöðu. ÁB
Þriðjudagur 11. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17