Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 8
8. MARS
Hátt í 300 manns sóttu fundinn en dagskránni var hljóðvarpað um allan Hlaðvarpann. Þrjár konur héldu ræðu á fundinum, þær Birna Þórðardóttir skrifstofumaður, Björk Vilhelmsdóttir nemi
og Kristín Ólafsdóttirfélagsfræöingur.
íslenskar konur
varla matvinnungar
Ályktun baráttufundar kvenna í
Hlaðvarpanum 8. mars 1986: Nýgerðir
kjarasamningar breyta ekki því að íslenskar
launakonur þurfa að þræla myrkranna á milli
Á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna 8. mars 1986, eftir
heilan kvennaáratug, á 10. ári
jafnréttislaganna eru íslensk-
ar konur varla matvinnungar.
Nýgerðir kjarasamningar
munu ekki breyta þeirri staö-
reynd að íslenskar launakon-
ur þurfa að þræla myrkranna á
milii til að ná endum saman.
Peim fjölgar með degi
hverjum sem þurfa að leita
eftir fjárhagsaðstoð félags-
málastofnana. Uppvaxtarskil-
yrði barna fara hríðversnandi
og kjör aldraðra eru ekki
mönnum bjóðandi.
Fundurinn hafnar nýgerð-
um kjarasamningum og lýsir
vantrausti á þá.verkalýðsfor-
ystu, sem samþykkir að launa-
fólk greiði sjálft hinar svo-
kölluðu kjarabætur.
Það er deginum ljósara að
það dugir konum skammt að
fá sæti í samninganefndum
undir stjórn karla. Eina leiðin
til að fá réttlátt mat á störf
kvenna er að konur taki sjálf-
ar forystuna í verkalýðshreyf-
ingunni.
Konur! Látum ekki karla
lengur hafa einkarétt á
sannleikanum. Okkar sann-
leikur felst enn sem fyrr í þess-
um lágmarkskröfufn:
- Að dagvinnutekjur dugi
til að framfæra fjölskyldu.
- Að öll börn eigi kost á
heilsdags dagvistun.
- Fæðingarorlof í 9 mánuði
á fullum launum.
- Frjálsar fóstureyðingar og
ókeypis getnaðarvarnir.
Fundurinn hófst
með því að gengið
var frá Hljóm-
skálanum að
Hlaðvarpanum.
Hópur úr Kram-
húsinu dansar
trylltan dans sem
kallast „Bónus-
dansinn". Meðal
annarra skemmti-
atriðið atriði úr
Rauðhóla Rannsý
og nokkur stutt
leikin atriði úr lífi
vinnukonu. Auk
þess fluttu þær
Hanna María
Karlsdóttirog Mar-
grét Ólafsdóttir
hluta úr verki eftir
Jakobínu Sigurð-
ardóttur.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. mars 1986