Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Bankarnir „Blóðtaka“ fyrír minni banka Gengiðfrá850milljónkrónalánitilríkissjóðsílokvikunnar. Bankarnir lána ríkissjóði um 50% af bindingu innlánsaukningar á árinu. Stefán Gunnarsson, Alþýðubankanum: Kemur verst út hjá minni bönkum. Valur Valsson, Iðnaðarbankanum: Kemur niður á þjónustu bankanna Búist er við að viðræðum þeim sem Seðlabanki íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, hefur átt við banka og sparisjóði um að þeir kaupi skuldabréf af ríkissjóði fyrir 850 milljónir króna, Ijúki nú í vikunni. í kjarasamningunum í vetur var sett það skilyrði að ríkissjóð- ur fjármagnaði kostnaðinn af samningunum með lánum af inn- lendum markaði, annars vegar frá lífeyrissjóðunum og hinsvegar frá innlendum lánastofnunum. Að sögn Stefáns Gunnars- sonar, bankastjóra Alþýðubank- ans, mun Alþýðubankinn þurfa að lána ríkissjóði um 40 milljónir króna vegna þessa en auk þess er bankanum gert að kaupa fyrir 4% af innlánsaukningu sl. árs og sagði Stefán að það væru um 20 milljónir króna. Ofan á þetta bætist svo 18% almenn bindi- skylda bankanna. „Allt í allt gerir þetta um 50% bindingu miðað við spádóma um innlánsaukningu á árinu og slíkt hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir-bankana og koma niður á annarri útlánastarfsemi þeirra, bæði til fyrirtækja og einstakl- inga. Það er því fyrirsjáanlegt að samdráttur veröi í framkvæmd- um hjá fyrirtækjum." Stefán sagði að þessi blóðtaka kæmi verr niður á minni bönkum og sparisjóðum, því samfara sam- drætti í útlánastarfsemi má alltaf búast við samdrætti í innlána- aukningu. Skuldabréf þau sem hér um ræðir eru til fimm ára og er talað um að þau verði verðtryggð auk 7% vaxta, sem bönkunum þykja lágir vextir þar sem ríkissjóður er samtímis að selja skuldabréf með 9% vöxtum. Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði við Þjóð- viljann, að þær lánsþarfir sem ríkið hefur í ár, hljóti að þrengja mjög um á almennum lánamark- aði, en enn væri of snemmt að segja hvar þetta kæmi verst niður. Sagði hann að bankamenn hefðu gert sér grein fyrir þessu strax eftir að samningarnir voru undirritaðir og því hefði þetta ekki komið þeim á óvart. „t>að er öllum ljóst að hér er um mjög stórar fjárhæðir að ræða sem eru mikill hluti innlánsaukn- ingarinnar og auðvitað mun það þrengja töluvert þá þjónustu sem bankarnir geta veitt öðrum," sagði Valur einnig. —Sáf Fiskimjölsverð Prestskosningar Eldþurrkun úrelt Fyrir loftþurrkað mjölfrá Krossanesverksmiðjunni fœst 10% hœrra verð enfyrir eldþurrkað. Aðeins loft- eða gufuþurrkað mjöl notað til loðdýra- ogfiskirœkt- ar. Mjögdýrtað breyta verksmiðjum úr eldþurrkun yfir í loft- eða gufuþurrkun Frétt Þjóðviljans á dögunum um að loðnuveiðiskipið Börkur NK hefði fengið hærra verð fyrir loðnufarm í Danmörku en fengist hefði fyrir mjöl og lýsi unnið úr farminum hér heima, hefur að vonum vakið mikla at- hygli og umtal. Hvað vcldur þessu? spyrja menn. Einn aðili hafði samband við Þjóðviljann og benti á að allt fiskimjöl hér á landi væri eldþurrkað og þótt það lé- legasta mjölið og lægst verð feng- ist fyrir það. Eldþurrkað mjöl er ekki notað til fískeldis eða til loð- dýrafóðrunar, heldur gufu- eða loftþurrkað mjöl. Aðeins ein verksmiðja hér á landi er ekki með eldþurrkun en það er Krossanesverksmiðjan. Hún hefur fengið allt að 10% hærra verð fyrir sitt mjöl en verksmiðjurnar sem nota eldþur- rkun. Eftir gagngerar breytingar hefur Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði náð olíueyðslu við eld- þurrkun niður í 35% af fram- leiðslukostnaði en algengast er að verksmiðjurnar séu með olí- ukostnað um og yfir 50% af fram- leiðslukostnaði. Það er samdóma álit manna sem Þjóðviljinn ræddi við ígærað kostnaður við að breyta verk- smiðjunum úr eldþurrkun yfir í loft- eða gufuþurrkun væri mjög mikill og á mörkunum að það borgaði sig fyrir þær, nema að vinnslan gæti orðið jafnari og stöðug allt árið. Jón Reynir for- stjóri SR benti á að menn vissu aldrei fyrirfram hve mikið hrá- efni bærist að yfir árið. Loðnu- veiðar hafa verið frá rúmlega miljón lestum og niður í ekki neitt, þegar þær voru bannaðar. Hitt er ljóst að þetta atriði með eldþurrkun og gufu eða loft- þurrkuna skiptir verulega máli um afkomu verksmiðjanna. - S.dór Menning Vordagar Samtakanna 78 Ikvöld, þriðjudag, hefjast svo- nefndir Vordagar Samtakanna ’78, félags lesbía og homma á ís- landi. Vordagar eru fímm talsins og á þeim er boðið upp á sam- fellda lista- og menningardagskrá sem lýkur með dansleik á laugar- dagskvöldið. Allir dagskrárliðir fara fram í húsakynnum samtak- anna í Brautarholti 18,4. hæð, að frátöldum dansleiknum sem verður í Risinu, Hverfisgötu 105. Dagskrá Vordaga verður þannig: Þriðjudaginn 29. apríl hefjast Vordagarnir kl. 20.00 með opnun myndlistarsýningar. Örn Karls- son sýnir collage- og vatnslita- myndir frá undanförnum árum og verða þær til sýnis alla Vor- dagana. - Síðar um kvöldið verð- ur sýnd kvikmynd sem einkum höfðar til kvenþjóðarinnar. Miðvikudaginn 30. apríl er opið hús í Brautarholti 18 frá kl. 20.00, en kl. 21.00 hefst fjöl- breytt listadagskrá. Megas mun flytja valda kafla úr „Dagbók Önnu Frík“, píslarsögu í bundnu máli eftir Böðvar Björnsson. Lesið verður úr „Villidrengjun- um“ eftir William Burroughs og sjálfsævisögu Quentin Crisps, „Nöktum opinberum embættis- manni“. Félagar úr Samtökunum ’78 flytja atriði úr leikritinu „Bent“ eftir Martin Sherman. Fimmtudaginn 1. maí verður verkalýðskaffi og róttækar kökur á boðstólum frá kl. 15.00. Um fimmleytið verður sýnd kvik- myndin „Hnefaréttur frelsisins“ eftir Rainer Werner Fassbinder. Þar segir Fassbinder söguna af litla manninum sem smám saman lærist að skilja að í heimi homm- anna er heldur ekki sama hvort menn heita Jón eða séra Jón. - Holl hugvekja í tilefni dagsins. Föstudaginn 2. maí er opið hús frá kl. 20.00 en um kl. 21.00 er flutt samfelld dagskrá um les- bíska tónlist og texta. Þá verður bandaríska skáldkonan Alice Walker kynnt, lesinn kafli úr frægustu bók hennar, „Purpura- litnum“ og kvenmenning mun ríkja fram eftir kvöldi. Vordögunum lýkur síðan með gleðskap á almennum dansleik sem Samtökin ’78 halda í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 3. maí, frá kl. 23.00-03.00. Árekstur í Síðumúla. Rétt fyrir hádegi í gærmorgun varð árekstur fyrir framan Síðumúla þrettán. Tvær bifreiðir af Volvogerð rákust saman er fólksbif- reið ætlaði að beygja út af húsagötunni og inn á aðalgötuna en ók þá fyrir flutningabíl sem kom eftir aðalgötunni. Eins og sést á myndinni hefur fólksbíll- inn lent inn undir flutningabílinn og framhluti hans skemmst mjög illa. Ekki urðu nein slys á mönnum. Guðfræði nemar mótmæla Aðalfundur Félags guðfrœðinema: Prestskosningar eru hneisa. Skorað á alþingi að leggja þœr af Félag guðfræðinema í Háskóla Islands hcfur skorað á alþingi að beita sér nú þegar fyrir því að prestskosningar verði lagðar af. Félagið hnykkir á þessari áskorun í bréfi sem sent hefur verið öllum alþingismönnum. í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrir skörnmu segir að fundarmönnum þyki „hneisa að prestar skuli einir embættismanna þurfa að ganga í gegnum tíma- og fjárfrekar kosn- ingar til að fá stöðu“. Þessi krafa hefur oft áður kom- ið upp, þannig hefur kirkjuþing oft lagt til að þessar kosningar verði afnumdar. Guðfræðinem- arnir segja í bréfi sínu til alþingis- manna að í kjölfar prestskosn- inga hafi gjár myndast í raðir presta og safnaða, „og liggur í augum uppi hversu mjög slíkt fer í bága við alla viðleitni kristinna manna til einingar og bræðralags, og getur hindrað eðlilegan vöxt og viðgang kirkjulegs starfs.“ Mál þetta fékk ekki umfjöllun á alþingi nú fyrir þingslit, hvað svo sem síðar verður. -gg HLUTABREF TIL SÖLU Hlutabréf í íshúsfélagi ísfiröinga h.f., eru til sölu. Um er að ræöa hlutabréf í eigu Togaraútgeröarfélags ísafjaröar h.f., sem eru að nafnverði kr. 1.272.110.- og teljast 13,5% af heildarhlutafjáreign. — • — Tilboð skal sendaTryggva Guðmundssyni hdl, Hrannargötu 2, ísafirði. S:94-3940, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Þriðjudagur 29. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.