Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Blaðsíða 15
_________AFMÆU________ Tryggvi Gunnarsson 70 ára Tryggvi Gunnarsson, vélstjóri í Vestmannaeyjum er 70 ára í dag þriðjudaginn 29. apríl. Þessi mikli baráttujaxl okkar Eyja- manna, fyrir jafnrétti, bræðralagi og sósíalisma hefur ekki látið deigan síga í gegnum tíðina, hug- sjónum sínum um betra mannlíf til framdráttar. Sjómennskan hefir mestan part verið hans starf, það hefur fylgt þeim manni snyrtimennska svo af hefur borið. Vélarrúmið í þeim bát, sem hann hefur verið á hefur verið sem lýsandi dæmi um hvernig umgangur á að vera viz vélar. Menn hefðu getað gengið þar um í samkvæmisklæðum og ekki séð bletti á þess vegna. Um tíma var Tryggvi formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja og var þá starf líflegt á þeim bæ. Um skeið sat Tryggvi í bæjar- stjórn Vestmannaeyja fyrir Sósi- alistaflokkinn, Karl heitinn Guð- jónsson var þá kominn á þing og tók Tryggvi sæti hans sem vara- maður. Einn er sá bátur, sem mikið hefir komið við sögu hjá Tryggva, en það er Erlingur Ve 295, sem keyptur var á strandstað vorið 1932 af föður Tryggva, Gunnari heitnum Marel skipa- smíðameistara sem hér var þekktur dugnaðarforkur í iðn- inni. Eigandi var hann að Erling Ve 295 ásamt föður sínum í yfir 20 ár. Árið 1976 seldi hann Erling til sonar síns Gunnars Marels, vél- stjóra og Stefáns Friðrikssonar, skipstjóra og hefur þeim vel farn- ast.SamaárhófT ryggvi störf h j á hitaveitu Vestmannaeyja og hefir verið þar síðan. Sér hann um dæl- ustöðina fyrir okkur Eyjamenn og sagan endurtekur sig, þar er allt svo snyrtilegt, sem ljósmynd úr „Bo bedre“! Mig minnir að frá 1971 sé Tryggvi búinn að vera skipaskoðunamaður um vélbún- að skipa. Kona Tryggva, Ólafía Sigurð- ardóttir (Lóa), hefur staðið með manni sínum í hugsjónum morg- undagsins frá þeirra fyrsta fundi. Ég og konan mín sendum Tryggva og Lóu baráttu- og heillaóskir á þessum hans heið- ursdegi. Við minnumst margra skemmtilegra samverustunda hér og erlendis með þeim hjónum. Megi Eyjarnar eignast sem flesta slíka sem Tryggvi er Gunn- arsson. Sig. Sig. frá Vatnsdal. FRAMBOÐS- FRESTUR til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31. maí 1986 rennur út þriöjudaginn 6. maí nk. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 15.00 til 16.00 og kl. 23.00 til 24.00 í fundarsal Borgarstjórnar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. 25. apríl 1986 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur, Guðmundur Vignir Jósefsson, Helgi V. Jónsson, Guðríður Þorsteinsdóttir. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa og til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-7403. Munið hina margrómuðu sumarblíðu á Austfjörðum. LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Við heimahjúkrun: Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga á dag-, og kvöld- og næturvaktir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis-Drápuhlíð 14-16: Læknafulltrúa í 100% starf. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. 2 starfsmenn við símavörslu og móttöku, í 60% starf hvorn. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 5. maí. Auglýsing frá Úreldingarsjóði í nýsamþykktum lögum á Alþingi um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins er ákveðið að sta'rfsemi Úreldingarsjóðs fiskiskipa Ijúki 14. maí 1986. Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 8. maí 1986. Stjórn sjóðs- ins mun fyrir 14. maí 1986 taka ákvörðun um styrkveitingar á grundvelli þeirra reglna sem nú gilda um sjóðinn og þeirra umsókna sem berast til stjórnar sjóðsins fyrir 8. maí 1986. Það skip sem hlýtur styrk til úreldingar, skal fyrir 20. júlí 1986, tekið varanlega úr rekstri samkvæmt regl- um sjóðsins. Með umsóknum skal fylgja veðbókarvottorð, árs- reikningur seinasta árs og yfirlit yfir skuldastöðu. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skal senda Sam- ábyrgð (slands á fiskiskipum, Lágmúla 9, 108 Reykjavík. Úreldingarsjóður fiskiskipa. Umboð I Reykjavík og nágrennl Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Austurströnd 17 Seltjamamesi Versl. Meskjör, Ægisíðu 123 Bóka- og ritfangaversl. Úlfarsfell, Hagamel 67 Sjóbúðin v/Grandagarð AÐALUMBOÐIÐ VESTURVERIAÐALSTRÆTI 6 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11 Passamyndir, Biðskýlinu Hlemmi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2A Bókabúðin liilja, Háaleitisbraut 58—60 Hreyfill, bensínafgreiðslan Pellsmúla24 Versl. PaulHeide, Glæsibæ Rafvörur, Laugarnesveg 52 Skrifstofa Hrafnistu, Laugarási Bókabúð Possvogs, Grímsbæ v/Bústaðaveg Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7 Bókabúð Breiðholts, Amarbakka 2 Versl. Straumnes, Vesturberg 76 KÓPAVOGUR Blómaskálinn v/Nýbýlaveg Bókaversl. Veda, Hamraborg 5 Bókaversl. Veda, Engihjalla 4 Borgarbúðin, Hófgerði 30 GARÐABÆR Bókaversl. Gríma, Garðaflötl6—18 HAFNARFJÖRÐUR Skrifstofa Hrafnistu v/Skjólvang Hafnarfirði tiári og Sjómannafélagið Strandgötu 11—13. ,o > ___HAPPDRÆTTI +\Ó&y) Dvalarheimilis aldraðra sjómanna *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.