Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.04.1986, Qupperneq 5
DJOÐVIUINN Útifundur gegn samningunum „Merkasta afrek ríkisstjórnar- innar í vetur voru kjarasamning- arnir," sagði forsætisráðherrann að kvöldi þinglausnardags. Það er von að Steingrímur sé kampakátur þegar tekist hefur að láta verkalýðshreyfinguna gang- ast inná launastefnu stjórnar og atvinnurekenda. Kjarasamningarnir í febrúar sl. fólu það í sér. Það er meginá- stæða þess að Samtök kvenna á vinnumarkaði efna til sérstaks útifundar á 1. maí í ár. Viö motmælum Síðustu tvö ár efndu Samtök kvenna á vinnumarkaði einnig til sérstaks útifundar í Reykjavík á 1. maí. í bæði skiptin var beðið með endanlega ákvörðun þartil ávarp og kröfur fulltrúaráðsins voru komnar fram og afstaða tekin í ljósi þeirra. Nú þarf ekki að bíða. Fulltrú- aráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík er skipað fulltrúum þeirra sem bera ábyrgð á síðustu samningum. Þess vegna getur ekki orðið um neina samstöðu að ræða. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við höldum sérstakan útifund: - tilað mótmæla því að gerðir skulu kjarasamningar sem ekki er unnt að lifa af - tilað mótmæla því að enn skuli aukið á tekjumuninn í landinu - tilað mótmæla því að launa- fólki sé boðið uppá ölmusubæt- ur í stað launa; ölmusubætur sem þar að auki eru miðaðar við heildarlaun, með bónus, vaktaálagi, yfirtíð og allri þeirri Birna Þórðardóttir skrifar: „Við höldum sérstakan útifundl. maítil að mótmœla því að gerðirskuli kiarasamningar sem ekki er unnt að lifa af“- aukavinnu sem fólk verður að leggja á sig vegna lágra launa. Við höldum sérfund: - tilað mótmæla því að verka- lýðshreyfingin afskrifi dýrtíð- arbætur - tilað mótmæla efnahagsundr- um sem byggja á gengdarlausu kaupráni, vinnuþrælkun og dagskipunum stjórnvalda - tilað mótmæla skollaleikjum með vísitölur í því skyni að falsa framfærsluvísitölu - tilað mótmæla eilífum barlómi forystumanna okkar um að „fólkið vilji ekkert gera“. - tilað mótmæla því að vera sí- fellt stillt upp fyrir orðnum hlut, þarsem ekki má hrófla við undirrituðum samningum - tilað mótmæla þeim hroka og oflátungshætti sem einkennir afstöðu forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar í garð þeirra sem þora að gagnrýna verk þeirra - tilað mótmæla því að forystu- sveit heildarsamtaka okkar skuli í raun líta á okkur hvert og eitt sem lítið reikningsbrota- brot en ekki lifandi launafólk sem geti barist og sigrað sjálft - tilað mótmæla því að í raun er búið að taka samningsréttinn af verkalýðsfélögunum, sbr. mjólkurfræðinga o.fl. - tilað mótmæla því að heildar- samtök verkafólks skuli engan stuðning sýna þeim sem reyna að standa upp og ganga lengra, s.s. Félag starfsfólks í veitinga- húsum, þá er farið í fýlu í stað þess að sýna virka samstöðu Við höldum útifund tilað mót- mæla þessu öllu. Á 1. maí í fyrra mótmæltum við einnig vali á ræðumönnum hjá fulltrúaráðinu í Reykjavík, þar- sem konur voru algjörlega hundsaðar. Nú mætti ætla að stefnu- breyting hafi átt sér stað hjá full- Við krefjumst En við höldum ekki útifund til þess eins að mótmæla - heldur einnig tilað krefjast: - tilað krefjast þess að síðustu samningar verði brotnir upp í kjölfar Bolungarvíkursam- trúaráðinu. Guð láti gott á vita, einsog kallinn sagði. Það er gott til þess að vita að þeir sem á ann- að borð mæta á fund fulltrúaráðs- ins á Torginu. skuli fá að heyra eitthvað annað en venjubundna lofgerð um síðustu samninga. En ekki er laust við að mér þyki kyndugt að þeir sem lögðu lín- urnar fyrir kjarasamningana og knúðu þá í gegn skuli hvergi sjást á almannafæri þennan dag. Þeir ætla kannski að nota daginn til sameiginlegra fundahalda í Garðastræti og leggja drögð að næstu stórsóknarfórn. komulagsins og barist verði fyrir 30 þúsund króna lág- markslaunum - þegar í stað. Ekki er hægt að bíða með það til næstu áramóta. - tilað krefjast þess að bónus og öll afkastahvetjandi launakerfi verði lögð niður - tilað krefjast þess að sá kraftur og þor sem býr í verkalýðs- hreyfingunni fái útrás á skipu- lagðan hátt - tilað krefjast þess að baráttu- vilji fólk fái að blómstra en sé ekki drepinn í dróma einsog nú þegar göngulag er samræmt til glötunar - tilað krefjast þess að sá hluti forystu okkar sem spilar eftir nótum íhaldsins verði látinn víkja. Við þörfnunist ekki slíkrar forystu. Við þörfnumst forystu sem veitt getur leiðsögn og gengið með galvösk til bar- áttu. Ætla Samtök kvenna á vinnu- markaði sér slíkt forystuhlut- verk? Það geta þau ekki, meira þarf að koma til. Flinsvegar eru Samtök kvenna á vinnumarkaði í þeirri aðstöðu í dag að geta kallað launafólk saman þvert á verka- lýðsfélög. Samtök kvenna á vinnumark- aði geta tekið forystu fyrir því að samstilla krafta til áframhaldandi uppreisnar innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Mætum á Hallærisplaninu á 1. mai og tökum höndumsamantil þess. 24. apríl 1986 Birna Þórðardóttir, í Samtökum kvenna á vinnumarkaði. Þegar við lítum til baka í sög- unni virðist sem hæst beri víga- ferli og styrjaldir. Samt mundi vera leitun á þeim manni sem gæti hugsað sér að drepa náunga sem hann þekkti ekki og ætti ekkert sökótt við. Hvernig stendur á þessum tvískinnungi? Getur verið að ástæðan sé að einhverju leyti fjarlægðin milli valdamanna og almennings? Ekki hafa bændur og verkamenn í einu landi frumkvæði að því að drepa bræður sína í öðru landi. Til þess að slíkt gerist stilla valda- menn þeim upp sem óvinum. Ekki sem bændum og verka- mönnum, heldur sem her- mönnum. Herinn stendur á milli ráðamanna og þegnanna; í hon- um eru menn sem hlýða skipun- um yfirvalda án þess að bera ábyrgð á því sem gerðir þeirra valda. Nú mætti spyrja hvað þetta snerti okkur sem ekki höfum neinn innlendan her. Vonandi kemur aldrei til þess. Hinsvegar skulum við horfast í augu við það, að ekki vantar nema fjögur ár í að erlent herlið hafi dvalið í landinu í hálfa öld. Herinn átti ekki að vera hér til frambúðar. Samt liðu aðeins fimm ár frá komu hans, áður en tilmæli komu um að er- lent herveldi fengi hér stöðvar til frambúðar. Þessu var að vísu hafnað, en málið átti þó svo mik- inn hljómgrunn, jafnvel meðal þeirra stjórnmálamanna sem höfnuðu þeim, að þeir unnu A friðarári Helgi Jónsson skrifar: „Hvað er að gerast þegar öflugasta herveldi heims grípur aftur og aftur til ögrunaraðgerða gagnvart smáríkjum og notar síðan viðbrögð þeirra sem rök fyrir kröfum um aukinframlög til hermála?“ markvisst að því að sætta þjóðina við lengri hersetu. Fljótlega var farið að móta stefnu í varnarmál- um, þar sem íslendingar urðu í vaxandi mæli þátttakendur í hernaðarsamvinnu vestrænna þjóða. Hlutleysi í hermálum var afnumið og teknar ákvarðanir sem hlutu að kljúfa þjóðina í ósættanlegar fylkingar. Sú hel- stefna sem flestir ráðamenn okk- ar hafa síðan fylgt í utanríkismál- um og staðið dyggan vörð um verður ekki rakin hér. En var það tilviljun að löngum ferli herská- asta utanríkisráðherra okkar lauk fyrir skömmu með sýningu á hermennskutilburðum lögreglu- manna? Og var það tilviljun að fyrstu ummæli eftirmanns hans í embætti lutu að þörfinni fyrir varnir innanlands? Fleira hnígur að því að menn _ hugleiði orsakir styrjalda. Nú- tíma fréttamennska er alltof ábyrgðarlaus, en miðar jafnframt að því að móta skoðanir fólks. Reynt er að gera atburði sem fréttnæmasta og mest spennandi. Ef hægt er að túlka ummæli þjóð- arleiðtoga sem ögrun eða ágengni er meiri tilhneiging til þess, en að færa þau til betri veg- ar. Það er oft eins og fréttamenn sjái ekki annað í stjórnmálum en einhverja spennandi refskák. Sú mynd sem þeir gefa af heiminum er villandi og stuðlar að tor- tryggni. Tortryggni er hins vegar vatn á myllu þeirra leiðtoga sem vilja fara með ofbeldi. Af henni nærist hergagnaiðnaðurinn og allt peningakerfið í kringum hann. Skyldu ekki rætur þess kerfis teygja sig víðar en okkur grunar? Sagan segir frá styrjöldum. Með þeim eru örlög þjóða ráðin og þar gerast spennandi atburðir sem vinsælt er að segja frá. Senni- lega hefir alltaf verið reynt að sporna gegn vopnuðum átökum. Frásagnir um slíkt eru þó ekki áberandi. Nefna má Njál á Berg- þórshvoli og í Eyrbyggju er sagt frá því að Auður húsfreyja í Má- vahlíð hafi hvatt konur til að bera klæði á vopn manna sem börðust. Ivar Lo Johansen segir frá því í bókum sínum „Min svenska hist- oria“, að sænskir og danskir bændur hafi iðulega samið frið án þess að spyrja kónga leyfis. En ætli margir sagnfræðingar hafi fjallað um friðarbaráttu? Slík umfjöllun yrði ef til vill ekki eins spennandi einsog bardaga sögur, en ætti hún ekki talsverðan rétt á sér? Menn hneykslast oft á harð- ýðgislegum refsingum meðal frumstæðra þjóða, t.d. að menn séu tunguskornir fyrir að ljúga eða handhöggnir fyrir að stela. Og víst er þetta ljótt. En gætu ekki svona refsingar verið arfur frá samfélögum þar sem líf lá við að geta treyst orðum og gerðum náungans. Ekki skal hér hvatt til neinna refsinga eða annarra að- gerða en umhugsunar um þá hættu sem stafar af vígbúnaði og hernaðaranda. Samt verður ekki hjá því komist, að spyrja hvort nokkur sök geti verið stærri en sök þeirra valdsmanna og fjöl- miðlamanna sem eyða ævistarfi sínu í að breiða út villandi upplýs- ingar í því skyni að fá fólk til fylgis við það sem er andstæðast öllum mannlegum siðgæðishugmynd- um. Þegar sömu menn tala fjálg- lega um frelsi, setur að manni viðbjóð. Hvað er að gerast í heiminum okkar? Hvað er að gerast, þegar öflugasta herveldi heims grípur aftur og aftur til ögrunaraðgerða gagnvart smáríkjum og notar síð- an viðbrögð þeirra sem rök fyrir kröfum um aukin framlög til her- mála? Er ekki framkoma Banda- ríkjanna farin að minna óhugn- anlega mikið á yfirgang Hitlers fyrir hálfri öld? Hvert evrópurík- ið eftir annað lætur kúga sig til að taka þátt íþessum ögrunum, með einu og öðru móti. Þó láta for- Framhald á bls. 6 Þriójudagur 29. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.