Þjóðviljinn - 01.06.1986, Blaðsíða 11
arsorg, æsku og elli. Það er hreint
með ólíkindum hvað almenning-
ur í Andalúsíu kann af ljóðum í
flamenco dönsum. Ef um sýning-
arflokk er að ræða er venjulegai
Flamenco
dansflokkurinn
sem skemmtir í
kvöld á listahátíð.
Skipan hans er
klassísk, þrjár
dansirínur, tveir
gítarleikarar,
karlsöngvari og
einn karlkyns
dansari. Því miður
er þessi flamenco
flokkurfráN-
Spáni, Barcelona
en Norður-
Spánverjar hafa
aldrei náð
skaphita, tignog
reisn sem
Andalúsíumenn
hafa, og er
nauðsynlegttil
þess að töfrar
flamencodansins
fái notið sín.
einn söngvari, einskonar for-
söngvari, á stundum taka aðrir
undir. í langflestum tilfellum er
söngvarinn karlmaður, undan-
tekningar eru þó til en þær eru
fáar. Söngvarinn leikur mjög
með andlitinu. Lokar augunum,
grettir sig og túlkar það sem hann
er að syngja um með andlits-
svipnum. Ævinlega eru konur í
meirihluta dansara, algengt 3 á
móti 1 karlmanni, stundum fleiri.
Engin svipbrigði sjást á andlitum
dansara eftir því hvað textarnir
fjalla um, aðeins hreyfingar lík-
amans í dansinum túlka það.
Tónlistin
Þeim er ekki þekkja til flam-
enco tónlistar þykir hún eiginlega
alltaf eins, öll lögin eins. Þetta er
þó fjarri lagi. Margir segja að
söngurinn sé alltaf mjög líkur.
Söngl segja sumir. Það er heldur
ekki rétt. Tónar eru mjög langir
að jafnaði og líkt og lærðir söng-
varar láta flamenco söngvarar
tóninn myndast framarlega og
hljóma upp og fram í enni. Mjög
góð þyndaröndun er flamenco
söngvara nauðsynleg vegna
hinna löngu tóna. Þeir þurfa að
kunna rétta öndun ekki síður en
óperusöngvari.
Lögin eru ekki alltaf sungin,
einleikur á gítar er líka til. Það er
sjaldgæft að dansað sé eftir
lögum, sem bara eru leikin.
Andalúsíumenn svo ekki sé talað
um sígauna, gleyma hreinlega
stað og stund þegar flamenco
tónlist er framin. Og vei þeim
sem ætlar að reyna að draga
Andalúsíumenn á burt frá þeim
stað þar sem verið er að fremja
flamenco.
Spónski flamenco
dansinn
Það er orðið langt síðan Spán-
verjar tóku flamenco dansinn
upp sem sinn þjóðdans. f höfuð-
borginni Madrid og víðar um
landið hafa verið settir upp sér-
stakir skólar sem kenna fólki að
dansa flamenco. Spánverjar hafa
sett mikið af. ballet í dansinn,
þannig að dans lærðra dansara er
orðinn æði frábrugðinn hinum
upphaflega sígaunadansi, en
tónlistin og textarnir eru hinir
sömu.
Þrátt fyrir þetta eru allir bestu
flamenco gítarleikarar, söngvar-
ar og dansarar sígaunar eða af
sígaunaættum. Frægustu flam-
enco staðir Spánar eru borgirnar
Sevilla og Granada. f Sevilla er
skemmtistaður þar sem flamenco
og aðeins flamenco er sunginn og
leikinn. Sá staður á sér það orð að
enginn þykir hafa náð toppnum í
þessari listgrein, fyrr en hann hef-
ur fengið að koma þar fram.
-S.dór
gur 1. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11