Þjóðviljinn - 01.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Blaðsíða 14
KVIKMYNDIR Vandinn að auglýsa erófik í myndinni 9]/2 vika segir frá ástarsambandi tveggja uppa. Framleiðendurnir veltu vöngum yfir kynningu myndarinnar í tvö ár Pá hafa upparnir fengið sína eigin kvikmynd. í vor varfrum- sýnd bandarísk mynd sem nefnist 91/2 vika og hefur hún vakið talsverða athygli. Leik- stjóri hennarer Adrian Lyne en hann gerði einnig myndina Flashdance sem hlaut miklar vinsældir. í myndinni segir frá gjald- eyrissalanum John (Mickey Ro- urke) og Elizabeth (Kim Basing- er) sem vinnur í listagalleríi. Þau búa á Manhattan í New York, eiga stórar og bjartar íbúöir með hvítum eldhúsum, krómuðum húsgögnum og pottaplöntum. Þau fylgjast vel með tískunni, drekka ekkert sterkara en hvítvín og lifa lífinu hratt og ákaft. Ekta uppar. Og þau verða ástfangin. Sam- band þeirra varir þó ekki nema þann tíma sem nafn myndarinnar tilgreinir og á endanum fer Eliza- beth frá John eftir ýmsar uppá- komur í kynlífinu. Sem leikur stóra rullu í myndinni eins og nánar verður vikið að seinna. Forskrift að hamingjunni Gagnrýnandi norska viku- blaðsins Ny Tid segir að hér sé komin forskriftarmynd sem segi fólki hvernig lifa beri Iífinu á þessum síðustu og hreint ekki verstu tímum. Elizabeth og John eru sannfærð um að þau njóti hins fullkomna frelsis, að þau hafi örlögin í hendi sér. Það sé eins og allir séu fæddir með silfur- skeið í munni og enginn þurfi að hafa áhyggjur af brauðstritinu. Samt er vinnan þeim mikilvæg því hún veitir þeim sjálfsmynd- ina. Gagnrýnandinn líkir myndinni við mynd franska leikstjórans Claude Lelouchs, Maður og kona, þar sem lýst er ástarsam- bandi kappaksturshetju og skriptu í kvikmyndaveri. „Sú mynd kom þeirri hugmynd inn hjá heilli kynslóð að ástin væri fyrst og fremst fólgin í að aka hring eftir hring á sandströnd í Ford Mustang og daufri birtu,“ segir gagnrýnandinn og bætir því við að breytingin á uppskriftinni að ástinni sem orðið hefur frá því Lelouch gerði mynd sína fyrir 20 árum segi margt um það hvernig heimurinn hefur breyst. f stað hinna áköfu augnagota sem tjáðu ástina í Manni og konu er komin miklu bersöglari lýsing á kynlífi aðalpersónanna. Mynd- in 91/2 vika er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Elizabeth McNeill sem mun vera byggð á eigin reynslu skáldkonunnar. f bókinni er kynlíf aðalpersónanna fyrst og fremst borið uppi af kvalalosta en í myndinni er mjög dregið úr honum þótt margt sé eftir. Höfnun og sjálfseyðing John er mjög sjálfhverfur í til- finningalífi sínu, narsissisti í ei- lífri leit að nýjum ævintýrum í kynlífinu. Hann finnur sjálfs- ímynd sína í því að brjóta æ fleiri siðareglur. Rauði þráðurinn í kynlífi hans er sjálfseyðilegging og Elizabeth er eins og aðrar kon- ur aðeins tæki til að fylla upp í tómarúmið í sálinni. Þegar hún sækist eftir nánara tilfinninga- sambandi bregst hann við með því að hafna henni. En þegar sambandið er farið að leysast upp finnur hann fyrir þörfinni fyrir nánara og varanlegra sambandi við hana. Hafi einhver haldið að upparn- ir hafi gert jafnrétti kynjanna að inntaki lífsins sýnir myndin 9/2 vika fram á hið gagnstæða. Þegar John á frumkvæði er Elizabeth óvirk. Þegar hann er ótrúr dreymir hana um varanlegra ást- arsamband þeirra. Hún skynjar fljótt hvert leikurinn ætlar að ber- ast en finnur sig samt í því að vera eftirlát. Hún laðast að því for- boðna og hættulega sem hún finnur í John því eyðileggingin býr vissulega yfir ákveðinni fe- gurð. En á endanum gefst hún upp á tiltækjum Johns og yfirgef- ur hann. Auglýsinga- raunir Myndin 91/2 vika hefur verið auglýst sem erótísk kvikmynd (sem íslenskir bíóeigendur kalla venjulega „djarfar"). Og þótt norska gagnrýnandanum finnist erótíkin í henni leiðinleg er hún á mörkum þess sem bandarískur kvikmyndaiðnaður telur fært að bjóða almennum bíógestum. Enda brutu þeir hjá MGM/UA heilann í hálft annað ár um það hvernig best væri að auglýsa myndina. Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn þriðjudaginn 3. júní, kl. 20.30, að Hverfisgötu 105. Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Stjórnin Þessi mynd þótti of táknræn fyrir bandaríska bíógesti, þeir eru sagðir taka allt svo bókstaflega. Fyrsta útgáfa Brian Fox þótti gefa of mikla vísbendingu um innihald myndarinnar. Á endanum féllust framleiðendurnir á þetta plakat sem gæti átt við allflestar myndir um ást og rómantík. Fyrsta auglýsingaplakatið var reyndar gert fyrir tveimur árum eða áður en byrjað var á kvik- myndatökunni. Það var einfalt, sýndi mynd af konu með hálfop- inn munn og rauðar pensilstrokur dregnar yfir augun. Þetta plakat var sýnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes vorið 1984 og hafði það hlutverk að fá fjársterka menn til að leggja fé í gerð myndarinnar. Höfundur þess var Brian Fox, hálffertugur fyrrverandi trommuleikari í rokkbandi sem hefur gert það gott í auglýsinga- bransanum. Fox sagði að plakatið tengdist mikilvægri senu í myndinni þar sem John bindur fyrir augun á Elizabeth. Framleiðendurnir voru hins vegar á nálum því þeir vildu ekki að upp kæmist að í myndinni væri konan bundin eða eitthvað sem tengdist kvalalosta. Fox fékk því tilmæli um að koma með aðrar hugmyndir fyrir næstu auglýsingaherferð sem fyrirhug- uð var á kvikmyndamarkaði í Mí- lanó á Ítalíu haustið 1984. Allt of djörf Svo gerði Lyne myndina og þá fyrst fór um stjórana hjá MGM/ UA. Fyrsta útgáfan var svo djörf að hefði hún notið sannmælis í auglýsingum kæmi enginn í bíó „nema nokkrir einmana karlar í skítugum frökkum“ eins og segir í American Film. Lyne var því settur niður við klippiborðið á nýjan leik og sagt að skera niður svæsnustu kaflana. Lyne hóf feril sinn í auglýsinga- gerð og tók því ekkert illa í að breyta myndinni. „Það þurfti enginn að pína mig til þess,“ sagði hann. „Það er margt líkt með því að gera auglýsingamynd- ir og venjulegar kvikmyndir. Framleiðendurnir eyða 600 milj- ónum króna í myndina og vilja að hún sé þannig að fólk komi að sjá hana, að hún sé ekki bara fyrir leikstjórann að fróa sér yfir. Ef menn vilja gera myndir fyrir sig eina ættu þeir að fá sér 8 mm vél.“ Frumsýningu frestað Enn var þó ekki leystur vand- inn við auglýsingarnar. Fox var sendur aftur að teikniborðinu og kom þaðan með fimm nýjar til- lögur. Auglýsingafulltrúa MGM/ UA leist best á eina þeirra þar sem John sést halda á ísmola yfir andliti Elizabeth og er einn dropi í þann veginn að skilja við mol- ann. Með þessari mynd var reynt að sýna hvernig Elizabeth, sem í fyrstu er frekur kuldaleg, bráðnar í sambandinu við John. Þessi mynd var notuð við kynn- ingu á myndinni í Evrópu meðan myndin var enn á klippiborðinu. í fyrstu hafði verið ráðgert að frumsýna hana í febrúar í fyrra en því var svo frestað fram í ágúst. Myndin var tilbúin til sýninga í apríl en ennþá var einhver beygur í forstjórum MGM/UA. Þeir höfðu ma. áhyggjur af því hvern- ig hægt væri að kynna hana eins í Evrópu og Bandaríkjunum en oft er talsverður munur á því. Auglýsingamenn segja að nauðsynlegt sé að kynna kvik- myndir með öðrum hætti vestan- hafs en austan. Bandaríkjamenn eru ekki eins næmir fyrir notkun tákna. Svo vitnað sé í Fox: „Ef Robert Redford er sýndur á hest- baki halda allir bandaríkjamenn að þar sé á ferð kúrekamynd..." Bandaríkjamenn taka sumsé hlutina bókstaflegar en evrópu- búar. Skipt um hönnuði Vangaveltur forstjóra MGM/ UA enduðu með því að Fox var sagt upp og annar ráðinn í hans stað, Tony Seiniger sem forstjór- arnir höfðu reynslu af að starfa með. Seiniger sagði að vissulega mætti halda því fram að myndin fjallaði um „brenglaðan gæja og stúlkuna sem hann gerir að fórn- arlambi sínu“. Hann vildi hins vegar leggja áherslu á það að myndin fjallaði um par sem reyndi til hins ýtrasta á þanþol ástarsambandsins, „færu fram á brún hengiflugsins". Seiniger skilaði mörgum til- lögum sem flestar sýndu aðal- persónurnar í mildum litum. Hann kvaðst vilja draga úr erót- íkinni og því sem valdið gæti hneykslun. Á endanum varð fyrir valinu mynd af vangasvip aðalp- ersónanna og eru bæði með op- inn munn í þann veginn að snert- ast í kossi. Andlitin eru í svarth- vítu og ekki alveg í fókus en um- hverfis þau eru rauðir og gulir litir. Efst stendur skrifað: Þau brutu allar reglur. Þetta umstang hafði tekið tím- ann sinn svo enn varð að fresta frumsýningunni. Það varð þvi ekki af henni fyrr en í febrúar á þessu ári, tveimur árum eftir að fyrstu tiílögurnar litu dagsins ljós. —ÞH 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.