Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 3
Neskaupstaður
Mjög hressir
„Viö erum mjög hressir Al-
þýðubandalagsmenn í Neskaup-
stað, við vorum nær því að ná 6.
manni en að missa þann 5. og því
erum við ánægðir,“ sagði Krist-
inn V. Jóhannsson efsti maður á
lista Alþýðubandalagsins í Nes-
kaupstað.
Um tíma í talningunni leit út
fyrir að G-listinn tapaði manni og
þar með meirihlutanum í bæjar-
stjórn. Kristinn sagði að fyrir þá
sem best þekktu til í Neskaupstað
hefði þetta ekkert verið, því þeir
vissu að utankjörstaðaatkvæðin
myndu nær öll falla á Alþýðu-
bandalagið.
Kristinn sagði að hið svokall-
aða óháða framboð sem nú kom
fram, hefði sett strik í reikning-
inn. Það höfðaði nær eingöngu til
unga fólksins sem var að kjósa í
fyrsta sinn og að auki fengið
krataatkvæðin, þar sem A-listinn
bauð ekki fram að þessu sinni.
„Við stefndum að því að fá
50% atkvæða og það tókst. Hjá
okkur var vel unnið fyrir kosning-
Akureyri
Breytt
valdahlutföll
í kjördæminu
„Menn hafa unnið hér með
eindæmum vel fyrir kosningarn-
ar,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir,
efsti maður G-listans á Akureyri
er Þjóðviljinn hafði samband við
hana. „Þetta var þróttmikið starf
og við höfum fundið mikinn með-
byr í kosningabaráttunni.
Við höfum nú þegar lýst yfir
vilja til viðræðna við Alþýðu-
flokkinn og Framsókn um mynd-
un meirihluta, en Alþýðuflokk-
urinn hefur það nokkuð í hendi
sér hvað verður. Það er spurning
hvort hann fer í samstarf með
Sjálfstæðisflokknum.
Það sem gerðist hér í kosning-
unum má segja að gildi um allt
kjördæmið. Framsóknarflokkur-
inn missir mann á öllum stærstu
þéttbýlissvæðunum og Alþýðu-
bandalagið bætir við sig manni á
þrem stærstu stöðunum. Þetta
sýnir mjög breytt valdahlutföll í
kjördæminu og einnig að félags-
hyggjufólk er hætt að treysta á
Framsóknarflokkinn.
Dalvík
Höfðum góða
málefnastööu
Á Dalvík bætti G-listinn við sig
manni í kosningunum og Þjóð-
viljinn hafði samband við efsta
mann G-listans Svanfríði Jónas-
dóttur. „Þetta var mjög gott, við
fengum mjög góða kosningu,“
sagði Svanfríður. „Það má eigin-
lega segja að við höfum endur-
heimt mann frá kosningunum
’78, en þá fengum við tvo menn
en misstum svo annan í síðustu
kosningum.
Það hafa verið miklar sveiflur
hér á Dalvík, síðaast var mikil
framsóknarsveifla en núna tapa
þeir mönnum bæði til okkar og
D-listans.
Vinstra fólk hefur unnið mjög
vel hér fyrir þessar kosningar og
við höfðum mjög góða málefna-
stöðu frá síðasta kjörtímabili.
Það er nú komin upp alveg ný
staða í bænum og ekkert farið að
vinna úr heni enn,“ sagði Svan-
fríður.
Ing
arnar og sú vinna hefur skilað sér
ríkulega,“ sagði Kristinn.
Kristinn sagði loks að að
hans mati og fjölmargra annarra
hefði það verið áberandi hversu
mjög fréttamenn sjónvarpsins
hældust yfir fyrstu tölunum og
hefðu þeir á grundvelli þeirra
marglýst því yfir að nú væri
meirihlutinn fallinn.
- S.dór/K.Ól.
Sigríður Stefánsdóttir.
Hér á Akureyri hefur verið
sterkt vígi Framsóknarflokksins
en nú eru hér þrír nokkuð jafn-
stórir flokkar. Það má segja að
þetta sé mjög merkileg kosninga-
niðurstaða," sagði Sigríður að
lokum.
Ing
Guðmundur Árni Stefánsson.
FRETTIR
Kópavogur
Erum
himinlifandi
Við erum auðvitað himinlif-
andi með þessa útkornu," sagði
Heimir Pálsson efsti maður á G-
listanum í Kópavogi sem bætti
þriðja bæjarfulltrúa sínum við.
„Eg held að ástæðurnar fyrir
þessum úrslitum megi rekja til
þess að Alþýðubandalagið hefur
tekið þátt í meirihluta sem hefur
starfað mjög vel, og þessi meiri-
hluti eflist í þessum kosningum.
Við rákum sterka kosningabar-
áttu og hún skilaði auðvitað
drjúgu fylgi. Ríkisstjórnarflokk-
unum hefnist fyrir frammistöðu
ríkisstjórnarinnar og allt varð
þetta til þess að A-flokkarnir
standa uppi sem sigurvegarar
kosninganna.
Þetta er fyrst og fremst glæsi-
legur stuðningur við meirihlut-
ann sem nú hefur setið í átta ár og
við erum mjög ánægð með það.
Mér finnst ekkert liggja fyrir ann-
Reykjavík
Vildum
meira
„Nei, ég er að vísu ekki mjög
ánægður með þessa útkomu, við
væntum okkur betri árangurs,“
sagði Sigurjón Pétursson einn
þriggja borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík.
„Þó ber að líta á það að við
bætum heldur okkar hlut. Þetta
eru önnur hagstæðustu kosninga-
úrslit sem Sósíalistaflokkurinn og
Alþýðubandalagið hafa fengið
síðan 1950. En því er ekki að
leyna að við vildum meira.
Það er greinilegt að það hefur
ekki tekist að hnekkja á nokkurn
hátt veldi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, og það hlýtur að
koma til vegna vinsælda borg-
arstjórans, því ekki gaf málefna-
staða meirihlutans tilefni til sig-
urs hans.
Þetta þýðir því að ástandið í
borgarstjórn verður óbreytt,
„Þetta er tvímælalaus krafa
kjósenda um breytingar. Þeir
hafa greinilega fundið slíkum
breytingum bestan farveg með
því að kjósa jafnaðarmenn,"
sagði Guðmundur Árni Stefáns-
son efsti maður á lista Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði, en Al-
þýðuflokkurinn vann mikinn
sigur þar í bæ um helgina - fékk 5
fulltrúa af 11 en hafði áður 2.
Þennan sigur vildi Guðmundur
þakka öflugri og samhentri sveit
liðsmanna sem unnið hefði nótt
að en að Alþýðubandalag, AI-
þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur haldi samstarfinu áfram,
en við erum enn ekkert farin að
ræða það af alvöru.
Ég hlakka jú til að takast á við
starfið í bæjarstjórn, annars hefði
ég ekki farið út í þetta, “ sagði
Heimir. —gg
sem nýtan dag í kosningabarátt-
unni. Aðspurður um væntanlegt
meirihlutasamstarf benti hann á
að 5 möguleikar væru fyrir hendi.
„Það er okkur hinsvegar ekkert
launungarmál,“ sagði Guðmund-
ur, „að við munum snúa okkur til
Alþýðubandalagsins. Ég á von á
því að það fari nú bréf til þeirra
þessa efnis. A-flokkarnir hafa
sterka málefnastöðu og ég á ekki
von á öðru en þeir geti vel unnið
saman.“
- g.sv.
Hafnarfjörður:
VHjum A-flokka samstarf
Heimir Pálsson: Ríkisstjórnar-
flokkunum hefnist fyrir frammi-
stöðu ríkisstjórnarinnar.
Sigurjón Pétursson: Hætta á því
að flokksræði Sjálfstæðisflokks-
ins í borginni herðist.
nema að því leyti að kjörnum
fulltrúum hefur fækkað og það er
veruleg hætta á því að í kjölfarið
verði flokksræðið í borginni hert.
Sjónarmið mun færri fá að
heyrast við stjórnun borgarinnar
á þessu kjörtímabili,“ sagði Sig-
urjón. —gg
Stokkseyri
Samstilltur hópur
„Við erum eiginlega ekki búin að
átta okkur almennilega á þessu,
það voru aðeins mestu bjartsýnis-
menn sem þorðu að vona að við'
bættum við okkur manni," sagði
Margrét Frímannsdóttir efsti
maður á G-lista á Stokkseyri og
oddviti Stokkseyrarhrepps.
„Við vorum ákveðin í að halda
okkar og erum auðvitað himinlif-
andi með að hafa náð þriðja
manninum. Við höfum tekið þátt
í meirihlutasamstarfi hér við
ágætan orðstír og erum með góð-
an og samstilltan hóp og það er
fyrst og fremst þetta tvennt sem
réði úrslitum að mínu mati,“
sagði Margrét.
—gg
Margrét Frímannsdóttir: Aðeins
þeir bjartsýnustu spáðu þrem
mönnum.
Húsavík
Þreifingar
í gangi
„Hér á Húsavík erum við mjög
hress með kosningaúrslitin,“
sagði Valgerður Gunnarsdóttir
sem skipar annað sæti G-listans
þar, er Þjóðviljinn hafði sam-
band við hana.
„Það var mjög skemmtilegt að
þetta skyldi fara svona og virðist
að áherslumál okkar í kosninga-
baráttunni hafi fallið í góðan
jarðveg. Það er ekki enn ljóst
hvernig þetta fer allt saman hér,
ýmsar þreifingar eru í gangi nú
þegar.
Stuðningsmenn G-listans unnu
ákaflega vel og markvisst í kosn-
ingabaráttunni og við teljum það
hafa skilað sér. Það var stór hóp-
ur sem stóð að baki okkar og á
hann þakkir skildar. Einnig álít
ég að landsmálapólitík stjórnar-
flokkanna hafi haft áhrif úti á
landi. Það sést m.a. hér þar sem
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa verið í
meirihluta sl. átta ár og missa svo
meirihlutann núna,“ sagði Val-
gerður að lokum.
Ing
G-listinn
12 staðir
með meira en
4% viðbót
Alþýðubandalagið bætti víða
við sig verulegu fylgi, mest í Bol-
ungarvík eða 18.1% samtals. Þar
vantaði aðeins 7 atkvæði til að
flokkurinn bætti við sig manni.
Það var alls á 12 stöðum á
landinu sem Alþýðubandalagið
fékk meira en 4% fylgi eða þar
um bil. Þeir eru: Bolungarvík
(18.1%), Seltjarnarnes (8.4%),
Dalvík (7.5%), Akureyri
(6.7%), Vopnafjörður (6.7%),
Vestmannaeyjar (6.5%), Akra-
nes (5.5%), Stokkseyri (5.3%),
Grindavík (4.7%), Kópavogur
(4.6%), Stykkishólmur (3.9%)
og Selfoss (4%).
Alþýðubandalagið
Víða vantaði
herslumuninn
Alþýðubandalagið var víða
allnærri því að bæta við sig fleiri
bæjarfulltrúum þegar atkvæði
höfðu verið talin á sunnu-
dagsnóttina. Við grípum niður í
kosningatölum á nokkrum stöð-
um.
í Bolungarvík vantaði 7 at-
kvæði til að 3. maðurinn kæmist í
bæjarstjórn, í Njarðvík vantaði
10 atkvæði til að ná manni, á Sel-
fossi vantaði einnig 10 atkvæði til
að ná 2. manninum inn, í Grund-
arfirði vantaði 15 atkvæði til að
ná 2. manninum. Á Egilsstöðum
vantaði 10 atkvæði til að ná 2.
manninum og á Hellissandi van-
taði aðeins 9 atkvæði til að 2.
maður af G lista kæmist inn í
sveitastjórnina. - En þetta hefst
næst!
Þriðjudagur 3. júní 1986 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 3