Þjóðviljinn - 07.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Blaðsíða 9
MENNING Karl Kvaran. Langþráð yfirlitssýning Karl Kvaran í Listasafni Islands FEGRUNARVIKA I REYKJAVÍK 7.-15. JÓYÍ 'i*p!grunarnefnd Reykjavíkur Loksins er komin sýning sem listunnendur hér á landi hafa beðiö eftir í mörg ár, en það er yfirlitssýning Listasafns Jslands á verkum Karls Kvaran. Á sýning- unni eru 96 myndir; sú fyrsta frá árinu 1941, en sú síðasta frá þessu ári. Hér er því rakinn 45 ára ferill í myndum, ferill sem stendur enn í fullum blóma því Karl er sífellt að bæta við ævi- starfi sitt nýrri og hnitmiðaöri mál- verkum. Með nokkrum sanni má deila ferli Karls í tvennt. Annars vegar eru mótunarárin sem standa fram til miðs 6. áratugarins og málar- inn notaði til að ferðast um þær liststefnur sem þá voru efstar á baugi. Hins vegar eru svo síð- astliðnir þrír áratugir, en upp úr miðjum 6. áratugnum virðist Karl hafa fundið sinn farveg og upp frá því er listsköpun hans orðin mjög persónuleg. I*ó ber að geta þess að tvær gvassmyndir frá því um 1960, „Verur í landslagi" og „Grímsstaðaholt“, benda til einhvers endurmats, einmitt á þeim tímamótum þegar geometr- ía áratugarins á undan er að fjara út og ljóðrænni tjáning er að ná yfirhöndinni. Það er merkilegt að sjá hve lítið æskuverk Karls eiga sameiginlegt með seinni tíma verkum hans. Þau virðast ekki bera einkenni þess mynsturs sem setja svip sinn á það sem hann skapar eftir 1960. Þó er tvennt sem virðist hafa fylgt listamanninum frá upphafi, en það er það sem kalla má „einn litur, eitt form“ og hitt sem er öllu merkilegra og krefst nánari at- hugunar: áherslan á jafngildingu þeirra lita sem hann leggur á flötinn. Þessi atriði eru tengd, en við skulum víkja ögn að því fyrra. Einn litur, eitt form þýðir ein- faldlega að litir og form haldast að jafnaði í hendur. Það er lítið um blæbrigði í myndum Karls utan kerfisbundinnar hömrunar ólíkra lita í húsamyndum hans og „Konu við strönd“, þar sem flötum pensli er beitt til að skapa reglubundið mynstur eins litar yfir annan. Þessi æskuverk eru undantekningar því skömmu síð- ar er öll slík samsoðning tveggja eða fleiri lita innan eins og sama forms horfin og sést ekki meir í verkum Karls. Síðara atriðið og það mikilvæg- ara felst í því að Karl notar hvergi liti til að tjá mismunandi ljós- magn, ellegar birtubrigði. Fyrir vikið eru myndir hans ekki stemmningarkenndar (atmosfer- ískar) eins og flestar áþekkar myndir þeirra sem seinna urðu samferðamenn hans í listinni. Litir eru einungis litir settir fram til að skapa andstæður og ýta undir styrk formanna. Þannig túlka þeir víddir og ákvarða rými, en bera engin bein boð upplifun- ar frammi fyrir umhverfinu. Jafnvel er það svo að f þeim myndum sem næst komast því að teljast til beinna náttúrustemmn- inga, s.s. „Konu við strönd“ frá 1950 og sama mótífi frá sama ári undir heitinu „Komposition", er litameðferð þess eðlis að strönd, haf og himinn skila engu öðru en mismunandi litflötum. Blæbrigði þau sem fram koma í höggmynd- rænni konuímyndinni sem situr við ströndina, eru blæbrigði til þess gerð að draga fram áþreifan- leik massans en ekki birtunnar sem á hann fellur. Þessi einkenni halda sér gegn- um hið stutta en athyglisverða skeið geometrískra mynda og halda áfram að segja til sín á 7. og 8. og 9. áratugnum. Það að verk Karl skuli ekki túlka nein bein skynræn áhrif umhverfisins, gera þau að algjörri andstæðu verka Þorvaldar Skúlasonar. Þorvaldur var að vísu nær tuttugu árum eldri en Karl og hafði sterk áhrif á hann, sem og aðra sem þjöppuðu sér saman um hið formalíska ab- straktmálverk upp úr miðri öld- inni. Eigi að síður stóð Þorvaldur ætíð á þeim grunni sem þeir Ás- grímur og Jón Stefánsson höfðu lagt með beinni túlkun á áhrifum náttúru og umhverfis. Þótt náttúran sé órafjarri í formbyggingu Þorvaldar á geo- metríska tímabilinu 1952-60, er hún ávallt nálæg í litameðferð hans. Tilhneiging hans til að leggja skylda liti hlið við hlið dregur fram mismunandi birtu- skil í flataskiptingunni og túlkar þ.a.l. Ijósbrigði, eitt höfuðein- kenni beinna náttúruáhrifa. Þessa gætir enn meir í ljóðrænum abstraktverkum Þorvaldar frá 7. áratugnum. Þar spilar hann beinlínis meðvitað á þessa róm- antísku og impressionísku strengi. Karl Kvaran verður e.t.v. ekki síður fyrir áhrifum af umhverfi og náttúru, enda er mér til efs að nokkur maður komist hjá slíkum áhrifum öðruvísi en að byrgja sig inni í ljóslausu herbergi. En mun- urinn er sá að Karl túlkar þessi áhrif ekki beint, heldur umorðar hann þau á algjörlega sértæku táknmáli iitar, línu og forms. Tjáning Karls er því fullkomlega huglæg og þess vegna hef ég svo oft líkt henni við tónræna tján- ingu, svipaða þeirri sem finna má í kammermúsík. M.ö.o. þá má leiða að því líkur að ef þeir Þorvaldur og Karl hefðu verið tónskáld, væri Þor- valdur prógrammatískur í anda hermitónlistar Berlioz, en Karl absolut í anda sjálfgildrar tónlist- ar Bartóks. Eða; Þorvaldur gengur út frá rómantískum list- greinum og aðferðum sem á- kvarðast eftir á (a posteriori), meðan Karl gengur út frá þeim sem eru ákvörðuð fyrirfram (a priori) og teljast því til klassískra hátta. Þannig þróast verk Karls eftir innhverfum leiðum í átt til min- imalisma eða naumhyggju á síð- astliðnum þremur áratugum. Það sem skilur á milli verka hans og þeirra Bandaríkjamanna sem naumhyggjan er kennd við, er ljóðræn formgerð Karls, en hún tekur ávallt mið af því sem vex, breytist og dafnar; er m.ö.o. díal- ektísk í eðli sínu. Amerísk naumhyggja er hins vegar ávallt kyrrstæð og óumbreytanleg eins og rökræn fullyrðing. Myndir Karls taka því stökk- breytingum innan þess þrönga stakks sem hann sníður þeim, ýmist frá opnum, ryþmískum formum og þöndum litum, til lok- aðra, hæglátra flata og einfaldra tóna. En þessar stökkbreytingar gerast ekki fyrr en Karl hefur kannað þá þróunarmöguleika sem fólgnir eru í ákveðinni form- gerð og litavali. Ferli sköpunar hans er spíralkennt eins og oft vill verða um díalektíska framvindu Komposition (Kona við strönd), 1950. og þess vegna kemur listamaður- inn aftur og aftur að skyldum vandamálum sem þó eru aldrei nákvæmlega eins. Ég hef einungis tæpt á broti af því sem yfirlitssýningin á verkum Karls Kvaran leiðir í ljós, enda verður list hans seint brotin til mergjar. Því þó það hljómi þver- sagnarkennt þá opnar Karl sífellt fleiri dyr eftir því sem hann þrengir meir að kjarna listar sinn- ar. Þetta er eftirminnanleg sýning og ansi haganlega hengd þótt húsakynni séu þröng fýrir svo margar stórar myndir. Sýningar- skrá er góð og ritgerð Beru Nor- dal sömuleiðis, svo óhætt er að óska listamanninum og aðstand- endum safnsins til hamingju með árangurinn. Lada Samara er meðalstór, 3ja dyra rúmgóður og bjartur bíll. Hann er framdrifinn, með tannstangarstýri, mjúkri og langri fjöðrun og það er sérstaklega hátt undir hann. Sem sagt sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Lada Samara hefur 1300 cm3, 4ra strokka, spræka og spar- neytna vél, sem hönnuð er af einum virtasta bílafram- leiðanda Evrópu. Bensín- eyðsla er innan við 61 á hundr- aðið I langkeyrslu, en við- bragðstími frá 0-100 km hraða er þó aðeins 14,5 sek. Lada Samara er 5 manna og mjög rúmgóður miðað við heildarstærð. Aftursætið má leggja fram og mynda þannig gott flutningsrými. Hurðirnar eru vel stórar svo allur um- gangur er mjög þægilegur. Það er leitun að sterkbyggð- ari bíl. Sérstök burðargrind er í öllu farþegarýminu, sílsar eru sérstyrktir og sama er að segja um aðra burðarhluti. Lada Samara hentar jafn vel á mal- bikuðum brautum Vestur Evrópu, sem á hjara norðurslóða. Og þá er komið að því sem kemur mest á óvart. Fyrir Lada Samara þarftu aðeins að borga frá 239 þúsund krónum, því hann er á sér- stöku kynningarverði. Komdu á bílasýninguna um helgina og fáðu að reynslu- aka honum. Opið frá kl. 10-17. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar I Suðurlandsbraut 14 Slmi 38600 - 31236

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.